Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 13

Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 13 ara var efnt til myndgerðarsam- keppni meðal 10 ára bama í öllum skólum landsins. Viðfangsefni keppninnar var „Tækni framtíðar- innar", þar sem bömin áttu að lýsa myndrænt þeirri framtíðarsýn, sem gæti orðið raunvemleiki í framtíð- inni. Kennarar vom beðnir að stuðla að samkeppninni og senda inn bestu myndimar, hver úr sínum skóla. Alls bámst um 130 myndir, og 60 bestu myndimar vom sýndar á Kjarvalsstöðum í maí. Bestu mynd- ir vom verðlaunaðar við hátíðlega athöfn á sýningunni, og þær vom einnig birtar í Lesbók Morgunblaðs- ins í júlí. Ritgerðasamkeppni í samvinnu við Menntamálaráðu- neytið og Félag íslenskra móður- málskennara var efnt til ritgerða- samkeppni meðal 12 ára bama í öllum skólum landsins. Viðfangs- efni samkeppninnar var „Tæknilaus dagur", þar sem bömin áttu að ímynda sér, að þau vöknuðu að morgni og öll nútíma tækni væri óvirk. Markmiðið var að vekja nem- endur til umhugsunar um, hve miklu máli tækni skiptir í lífí okk- ar. Kennarar vom beðnir að stuðla að samkeppninni og senda inn bestu ritgerðir, hver úr sínum skóla. Alls bámst um 200 ritgerðir, og af þeim fengu 18 viðurkenningu og vom kynntar á myndasýningunni á Kjarvalsstöðum. Bestu ritgerðimar vom verðlaunaðar við hátíðlega at- höfn á sýningunni, og þær vom einnig birtar í Lesbók Morgunblaðs- ins í júlí. Samkeppni framhaldsskólanema í samvinnu við Félag raungreina- kennara var efnt til samkeppni meðal þeirra nemenda í framhalds- skólum, sem vom undir 21 árs aldri. Viðfangsefni samkeppninnar skiptist í fímm flokka og gátu nem- endur valið við hvaða flokk þeir glímdu: 1. Gerð myndbands um tækniþró- un á ákveðnu sviði, eða tækni í nýrri atvinnugrein. 2. Hönnun líkans af sýningarbás, þar sem tækniþróun á ákveðnu sviði eða ný atvinnugrein var kynnt. 3. Uppfínningasamkeppni um tæknibúnað er gerði fötluðum lífið léttara, eða yki öryggi sjómanna. 4. Tölvutækni beitt til stýringar á einhveiju ótilteknu ferli. 5. Forritun á sviði gervigreindar. Samkeppninni lauk í nóvember. Verðlaun vom veitt fýrir tölvuforrit sem setur upp skjámyndir, les inn- tak frá lyklaborði og stjómar jaðar- tækjum. Auk verðlaunanna fékk verðlaunahafinn ferð til Stokk- hólms, þar sem hann var viðstaddur Nóbelsverðlaunaafhendinguna þann 10. desember, ásamt öðmm ungmennum er höfðu unnið til svip- aðra verðlauna á hinum Norður- löndunum. Norræn tækniverðlaun Norðurlandaráð ákvað í tilefni Norræns tækniárs að veita sérstök tækniverðlaun, að upphæð 100 þús- und dkr., til einstaklings eða vinnu- hóps, fyrir verkefni sem hefði aukið tækniþekkingu á Norðurlöndum á þýðingarmikinn hátt. Hvert Norð- urlandanna mátti tilnefna tvo futl- trúa. Fjórtán tilnefningar og ábend- ingar bámst um íslensk verkefni. Þau verkefni sem vom valin af íslands hálfu í þessa samkeppni vom: „Hitastig og efniseiginleikar kísiljáms“ og „Sjálfvirkni og vinnu- hagræðing í frystihúsum". Iðnaðarráðherra veitti síðan þeim, er að þessum verkefnum stóðu, sérstaka viðurkenningu í hófí Borgartúni 6. Svo fór að finnskt verkefni hlaut Norrænu tækniverðlaunin. Tækni og trú Þjóðkirkjan lagði einnig sitt af mörkum á Norræna tækniárinu, og biskup íslands beindi því til safnað- anna, að þeir