Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 39
veita fram á fullorðinsár. Hún var
samviskusöm og hreinlynd, mikil
hugsjónamanneskja, stéttvís, vann
öll sín verk af trúmennsku og tók
alltaf svari lítilmagnans. Hún var
hugrökk og sterk, hrifnæm, stund-
um ör og alltaf að tileinka sér eitt-
hvað nýtt. Hún hafði góða kímni-
gáfu, var fróð og vel lesin og sagði
okkur krökkunum ævintýri sem
enginn annar kunni; ævintýrið um
litla forvitna fílinn sem bjó á bökk-
um hins grængolandi grugguga
Limpópó-fljóts og aðrar sögur Kipl-
ings. Og hún átti allskyns bækur
með ævintýrum frá Rússlandi,
Grænlandi, Kína og öðrum fram-
andi Iöndum.
Hún hafði listamannssál og allt
lék í höndunum á henni. Hún saum-
aði fötin á okkur þegar við vorum
lítil. Á hveijum jólum fékk ég nýjan
flauelskjól, skreyttan blúndum eða
satíni og dúkkurnar mínar fengu
sparikjóla og skíðagalla og lopa-
peysur. Hún bjó til tuskudúkkur og
dýr, teppi, gardínur, dúka, mynda-
ramma, blómavasa og allir sögðu:
„Þetta hlýtur hún amma Ingi að
hafa gert.“
Hún amma mín stóð hvergi að
baki þeim ömmum sem mest hafa
verið lofaðar í heimsbókmenntun-
um.
Síðustu árin var hún heilsulítil
og fékk aldrei að njóta til fulls
ávaxtanna af erfiði lífs síns.
Ég þakka ömmu minni fyrir allt.
Anna Steinunn
Ingibjörg Vestmann, fýrrverandi
tengdamóðir mín, lést í. Landspít-
alanum snemma morguns þann 22.
desember. Ég kynntist henni fyrst
vorið 1958, hún var þá 38 ára göm-
ul, sterk og fönguleg kona sem
vann heima við saumaskap. Um
haustið, þegar við Elsa, einkadóttir
hennar, hófum búskap leigðum við
þijú saman íbúð um tíma og þá
kynntist ég hversu mikil og góð
manneskja tengdamóðir mín var.
Hún unni sér sjaldan hvíldar. Eftir
að vinnudegi lauk var hún vís til
að setjast að öðrum verkefnum og
vinna fram á kvöld. Samt fann hún
sér tíma til að lesa, hún unni góðum
skáldskap og var víðlesin og mundi
sem hún las. íslensku skáldunum
var hún gjörkunnug og gat vitnað
í þau þegar við átti. Hún var mik-
ill listunnandi og kom það ljóslega
fram í öllum verkum hennar. Allt
sem hún gerði bar vott um vandað
handbragð og góðan smekk.
Faðir hennar var Einar Vest-
mann, jámsmíður á Akranesi, og
er samband þeirra mér minnis-
stætt. Hún dáði föður sinn og minn-
ára aldurs eftir að hann missti
móður sína, er hann var 6 ára gam-
. all.
Meðan þau Guðmundur og Pálína
áttu enn heima á Álfhólsvegi
byggðu þau sér eigið húsnæði, í
sambýlishúsi á Ásbraut 19 í Kópa-
vogi. Fluttust þau þangað árið 1962
og áttu þar heima síðan.
Ýmisleg störf tók Guðmundur sér
fyrir hendur eftir að suður kom.
Fyrstu tólf árin vann hann sem
vélgæslumaður við áburðarverk-
smiðjuna í Gufunesi. Næst gerðist
hann verkstjóri í sambandi við
gatnagerð o.fl. hjá Kópavogsbæ. í
nokkur sumur var hann verkstjóri
og umsjónarmaður með unglinga-
hópum, sem unnu við snyrtingu
garða og lóða bæði fyrir einkaaðila
og í eigu þess opinbera. Síðast starf-
aði hann við íþróttahúsið í Kársnes-
skóla, var þar baðvörður, uns hann
var 75 ára að aldri, en eftir það
stundum í forföllum fastra umsjón-
armanna og í sumarleyfum þeirra.
