Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988 IngibjörgE. Vest mann — Minning Fædd 25. desember 1919 Dáin 22. desember 1988 Einu sinni stóð ung kona á Aust- urvelli með stúlkubam sér við hönd. Það var á sumardegi og sólin skein á marglit blóm á vellinum. Þá spyr stúlkan, flögurra ára: „Hver á þenn- an fallega garð?“ Móðir hennar svaraði að bragði: „Við eigum hann, þú og ég.“ Og bamið var hamingju- samt allan þann dag yfir að eiga svona fallegan garð með mömmu sinni. Þetta var Ingibjörg E. Vest- mann og Elsa, dóttir hennar. Ingi- björg var þá ung kona, einstæð móðir og fátæk á veraldarvísu en dóttir hennar skyldi þó vita að þær ættu þennan stóra og fallega garð. Um það var engu logið því þær voru Reykvíkingar og garðurinn góði þar af leiðandi þeirra eign. Öðra sinni sat Ingibjörg að kvöldi dags yfir dóttur sinni sem þá var lasin og lítið eldri en þegar þær stóðu á Austurvelli. Ingibjörg ræddi við hana um Jónas Hallgrímsson, las fyrir hana ljóð eftir hann og tókst svo vel lesturinn að morgun- inn eftir sagði stúlkan um leið og hún lauk upp augunum: „Ég elska Jónas Hallgrímsson." — Hvora tveggja þessi atvik era ógleyman- legar minningar dóttur hennar en þau era meira en það: í þeim felst vísbending um eiginleika Ingibjarg- ar sem settu ekki aðeins svip á samskipti hennar við dóttur sína heldur líka við fólk almennt. Fyrra tilvikið sýnir einstaka fundvísi hennar á svör sem vora líkleg til að gera aðra lukkulega, hið síðara sýnir hve auðvelt hún átti með að koma til skila því sem henni fannst dýrmætt, þannig að gagn væri að. Eg hygg að þessir hæfileikar henn- ar ásamt eðlisborinni hlýju, fómfýsi og ósviknum áhuga á velferð ann- arra, hafi laðað fólk meira að henni en yfirleitt gerist meðal manna. Svo mikið er víst að enginn verður í sannleika vinmargur nema af því sem hann er af sjálfum sér og veit- ir öðram. Margur átti sinn besta, og sumir sinn eina, trúnaðarvin í henni. Kannski ekki síst vegna þess að ásamt hjartahlýju sinni og dóm- gimislausu innsæi í mannlega breytni átti hún til að bera það sem við stundum köllum heilbrigða skynsemi og flest okkar era fátæk af. Þess.vegna var auðvelt að leggja vandasöm mál í dóm hennar og eiga þó ekki von á úrskurði í véfrétta- stíl. Ekki heldur svo að skilja að hún tæki svo varlega á málum að hún segði mönnum aðeins það sem þeir vildu heyra. En hún sagði það fordildarlaust og með þeirra eigin hag að leiðarljósi, tók þeirri áhættu að vinskapurinn brysti fremur en segja ekki það sem henni bjó í brjósti. Mér er þó ekki kunnugt um að neinn hafi hrokkið frá henni og einurð laðaði fólk að henni og eng- inn sem hafði eignast vin sinn í henni gat hugsað sér að verða af vináttu hennar. Svo gott og hollt var að tala við hana að jafnvel þeim sem höfðu ekki getað hlegið lengi var orðinn hlátur í hug er þeir fóra af hennar fundi. Nú má ekki ætla að hún sjálf hafi verið svo þrekmikil að hún hafi aldrei þurft huggunar við eða góðvild hennar svo hrein að henni hafí aldrei orðið á. Hún var mann- eskja með ríkar og sterkar tilfinn- ingar og líf hennar að sama skapi brothætt. Svo sannarlega kynntist hún því að „mennimir elska, missa, gráta og sakna". En glöggsýni á mannlegan breiskleika, óvenjulegt þrek og staðföst siðferðisvitund, sem átti sér uppsprettu í trúarlegri lífstilfinningu, gáfu henni mannlega reisn í öllu sem hún gerði. Þessi lífssýn auðveldaði henni að umbera ófullkomleika sjálfrar sín og ann- arra og ræktaði með henni djúp- stæðan skilning á gildi fyrirgefn- ingar og umburðarlyndis, kenndi henni að bera hamingju annarra meira fýrir bijósti en sína eigin, svo mjög að þeim sem þótti vænt um hana varð um og ó og reyndu stund- um að koma fýrir hana vitinu. En í því efni var ómögulegt að koma fyrir hana „vitinu". Hún hélt áfram að vera jafn ósíngjöm á hveiju sem dundi. Hún