sameinuðust á hinum almenna bænadegi 8. maí, „í trú og bæn um, að mönnum auðnist að nota nútíma tækni og vísindi mannkyni og öllu lífi til vemdar, réttlætis og farsældar". Blöð og tímarit Morgunblaðið birti að staðaldri greinaflokk undir nafninu „Nor- rænt tækniár 1988“. Þama birtust 40 laugardaga samtals 63 greinar, er fjölluðu um þær stofnanir og þau fyrirtæki er vom með „Opin hús“ næsta sunnudag, og einnig vom þama greinar um aðra atburði árs- ins. Greinaflokkur þessi vakti vem- lega athygli almennings á Tækniár- inu og atburðum þess. Mörg önnur dagblöð fjölluðu um einstaka atburði Norræns tækniárs og greinar um Tækniárið hafa birst í ýmsum tímaritum. Sjónvarp Ríkissjónvarpið fjallaði oft um atburði Tækniárs í fréttatímum sínum. í þættinum „Nýjasta tækni og vísindi" í Ríkissjónvarpinu vom sýndar 13 íslenskar myndir á árinu, undir merki Norræns tækniárs. Útvarp Ríkisútvarpið fjallaði einnig um atburði Tækniárs í fréttatímum sínum. Auk þess var fjallað sérstak- lega um Tækniárið í útvarpsþáttum, bæði við upphaf þess og lok. Aðrar útvarpsstöðvar ijölluðu einnig nokkuð um atburði Tækni- árs. Skoðanakönnun í desember stóð Gallup fyrir skoðanakönnun, þar sem meðal annars var spurt fáeinna spuminga um Norrænt tækniár. Af helstu nið- urstöðum má nefna, að 73,7% að- spurðra sögðust kannast við Nor- rænt tækniár, 52,2% sögðust hafa séð eða lesið greinar um „Opið hús“ á Norrænu tækniári, 15% kváðust hafa farið á Opið hús, og 4,6% oftar en einu sinni. Lokahóf Lokahóf Norræns tækniárs var 15. desember í Bella Centret í Kaupmannahöfn. Formaður íslensku samstarfsnefndarinnar tók þátt í pallborðsumræðum og einnig vom þar kynntir atburðir Tækniárs- ins á Islandi. Lokahóf á íslandi var haldið 6. janúar 1989 í Norræna húsinu. Þangað var boðið um 200 manns, fyrst og fremst þeim sem höfðu borið hitann og þungann af starfi við Norræna tækniárið. Iðnaðarráð- herra og formaður samstarfsnefnd- ar héldu ávörp, og atburðir Tækni- ársins vom rifjaðir upp. Sigurður H. Richter fram- kvæmdastjóri Norræns tækniárs Aðstandendur Norræns tækniárs Alþýðusamband íslands Iðntæknistofnun íslands Félag íslenskra iðnrekenda Rannsóknaráð ríkisins Háskóli íslands Tæknifræðingafélag íslands Iðnaðarráðuneytið Verkfræðingafélaglslands Til Péturs eftirÁrna Sigfússon í Staksteinum Morgunblaðsins þ. 28. desember sl. birtist stutt klausa úr grein sem ég reit í Höfuð- borgina, blað Fulltrúaráðs Sjálf- stæðisfélagana í Reykjavík, í des- ember sl. Ekki stjórna ég því sem í Staksteinum birtist en þar var réttilega dregið fram úr grein minni að skortur á hjúkmnarrýmum fyrir Reykvíkinga væri tilfínnanlegur. Bent var á að 461 hjúkmnarrúm í Reykjavík væri nú nýtt af Reyk- víkingum en þar munaði langmestu um Elli- og hjúkrunarheimilið Gmnd, sem væri vel rekin stofnun. Að meginefni fjallaði grein mín um áhersluverkefni Reykjavíkur- borgar í málefnum aldraðra, og þau mál sem vinna þyrfti að á næstu ámm. Niðurstaðan var sú að það stórátak sem Reykjavíkurborg hef- ur unnið að á undanförnum ámm, sérstaklega með uppbyggingu þjón- ustukjarna fyrir aldraða í 9 hverfum borgarinnar, strandaði á ríkinu sem sinnti illa uppbyggingu á hjúkr- unarrýmum fyrir aldraða Reyk- víkinga. Pétur Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Reykvíkinga og einn af