Þau Guðmundur og Pálína eign-
uðust saman 4 börn, sem eru hin
mannvænlegustu: Hið elsta er
Matthildur, fædd 27. júlí 1935, og
er kennari að mennt. Maður hennar
er Jón Freyr Þórarinsson, skóla-
stjóri Laugarnesskóla. Þau eiga 2
böm. Ema, fædd 28. september
1938, kennari. Eiginmaður Örn
Gunnarsson, húsgagnabólstrari, og
eiga heima í Ytri-Njarðvík. Þau eiga
3 börn. Bjargey, fædd 26. apríl
1943, hlaut menntun í verslunar-
skóla og stundar bankastörf, gift
Jakobi Jónssyni, húsasmið. Þáu
MORGUNBLÁÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
39
ingar hennar af honum og fjölskyld-
unni frá árunum í Kanada, þar sem
hún og systkini hennar voru fædd,
voru ávallt hlýjar og fallegar þótt
jafnfram væm þær frásagnir af
erfiðri lífsbaráttu. Meðan hann lifði
vom ófáar helgamar sem hún heim-
sótti hann og ömmu Maju, og þeg-
ar við komum með sáum við að
þarna hafði hún ræktað garð sem
okkur þótt fallegastur garða. Þar
hafði hún gróðursett sjaldgæfar
jurtir og skrautblóm sem hún fékk
víðsvegar að eða safnaði á ferðalög-
um um landið, og allt sem hún kom
nálægt dafnaði. Þegar fjölskylda
mín eignaðist eigin garð gerði hún
hann líka að sínum, ósjaldan sáum
við vegfarendur staldra við, benda
og dást að jurtunum hennar. Sumir
báðu jafnvel um afleggjara og
ávallt brást hún við af vinsemd,
sagði fólki deili á því sem það fékk
með sér og hvemig best færi um
hveija tegund.
Bamabörnin hennar fjögur köll-
uðu hana ævinlega ömmu Ingi og
hún var þeim ekki aðeins góð
amma, heldur einnig félagi og vin-
ur. Þegar þau vom lítil sagði hún
þeim sögur frá fjarlægum löndum
sem urðu þeim svo ljóslifandi að
þau reyndu að teikrta myndir úr
þeim fyrir hana. Það gladdi hana
að geta vakið ímyndunarafl þeirra
á þennan hátt. Þegar þau urðu eldri
miðlaði hún þeim af reynslu sinni
og kenndi þeim að meta land sitt
og sögu og að vera góðar manneskj-
ur.
Heimili hennar á Hringbraut 24
var augnayndi. Hlýja hennar og
smekkvísi var minnisstæð öllum
sem þangað komu. Þar var safn
af jurtum, munum og myndum, sem
hvert átti sína sögu. Þar var gott
að koma og vinátta hennar var mér
kær. Ég þakka henni fyrir sam-
fylgdina, og allt sem hún hefur
gert fyrir mig og bömin mín. Guð
blessi hana og varðveiti.
Agúst H. Elíasson
Hún kom í jólasokkinn pabba
síns, eins og hann sagði sjálfur, og
hún kvaddi um jól. Ingibjörg fædd-
ist í Gimli í Kanada, fimmta í röð
átta barna foreldra sinna, þeirra
Einars Vestmann og Guðríðar Nik-
ulásdóttur, sem ung og nýgift fluttu
vestur um haf og hófu búskap.
Einar missti Guðríði frá bömun-
um ungum en kvæntist aftur vest-
ur-íslenskri konu og átti með henni
eina dóttur. Alþingishátíðarárið
1930 seldi hann vélsmiðju sína og
fluttist til íslands, og fjölskyldan
settist að á Akranesi. Ingibjörg var
þá ellefu ára gömul.
Þetta var á krepputímum. Kona
eiga 3 drengi. Yngst er Kristín,
fædd 28. spetember 1944, verslun-
arskólagengin, og starfar í banka,
gift Guðmundi Þórðarsyni, umsjón-
armanni Laugarnesskóla. Þau eiga
3 börn.
