Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 23
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUG,
:DAGUR 7. JANÚAR 1989
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Bankalög og nýr banka-
stíóri Landsbanka
*
113. grein bankalaga segir:
„Bankastjórum, aðstoðar-
bankastjórum og útibússtjórum
er óheimilt að sitja í stjóm stofn-
ana og atvinnufyrirtækja utan
bankans eða taka þátt í atvinnu-
rekstri að öðm leyti nema slíkt
sé boðið í lögum eða um sé að
ræða stofnun eða atvinnufyrir-
tæki, sem bankinn á aðild að.“
Ákvæði þessara laga em af-
dráttarlaus og ótvíræð. Hinn 3.
janúar sl. tók nýr bankastjóri við
störfum í Landsbanka Islands,
Valur Amþórsson. Bankaeftirlit-
ið sá ástæðu til að senda hinum
nýja bankastjóra bréf, þar sem
hann var spurður, hvort hann
gegni störfum, sem samræmist
ekki störfum hans sem banka-
stjóra. Valur Amþórsson sagði
í samtali við Morgunblaðið sl.
fímmtudag, að þótt ákveðið hefði
verið að hann tæki að forminu
til við starfi bankastjóra um ára-
mót um leið og Helgi Bergs lét
af störfum hefði orðið að sam-
komulagi, að hann hefði svigrúm
fram. eftir mánuðinum til að
ljúka öðmm störfum.
Þótt Valur Amþórsson hafi
formlega tekið við starfi banka-
stjóra Landsbanka íslands er
hann enn stjómarformaður
Sambands ísl. samvinnufélaga.
Hann er einnig stjómarformaður
Olíufélagsins hf. og Samvinnu-
trygginga og hann á sæti í
stjómum fjölmargra annarra
fyrirtækja.
Margir mánuðir em liðnir frá
því að ákveðið var í bankaráði
Landsbanka íslands að ráða Val
Amþórsson bankastjóra við
Landsbankann. Hann hefur haft
nægan tíma til þess að segja af
sér störfum í stjómum hinna fjöl-
mörgu samvinnufyrirtækja, sem
hann hefur átt aðild að. Hann
hefur einnig haft nægan tíma
til þess að ljúka störfum sem
kaupfélagsstjóri KEA á Akur-
eyri.
Jón Sigurðsson, bankamála-
ráðherra, sagði í viðtali við
Morgunblaðið í fyrradag að-
spurður um þetta mál: „Svar
mitt er ákaflega skýrt. í banka-
lögum segir, að bankastjóri skuli
ekki gegna starfi sem stjómar-
maður eða stjórnandi í atvinnu-
rekstri eða að stunda á annan
hátt atvinnurekstur í fyrirtækj-
um.“ Bankamálaráðherra bætti
því við, að það væri skylduverk
bankaráðanna að sjá til þess að
bankastjórar fullnægi þessum
skilyrðum og kvaðst hafa bent
formanni bankaráðs Landsbank-
ans á það. Jón Sigurðsson sagði
í samtali við Morgunblaðið í
gær: „I þessu máli er ekkert ha
og humm og kannski. Annað-
hvort er Valur Arnþórsson
bankastjóri eða hann er það
ekki.“
Bankaráð Landsbankans
sendi frá sér fréttatilkynningu í
gær um þetta mál. Þar er vísað
til bókunar, sem bankaráðið
gerði hinn 14. júlí sl. þegar
ákveðið var að ráða Val Amþórs-
son, bankastjóra Landsbankans
frá 1. janúar 1989, „enda full-
nægi hann III. kafla laga nr.
86/1985 um viðskiptabanka".
Síðan segir í fréttatilkynningu
bankaráðs Landsbankans: „Eins
og þessi samþykkt ber með sér
var ráðgert að Valur tæki við
stöðu sinni við bankann 1. jan-
úar 1989. Nú hefur komið í ljós,
að honum hefur ekki tekizt að
losa sig að fullu úr fyrri störfum
og þar með ekki að fullnægja
skilyrðum bankaráðs og laga um
viðskiptabanka. Hann mun því
ekki taka við stöðu bankastjóra
fyrr en þeim skilyrðum er full-
nægt, en nú er ákveðið að það
verði 1. febrúar nk.“ Jafnframt
fói bankaráðið einum af aðstoð-
arbankastjórum bankans að
gegna störfum aðalbankastjóra
til næstu mánaðamóta.
