Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
Ásakanir Ómars eru
með öllu tilhæfulausar
- segir Andri Már Ingólfsson
ANDRI Már Ingólfsson fyrrum framkvæmdastjóri Útsýnar segir
ásakanir Ómars Kristjánssonar eiganda Útsýnar, um að hann hafi
leikið tveimur skjöldum, alvarlegar og með öllu tilhæfulausar. Hann
hafi næg vitni meðal starfsmanna Utsýnar, viðskiptavina og fjöl-
skyldu sinnar um að hann hafi lagt sig allan fram í starfi sínu þar
til hann sagði því lausu.
„Við uppsögn mína var Ómar
með ýmsar hótanir um aðgerðir
gegn mér ef ég vogaði mér að fara
frá fyrirtækinu," segir Andri Már.
„Ómar Kristjánsson fyrirgerði sjálf-
ur möguleikum á frekara samstarfi
okkar og að mínu mati hefði hann
ekki staðið við nýtt samkomulag
ef það hefði komið til frekar en það
sem hann lofaði mér í haust."
í máli Andra Más kemur fram
að Ómar hefði ekki viljað skrifa
undir starfssamning sinn við Útsýn
og hefði greitt honum launamismun
sem Andri átti inni hjá Útsýn með
eftirgangsmunum.
„Framkvæmdastjórastaða án
framkvæmdastjómarvaids er auð-
vitað engin staða og þegar Ómar
byijaði að gefa nýjar forsendur fyr-
ir starfí mínu allrækilega til kynna
síðustu vikur mínar í starfi komu
upp ýmis ágreiningsefni okkar í
millurn," segir Andri Már. „Ég varð
að taka afstöðu til sjálfstæðis míns
sem persónu og til þeirra breytinga
í Útsýn sem nauðsynlegt var að
gera og ég var vel á veg kominn
með.“
Andri segir fullyrðingar Ómars
fáránlegar um að ákvörðun sín um
uppsögn hafi verið fljótfærnisleg. í
þessu sambandi vill Andri nefna að
Ómar virðist hafa gleymt fundi
þeirra í desember þar sem hann
virti í engu skoðanir Andra og rök-
semdir. „Og svo fínnst honum und-
arlegt að ég telji forsendur fyrir
starfi mínu brostnar. Um miðjan
desember gerir hann þær kröfur
að vilji ég starfa sem framkvæmda-
stjóri hans verði ég að læra að
hugsa og breyta eins og hann. Þetta
eru kröfur sem ég kæri mig ekki
um að uppfylla. Eg get ekki selt
neinum sannfæringu mína um
mannleg samskipti og virðingu.
Slíkt verður Ómar að kaupa annars
staðar,“ segir Andri Már.
Andri segir að hann hafi enn
ekki fengið að taka persónuleg
plögg sín af skrifstofu sinni í Út-
sýn, þar á meðal tölvu sem hann
lagði fyrirtækinu til í meira en ár.
Hvað varðar þá fullyrðingu Ómars
um að hann hafi fjarlægt samninga
af skrifstofu Útsýnar segir Andri
Andri Már Ingólfsson
vera meiðandi aðdróttun og með
öllu ósanna. „Ég fjarlægði enga
samninga af skrifstofunni og Ómar
veit það best sjálfur. Ef eitthvað
þarf að hressa upp á minni Ómars
eru allir samningar í mö_ppu merktri
„Sumar 1989“. Minni Omars hefur
hinsvegar brugðist nokkuð oft í
samskiptum okkar undanfarið,"
segir Andri Már.
Andra finnst athyglisverðar þær
yfirlýsingar Ómars Kristjánssonar
um einhug Ómars með starfsfólki
Útsýnar þegar hann hafi neitað
starfsfólkinu um fund nokkrum
dögum áður vegna þess að hann
hafði sagt upp einum starfsmann-
anna. Sá starfsmaður hafði leitað
réttar síns hjá VR þar sem ólöglega
hafði verið dregið af kaupi hans.
„í þessu máli var ég gerður ómerk-
ur orða minna oftar en einu sinni,“
segir Andri Már. „Virðist Ómari
standa nákvæmlega á sama hvort
starfsfólk geti borið traust til yfir-
manna sinna eða ekki.“
Andri segir að hann skilji ekki
af hveiju Omar telji sig þurfa á
framkvæmdastjóra að halda þar
sem hann hafi að eigin áliti mesta
þekkingu á þessum rekstri. „Það
er athyglisvert að framkvæmda-
stjóri American Express sem kom
hingað um daginn, sagði mér eftir
að hafa átt kvöldverð með Ómari
að: „Hann gerir ekki greinarmun á
því að selja sláttuvélar og ferða-
þjónustu." Ef þetta er það sem
koma skal í ferðaþjónustu á íslandi
erum við í vanda stödd," segir
Andri.
Að lokum vildi Andri taka eftir-
farandi fram: „Ég tel mig hafa
mikið langlundargeð sem persóna
en einhvers staðar þarf maður að
draga mörkin og standa við eigin
grundvallarskoðanir. Peningar eru
ekki algildur mælikvarði þótt aðrir
virðist meta það þannig."
VEÐUR
IDAGkl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR í DAG, 7. JANÚAR
YFIRLIT GÆRDAGSINS: Búist er vift stormi á S-djúpi og SV-
djúpi. Skammt suðvestur af Hvarfi er víðáttumikil 970 mb lægð
sem grynnist en dálítil lægð á Grænlandshafi mun fara norð-
austur yfir landið í nótt. Langt suð-vestur í hafi er að myndast
lægð sem nálgast landið síðdegis á morgun. Heldur er að hlýna í
veöri.