Alllangt er nú orðið síðan við
Aðalheiður, kona mín, kynntumst
þessum góðu hjónum, Guðmundi
og Pálínu, eða eigi alllöngu eftir
að þau fluttu á Ásbraut 19 árið
1962, enda er ekki nema steinsnar
á milli heimila okkar og leiðir hlutu
því oft að liggja saman. Þau hafa
því verið nábýlingar okkar og sann-
arlega góðir grannar. Hafa heim-
sóknir orðið tíðar á báða vegu og
vinátta með ágætum.
Guðmundur var fróður maður og
gat frá ýmsum merkisviðburðum
sagt úr sínu byggðarlagi, einnig frá
ýmsum athyglisverðum atburðum
úr eigin reynslu. Hann kunni vel
frá að segja, of var því ánægjulegt
á hann að hlýða. Sem barn mun
hann hafa verið næmur eða skyggn
sem kallað er, og voru honum minn-
isstæðir draumar um samskipti sín
við huldufólk og um huldubörn, sem
urðu leikfélagar hans með þeim
hætti. Einnig dreymdi hann stund-
um áhrifamikla fyrirboðadrauma,
sem áttu eftir að koma fram í vo-
veiflegum atburðum, er snertu hans
nánustu.
Nú um nokkurra ára skeið hafa
þau Guðmundur og Pálína og svo
Aðalheiður, kona mín, lagt stund á
tómstundaiðju á vetrum og hafa í
þeim tilgangi fylgst að og farið
saman i kennslustundir til ágætra
Einars undi ekki hag sínum hér,
rúmlega tvítug stjúpmóðir átta
barna og hennar eigið á öðru ári,
hún snéri aftir til Kanada. Þá kom
á heimilið sem ráðskona María Ein-
arsdóttir ásamt dóttur sinni og í
sameiningu ólu þau upp þennan
stóra barnahóp. Hjá Éinari og
Maríu áttu síðar Ingibjörg og henn-
ar dóttir sitt annað heimili.
Börnin fóru snemma að vinna
fyrir sér og fimmtán ára gömul
réðst Ingibjörg í vist til Reykjavíkur
og vann á ýmsum heimilum svo sem
þá var siður. Fljótlega snéri hún sér
að saumaskap sem varð ævistarf
hennar. Ingibjörg vann lengi hjá
Vinnufatagerðinni, hún veitti for-
stöðu saumaverkstæði L.H. Muller
um árabil og rak um tíma sauma-
verkstæði á heimili sínu. En síðustu
fjórtán árin starfaði hún við sjúkra-
skráningu á Landspítalanum.
Fædd 29. desember 1984
Dáin 19. desember 1988
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lézt þú eftir litla rúmið auða.
Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
lof sé Guði, búin ertu að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.
(M. Joch.)
Fréttin kom sem þruma úr
heiðskíru lofti, þegar Hera iitla
lenti í umferðarslysi morguninn
13. desember. Það er óskiljanlegt
að litla Ijósa Hera með fallega
brosið sitt sé farin.
En eitt er víst að slysin gera
ekki boð á undan sér. Hera skilur
nú eftir sig mikinn söknuð og sorg,
hjá foreldrum, bróður og öðrum
aðstandendum.
Okkur verður oft hugsað til
hennar, þegar hún og bróðir henn-
ar, Árni Elvar, 5 ára, voru að leika
sér þegar hún allt í einu fékk hlát-
urskast sem var svo innilegt að
við gátum ekki annað en hlegið
með henni og allt andlitið hennar
ljómaði. Ámi og Hera voru hjá
okkur í pössun hálfan daginn í
tæplega 4 mánuði og sáum við
kvenna í Félagsheimili Kópavogs,
sem ekki er fjarri heimilum okkar
og því stutt að fara. Hafa þær kon-
urnar einkum lagt stund á útsaum
og málun mynda. Guðmundur gerði
einnig fallegar útsaumsmyndir og
svokallaðar skafmyndir, en einkum
mun hann þó hafa fengist við að
gera ýmiss konar skrautmuni úr
tré. Má þar til nefna klukkur all-
margar og munu sumar þeirra nú
vera í eigu dætra hans og prýða
heimili þeirra. Af þessari iðju mun
hann hafa haft hina mestu ánægju,
enda hagur í höndum og listfengur
í besta lagi. Þeim sem komast á
efri ár og eru hættir störfum ut'an
heimils, er það hin mesta nauðsyn
og sárabót að geta haft fyrir stafni
og iðkað eitthvað það, sem hugur
stendur til og kallað getur fram list-
ræna hæfíleika, sem e.t.v. hafa
lengi blundað í leyni en vegna anna
og skyldustarfa lítt eða ekki náð
að fá útrás sem skyldi.