var óvenju sjálfstæður einstaklingur og varð ekki haggað frá því sem hún vissi með sjálfri sér að var rétt og skylt. Undanslátt- ur var ekki til á hennar orðabók. Hún hikaði hvergi ef réttlætistil- finningu hennar var misboðið og gat þá verið þungorð. En mildin og mýktin vora alltaf á næsta leyti og hún kunni listina að gleðjast. Hún tók lífið alvarlega en kímnin var alltaf innan um og saman við. Jafn- vel þegar hún lá banaleguna og svo þjáð að hún gat vart hrært sinn minnsta fingur laumaði hún út úr sér óvæntum og fyndnum setning- um svo þeir sem vora hjá gátu ekki annað en hlegið með henni, og vora þó gráti nær. Ingibjörg var hamhleypa til vinnu og hlífði sér aldrei þótt heilsa henn- ar væri svo lítilfyörleg um árabil að flestir hefðu í hennar sporam látið hendur fallast. En samviskusemi hennar og ótrúlegur sjálfsagi héldu henni að vinnu löngu eftir að vinnu- þrek hennar var í raun farið. Um það bera síðustu ár hennar sem starfsmaður við sjúkraskráningu á Landspítalanum vitni. Ingibjörg var svo listfeng manneskja að trúverð- ugt fólk og vel að sér sagði um fatahönnun hennar og saumaskap fyrr á áram að tískuhús heimsins hefðu mátt hrósa happi að fá hana til starfa. Hún hannaði og saumaði kjóla og fatnað á dóttur síns svo fagurlega að margir héldu að þeir væra beint frá helstu tískuhönnuð- um veraldar. Til era eftir hana nokkrir hlutir sem vitna ótvírætt um þetta listfengi. Framavonir á því sviði vora þó engar sökum fá- tæktar enda var þetta á þeim áram þegar fátækt lá í landi eins og ill- viðráðanleg pest. En hún var alla tíð mikiil listunnandi og gott að tala við hana um skáldskap. Og hún var nákomin fegurð náttúrannar eins og sá einn er sem þykir vænt um að vera til og viil að öðrum þyki það líka. Á þeim áram sem Ingibjörg vann við saumaskap var staða verkalýðs veik og vald atvinnurekenda mikið og þorðu sumir lítt að æmta þótt á þá væri hallað af ótta við að missa vinnuna. En Ingibjörg hikaði ekki við að taka málstað þeirra sem minna máttu sín, hvort sem var á hennar eigin vinnustað eða annars staðar. Hún var róttæk og stjóm- málaskoðanir hennar samofnar sið- ferðiskennd hennar og réttlætistil- finningu svo ekki varð sundur skil- ið. Pólitískur skollaleikur var henni viðurstyggð. Hugsjónir um frelsi, jafnrétti og bræðralag vora sígildar og í hennar augum þær einu sem vora samboðnar mannlífinu. Hún gat verið mikill stríðsmaður í þessu efni ef svo bar undir. Var hún þá ekki veifskata meðfæri, svo skarp- greind, einörð og skapmikil sem hún var. En þó vora pólitískar hugmynd- ir hennar bomar uppi af svo miklum húmanisma að hún hefði í öllum tilfellum lagt meira upp úr að líkna föllnum andstæðingi en fella hann. Ingibjörg hefði orðið sextíu og níu ára á jóladag. Það er ekki hár aldur. En þótt hún hefði lifað leng- ur hefði hún vart orðið gömul í venjulegum skilningi þess orðs nema þá sökum heilsubrests því sál hennar var aldurslaus. Ég tel það mikið happ fyrir mig að hafa orðið tengdasonur hennar. Hún var ekki aðeins móðir, tengdamóðir, ástvin- ur, systir, amma, langamma. Hún var sú sem við öll sóttumst eftir að hitta, tala við og eiga athvarf hjá. Öll báram við með einhveijum hætti sorgir okkar, áhyggjur og gleði til hennar. Á unglingsáram sínum, þegar erfitt var að vera til, áttu bamaböm hennar í henni for- dómalausan og traustan vin. Hún var aldrei ömmu-stofnun; afsíðis og utanveltu við þá sem yngri vora. Hún stóð í lífsstraumnum meðal þeirra. Og samband hennar og Elsu, dóttur hennar, var náið og djúpt. Endur fyrir löngu stóðu þær á Austurvelli og áttu saman fallegan og stóran garð. Síðan urðu mörg tíðindi. En þær áttu aUtaf hvor aðra að eins og þá. Elsa_hefur misst mikið. Faðir Elsu, Stefán Bjama- son, hefur einnig misst mikið; bamaböm hennar og bamabarna- böm, systkinin hennar, vinir. Öll söknum við