máttarstólpum í málefnum aldraðra um langa tíð, birtir grein í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 4. janúar sl. í tilefni setninganna úr Stakstein- um. Inntak greinar hans er, að því er virðist, að lítillækka borgarfull- trúann fyrir að hafa ekki hefnt Hrafnistu á nafn þegar Elli- og húkmnarheimilið Gmnd er sérstak- lega lofað fyrir framlag sitt til hjúkmnar öldmðum Reykvíkingum. Mér hefur fundist full þörf á að vekja athygli á brautryðjandastarfi Gísla Sigurbjömssonar á Gmnd, sem þó á ekki að kasta neinni rýrð á gagnmerkt starf Hrafnistumanna undir forystu Péturs Sigurðssonar. Mér þykir leitt að hafa orðið það á að útlista ekki nánar í umræddri grein minni hvar þau 461 hjúkr- unarrými em sem standa öldruðum Reykvíkingum til boða í Reykjavík, nema á Elli- og hjúkmnarheimilinu Gmnd. Þar er Hrafnista í Reykjavík einnig máttarstólpi, ekki síður en Gmnd. Það var hins vegar aldrei ætlun mín í umræddri grein að sundurgreina frekar hvar hjúkr- unarpláss fyrir Reykvíkinga í Reykjavík em staðsett eða fjalla um rekstur hjúkmnarstofnana fyrir aldraða sem nú em starfræktar í borginni. í slíkri umfjöllun hlyti Hrafnista í Reykjavík réttilega mjög veigamikinn sess. Þetta hafði ég ítrekað við forstöðumann Hrafn- istu í Reykjavík, Rafn Sigurðsson, og ýmsa aðra yfirmenn Hrafnistu í Reykjavík. Taldi ég sannast sagna að þeir hefðu meðtekið skýringar mínar. Við Pétur Sigurðsson getum líklega báðir lært af þessum grein- arskrifum; ég skal reyna að forðast að verða misskilinn vegna hróss til eins, er skilst sem lítillækkun í garð annars. Pétur temur sér vonandi meira umburðarlyndi gagnvart okk- ur, þessum ungu, reynsluminni mönnum, sem af einlægni em að fást við félagsleg mál, eins og mál- efni aldraðra, í þeirri von að við getum stutt við bakið á þeim sem aðstoðar em þurfi. í grein sinni skýrir Pétur frá fyr- irspum til félagsmálaráðs borgar- innar, sem hann segir margítrekað hafa verið lagða fyrir ráðið. Hún varði hagsmuni Reykvfkinga sem búa á eða við Hrafnistu í Hafnar- firði, m.a. kostnað við heimilis- þjónustu. Fyrirspum frá Hrafnistu í Hafn- arfírði varðandi þessi mál hefur ekki borist félagsmálaráði þau tvö ár sem ég hef þar starfað. Ami Sigfusson „Mér hefur fundist full þörf á að vekja athyg-li á brautryðjandastarfí Gísla Sig-urbjörnssonar á Grund, sem þó á ekki að kasta neinni rýrð á gagnmerkt starf Hrafíiistumanna undir forystu Péturs Sigurðs- sonar.“ Eftir að fýrirspum Péturs birtist í Morgunblaðinu, fékk ég staðfest hjá félagsmálastjóra að Félags- málastofnun hefur fengið ýmis mál til umfjöllunar er tengjast lög- heimili Reykvíkinga í þjónustuíbúð- um í tengslum við Hrafnistu í Hafn- arfirði, lögð fyrir félagsmálaráð og munum við sjá til þess að ekki standi á svörum til Hrafnistumanna framvegis. Með vinsemd, Höfúndur erborgarfulltrúi Sj&lf- stæðisflokks í Reykjavík. Blaa eðlan frumsýnd í Laugarásbíói: Fyrst og fremst óður til einkaspæjaramynda og vestra -Segir Sigurjón Sighvatsson, annar framleiðenda Kvikmyndin Bláa eðlan verður frumsýnd í Laugarásbíói í dag. Höfundur handrits og leikstjóri er John Lafia, en framleiðendur eru Steven Golin og Siguijón Sighvatsson. Myndin var finun- sýnd í Bandaríkjunum 20. apríl sl. og sýnd í aðalflokki á kvik- myndahátiðinni í Cannes, þar sem hún