Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 13

Morgunblaðið - 29.12.1988, Side 13
MORGtíNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 13 Andvari 1988 ANDVARI, ársrit Hins íslenska þjóðvinafélags og Bókaútgáfii Menningarsjóðs, er kominn út. Þetta 113. árgangur ritsins, þrítugasti árgangur í nýjum flokld. Ritstjóri er Gunnar Stef- ánsson. Aðalgrein Andvara ár hvert er æviágrip einhvers forystumanns í íslensku þjóðlífi. Að þessu sinni er birt grein um Pétur Benedikts- son, bankastjóra og alþingismann, eftir Jakob F. Asgeirsson með formála eftir Krislján Karlsson. Aðrar greinar eru þessar: „Harmleikjaskáld og predikari", á aldarafmæli Guðmundar Kam- bans, eftir Jón Viðar Jónsson. Við- tal er við Ólaf Jóhann Sigurðsson sem Gylfi Gröndal tók á árinu 1987. Viðtalið geymir ýmsan fróð- leik um ævi Olafs og verk. Það er nú birt í minningarskyni, en skáldið lést í sumar. Annað efni af minningatagi er „Bréf til látins vinar míns — með viðauka", eftir Stefán Bjarman, sem Sigfús Daða- son gaf út. Vinurinn er Erlendur í Unuhúsi og bréfið lýsir glímu Stefáns við að þýða skáldsöguna „Hveijum klukkan glymur“ eftir Hemingway. Dagný Kristjáns- dóttir fjallar um „Gunnlaðar sögu“ eftir Svövu Jakobsdóttur. Þórir Óskarsson skrifar um Hjálmar í Bólu og rómantíkina í tilefni af bók Eysteins Sigurðssonar um Hjálmar. Eftir Matthías Viðar Sæmundsson birtist greinin „Menning og bylting", um upphaf íslenskra nútímabókmennta í til- efni af bók Halldórs Guðmunds- sonar, „Loksins, loksins". Loftur Guttormsson á grein um áhrif sið- breytingarinnar á alþýðufræðslu og Hjörtur Pálsson skrifar um ís- land i ljóðum Jóhannesar úr Kötl- um. Skáldskapur er í heftinu. Hann- es Pétursson segir frá tilurð eins ljóða sinna og birtir þýðingu á spænsku ljóði. Frumort ljóð eru eftir Hannes Sigfússon, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Elísabetu Þor- geirsdóttur. Andvari er 175 blaðs- íður, Prenthúsið prentaði. Vöruhappdrætti SÍBS 40 ára: 10 milljóna króna afmælisvinningur í október á næsta ári verður happdrætti SÍBS 40 ára. Það hóf göngu sína hinn 5. október 1949, en þá ver dregið í fyrsta sinn. Á næsta ári hækka vinningar í happdrættinu og í tilefni af 40 ára afmæli þess verður sérstakur „af- mælisvinningur" dreginn út í októ- ber nk. Sá vinningur er að fjárhæð tíu milljónir króna og er hann til kaupa á húsi eða íbúð. Hann verð- ur dreginn úr seldum miðum ein- göngu. Happdrættið gefur út eina miðaseríu, 75.000 númer, en út verða dregin á árinu 25.000 vinn- ingsnúmer auk afmælisvinnings- ins. Miðaverð verður krónur 400 á mánuði. Viðskiptavinir geta valið um að endumýja miða sína mánað- arlega eða greiða þá sem ársmiða, en það er hægt að gera í hvaða mánuði sem er. í frétt frá Vörahappdrætti SÍBS segir m.a: „Happdrættið er eina tekjulind SÍBS og hagnaði af því hefur verið varið til að koma á fót þeim stofnunum sem SÍBS rekur. Er þar fyrst að nefna Vinnuheim- ili SÍBS að Reykjalundi, sem tók til starfa við framstæð ytri skil- yrði árið 1945, en er nú orðið full- komnasta endurhæfingarstöð hér á landi. Þangað koma árlega um 1.000 manns hvaðanæva af landinu í sjúkraþjálfun og endur- hæfingu. Sjúkdómar þeirra sem til meðferðar koma era margví- slegir. Flestir koma vegna hjarta- og æðasjúkdóma, gigtar, lungna- sjúkdóma, bæklunar eftir slys og sjúkdóma í miðtaugakerfi. Múlalundur, vinnustofur SÍBS, er vemdaður vinnustaður, sem komið var á fót fyrir 30 áram. Það era nú yfir eitthundrað manns sem þörf hafa fyrir vemdaða vinnu og vinnuþjálfun. Múlalundur er langstærsti vemdaði vinnustaður landsins og er rekinn án nokkurra styrkja frá ríkinu. SÍBS rekur einnig tvær aðrar stofnanir í samvinnu við Rauða krossinn og Samtök aldraðra. Þær era Múlabær, dagvistun fyrir aldr- aða og Hlíðabær, sem er dagvistun fyrir Alzheimer-sjúklinga. SÍBS hefur á liðnum áram lagt fram mikið fé til þessara stofnana og það fé hefur nær eingöngu komið frá happdrætti SÍBS.“ 1. JMÍIAR 1989 Eitt glæsilegasta ball ársins 1989 verður haldið í Hótel íslandi 1. janúar og hefst kl. 1 8 með fordrykk undir Ijúfri Vínar- og kampavínstónlist listamanna úr (slensku hljómsveitinni. HÁTÍÐARDAGSKRÁ: Ingimar Eydal stjórnar fjöldasöng og leikur fyrir matargesti. Ómar Ragnarsson flytur annál ársins '88. Sigrún H jálmtýsdóttir „Diddú" syngur sig inn í hjörtu hátíóargesta vió undirleik Önnu Guónýjar Guómundsdöttur. Dansarar frá dansskóla Siguróar Hákonarsonar. Richard Scnbie og Shady Owens koma fram ásamt dönsurum. Sólódansarinn Tracy Jackson frumflytur nýársdans Hótels Islands Bítlavinafélagió leikur fyrir dansi og skemmtir öllum nýársgestum fram eftir nóttu Heióursgestir mæta á svæðió Veislustjóri: Bergþór Pálsson söngvari Veitingastjóri: Jóhann Steinsson Yfirþjónn: Bergþór Pálmason Stjórnendur kvöldsins: Hörður Sigurjónsson aðstoðarhótelstjóri og Ólafur Reynisson yfirmatreiðslumeistari Forsala aógöngumióa pg boróapantanir daglega i sima 687111. TAKID EFTIR: 3 mióaveró kr. 7.500.- kr. 6.500.- kr. 5.500.- Gleesilegur fjórréttaóur hátíóarmatseóill: Forróttur Milliréttur J&iffyicumódcréet AAalréttur medmi&ft/iýiœsóéáa- Eftirréttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.