hennar. Hún var fágæt og ógleymanleg manneslqa. Guð blessi hana. Birgir Sigurðsson Hún amma Ingí er dáin. Þessi tíðindi era staðreynd sem erfítt er að horfast í augu við. Dauðinn, þetta dularfulla afl, hefur tekið hana til sín. Dauðinn sem vekur hjá manni sorg, vanmátt og óvissu. Hún Ingibjörg hefði átt skilið að njóta lífsins miklu lengur, því hún kunni öðram fremur vel að lifa. Ingibjörg Vestmann var lang- amma dóttur minnar, Erlu Elías- dóttur. Þegar Erla fæddist, í júní 1984, varð ég móðir og hún lang- amma í fyrsta sinn, aðeins 65 ára gömul. Amma Ingí tók heils hugar þátt í ævintýrinu sem fylgdi Erlu og alltaf til þessa hefur hlýja henn- ar og umhyggja fylgt okkur mæðg- um. Hún var ætíð reiðubúin að gæta stúlkunnar og gerði það æði oft. Það var unun að sjá hve vel fór á með þeim tveimur og er ég afar þakklát fyrir þann velvilja sem hún sýndi okkur. Ingibjörg amma hafði unun af öllu því besta sem til er hér í heimi. Hun elskaði blóm, börn, fallega tón- list, góðar bókmenntir, fallega list- muni og auðvitað lífið sjálft. Heim- ili hennar og persónuleiki bára því glöggt vitni. Ingibjörg sagði mér oft frá æskuáram sínum og uppvexti, og ósjaldan ræddum við um lífið og tilverana. Hún hafði ung misst móður sína og alist upp í stóram hópi systkina. Hún hafði þráð að fá að menntast en ekki fengið tækifæri til þess. Hún hafð ung orðið einstæð móðir og þurfti að vinna hörðum höndum við einhæf og lýjandi störf sem vora greind hennar ósamboðin. Ég gat ekki annað en dáðst að hug- rekki hennar, æðruleysi og dugn- aði, sem birtust í því að alltaf var hún glaðlynd og gefandi öðram af birtu sinni og yl. Skapgerð hennar var einstaklega falleg. Amma Ingí lagði umfram allt rækt við að hlúa að lífinu í kringum sig. Veit ég að hún var mikið elsk- uð manneskja. Ég votta öllum ætt- ingjum hennar og vinum innilega samúð. Blessuð sé minning hennar. Vala. S. Valdimarsdóttir Amma mín var besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var gefandi; bæði okkur fyöl- skyldu sinni og vandalausum. Og hún gaf meira en hún tók. Þess vegna eigum við sem lifum hana vonandi meira til að gefa og getum launað gæsku hennar svo hún megi lifa áfram meðal okkar. Þótt hún byggi oft við þröngan kost, þá hefðu molamir sem hratu af borðum hennar getað fætt kon- unga. Allir gátu lært eitthvað af henni og hún laðaði fram allt það besta í hveijum manni. Hún dæmdi ekki fólk eftir sigram þess eða ósigram í tilveranni heldur skoðaði hjartalag þess. „Það skiptir ekki máli í hveiju fólk lendir heldur hvemig manneskjur það er á eftir“ var hún vön að segja. Amma mín hafði varðveitt rétt- lætiskennd sem fáum tekst að varð- Minning: GuðmundurR. Bjarnason Fæddur 30. mars 1902 Dáinn 16. desember 1988 Genginn er jarðlífsins veg á enda einn sá maður er bestur vinur og granni hefur verið, þeirra, sem við hjónin ekki eram tengd skyldleika- böndum. Guðmundur Rósi Bjamason var fæddur á Látram í Aðalvík, Sléttu- hreppi í Norður-ísafiarðarsýslu, þann 30. mars 1902. Foreldrar hans vora þau hjónin Bjami Dósóþeusson og Bjargey Sigurðardóttir, bæði ættuð úr Sléttuhreppi. Guðmundur var elstur tíu alsystkina og era tvö þeirra enn á lífi: Sigrún og Siguijón. Þegar Guðmundur var tveggja ára fluttu þau foreldrar hans frá Látram að Görðum í Sæbólslandi í Vestur-Aðalvíkinni og bjuggu þar næstu tíu árin, en fluttu þá aftur að Látram. Hann var þá orðinn tólf ára, Þar átti hann svo heima hjá þeim til nítján ára aldurs, en þá fór hann að heiman og réðst á togara sem gekk frá Hafnarfirði. Sjómennsku stundaði hann þaðan í nokkur ár, uns hann kom aftur vestur að Látram. Þar eignaðist hann trillubát og stundaði þaðan sjóróðra um árabil — á meðan hann átti heima í Aðalvík — af dugnaði og harðfengi eins og honum var lagið og eins og slík sjósókn hlaut að krefjast, enda var hann þrek- menni