Morgunblaðið - 07.01.1989, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
Garðar Thor Cortes og Einar Örn Einarsson.
Morgunblaðið/Karl
„Nonni o g Manni“ fá
hundruð aðdáendabréfa
Aðalleikurum í sjónvarpsþátt-
unum um „Nonna og Manna“,
þeim Garðari Thor Cortes og Ein-
ari Emi Einarssyni, berast nú
hundruð aðdáendabréfa og eykst
fjöldi þeirra með degi hveijum.
Eru bréfin nú á milli fjögur til
fimm hundruð talsins. Koma þau
einkum frá Þýskalandi og Aust-
urríki en einnig frá Danmörku.
Flest eru þau frá ungum stúlkum
sem biðja um eiginhandaráritanir
og/eða myndir af piltunum en
einnig frá fullorðnum einstakling-
um sem hæla frammistöðu þeirra.
Sum bréfanna koma frá eldra
fólki, sem áratugum saman hefur
safnað eiginhandaráritunum frá
frægu fólki. Þá hringja daglega
fjölmargir til þeirra frá útlöndum
með hverskonar fyrirspurnir eða
hrós. Að sögn þeirra Garðars og
Einars hafa þeir enn ekki komist
til þess að svara bréfum aðdá-
enda.
Bankaráð Landsbankans:
Valur í stól banka-
sljóra 1. febrúar
Fullnægjandi, segja bankaeftirlit og
viðskiptaráðherra
BANKARÁÐ Landsbanka íslands samþykkti í gær að Valur Arnþórs-
son tæki ekki við stöðu bankastjóra fyrr en 1. febrúar næstkom-
andi, þegar hann hefur fullnægt skilyrðum bankalaga með því að
losa sig að fullu úr fyrra starfi. Þá samþykkti ráðið að fela Gunn-
laugi Kristjánssyni aðstoðarbankastjóra að gegna störfum aðalbanka-
stjóra til 1. febrúar. Þórðnr Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlits
Seðlabankans, sagði að eftirlitið teldi svar bankaráðs Landsbankans
fullnægjandi og Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, tók í sama streng.
Bankaráðið var kallað saman til
sérstaks fundar um þetta mál í
framhaldi af fyrirspum bankaeftir-
lits Seðlabankans um störf Vals. í
samþykkt þess segir að ráðgert
hafi verið að Valur tæki við stöðu
sinni við bankann 1. janúar sl. og
vitnað í bókun sem gerð var við
ráðningu hans þann 14. júlí síðast-
liðinn. Síðan segir: „Nú hefur kom-
ið í ljós, að honum hefir ekki tekist
að losa sig að fullu úr fyrri störfum
og þar með ekki að fullnægja skil-
yrðum bankaráðs og laga um við-
skiptabanka. Hann mun því ekki
taka við stöðu bankastjóra fyrr en
þeim skilyrðum er fullnægt, en nú
er ákveðið að það verði 1. febrúar
næstkomandi."
„Ég fagna þessari samþykkt.
Hún staðfestir það samkomulag
sem ég gerði við formann banka-
ráðs,“ sagði Valur Amþórsson þeg-
ar álits hans var leitað. „Þetta sýn-
ir að ég hef verið í fullum rétti og
góðri trú um að störf mín sem
bankastjóri hæfust ekki fyrr en
síðar í mánuðinum eða í síðasta
lagi þann 1. febrúar,“ sagði Valur
einnig.
„Ég hef ekki séð formlegan frá-
gang málsins, en ég tel að með
þessu sé búið að ganga rétt frá
því,“ sagði Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra, þegar samþykkt
bankaráðs var borin undir hann.
„Ég tel það eðlilegt að það sé gert
ljóst að á meðan Valur Amþórsson
er stjómandi í atvinnurekstri á veg-
um annara fyrirtækja getur hann
ekki verið bankastjóri í Lands-
bankanum."