Allt er þetta mál með ólíkind-
um. Valur Amþórsson tók form-
lega við starfi bankastjóra í árs-
byrjun. Honum var þá ljóst, að
hann hafði ekki uppfyllt laga-
ákvæði um að segja af sér öllum
þeim störfum, sem honum bar
að hverfa frá lögum samkvæmt.
Bankaráði Landsbankans hlaut
að vera það ljóst þá þegar, að
hinn nýi bankastjóri hafði ekki
uppfyllt þessi lagaákvæði. Samt
sem áður var tekið á móti honum
í Landsbanka íslands sem eftir-
manni Helga Bergs. í fréttatil-
kynningu bankaráðs Lands-
bankans kemur ekkert fram um
það, hvort Valur Amþórsson
hefur sagt lausu starfi sínu sem
bankastjóri Landsbankans, sem
hann tók við í ársbyrjun og hvort
hann hefur verið ráðinn til þess
á ný frá 1. febrúar. Slík aðgerð
ein mundi fullnægja ákvæðum
laga, sem þó hafa verið brotin
nú þegar.
Hvorki Valur Arnþórsson né
bankaráð Landsbanka íslands
geta haft að engu lög, sem Al-
þingi Islendinga hefur sett, eða
reynt að komast framhjá þeim
með yfírklóri. Afgreiðsla þessa
máls er ófullnægjandi með öllu
og þeim aðilum til hneisu, sem
að því hafa staðið. Er Valur
Arnþórsson bankastjóri Lands-
banka íslands eða er hann það
ekki?
Samvinna A-flokk-
anna kallar á borg-
aralegt samstarf
eftir Þorstein Pálsson
A öndverðum vetri vakti það
nokkra athygli að umræður hófust
um hugsanlega sameiningu Al-
þýðubandalags og Alþýðuflokks.
Sameiningarmálið var síðan tekið
til sérstakrar umfjöllunar í tengsl-
um við flokksþing Alþýðuflokksins.
Því var lýst yfir að sögulegur
ágreiningur flokkanna væri ekki
lengur fyrir hendi. Þar með var
gefíð til kynna að málefnaleg rök
væru ekki lengur fyrir aðgreiningu
í tvo flokka.
I ljósi þessara yfirlýsinga þurfti
það ekki að koma á óvart að for-
menn Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags skyldu gera það nýárs-
heit að efna til sameiginlegra
funda víða um land. Þar á að
plægja jarðveg fyrir sameiningu
flokkanna. Ymsum þykir þó sem
þetta beri fremur keim að pólitísk-
um uppákomustíl en alvöru.
Kúvending til vinstri
Sumir hafa orðið til að gagnrýna
þetta uppátæki, en formennirnir
hafa bitið gagnrýnendurna af sér
með því að segja að í þessu tilviki
séu þeir óháðir flokkum sínum. Þó
að sumum finnist það kyndugt að
formenn stjómmálaflokka geti lýst
því yfir að þeir séu í einstökum
tilvikum óháðir flokkum sínum
virðist það vera viðurkennd mál-
flutningsleikfimi innan nýja Al-
þýðubandalagsflokksins.
Auðvitað er þessi fundaherferð
pólitískt aukaatriði, hitt er meira
alvörumál að þessir flokkar hafa í
vetur sameinast um vinstrisinnaðri
kúvendingu í íslenskum efnahags-
málum en dæmi eru um frá því á
kreppuárunum. Engum dylst að
Alþýðubandalagið hefur haft und-
irtök við mótun stjómarstefnunnar
og Alþýðuflokkurinn hefur látið sér
það vel líka, væntanlega í þeim
tilgangi að bijóta niður gamla
múra sögulegs ágreinings. Og
Framsókn hefur svo fylgt með.
Ríkisstjómin fór af stað með
yfirlýsingu um að horfið yrði frá
viðurkenndum vestrænum aðferð-
um við stjóm efnahagsmála. I
ályktun flokksþings Alþýðuflokks-
ins um efnahags- og atvinnumál
sagði í fyrirsögn að gjalda bæri
varhug við og mikilli áherslu á
einkaframtak. Og í ályktuninni
sjálfri var að auki tekið fram að
ríkisrekstur og samvinnurekstur
ættu að skipa sama sess og einka-
rekstur í íslensku atvinnulífi. Segja
má með nokkrum sanni að með
þessu hafi hinum sögulega ágrein-
ingi verið mtt úr vegi.