og vanur erfiði. Mun hann og stundum hafa lent í sjávarháska og svaðilförum, þótt ekki sé þess kostur að gera þvi nein skil hér. En nú urðu þáttaskil í lífi Guð- mundar. Hann kynntist Pálmu Frið- riksdóttur og gengu þau í hjóna- band þann 30. desember árið 1934. Pálína er fædd 14. desember 1906 í Rekavík bak Látram, en sá sorg- legi atburður gerðist, er hún var hálfs mánaðar gömul, að hún missti móður sína, Sigríði Pálínu Pálma- dóttur. Faðir hennar flutti þá eigi alllöngu síðar að Látram, en þar hafði hann áður átt heima. Eftir þetta ólst hún upp hjá eldri hjónum, Matthildi Amórsdóttur og Guðna Jósteinssyni, en þau dóu bæði er Pálína var 10 ára gömul. Höfðu þau reynst henni sem bestu foreldrar, en eftir það var hún hjá föður sínum og stjúpmóður, Rannveigu Ásgeirs- dóttur, sem var þriðja eiginkona Friðriks. Reyndist hún Pálínu mjög vel á þeim uppvaxtaráram sem í hönd fóra. Þau Guðmundur og Pálína byggðu sér íbúðarhús úr steini (eina steinhúsið á Látram) og fluttu í það nýbyggt. Þama áttu þau heima um átta ára skeið. Guðmundur sótti sjóinn fast sem jafnan áður á trillu- báti sínum. En nú fóra versnandi tímar í hönd, því fiskur brást um árabil. Og ekki var unnt að gera út stærri báta frá Látram vegna aðstöðuleysis, því þama vantaði öll hafnarmannvirki, sem til slíkrar útgerðar þarf. Á þessum áram rak útgerðarfé- lagið Kvöldúlfur síldarverksmiðju á Hesteyri, sem stendur við sam- nefndan fjörð og er einn af Jökul- fjörðunum (liggur austan Grænu- hlíðar). Guðmundur vann í nokkur sumur við mjölþurrkarana í verk- smiðjunni á Hesteyri á meðan þau áttu enn heima á Látram. En svo fór að lokum, að þau hjón neyddust til að yfirgefa þessa fögra heimabyggð sína, en þangað áttu þau bæði uppruna sinn að rekja í marga ættliði. Mun sú brottför ekki hafa verið þeim sársaukalaus, frem- ur en öðram, sem svipað stóð á fyrir á þessum árum, því fólkið var tilneytt að yfirgefa hýbýli sín og ættarbyggð á fáum áram. Þar sem áður voru blómleg býli og fjölmenn byggð varð nú lfflaust og mann- laust á tiltölulega fáum áram, og er svo enn. En þó að vísu ekki með öllu, því Slétthreppingar hafa sýnt þessari yfirgefnu ættarbyggð sinni einstaka tryggð og ræktarsemi. Þau Guðmundur og Pálína vora sannarlega í þeim hópi. Þau tóku sér þangað ferðir á hendur um margra ára skeið, eftir því sem á stóð hveiju sinni, sem og fjölmarg- ir aðrir Slétthreppingar. Þangað hafa þeir farið margir á sumram, haldið við hýbýlum þótt í eyði stæðu mestan hluta árs, og búið þama jafnvel um tíma með bömum sínum, meðan best og blíðast hefur verið á sumram, þegar sól og hlýja vekur allan gróður til lífs og þroska. Þá er yndislegt að dveljast og um að Iitast á þessum norðlægu slóðum, með gnæfandi fjöll á aðra hönd, en hafið blátt á hina. — E.t.v. skilur þessa tilfinningu sá einn er heima hefur átt í bemsku við hliðstæðar aðstæður frá hálfu móður náttúra. Búsetu þeirra Guðmundar og Pálínu á Látram lauk með því að þau seldu trillu sína, sem verið hafði lífsbjörg þeirra að allmiklu leyti og fluttu alfarin frá Aðalvík til ísa- fjarðar. Þetta gerðist árið 1943. Þau keyptu húsið Tungu, sem stendur alllangt innan við Isafjarð- arkaupstað, og áttu þar heima um átta ára skeið. Ýmiss konar atvinnu stundaði Guðmundur á þessum árum: vann við rafveituna á Isafirði, við símalagningu á Þingeyri, við Kúabú ísafjarðar að Seljalandi og eitthvað fleira mun hann hafa tekið sér_ fyrir hendur á þessum áram. Árið 1951 fluttu þau Guðmundur og Pálína með fjölskyldu sína til Reykjavíkur og áttu heima um tveggja ára skeið á Grenimel 13, í húsi Gunnars Friðrikssonar, hálf- bróður Pálínu, uns þau byggðu sér eigið hús á Álfhólsvegi 36 í Kópa- vogi ásamt Valdimar Valdimars- syni, fóstursyni Pálínu, en hjá þeim þjónum hafði hann alist upp til 17

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.