Morgunblaðið - 07.01.1989, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
1
NORRÆNT TÆKNIÁR1988
Atburðir
á íslandi
Umsjón Sigurður H. Richter
Mynd úr teiknisamkeppni 10 ára barna þar sem viðfangsefnið var „Tækni framtíðarinnar“. Textinn
sem fylfjfdi myndinni var þessi: „Bóluhreinsari — sem tekur bólur og filapensla — lika spik og allt búið.“
Norðuriandaráð ákvað að árið 1988
skyldi helgaðtækni á Norðurlöndum.
Markmíö Norræns tækniárs er
aðeflaþekkinguátækni
og auka skilning á mikilvægi
tækniþróunar.
NQRRJENT
TEKNIAR
Með þessu veggspjaldi var Norræna tækniárið kynnt hér á landi.
Aðdragandi
Árið 1986 samþykkti Norður-
landaráð að mæla með því að árið
1988 yrði tileinkað tækninni og
kallað Norrænt tækniár. Á fundi
iðnaðarráðherra Norðurlanda
sama ár var síðan tekin endanleg
ákvörðun um Tækniárið.
Markmið Tækniársins skyldi
vera: „Að auka þekkingu á tækni,
og auka skilning á mikilvægi
tækninnar og tækniþróunarinnar
fyrir samfélög og einstaklinga á
Norðurlöndum.
Að auka norræna tæknisam-
vinnu milli fyrirtækja, rannsókna-
stofnana, skóla og opinberra aðila,
til að nýta betur norrænar auðlind-
ir.“
Á öllum. Norðurlöndunum var
síðan leitað til stofnana og félaga-
samtaka, sem hefðu hugsanlega
áhuga á framgangi þessa máls. í
hveiju landi tilnefndu síðan þessir
aðilar menn í; annars vegar nor-
ræna samstarfsnefnd, en yfir-
stjóm hennar sat í Osló; og hins
vegar innlenda framkvæmda-
nefnd. Hér á landi unnu þessar
nefndir í reynd saman og réðu sér
framkvæmdastjóra og ritara.
Framkvæmdir í tilefni Norræns
tækniárs hafa verið talsvert mis-
munandi í hveiju landi fyrir sig.
Það sem hefur einkum einkennt
framkvæmdir hér á landi, er án
efa, hve mikið kapp var lagt á að
ná til almennings, ekki §íður en
þeirra sem vinna að tæknimálum.
Upphafshóf
Hér á íslandi hófst Norræna
tækniárið formlega 11. janúar, með
samkomu í Norræna húsinu. Þang-
að var boðið um 200 manns, einkum
þeim sem höfðu tekið þátt í undir-
búningi Tækniársins. Iðnaðarráð-
herra og formaður íslensku sam-
starfsnefndarinnar héldu stutt
ávörp, og dagskrá Norræns tækni-
árs var kynnt. Iðnaðarráðherra af-
henti menntamálaráðherra nor-
rænu kennslugögnin „Orka og
Norðurlönd" og tæknivædd hljóm-
list var leikin.
Opin hús
Þeir atburðir Norræna tækniárs-
ins, sem hvað mesta athygli hafa
vakið meðal almennings hér á landi,
eru án efa „Opnu húsin“ svo-
nefndu. Til að gefa fólki innsýn í,
á hve fjölbreytilegan hátt tæknin
er notuð, þá var leitað til fjöl-
margra tæknivæddra opinberra
stofnana, fyrirtækja og annarra
aðila, og þau beðin um að hafa
opið hús einn sunnudagseftirmið-
dag hvert á Tækniárinu. Undirtekt-
ir voru mjög góðar, og flestar
stærri stofnanir og fjölmörg fyrir-
tæki tóku þátt í Opnu húsi. Þannig
hafa verið Opin hús 29 sunnudaga,
en sneitt var hjá helstu hátíðum
Þjóðkirkjunnar og sumarleyfa-
tímanum.