Um margra ára skeið hafa ýmsar
félagsstofnanir í Kópavogi boðið
öldruðu fólki upp á samkomur með
veitingum, skemmtiatriðum og
dansi í Félagsheimili Kópavogs. Við
hjónin og þessir góðu nágrannar
okkar höfum átt saman margar
ánægjustundir á þessum samkom-
um, sem látnar hafa verið í té af
þessu fómfúsa og ágæta félags-
fólki.
Ævinlega höfum við þá fylgst
að, setið þar saman við borð og
notið ánægjulegra samverustunda
í hópi fólks á sviðuðum aldri. Eigum
við þessum góðu hjónum margt
Ung að árum kynntist Ingibjörg
Stefáni Bjarnasyni og átti með hon-
um eina dóttur, Elsu. Örlögin hög-
uðu því svo að þau giftust ekki, en
vinátta þeirra hélst ævilangt og á
dánarbeði sýndi Stefán henni ein-
staka umhyggju.
Elsa dóttir þeirra ólst upp hjá
móður sinni við ástríki, þær voru
vinkonur og þær studdu hvor aðra
alla tíð. Engu síður reyndist Ingi-
björg barnabörnunum fjórum sem
mátu ömmu sína mikils.
Ég kynntist Elsu ellefu ára göm-
ul þegar þær mæðgur fluttust í
nágrennið og kom þá fyrst á þeirra
heimili. í mínum augum var Ingi-
björg öðruvísi en mömmur okkar
hinna: hún var sjálfstæð, hún vann
utan heimilis og sá sjálf fyrir sér
og dóttur sinni, enda með fádæmum
dugleg. En hún var ekki bara dug-
leg, heldur var hún listamaður, eins
þá að Hera var mjög ákveðin og
dugleg lítil dama, sem vissi ná-
kvæmlega hvað hún vildi.
Oft voru þau systkinin eitthvað
að bralla saman og alltaf nóg að
gera hjá þeim. Erfítt er að skrifa
bara um Heru því það voru bara
15 mánuðir á milli þeirra og voru
þau svo náin og samrýnd eins og
tvíburar.
Oft hugsaði maður hvar þau
fengju alla þessa orku. Verður nú
erfítt fyrir Ama að skilja að syst-
ir hans sé farin og komi ekki aftur.
Hera Björg verður jarðsungin í
dag, á 4 árá afmælisdegi sínum.
Elsku Lára, Emil og Ámi Elv-
ar, Guð gefí ykkur styrk í þessari
miklu sorg. Við geymum minningu
Hem Bjargar.
Halldóra Lára, Hjálmar.
Þann 19. desember lést á gjör-
gæsludeild Borgarspítalans litla
frænka mín, Hera Björg.
Hún var dóttir hjónanna Emils
Sigurðssonar og Lám Einarsdótt-
ur. Átti hún einn bróður, Árna
Elfar, sem er fimm ára.
Það var mikið áfall þegar móðir
mín tilkynnti mér að þessi litla
hnáta hefði orðið fyrir slysi. Þess-
um orðum var erfitt að trúa.
Biðin var löng og erfið, allir
biðu milli vonar og ótta. Að kvöldi
gott að þakka í sambandi við þess-
ar stundir.
Guðmundur var glaðlyndur mað-
ur að eðlisfari, allra manna
skemmtilegastur í tali og hafði sér-
stakt lag á að koma öllum í gott
skap með orðræðum sínum og
hnyttnum tilsvömm.
Allmörg undanfarin ár mun Guð-
undur ekki hafa gengið heill til
skógar, þótt lítt eða ekki léti hann
á því bera, og sýndist jafnan hress
en sjúkleikinn fór vaxandi uns hann
varð að fara alfarinn á sjúkrahús
(Vífilsstaði) fyrir um sex vikum.
