Morgunblaðið - 29.12.1988, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1988
44
Xiri Lavi ku núnCL.
Vélarlokið skellur oft aft-
ur þó ekki sé neitt komið
við það ...
Með
morgunkafiinu
Áttu ekki fyrir tveimur
kaffibollum. Ég var að
gifta mig?
HÖGrNI HREKKVÍSI
TRYGGIR VAKANDIUM-
> ••
HYGGJAISLAUSAR GOTUR?
— fyrirspurn til borgaryfirvalda og umferðarráðs
Til Velvakanda.
Síðla á ellefta tímanum að kveldi
annars dags jóla urðu tvö óhöpp
neðarlega við Kleppsveg. Ungir
ökumenn misstu stjóm á bflum
sínum í flughálku, stórskemmdu þá,
en annar bfllinn hafði kastast á
umferðarmerki, hinn á ljósastaur,
sem stendur örskammt, raunar
háskalega, skammt frá akbraut-
inni. Báðum ökumönnum varð til
happs að þeir óku mjög hægt og
að umferð var fremur lítil miðað
við þann flaum sem alla jafna er
um þessa miklu umferðaræð, sem
engan veginn er svo úr garði gerð
sem skyldi til að bera þann um-
ferðarþunga sem henni er ætlað að
bera.
Örfáum mínútum eftir að unga
fólkið, sem áður gat, varð fyrir
sínum óhöppum varð slys sakir
hálku nokkru ofar við Kleppsveg
og þar urðu áverkar á fólki. Unga
fólkinu var hlíft við slíku, Guði sé
lof, að frátöldum smávægilegum
eymslum og ómældu angri. En
hætt er við því, að traust þess á
margítrekuðum fyrirheitum borgar-
yfirvalda um, að strætisvagnaleiðir
og mestu umferðargötur muni
ávallt bornar salti um leið og hálku
verði vart hafi beðið alvarlegan og
varanlegan hnekki.
Rúmum tveim klukkustundum
áður en ég ók fram á þessi sáru
ungmenni neðarlega við Kleppsveg,
hafði ég átt leið þar um og þá var
hálkan sem verið hafði nokkur allan
daginn orðin mjög viðsjál og raunar
háskaleg. Ég ók sem betur fer bif-
reið á vel negldum hjólbörðum, sem
oft hefur komið sér vel um þessar
slóðir, þó ég sé fyrstur manna til
að viðurkenna að negldir hjólbarðar
geta stuðlað að falskri öryggis-
kennd við slík skilyrði sem voru á
annan dag jóla. En mun öruggari
eru þeir en venjulegir hjólbarðar,
einkum vegna þess, að það er því
miður ítrekuð reynsla að mikill mis-
brestur er á því að götur séu salt-
bornar svo skjótt sem skyldi. Þá
þegar, á níunda tímanum að kveldi
annars jóladags, hafði ég velt því
fyrir mér hveiju það sætti, að
Kleppsvegur væri ekki ausinn salti
eins og akstursskilyrði voru þá orð-
in. Sú spuming varð mér enn nær-
göngulli um ellefu leytið, þeim mun
nærgöngulli, sem angur og tár unga
fólksms, sem ég ók fram á, gengu
mér nær hjarta. Ég reyndi auðvitað
að leiða þeim fyrir sjónir, hve þau
mættu vera Guði þakklát fyrir að
ekki fór verr, hve holl hlífð það var
þeim að þau óku hægt. Ég vona
að þeim sé það ljóst og verði það
æ ljósara. En mér og þeim og ótölu-
legum fjölda annarra vegfarenda
er mjög hugleikið að fá svar borgar-
yfirvalda við því, hvað þau telji
eðlilegt að langur tími líði frá því
að mestu umferðaræðar eru orðnar
háskalegar sakir hálku, þar til
ástæða er talin til að leitast við að
Til Velvakanda.
Ég er orðin langþreytt á öllum
þessum happdrættum, þó aldrei
nema þau séu frá líknarfélögum, sem
ég styð þó heils hugar. Þegar kemur
að drætti og maður hringir eftir til-
skilinn dag í eitthvert símanúmer er
jafn víst að sagt sé að vinningaskrá-
in hafí birst í einhveiju dagblaði
þennan og þennan dag, og auðvitað
alltaf í blaði sem maður hefur ekki
séð, og þó er nú verra ef þetta reyn-
ist svo alls ekki rétt. Ég er búin að
hafa mikið fyrir að hafa upp á upp-
lýsingum um eitt ákveðið hjálpar-
happdrætti. Þar sem aðeins var
skammur tími þar til frestur á að
sækja vinninga rann út lagði ég tals-
vert á mig og að lokum hafði ég upp
á þessu, og auðvitað vann ég ekki
neitt. í eina skiptið sem ég hef unn-
ið var bara skammur tími þar til það
hefði verið orðið of seint að nálgast
vinninginn, og það félag hafði ekki
einu sinni fyrir að hringja í vinnings-
hafa, sem þó höfðu greitt miða sem
höfðu verið sendir heim, svo það lá
eyða henni. Og mér er líka hugleik-
ið að fá svar Umferðarráðs við því,
hvort auglýsingar og áróður borg-
aryfirvalda gegn negldum hjólbörð-
um kunni ekki að vera næsta
ábyrgðarlaus sakir þess hve mjög
er klifað á því að öllu sé óhætt á
venjulegum hjólbörðum, vegna þess
að vakandi umhyggja tryggi ís-
lausar götur. Þeirri umhyggju virð-
ist a.m.k. á stundum vera harla
áfátt. Vonast ég til að fá svar við
þessum spurningum hið fyrsta.
