Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 17

Morgunblaðið - 29.12.1988, Síða 17
( MÓFÍÖfrtféÉÁ.ÐIÐ, k»riitTtJDAGUR 29. DESEMBER 1988 17 Opið bréf Amnesty Intemational: Herferð vegna mannrétt- indabrota í Brasilíu Morgnnblaðinu hefur borist opið bréf Amnesty International til allra ríkisstjóra í brasilíska ríkjasambandinu frá 8. septem- ber sl. Fer bréfið hér á eftir í heild: Um árabil hafa æ ofan í æ bor- ist fregnir af ofbeldisaðgerðum í ákveðnum landbúnaðarhéruðum í Brasilíu, einkum frá stöðum þar sem markviss efnahagsleg upp- bygging á sér stað. Smábændur og indíánar hafa orðið fyrir líkamsár- ásum og einnig hafa verið framin pólitísk morð á bændaleiðtogum og stuðningsmönnum þeirra vegna starfs þeirra í þágu bænda sem eiga í málavafstri vegna lands- eða vinnudeilna. Amnesty International telur, að brasilísk lög hafi að geyma full- nægjandi ákvæði til að hægt sé að láta fara fram rannsókn á svo alvar- legum glæpum sem morð eru, og að unnt sé að lögsækja þá sem bera ábyrgð á þeim. Aftur á móti eru sannanir fyrir hendi sem benda til misbrests á notkun þessara ákvæða, bæði af hálfu lögreglu og dómsvalds í morgum fylkjum. I mörgum málum sem Amnesty Int- ernational hefur haft afspum af, hafa lögregluyfirvöld farið í kring- um skráningu á glæpum eða sleppt alfarið að afla sér þeirra sönnunar- gagna sem nauðsynleg eru sam- kvæmt brasilískum lögum. Jafnvel þótt sum þessara atvika megi skýra sem reynsluleysi eða vanmátt, er það áhyggjuefni að í ákveðnum til- fellum hafi embættismenn jafnvel af ráðnum hug eyðilagt fyrir rann- sókn sem þeim hefur verið falin. Yðar hágöfgi eruð án efa meðvit- aðir um þann óróleika sem borið hefur á, um heim allan, í tengslum við þá staðreynd, að opinberir emb- ættismenn samþykki ólöglegt at- hæfi vopnaðra manna og öryggis- varða. Þessir menn hafa verið ráðn- ir af auðugum landeigendum og gróðabrallsmönnum í þeim tilgangi að veitast að saklausum bændum og indíánum. í sumum héruðum virðist vera algengt að lögfræðingar og vopnaðir menn flæmi burt bænd- ur af jörðum sínum, jafnvel þótt viðhlítandi leyfi hafi ekki fengist til þess af dómara. Þegar talsmönnum stjórnarinnar hafa borist fyrir- spurnir frá Amnesty International um þessi efni fást þau svör að náin tengsl milli embættismanna ríkisins og háttsettra embættismanna land- búnaðarins sé skýring á óeðlilega fáum handtökum og ófullnægjandi málssóknum á hendur þeim sem ábyrgir eru fyrir morðunum. Annað áhyggjuefni Amnesty Int- ernational er það, að indíánar hafa að ósekju verið handteknir og hald- ið föngnum í stuttan tíma m.a. ti! að hræða þá frá pólitískum afskipt- um, eða til þess að fá þá til að falla frá réttmætum kröfum til lands síns fyrir dómstólum. Sönnunargögn um misþyrmingar lögreglu koma jafnan fram eftir að bændur eða indíánar hafa verið flæmdir burt af umdeildum landar- eignum. Það er einnig sannað, að bændur sem sakaðir eru um alvar- lega glæpi hafa verið í haldi án vitneskju yfirvalda og án þess að réttarúrskurður hafi verið fenginn, jafnframt hefur þeim verið neitað um lögfræðiaðstoð og læknishjálp í prísundinni. Á meðan þeir hafa verið í haldi hafa þeir hlotið illa meðferð, jafnvel verið pyntaðir til þess að knýja fram játningu eða yfirlýsingu sem sakfellir aðra. Þrátt fýrir að sönnunargögn liggi fyrir um illa meðferð lögreglu á bændum og indíánum í landbúnaðarhéruð- um, hefur Amnesty Intemational reynst erfitt að fá skjalfest hvaða lagalegar ráðstafanir hafa verið gerðar af yfirvöldum gagnvart hlut- aðeigandi yfirmönnum lögreglu. Amnesty International fer þess virðingarfýllst á leit við fylkisstjóra og embættismenn stjómarinnar að þeir geri nauðsynlegar ráðstafanir til þess að skylda alla embættis- menn ríkisins til þess að hlíta lög- um. Þeir sem gerist sekir um ólög- legt ofbeldi, ólöglegar handtökur eða brjóti rétt fanga á annan hátt samkvæmt stjómarskránni, skuli fá viðhlítandi málsmeðferð og rétt- mætan dóm. Ennfremur fer Amnesty Inter- national fram á: Að fylkisyfirvöld rannsaki þegar í stað allar morðákærur og kærur