V erðlagsstofiiun:
Nefiid
undirbýr
kynning-
Kaupmönnum bannað að selja
viðskiptavinum burðarpokana
Kaupmannasamtökin mótmæla harðlega
VERÐLAGSSTOFNUN hefur
bannað verslunum að selja við-
skiptavinum burðarpoka undir
keyptar vörur vegna gildandi
verðstöðvunar. Margir kaupmenn
hófu að selja burðarpokana, sem
áður voru afhentir án endur-
gjalds, um áramót, eftir sérstakt
samkomulag Kaupmannasamtak-
anna, verslunardeildar Sambands-
ins og Landverndar, en hluti sölu-
verðsins átti að renna til Land-
vemdar. Verðlagsráð var kallað
saman til sérstaks fundar um
málið í gær og í framhaldi af
honum var þessi ákvörðun tekin.
Kaupmannasamtök íslands sendu
frá sér fréttatilkynningu í gær þar
sem þessi ákvörðun er hörmuð og
sagt að sala á plastpokum verði
hafin aftur 1. mars, þegar verð-
stöðvun lýkur.
í tilkynningu Verðlagsstofnunar
við upphaf verðstöðvunar í haust
segir að hvers kyns breytingar á við-
skiptakjörum neytendum í óhag séu
óheimilar. „Við lítum svo á að verðið
á pokunum hafi verið komið inn í
verslunarálagninguna og með þvi að
hefja innheimtu á sérstöku gjaldi
fyrir burðarpokana sé verið að
hækka álagninguna og verðið til
neytenda og þar með bijóta ákvæði
verðstöðvunar," sagði Guðmundur
Sigurðsson yfirviðskiptafræðingur
Verðlagsstofnunar í samtali við
Morgunblaðið.
í fréttatilkynningu Kaupmanna-
samtakanna kemur fram að þau telja
að með þessari ákvörðun „sé Verð-
lagsstofnun notuð í pólitískum til-
gangi til þess að beina athygli al-
mennings frá þeim stórkostlegu
hækkunum á þjónustu og sköttum
sem orðið hafa að undanfömu að
undirlagi ríkisins á tímum svokall-
aðrar verðstöðvunar." í mótmælun-
um segir að Verðlagsstofnun hafi
vitað um þessi áform en ekki séð
ástæðu til að gera athugasemd, held-
ur hafi formaður verðlagsráðs og
verðlagsstjóri tekið vel í hugmynd-
ina. Þá hafí þeim verið gerð ítarleg
grein fyrir málinu með bréfi 8. des-
ember. Telja Kaupmannasamtökin
að með þessari afstöðu Verðlags-
stofnunar sé verið að ógna því góða
samstarfi sem ríkt hafi á milli kaup-
manna og verðlagsyfirvalda um langt
skeið.
Georg Ólafsson verðlagsstjóri
sagði í gær, vegna ummæla í mót-
mælum Kaupmannasamtakanna, að
Verðlagsstofnun hefði aldrei fengið
formlegt erindi frá Kaupmannasam-
tökunum eða verslunardeild Sam-
bandsins um sölu á plastpokum.
Landvemd hefði sent bréfið sem
kaupmenn vitnuðu til en þeim hefði
verið bent á að verslunaraðilar yrðu
sjálfir að óska eftir leyfi. Verðlags-
stjóri sagði að starfsmaður Kaup-
mannasamtakanna hefði rætt málið
við sig í síma skömmu áður en byrj-
að var að selja plastpokana en í því
samtali hafí hvorki verið sagt af eða
á um hvort þetta væri heimilt enda
ekki hægt að afgreiða slíka hluti í
síma. Kaupmenn hefðu því aldrei
fengið samþykki Verðlagsstofnunar
fyrir ákvörðun sinni.
Hermannsson
forsætisráðherra hefur skipað
ráðgjafarnefiid ríkis og einkaað-
ila til að undirbúa sérstakt kynn-
ingarátak íslands á sviði mark-
aðs- og sölumála og ferðamála.
