Morgunblaðið - 07.01.1989, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1-989
3
Nýja sundlaugin við Ölduselsskóla. íbúar Seljahverfís Qölmenntu til vígslunnar.
Ný sundlaug vígð
víð Olduselsskóla
NÝ útisundlaug við Ölduselsskóla var vígð í gær, en hún er ætl-
uð til sundkennslu fyrir nemendur Öldusels- og Seljaskóla. Sund-
laugin mun geta annað allri sundkennslu fyrir nemendur skól-
anna, en þeir eru samtals 2.173.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði við opnun sundlaugarinnar,
að hún væri heldur stærri en
skólasundlaugar væru venjulega,
enda væri gert ráð fyrir að notin
af henni verði fjölþættari en við
venjulegar skólasundlaugar.
Hann sagði sundlaugina vera mik-*
ilvægan þátt í því að skólarnir í
Seljahverfi næðu samfellu í skóla-
starfmu.
Sjöfn Sigurbjömsdóttir skóla-
stjóri Ölduselsskóla sagði að það
hefði lengi verið baráttumál skól-
ans að fá sundlaug, en nemendur
hafi hingað til þurft að leita í
sundlaugar í öðrum hverfum.
Skólamir munu nýta laugina
til kl. 18 alla virka daga það sem
eftir er af skólaárinu, og sund-
félög munu halda uppi sund-
kennslu og sundþjálfun fyrir börn
og unglinga í hverfinu þegar
skólasundi er lokið og um helgar.
I júní og júlí verða haldin sund-
námskeið fyrir böm og fullorðna,
og í athugun em möguleikar á
afnotum vistmanna í Seljahlíð af
sundlauginni utan kennslutíma.
Nýja sundlaugin er 162/3 m að
lengd og IOV2 m að breidd, og
er hún öll flísalögð og með svoköll-
uðum yfírfallskanti. Vatn í laug
er hitað upp með varmaskipti.
Steinsteypt aðstöðubygging á
einni hæð, sem í eru m.a. sturtur
og búningsherbergi, er 260 fer-
metrar að flatarmáli. Hönnuðir
hússins eru Teiknistofa Gunnars
Hanssonar, Verkfræðistofa Stef-
áns Ólafssonar hf. og Verkfræði-
stofan Rafhönnun hf,. en umsjón
með hönnun, gerð útboðsgagna
og byggingareftirlit hafði bygg-
Nokkrir nemendur úr Ölduselsskóla vígðu nýju sundlaugina, én
á meðal þeirra var Kristfn Rós Hákonardóttir, heimsmeistari í
100 metra baksundi fatlaðra, sem sést til vinstri á myndinni.
Morgunblaðið/Bjami
Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, skólastjóri Ölduselsskóla og Davíð Ódds-
son, borgarstjóri, við opnun sundlaugarinnar við Ólduselsskóla.
Á milli þeirra sést Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjórnar.
ingardeild borgarverkfræðings.
Framkvæmdir við byggingu
sundlaugarinnar hófust í septem-
ber 1987. Háfell hf. sá um alla
jarðvinnu, Valvirki hf. sá um upp-
steypu húss og laugar og Sel sf.
sá um allan lokafrágang. Heildar-
kostnaður húss, laugar og lóðar
er um 55,3 milljónir króna á verð-
lagi 1. janúar 1989.
Aftiotagjald ríkisútvarpsins síðustu 4 ár:
Hækkunin rúmlega tvöMt
meiri en verðlagshækkun
Hækkun lánskjaravísitölu, 1985-89
1131%
Hækkun afnotagjalda, 1985-89
288%
1985
1986 1987 1987 1987 1988 1988
1989
Þessi tafla sýnir prósentuhækkun afhotagjalds ríkisútvarpsins, í
hvert skipti, frá 1. júlí 1985 til 1. mars 1989, og til samanburðar
er hækkun lánskjaravísitölu á sama tíma. Lánskjaravísitalan fyrir
mars nk. er áætluð 2% hærri en hún er nú.
Afnotagjald ríkisútvarpsins
hækkar um 28,2% þann 1. mars
nk. samkvæmt ákvörðun Alþing-
is. Hefúr afhotagjaldið þá hækk-
að um 288% frá ársbyrjun 1985,
eða úr 387 krónum í 1500 krónur
á mánuði. Ef lánskjaravísitala í
mars nk. er lauslega áætluð, hef-
BISKUPI íslands, herra Pétri
Sigurgeirssyni, hefúr verið veitt
lausn frá embætti frá og með
1. júlí næstkomandi. Að sögn
Þorsteins Geirssonar ráðuneyt-
isstjóra í dómsmálaráðuneytinu
kemur kjörsljórn vegna bisk-
upskosninga fljótlega saman til
að útbúa kjörskrá, sem síðan
verður lögð fram, svo gera megi
við hana athugasemdir ef ein-
hveijar eru. Kjörskráin á að
liggja frammi í Qórar vikur, en
að því loknu fer fram biskups-
kosning.
