Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 21

Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7: JANÚAR 1989 21 Reuter Gleraugnaslanga í Gorkíj-garði Sovéskt barn horfir í forundran á styttu af gleraugnaslöngu gerða úr snjó í Gorkíj-garðinum í Moskvu í gær. Gorkíj, menningar- og hvíldargarðurinn, var opnaður árið 1928 og hefur ávallt verið mikið aðdráttarafl fyrir unga sem aldna. Sovétríkin: Milljónir manna fá uppreisn æru Moskvu. Reuter. SOVESKIR baráttumenn fyrir mannréttindum fögnuðu í gær tilskip- un frá Kreml, þar sem lýst er yfir að flestöll fórnarlömb hreinsana á Stalínstímanum, milljónir manna, fái uppreisn æru. Samkvæmt tilskipuninni, sem birt var í Prövdu, málgagni komm- únistaflokksins, í gær verður flest- öllum dauða- og þrælkunardómum „sérstakra" dómstóla frá því á fjórða áratugnum og þar til Stalín lést árið 1953 hnekkt. Þessum dóm- stólum var komið upp á fjórða ára- tugnum til að dæma milljónir manna, sem sakaðir voru um Sprengingin um borð í breiðþotu Pan Am yfir Skotlandi: Faldi starfemaður á Heath- row sprengjuna um borð? skemmdarverk eða sagðir „óvinir alþýðunnar," og tóku réttarhöldin oft ekki nema mínútu. Öndvert við sýndarréttarhöldin, þar sem hátt- settir embættismenn og herforingj- ar voru dæmdir, var almúginn leidd- ur fyrir þessa dómstóla. I tilskipun- inni, sem verður að lögum eftir að forsætisnefnd Æðsta ráðsins hefur staðfest hana, eru þessir dómstólar sagðir ólöglegir. „Með þessari mikilvægu ákvörð- un er óteljandi alþýðumönnum fært réttlæti með einu pennastriki," sagði rithöfundurinn Anatolíj Ryb- akov, höfundur vinsællrar skáld- sögu um Stalínstímann en hann var sjálfur dæmdur í útlegð á Stalíns- tímanum. Mörgum af háttsettu embættis- mönnunum, sem dæmdir voru á Stalínstímanum, hefur verið veitt uppreisn æru, annaðhvort á valda- tíma Khrústsjovs eða síðan Míkhaíl Gorbatsjov komst til valda árið 1985. Gorbatsjov setti á fót nefnd í stjómmálaráði kommúnistaflokks- ins til að fjalla um fómarlömb ógn- arstjómar Stalíns en sovéskir emb- ættismenn segja að hún hafi fengið svo mikið af sönnunargögnum og upplýsingum úr skjalasöfnum og frá almenningi að ógjörningur hafi verið fyrir hana að kanna sérhvert mál. „Eina leiðin var að veita öllum fjöldanum uppreisn æru,“ sagði Arkadíj Vaksberg, félagi í Minnis- varða-hrejrfingunni, sem stofnsett var til að halda uppi minningu fóm- arlamba Stalíns. Bonn. Reuter. BREZKIR sérfræðingar telja nú liklegast að starfsmaður á Heat- hrow-flugvellinum í London hafi laumað sprengju um borð í breið- þotu Pan Ameriean-flugfélagsins, sem splundraðist er hún var á flugi yfír Suður-Skotlandi 21. desember sl. Heimildarmenn innan vestur- þýzku leyniþjónustunnar sögðu í gær, að brezku rannsóknaraðilarnir teldu líklegt að sprengjan hafi verið falin við op fremri farangurslestar þotunnar, svo til beint undir flug- stjóraklefanum. Þýzku leyniþjónustumennirnir sögðu einnig að brezku rannsóknar- aðilarnir væm nú svo gott sem komnir á þá skoðun, að sprengjan hafi ekki farið um borð í flugvél Pan Am í Frankfurt í Vestur- 'Þýzkalandi. Brezk blöð höfðu skýrt frá því að nær ömggt þætti, að sprengjan hefði verið í farangri, sem kom um borð í Boeing-727 þotu Pan Am í Frankfurt, og var írak: Hussein sakar Irani um liðsflutninga til landamæranna Bagdad. Reuter. SADDAM Hussein íraksforseti sakaði írani í gær um að safiia miklu herliði á landamærum ríkjanna og sagði hættu á því að Persaflóastríðið gæti blossað upp að nýju. Hussein sagði að íranir virtu að vettugi samþykkt Sameinuðu þjóðanna nr 598, um frið milli stríðandi aðila við Persaflóa, og sakaði írani um skort á samningsvilja. „Við ráðum írönskum valdhöfum frá því að auka