Formaður nefndarinnar er Bald-
vin Jónsson, auglýsingastjóri, en
aðrir nefndarmenn eru Bjöm Theó-
dórsson, framkvæmdastjóri þróun-
arsviðs Flugleiða, Jón Sveinsson,
aðstoðarmaður forsætisráðherra,
Magnús Gunnarsson, formaður Út-
flutningsráðs, Ragnhildur Hjalta-
dóttir, deildarstjóri í samgöngu-
ráðuneytinu, og Stefán Friðfinns-
son, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra.
Svipting þinghelgi og Hafskip:
Harkaleg umniæli Prövdu
um Jóhann Einvarðsson
SOVÉSKA blaðið Pravda, málgagn Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, gerði harkalega árás á Jóhann Einvarðsson, alþingismann
og formann utanrikismálanefiidar Alþingis, í lok nóvember sl.
Nokkru síðar birti blaðið grein um Island, þar sem ummæli í
frétt blaðsins 28. nóvember voru milduð. Tilefiiið var umræður
um Hafskipsmálið, þinghelgi Jóhanns og störf hans í bankaráði
Útvegsbankans.
í frétt Prövdu 28. nóvember,
sem höfð er eftir fréttaritara
blaðsins í Reykjavík, segir frá því
að Alþingi Islendinga, elsta þjóð-
þing Evrópu, hafí í fyrsta sinn í
sögu sinni leyst einn þingmanna
undan banni við ákæru, það er
þinghelgi. Nú sé því hægt að
draga þingmanninn, J. Einvarðs-
son, fyrir dóm, þar sem hann sé
grunaður um „aðild að svindli og
stórkostlegum fjárglæfrum", eins
og blaðið orðaði það.
Fréttaritarinn kemst þannig að
orði eins og lesendum Prövdu sé
kunnugt um að Jóhann Einvarðs-
son hafi verið viðriðinn mikið fjár-
málahneyksli vegna gjaldþrots
Hafskips. Þá hafi hann átt sæti
í stjórn þess ríkisbanka, sem hélt
lífi í félaginu með því að veita því
„ólögleg lán“. Þrátt fyrir þetta
hafi félagið orðið gjaldþrota og
bankinn orðið fyrir milljarða tjóni.
Sé J. Einvarðssyni og samstarfs-
mönnum hans gefið að sök að
hafa sýnt vanrækslu í starfí. Hafi
hann valið þann kost að fara þess.
á leit við Alþingi að vera sviptur
þinghelgi til að verja sig fyrir
dómstólunum. Fréttinni lýkur á
þessum orðum: „Hvemig skiptust
milljónimar? Enn þá heldur það
áfram að vera leyndarmál."
Skömmu síðar birtist grein um
ísland í Prövdu, sem ber yfír-
skriftina: Úr minnisbók frétta-
manns: Eyja í úthafinu. Undir
henni stendur höfundarnafnið Jú.
Kúznesov. Undir lok greinarinnar
er vikið að Alþingi og sagt, að
þar séu menn helst að leita að
nýjum leiðum í skattamálum. Þó
gerist þar einnig sérkennilegir
atburðir, eins og þegar farið hafí
verið að tengja nafn eins þing-
mannsins, J. Einvarðssonar, við
rannsókn á gjaldþrota fyrirtækinu
Hafskipi. Honum til heiðurs verði
að taka fram, að hann hafi sjálfur
lagt til að hann yrði sviptur þing-
helgi, svo að hægt væri að rann-
saka málið óhindrað og hann
myndi endurheimta mannorð sitt.
Hafi þingmenn fallist á þetta og
margir látið í ljós þá skoðun að
aðeins væri um að ræða yfirsjón
í starfí og hann fengi þingheigina
fljótt aftur. J. Einvarðsson gegni
áfram starfí formanns utanríkis-
málanefndar Alþingis.