Þorsteinn Geirsson segir að
umferðir í biskupskosningu geti
orðið tvær, þar sem hreinan meiri-
hluta þarf til að hljóta kosningu.
Fái enginn meirihluta í fýrstu
kosningu er kosið milli þeirra
ur sú vísitala hækkað um 131%
á sama tíma. Síðast hækkaði af-
notagjald í júli síðastliðnum um
10%.
Svokallað litagjald, eða afnota-
gjald fyrir útvarp og sjónvarp, var
2.320 krónur, eða 387 krónur á
mánuði, fyrri hluta ársins 1985.
tveggja, sem flest atkvæði hljóta.
I kjörstjórn eiga sæti Þorsteinn
Geirsson, sem er formaður, Vil-
hjálmur Hjálmarsson, fyrrverandi
menntamálaráðherra, sem er skip-
aður af kirkjumálaráðherra og sr.
Valgeir Ástráðsson, sem er til-
nefndur af Prestafélagi íslands.
Varamenn eru Ólafur Walter Stef-
ánsson, skrifstofustjóri í dóms-
málaráðuneytinu, sr. Jón Dalbú
Hróbjartsson og Ragnheiður Bene-
diktsdóttir, skrifstofustjóri á Bisk-
upsstofu.
Fjórir hafa opinberlega gefið
kost á sér í embætti biskups: Sr.
Ólafur Skúlason, vígslubiskup, sr.
Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur, sr.
Sigurður Sigurðarson, formaður
Prestafélags Islands, og sr. Heimir
Steinsson, prestur á Þingvöllum.
Núna er þetta gjald 1.170 krónur
á mánuði, sem er hækkun um 202%.
Á sama tíma hefur lánskjaravísitala
hækkað um 126%, og framfærslu-
vísitala um 122%. Ef reiknað er frá
ársbyrjun 1987, hefur afnotagjaldið
hækkað um 109% en lánskjaravísi-
tala um 45,6% á sama tíma.
Afnotagjaldið mun 1. mars nk.
hækka í 1.500 krónur á mánuði og
lauslega áætlað verður lánskjara-
vísitalan þá 2-2,5% hærri en nú.
Árið 1985 var afnotagjald
ríkisútvarpsins innheimt tvisvar á
ári. Fyrri hluta ársins var það 2.320
krónur, eða 387 krónur á mánuði.
Síðari hluta ársins hækkaði gjaldið
í 2.650 krónur, eða 441 krónu á
mánuði, sem er 14% hækkun.
Afnotagjaldið hækkaði um 15%
áramótin 1985-86, í 508 krónur á
mánuði og var síðan óbreytt það
ár. Þá var afnotagjaldið innheimt
ársfjórðungslega, 1.525 krónur í
hvert sinn, nema á þriðja ársfjórð-
ungj þegar 75 krónur voru dregnar
frá afnotagjaldinu þar sem útsend-
ingar sjónvarps féllu niður vegna
vinnudeilna.
Þessi tvö ár hækkaði afnota-
gjaldið ívið minna en almennt verð-
lag. En árið 1987 hækkaði afnota-
gjaldið samtals um 80%, meðan
verðlag hækkaði um 20-25%. Fyrst
hækkaði afnotagjaldið um 10% um
áramótin, í 560 krónur á mánuði,
eða 1.680 krónur ársfjórðungslega.
Þann 1. júlí hækkaði afnotagjaldið
um 40%, í 784 krónur á mánuði eða
2.352 krónur ársfjórðungslega. 1.
október hækkaði gjaldið um 20%,
í 940 krónur á mánuði eða 2.822
krónur ársfjórðungslega.
Afnotagjaldið var hækkað um
13% áramótin 1987-88, í 1.063
krónur á mánuði, eða 3.190 krónur
ársfjórðungslega. 1. júlí hækkaði
gjaldið síðan um 10%, í 1.170 á
mánuði, eða 3.510 á ársfjórðungi,
og hefur verið það síðan. Gjaldið
breytist næst 1. mars nk., í 1.500
krónur á mánuði, en síðustu inn-
heimtuseðlar ríkisútvarpsins voru
fyrir tvo mánuði, janúar-febrúar,
alls 2.340 krónur.
Biskupi Islands veitt
lausn firá 1. júlí