Þær stofnanir og þau fýrirtæki,
sem opnuðu dyr sínar almenningi
voru þessi: Borgarspítalinn,
Bændaskólinn á Hvanneyri, Eim-
skipafélag Islands, Flugbjörgunar-
sveitin í Reykjavík, Flugumferðar-
stjóm íslands, Hafrannsóknastofn-
un, Hagvirki, Hampiðjan, hitaveitur
víða um land, Iðnskólinn í
Reykjavík, Iðntæknistofnun ís-
lands, íslenska álfélagið, íslenska
jámbiendifélagið, Landhelgisgæsla
íslands, Landssmiðjan, Landspítal-
inn, Landsvirkjun víða um land,
Líffræðistofnun Háskólans, Mjólk-
urstöðvar víða um land, náttúru-
fræðistofnun íslands, Náttúru-
gripasöfn víða um land, Orkustofn-
un, Osta- og smjörsalan, Póst og
símamálastofnun, rafmagnsveitur
víða um land, Rannsóknastofa Há-
skólans í lífeðlisfræði, Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins,
Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins,
Raunvísindadeild Háskólans,
Ríkisútvarpið — Hljóðvarp, Ríkisút-
varpið — Sjónvarp, Sauðfjárveiki-
vamir, skipasmíðafyrirtæki í
Garðabæ, Slökkvistöðin í
Reykjavík, Smjörlíki/Sól h/f,
Stjömuskoðunartum Valhúsaskóla,
Tilraunastöð Háskólans í meina-
fræði að Keldum, Tækniskóli ís-
lands, Veiðimálastofnun, Verk-
fræðideild Háskólans, Verkfræði-
stofnun Háskólans.
Opnu húsin tókust mjög vel og
móttökur fyrirtækja og stofnana
voru góðar. Mikil vinna hafði oft
verið lögð í undirbúning og gestum
var boðið upp á veitingar. Aðsókn
var mjög góð, yfirleitt á bilinu frá
5—6 hundmð upp í 5_—6 þúsund á
hveijum sunnudegi. Áætlað er, að
heildar heimsóknafjöldi ársins hafi
verið um 60 þúsund.
Ráðstefhur
í tilefni af og í tengslum við
Norrænt tækniár, vom eftirfarandi
ráðstefnur eða námstefnur haldnar:
1. Þann 9. mars; „Konur og
tækni“, skipulögð af konum í verk-
og tæknifræðingastétt.
2. Þann 11. mars; „Sjálfvirkni
fyrir framleiðsiufyrirtæki“,_ skipu-
lögð af Verkfræðingafélagi íslands.
3. Þann 20. maí; „Tæknibreyting-
ar og sjálfvirknivæðing í atvinnulíf-
inu“, skipulögð af Félagi íslenskra
iðnrekenda, Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, Sölusambandi íslenskra
fiskframleiðenda og Sambandi
íslenskra samvinnufélaga.
4. Þann 7. október; „Tækni og
umferðaröryggi", skipulögð af
Verkfræðingafélagi Islands.
5. Þann 26. október; „Hugbún-
aðariðnaður á íslandi", skipulögð
af Skýrslutæknifélagi íslands.
6. Þann 4. nóvember; „Siðfræði
og störf tæknimanna", skipulögð
af Háskóla íslands.
7. Dagana 9.—11. nóvember;
„Gróðurhúsaáhrif; náttúmhamfarir
eða nýir möguleikar," skipulögð af
Háskóla íslands.
V eggspjaldasýning
í janúar var veggspjaldasýning í
verslunarmiðstöðinni Kringlunni í
Reykjavík. Þar sýndu „Rannsókna-
stofnanir atvinnuveganna" ásamt
Rannsóknaráði ríkisins, samtals um
50 veggspjöld. Á þessum vegg-
spjöldum kynntu þær starfsemi
sína. Sýningin stóð í þijár vikur.
Tölvusýning
Tölvunarfræðinemar við Háskóla
íslands héldu tölvusýningu í Laug-
ardalshöll dagana 21. til 25. sept-
ember. Sýningin hét „Tölvur á
tækniári" og var sú stærsta sinnar
tegundar sem haldin hefur verið
hér á landi. Alls tóku um 50 fyrir;
tæki og stofnanir þátt í henni. I
baksal Laugardalshallarinnar voru
auk þess alla dagana haldnir fyrir-
lestrar um efni er tengdust tölvu-
búnaði. Um 11 þúsund manns sóttu
sýninguna.
í tengslum við tölvusýninguna
var þann 21. september haldin ráð-
stefna um strikamerki og strika-
merkingar.
Teiknisamkeppni
í samvinnu við Menntamálaráðu-
neytið og Félag myndmenntakenn-
Morgunblaðið kynnti þær stofiianir og fyrirtæki, sem voru með
„Opið hús“ á Tækniárinu. Hér sjást nokkrar fyrirsagnir.