vegna slæmrar meðferðar í fangels- um og birti niðurstöðu rannsókn- anna. Yfirvöld fylkjanna styðji stjórn- völd eftir megni, þannig að unnt sé að rannsaka á hlutlausan -hátt þessi pólitísku morð sem framin em án afskipta fylkis- eða staðaryfir- valda. Aðferðir og niðurstöður þess- ara rannsókna ættu að gerast opin- berar og hinir ábyrgu ættu að kom- ast undir hendur réttvísinnar. Amnesty International telur, m.t.t. hins alvarlega ástands — e.t.v. þúsund morð á undanförnum fimm árum og næstum engar ákær- ur þar að lútandi — að viðeigandi aðgerðum af hendi stjórnvalda megi ekki lengur skjóta á frest. Amnesty Intemational hvetur því yðar há- göfgi til að gera allt sem í yðar valdi stendur til að tryggja það að lögum verði framfylgt og að hinum seku verði komið í hendur réttvís- innar. Á þennan hátt geta fylkis- yfirvöld sýnt á skýran og afdráttar- lausan hátt, að í hinu nýja bras- ilíska lýðveldi séu brot á mannrétt- indum ekki umborin. Byrjum aftur eftir jólafrí 3. janúar ÞOLAUKANDI OG VAXTAMOTANDI ÆFINGAR Byrjendur I og II og framhald I Afhverju annað ál- ver í Straumsvík? eftirRúnar Guðbjartsson Allt frá því að ég var ungur maður og fór að gera mér grein fyrir orku fallvatnanna okkar, þá hefur mér fundist mikil sóun, að láta þau renna óbeizluð til hafs. Kannski var það Einari Bene- diktssyni að þakka, því ég man hvað ég hreifst af framsýni hans, þegar ég las ritverk hans, sem ung- ur maður. Því var það, að ég fagnaði því, þegar hafist var handa hér á landi og fyrsta stóriðjan reis við Straumsvík. Á þeim tíma var ég sáttur við staðarvalið, álverið átti sinn þátt í að reisa við þau byggðarlög sem voru í næsta nágrenni, og sem á þeim tíma stóðu mjög höllum fæti. En það fóru að renna á mig tvær grímur, þegar næsta stóriðja var reist á Grundartanga í Hvalfirði, í sama landsfjórðungi og sú fyrri og nokkra kílómetra burtu í beinni loftlínu, og styrkir í raun enn betur sömu byggðarlögin og áður. Því var ég alveg forviða þegar ég frétti fyrir nokkrum mánuðum að nú ætti að reisa þriðju stóriðj- una, og hana ætti að reisa við hlið- ina á þeirri fyrstu. Sem sagt allar þijár stóriðjurnar sem reistar hafa verið, reistar nán- ast á sama blettinum, í sama lands- fjórðungnum til mikilla hagsbóta fyrir sömu landsbyggðina og áður, og sem er fyrir, sú öflugasta á landinu í dag. Á sama tíma eru stórkostleg vandamál til sjávar og sveita í öllum hinum landsfjórðungunum og kvóti komin á hina hefðbundnu atvinnu- vegi. Þau úrræði sem dreifbýlið hefur gripið til, eins og loðdýrarækt og fiskirækt hafa því miður ekki skilað þeim árangri enn, sem til var ætl- ast, og það sárvantar stór og sterk Rúnar Guðbjartsson „Eg er sannföerður um, að það er hagkvæmast fyrir íslenzku þjóðina að reisa næsta álver annars staðar en á Suð- vesturlandi.“ atvinnufyrirtæki í alla hina lands- Qórðungana, 'andsbyggðinni til styrktar. Framleiðslugjald af álverinu, til styrktar dreifbýlinu, getur aldrei komið í stað stóriðjuvers heima í héraði, með allri þeirri umsetningu, sem svona fyrirtæki fylgir. Ég er sannfærður um, að það er hagkvæmast fyrir íslenzku þjóð- ina að reisa næsta álver annars staðar en á Suðvesturlandi. Hagkvæmisathugun hinna er- lendu fjármagnseigenda og að reisa næsta álver í Straumsvík er auðskil- in, það er aðeins einn galli á gjöf Njarðar, Suðvesturland er búið með stóriðjukvótann sinn. FRAMHALDSFLOKKAR I OG II Lokaðirflokkar ROLEGIR TIMAR Fyrir eldri konur og þær, sem þurfa að fara variega wmSmm ' KERFI MEGRUNARFLOKKAR b Fjórum sinnum i viku fiHiISSÍ ^ ^ x. P: x:v - rv;;; KERFI j FYRIR UNGAR OG HRESSAR Teygja-þrek-jazz. Eldfjörugir tímar með léttri jazz-sveiflu „LOW IMPACK" - STRANGIR TIMAR Hægar en erfiðar æfingar, ekkert hopp en mikil hreyfing SKOLAFOLK Hörku púl og svitatímar NYTT- NYTT Nýi kúrinn slær ígegn!! 28+7 undirstjórn Báru og Önnu ATH! Kynmðykkurafslatt- arprógramm okkar- Keðiuverkandi ar sláttur fyrirþær, sem eru allan vetur- inn Suðurveri, sími 83730 liraunbergi, sími 79988 Höfundur er flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.