Dauða hans bar að allskyndilega.
Vonir munu hafa staðið til að hann
gæti fengið að vera heima hjá sér
nú um jólin, en hér varð snögglega
breyting á. Hann var kallaður til
brottfarar af þessari jörð, af því
valdi, sem við menn höfum ekki
áhrif á að þessu leyti.
Sannarlega mun hann fagna
vistaskiptum. Þeir sem aldraðir em
orðnir og þreyttir og veikir hljóta
að fagna komunni til æðri og betri
heimkynna, þar sem vinir og ætt-
menni fagna hinum nýkomna með
ást og kærleika, þar sem ný framtíð
og nýr þroski tekur við, sem fram-
hald af þeirri braut, sem hér var
til enda gengin.
Við hjónin þökkum Guðmundi
Bjamasyni öll hin góðu kynni og
traustu vináttu, og við vottum konu
hans og dætmm og öðmm nánum
ættingjum innilega hluttekningu
okkar við brottför hans úr ástvina-
hópi.
Ingvar Agnarsson
Hera BjörgEmils-
dóttir - Minning
og öll hennar verk bera vitni. Ingi-
björg hafði mjög sterka réttlætis-
kennd og samúð með þeim sem
minna mega sín, hún var róttæk
og ákveðin og fór ekki dult með
skoðanir sínar, en jafnframt trúuð
og kærleiksrík og mikill vinur vina
sinna.
Mér sýndi hún ávallt mikla hlýju
og kom það ekki síst í ljós fyrir
tveim árum þegar ég lá á Land-
spítalanum um hríð, að hún leit til
mín daglega. Fyrir þær stundir er
ég þakklát, svo og alla hennar
tryggð.
Elsku Elsa mín. Lífíð veitir mörg
sár, með tímanum mildast sársauk-
inn þó örin hverfi ekki. En minning-
in um góða konu og góða móður
lifír. Ég sendi þér, bömum þínum
og Birgi og Stefáni samúðarkveðj-
ur.
Anna Einarsdóttir
19. desember fékk ég hringingu
um að hún væri búin að kveðja
þennan heim. Alltaf kemur upp í
huga manns þessi spuming. Af
hveiju hún? Því getur enginn
mannlegur máttur svarað. Á
stundu sem þessari koma upp í
huga mér margar skondnar og
skemmtilegar minningar um þessa
litlu hnátu. Það var mikill gleði-
dagur þegar bróðir minn tilkynnti
mér að ég hefði fengið frænku í
afmælisgjöf, það var gaman að
fylgjast með henni dafna, þessi
litli ljósgeisli var fullur af lífskrafti
og gleði, það hafa verið felld mörg
gleðitár í kringum Heru, hún var
skemmtilegt bam, ákveðin og
virkilega stríðin. Það var gaman
að sjá þegar þijóskan kom upp,
ef hún gerði eins og hún vildi varð
því ekki breytt.
Það er hægt að segja svo margt
en samt svo lítið um svo stutta
ævi. Það er erfítt að sætta sig við
svona staðreynd. Þetta er mikill
missir fyrir Áma Elfar sem missir
ekki aðeins systur sína heldur
einnig sinn besta vin. Hún var
umvafín ást og umhyggju af for-
eldmm sínum og bróður, ég veit
að henni á eftir að líða eins vel í
sínum nýju heimkynnum. Ég er
þakklát fyrir þessi allt of stuttu
kynni. Minningarnar geymi ég í
huga mér og hjarta. Elsku Emil
bróðir, Lára og Ámi Elfar. Ég
sendi ykkur mínar dýpstu samúð-
arkveðjur og bið þess að algóður
guð styrki ykkur í þessari miklu
sorg.
Takk fyrir allt og allt.
Hvíl í friði.
Vort lif er lán frá þér
það líður harla skjótt.
Og lát oss eygja ljósið þitt
er lýkur dauðans nótt.
(Siguijón Guðjónsson)
Helga frænka
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Ekki em
tekin til birtingar fmrnort ljóð
um hinn látna. Leyfílegt er að
birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3
erindi og skal þá höfundar get-
ið.