Árni Bergur Sigurbjörnsson
ljóst fyrir hver var vinningshafí, þá
fauk nú nokkuð í þolandann. Af
hveiju er þessum happdrættum ekki
gert skylt að láta skrána liggja
frammi á einhveijum ákveðnum stað.
Þar væri ekki úr vegi að skrá yfir
ósótta vinninga yrði birt t.d. einu
sinni í mánuði í dagblöðum, þar til
liðið er þetta eina ár frá drætti, sem
alltaf er talað um að vinningar verði
afhentir á.
Ég held bara að á mínu heimili
verði ekki keyptir fleiri happdrættis-
miðar þar til ég veit með vissu hvar
upplýsingar er að hafa. Ég geri mér
grein fyrir að þetta á ekki við um
öll happdrætti, en það þarf bara eitt
skemmt epli í körfuna, það er því
miður staðreynd.
Svo var annað sem ég tók eftir,
það er oft að engin ártöl eru á þess-
um miðum, svo ef maður fínnur nú
miða á flækingi heima fyrir er eins
gott að það sé á honum greiðslu-
stimpill, þar sem ártal kemur fram.
Stuðningsaðili liknarfélaga.
011 þessi happdrætti
Víkverji skrifar
Víkveiji hefur áður minnst á
greiðslur fyrir lyijakostnað og
fundið að framkvæmd þess á hvern
hátt fólk er styrkt til lyfjakaupa.
Sá háttur er nú við lýði að menn
greiða fyrir hveija afgreiðslu eina
ákveðna upphæð, nokkur hundruð
krónur, en eru aldrei látnir vita,
hver raunverulegur kostnaður við
lyfjakaupin er. Það er hlutur sjúkra-
samlags og kerfið virðist gera ráð
fyrir því að sjúklinginn varði ekkert
um raunverulegt verð lyfsins. Þann-
ig getur sjúklingur farið heim með
lyf og greitt nokkur hundruð krón-
ur, þótt þau raunverulega kosti tug-
þúsundir króna. Til eru lyf, sem
sjúkrasamlag greiðir að fullu. Sjúkl-
ingurinn fær í því tilfelli ekkert að
vita um verð lyfsins, honum er að-
eins sagt að lyfið sé „ókeypis".
Eins og hver maður getur séð
ér þetta ótækur afgreiðslusiður.
Nauðsynlegt er að sjúklingur, sem
kaupir lyf, viti hvers virði það er,
þótt sjúkrasamlag hans greiði þorra
kostnaðar við kaupin. Virðing sjúkl-
ingsins fyrir lyfjunum, séu þau hon-
um ekki lífsnauðsyn, hlýtur að
mótast af verðmæti þeirra. Þess
vegna getur þetta kerfí aðeins leitt
til sóunar verðmæta, lyf glatast eða
er jafnvel hent — vegna þess að
viðkomandi þarf að greiða svo lítið
fyrir þau. Þess vegna á að skylda
lyfjaverzlanir til að fá sjúklingum
í hendur reikning, þar sem fram
kemur kostnaður við lyfjakaupin,
hver hlutur sjúkrasamlags sé og
hver sjúklingsins sjálfs.
xxx
að er eins og löggjafinn sé
skipulega að reyna að rýja al-
menning öllu verðskyni, þegar kem-
ur að greiðslu lyfja- og annars
kostnaðar við heilbrigðisþjónustu. í
tíð Magnúsar Kjartanssonar heil-
brigðis- og tryggingaráðherra fyrir
um hálfum öðrum áratug var sú
vafasama ákvörðun tekin að
greiðsla til sjúkrasamlags var ekki
lengur aðgreind í opinberum gjöld-
um. Þar með voru menn sviptir því
tækifæri að fá að vita hve stór hluti
af opinberum gjöldum færi til heil-
brigðisgeirans. Hvar eru nú Neyt-
endasamtökin, sem hafa bitið í
skjaldarrendur í baráttu sinni fyrir
bættu verðskyni almennings? í raun
er aðeins einn hópur fólks í þessu
þjóðfélagi, sem finnur fyrir því að
einhveiju þarf til að kosta við að
liggja í sjúkrahúsi. Það eru þeir,
sem njóta elli- og örorkulífeyris frá
Tryggingastofnun ríkisins. Séu þeir
lengur en 5 mánuði samfleytt í
sjúkrahúsi missa þeir allar greiðslur
frá Tryggingastofnuninni og hjúkr-
unarstofnunin hirðir greiðsluna.
Samrýmist þetta hugmyndum okk-
ar um velferðarþjóðfélagið?
xxx
jóst er að auka má spamað í
heilbrigðisgeiranum. En er von
til þess að nokkur hafí áhuga á að
auka sparnað, þegar skattþegnar
vita ekki hve stór hluti af sköttum
þeirra fer til þessara mála? Það
hlýtur því að vera forsenda alls
sparnaðar að almenningur fái upp-
lýsingar um kostnað við heilbrigðis-
þjónustu og finni fyrir þvi sjálfur,
hvað hann lætur af hendi rakna til
þessa mikilvæga málaflokks.