hlaut, að sögn Sigur- jóns, mjög góða dóma. Bláa eðlan hefur einnig verið sýnd í Suður- Ameríku, Belgiu, Hollandi, ítaliu og ísrael og á næstu mánuðum hefjast sýningar hennar i Frakkl- andi, Þýskalandi og Bretlandi. Sigurjón var beðinn að segja lítil- lega frá Bláu eðlunni. „Fyrst og fremst er myndin óður til þeirra kvikmyndategunda sem við dáum mest, einkaspæjaramynd- anna og vestrans og um leið létt grín á þær myndir. Við gerð kvik- mynda stendur valið um það að gera formúlumyndir eða fínna nýjar hliðar á gömlu formunum og við völdum seinni kostinn. Það er að sumu leyti áhættusamara, þú veist ekki viðbrögð áhorfenda, en kostur- inn er sá að þetta eru öðruvísi myndir. Bláa eðlan er fyrst og fremst spennumynd, þótt gaman- semin sé einnig með í myndinni. í henni eru beinar tilvísanir í aðrar myndir, sem kæta þá sem þær myndir þekkja og spilla ekki ánægjunni fyrir þeim sem þekkja þær ekki. Hún er í stíl þeirra mynda sem gerðar voru á 5. og 6. áratugn- um og byggðu á reyfurum eftir menn eins og Hammet og Chandl- er, þar sem einkaspæjarinn sigrar aldrei nema að hluta til. Það er þó nokkur nýbylgjustíll á myndinni, Einkaspæjarinn Vince Holloway (Dylan McDermott) með glæsi- kvendið Dakota (Pameia Gidley), eiganda barsins Bláu eðlunnar, upp á arminn. ýmis stflbrögð færð til dagsins í dag. Kvenfólkið í Bláu eðlunni er heldur ekki þessar hefðbundnu kvenbrúður kvikmyndanna sem ein- ungis eru til skrautSj heldur miklu líkara kvenfólkinu í Islendingasög- unum, örlagavaldar miklir og jafn- okar karlanna hvað varðar gáfur og slægð." „Okkur tókst að selja dreifingar- rétt myndarinnar til Paramount og 20th Century Fox, sem er mjög fátítt með sjálfstæðar myndir og ég tel að þáð hafi hjálpað mikið upp á aðsóknina í Evrópu að myndinni er dreift þar af 20th Century Fox, það þykir ákveðinn gæðastimpill." Hvað um næstu verkefni? „Það eru ýmis spennandi verk- efni framundan ef allt gengur að óskum, en í þessum bransa er ekk- ert tryggt fyrr en tökur eru hafnar þannig að ég vil ekki fullyrða neitt. Þó er víst að nú í febrúar hefjast tökur á mynd fyrir MGM, spennu- mynd sem heitir „Kill me again“ og er um annan einkaspæjara. Einnig er í bígerð mynd sem' fjallar um Jack Ruby, þann sem myrti morðingja Kennedys og væntanlega mun Bob Hoskins fara með hlut- verk Rubys. Þá eru í undirbúningi tvö verkefni með leikstjóranum David Lynch, sem m.a. leikstýrði Fflamanninum og „Blue Velvet". Önnur er sjónvarpsmynd fyrir ABC- -sjónvarpsstöðina, spennumynd sem gerist í smáþorpi í Miðríkjum Bandaríkjanna og ef hún gengur vel verða væntanlega framleiddir sjónvarpsþættir um sama efni. Hitt verkefnið með Lynch er það lang- stærsta sem ég hef komið nálægt, kvikmynd þar sem Isabella Rossel- ini mun sennilega leika aðalhlut- verkið og nefnist „Svart eða rautt“ og gerist í Hollywood í dag, nokk- urs konar paródía á kvikmyndaiðn- aðinn. En eins og ég sagði eru þetta stærri verkefni en ég hef unnið að áður og meiri áhætta, þannig að ég vil ekkert fullyrða um hvenær eða hvort af þeim verður." Aðalhlutverkin í Bláu eðlunni eru leikin af Dylan McDermott, Jessicu Harper, James Russo og Pamelu Gidley. Frumsýning verður sem fyrr segir í dag en almennar sýningar heíjast ekki fyrr en um næstu helgi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.