liðsstyrk sinn á landamæmm ríkjanna...,“ sagði Hussein í gær í ávarpi sem flutt var í útvarpi og sjónvarpi. „Við lítum ekki á aukinn herstyrk á landamærunum sem leik í pólitísku tafli heldur teljum við það raun- vemlega ógnun og merki um stríðsvilja Irana,“ sagði Hussein ennfremur. Hussein hvatti arabaþjóðir, sem stutt hafa íraka í Persaflóastríðinu, til að láta ekki af þeim stuðningi. Þá veittist Hussein að Sýrlending- um. Hann gagnrýndi þá fýrir stuðn- ing þeirra við írani í Persaflóastríð- inu og sagði að vera sýrlensks her- liðs í Líbanon hefði bætt gráu ofan á svart. Nefnd á vegum SÞ hefur sakað íraka um að hafa beitt efnavopnum í Persaflóastríðinu og Bandaríkja- menn halda því fram að þeim hafi verið beitt gegn Kúrdum búsettum í írak í júlí á síðasta ári. Hussein sagði í gær að írakar væm hlynntir Genf-sáttmálanum frá 1925, sem kveður á um bann við notkun efnavopna. „írakar leggja áherslu á aðild sína að Genf- sáttmálanum en siðferðilegt og lagalegt samþykki okkar þýðir þó ekki að við teflum öryggi landsins í tvísýnu,“ sagði Hussein. síðan fluttur í Boeing-747 þotuna á Heathrow. Þýzku leyniþjónustu- mennimir sögðu að ef sprengjan hefði verið falin í ferðatösku hefði hún vegið allt að 30 kíló. Töskur af því tagi hefðu ekki farið í fremra hólfið. Þangað hefðu aðeins verið settar töskur sem vom undir 20 kílóum að þyngd. Þess vegna beind- ist gmnur manna að því að sprengj- an hafí verið falin í veggjum við lestaropið. Þota Pan Am sprakk tæpri klukkustund eftir brottför frá Heat- hrow á leið til New York. Þotan var af gerðinni Boeing-747 og með henni vom 259 menn, sem allir biðu bana. Einnig fómst 11 íbúar í bæn- um Lockerbie í Suður-Skotlandi er brak úr þotunni hrapaði til jarðar þar. Yasser Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), sagðist í gær búa yfir mikilvægri vitneskju um sprenginguna í Pan Am-þotunni. Hann útskýrði málið ekki frekar í yfirlýsingu, sem hann afhenti blaðinu al-Madinah í Jedda, en sagðist vinna að því í samvinnu við Bandaríkjamenn og ríki í Vest- ur-Evrópu að ljóstra upp um spell- virkjana. Reuter Vopn gegn stjórnleysi íkjölfar kjarnorkustyrjaldar Lögreglumaður skoðar byssur sem ástralska lögreglan gerði upptækar í gær. Ástrali nokkur safnaði 34 byssum og 45.800 skothylkjum til að vera við öllu búinn færi svo að hann kæmist lífs af eftir kjarnorku- styijöld. Maðurinn vildi ekki vera óvopnaður í stjómleysinu sem hann taldi fylgja í kjölfarið. Bolholti 6. Símar 68 74 80 og 68 75 80 Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla hefst í næstu viku. Hvaða hópur hentar þér? Umboðsmaöurá ísiandi: 1 2 3 4 Ungar konur Ungar stúlkur og Bjóöum fyrirtækjum Sérhópar ó öllum aldri piltar 13-16 ára námskeiö fyrir Starfshópar Snyrting Hárgreiðsla Spyrting starfsfólk sitt Framkoma Saumaklúbbar Framkoma Framkoma Kurteisi Borðsiðir Fataval Símaþjónusta Snyrting Fataval Hreinlæti Hreinlæti Framkoma Hreinlæti Borðsiðir Klæðnaður Borðsiðir Gestaboð Mannleg samskipti Snyrting Gestaboð Mannleg samskipti Ganga Mannleg samskipti Mannleg samskipti 5 6 7 8 Nýtt - Nýtt Stutt Herrar á öllum Módelnámskeiö snyrtinómskeiö aldri fyrir veröandi Framkoma sýningarfólk 1. Föt og förðun Litgreining Litakort 2. Andlitssnyrting Handsnyrting Húðhreinsun Andlitssnyrting Fataval Hreinlæti Snyrting Hárgreiðsla 1. Ganga Snúningaro.fl. Sviðsframkoma o.fl. Litakassar Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 2. Upprifjun framhald Unnur Arngrimsdóttir. framkvæmdastjóri. /«n\ FIMAr Innritun alla daga ísímum 687480 og 687580 frá kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141. 'ssssr Alþjóðleg umboðsskrifstofa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.