SPÁ: Á morgun veröur norðan- og norð-austan gola eða kaldi og
él víða við norðurströndina, en suð-vestan kaldi eða stinningskaldi
í öðrum landshlutum. Skúrir verða á suö-vestur- og Vesturlandi,
en úrkomulítið annars staðar. Hiti víöast ofan við frostmark.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á SUNNUDAG: Suð-vestan átt og rigning um sunnan-
vert landið. Hiti rétt yfir frostmarki. Á Norður- og Austurlandi verð-
ur hiti undír frostmarki. Norð-austan átt og él síðdegis.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norð-austan- og norðanátt um land allt.
Él við norður- og austurströndina en þurrt að mestu annars stað-
ar. Frost 2—4 stig.
TAKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / r
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
== Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—J* Skafrenningur
|"T Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tima
Akureyri Reykjavík hlti +6 0 veður snjókoma snjókoma
Bergen 3 akúr
Helsinki 0 alskýjað
Kaupmannah. 1 þokumóða
Narssarssuaq 5 skýjað
Nuuk +8 alskýjað
Osló +3 þoka I gr.
Stokkhólmur 0 lóttskýjað
Þórshöfn 2 alskýjað
AJgarve 14 skýjað
Amsterdam 10 þokumóða
Barcelona 8 rykmistur
Berlln 3 þokumóða
Chicago Feneyjar 0 vantar þokumóða
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow 7 trokumóða
Hamborg 2 þokumóða
Las Palmas 20 lóttskýjað
London 10 léttakýjað
Los Angeles 9 skýjað
Lúxemborg 7 alskýjað
Madrld 3 þokumóða
Malaga 17 skýjað
Mallorca 15 skýjað
Montreal +20 isnólar
New York +5 snjókoma
Orlando 12 lóttskýjað
Parls 10 skúr
Róm 12 hálfskýjað
San Dlego 11 skýjað
Vín +3 kornsnjór
Washlngton 1 þokumóða
Winnipeg +13 snjókoma
Karvel Pálmason alþingismaður:
Hef allan fyrir-
vara á stuðningi við
efiiahagstillögurnar
KARVEL Pálmason alþingismaður segist hafa allan fyrirvara á stuðn-
ingi við þær tillögur um aðgerðir til bjargar sjávarútveginum, sem
ríkisstjórnin hefur kynnt. Karvel segir þessar tillögur ekki unnar í
samvinnu við þingflokk Alþýðuflokksins, og hafi raunar ekki verið
kynntar þar fyrr en eftir að stjórnarandstaðan og hagsmunaaðilar í
sjávarútvegi fengu þær í hendur.
Karvel Pálmason, fulltrúi Al-
þýðuflokksins í sjávarútvegsnefnd
efri deildar, sagði við Morgunblaðið
að sér sýndist þessar tillögur vera
varhugaverðar og hann hefði því
allan fyrirvara á stuðningi við þær.
Hins vegar ætti hann eftir að kynna
sér tillögumar nánar, þar sem hann
hefði fyrst séð þær á miðvikudags-
kvöld á þingflokksfundi. „Það er
ámælisvert hvemig menn haga sér
í þeim efnum að útbýta svona tillög-
um til allra annarra en þeirra sem
ættu þó að fá þær fyrst,“ sagði
Karvel.
Hann sagði síðan að sér heyrðist
á sjávarútvegsaðilum að þeir væm
ekki mjög ánægðir með tillögurnar.
„Og ef inni í þeim er fyrsti vísir að
Stykkishólmur:
Pálmi Frímanns-
son læknir látinn
auðlindaskatti og veiðileyfasölu þá
verður að gefa því sérstakan gaum.
Ég mun gefa mér tíma til að gaum-
gæfa þetta, því í fljótu bragði sýnist
mér tillögurnar vera þess eðlis að
spuming' sé hvort menn séu enn að
herða að í saniþandi við kvóta og
að koma enn frékar í veg fyrir við-
leitni manna til að bjarga sér sjálf-
ir,“ sagði Karvel.
Hann sagði síðan, að ef það væri
rétt að verið væri að tryggja kvóta-
kerfið í sessi með stofnun úrelding-
arsjóðs fiskiskipa, þá væri það þvert
á stefnu Alþýðuflokksins í þeim
málum. Samkvæmt hugmyndum
sjávarútvegsráðherra á m.a. að afla
þessum sjóði tekna með sölu á kvóta
þeirra skipa sem úreldast.
Stykkishólmi.
PÁLMI Frimannsson heilsugæslu-
iæknir í Stykkishólmi lést á Lands-
pítalanum í Reykjavík síðastliðinn
fímmtudag eftir erfið veikindi, 44
ára að aldri.
Pálmi fæddist í Garðshomi á Þela-
mörk í Eyjafirði 1. ágúst 1944, son-
ur hjónanna Frímanns Pálmasonar
bónda og. Guðfinnu Bjamadóttur.
Hann láuk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri og læknisprófi
frá Háskóla íslands 1972. Hann
starfaði fyrst sem læknir á ýmsum
stofnunum en hefur verið héraðs-
læknir í Stykkishólmi frá því í júlí
1974.
Pálmi var virkur í ýmsum félögum
í héraði, gegndi m.a. formennsku í
Læknafélagi Vesturlands, Rauða
kross-deildinni í Stykkishólmi, Hér-
aðssambandi Snæfellinga (HSH) og
ungmennafélaginu Snæfelli og sat í
stjóm Rotaryklúbbsins og Krabba-
meinsfélags Snæfellinga.
Pálmi lætur eftir sig eiginkonu,
Heiðrúnu Rútsdóttur póstafgreiðslu-
Pálmi Frímannsson
mann, tvær dætur og eina kjördóttur.
Árni