Endurtekin tilraun
Sameiningarhugmyndir af þessu
tagi em ekki nýjar af nálinni. Þær
vom síðast reyndar í fullri alvöru
á þeim tíma sem Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna störfuðu
með hvað mestum þrótti. Núver-
andi formenn Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags vom báðir forystu-
mann og frambjóðendur fyrir þau
samtök, annar kominn úr Alþýðu-
bandalaginu en hinn úr Framsókn-
arflokknum. En Magnús Kjartans-
son og Lúðvík Jósefsson höfðu
ekki á þeim tíma áhuga á að yfir-
taka Alþýðuflokkinn og Gylfi Þ.
Þorsteinn Pálsson
„ Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn hafa
með dyggum stuðningi
Framsóknarflokksins
komið fram ýmsum
grundvallarstefnumál-
um Aiþýðubandaiags-
ins í efiiahags- og at-
vinnumálum. Það er
hinn eðlilegi undanfari
aukinnar samvinnu og
síðar samruna A-flokk-
anna. Borgaraöflin
verða nú að snúast
gegn þessari þróun með
aukinni samvinnu sín á
milli á pólitíska svið-
inu.“
Gíslason og Benedikt Gröndal
stóðu þá dyggan vörð um fijáls-
lynda jafnaðarstefnu og vom ekki
tilbúnir til að fóma henni.
Nú em hugmyndasmiðir sam-
einingarinnar úr Samtökum fijáls-
lyndra og vinstri manna orðnir
formenn Alþýðuflokks og Alþýðu-
bandalags. Það skýrir hversu auð-
velt Alþýðuflokkurinn hefur átt
með að laga sig að stefnu Al-
þýðubandalagsins á undanförnum
mánuðum. Og nú er uppgjöf Al-
þýðuflokksins í fyrri ríkisstjórn
auðskilin.
Þessir tveir flokkar hafa samein-
ast um að hindra almennar aðgerð-
ir til þess að treysta undirstöður
útflutningsframleiðslunnar og
samkeppnisiðnaðarins. I stað al-
mennra efnahagsráðstafana sem
treysta rekstrargmndvöll vel rek-
inna fyrirtækja er nú verið að
byggja upp umfangsmikið sjóða-
kerfí, sem á að auðvelda stjóm-
völdum að ná undirtökum í atvinn-
ulífinu Þegar hefur einum slíkum
alræmdum sjóði verið komið á fót
og nú hafa verið kynntar tillögur
um að koma upp þremur sjóðum
af þessu tagi til viðbótar.
Augljóst markmið
Markmiðið er augljóst: Fyrst á
að knésetja fyrirtækin, síðan á að
segja við stjórnendur og starfsfólk:
Þið ráðið augljóslega ekki við þetta
verkefni og því verða sjóðir ríkis-
valdsins að taka yfir. Flestir sjá í
hvert óefni er komið fyrir íslensku
atvinnulífi þegar íjarstýra á hinum
kraftmiklu fyrirtækjum í sjávarút-
vegi og iðnaði frá sjóðsstjóraskrif-
stofum í Reykjavík.
Annar þáttur í þessari vinstri
herferð gegn atvinnulífinu felst í
nýjum skattaálögum. Þegar viður-
kennt er að vandi atvinnufyrir-
tækjanna felst fyrst og fremst í
því að þau búa við of lítið eigið fé
em lagðir á skattar til þess að
koma í veg fyrir að þeirri þróun
verði snúið við. Nýju skattamir
draga einnig úr möguleikum til
fíárhagslegrar og tæknilegrar end-
urskipulagningar og þeir hvetja til
óþarfa fíárfestinga. Og nýju hug-
myndimar um sjóðakerfið byggjast
á tillögum um nýtt aðstöðugjald á
sjávarútveginn og að stigin verði
fyrstu skrefín í auðlindaskatti á
höfuðatvinnuveginn.
Engin dæmi eru um aðra eins
hækkun á sköttum einstaklinga
eins og nú hefur verið ákveðið. Þar
er um að ræða hækkun á tekjus-
köttum, eignasköttum, sköttum á
byggingarefni, húsbúnað og inn-
réttingar og ýmsum öðrum neyslu-
vörum, svo og hækkun á sköttum
á bensín og bíla. Og þannig mætti
lengi telja. Nýju skattamir leggjast
með mestum þunga á fólk með
miðlungstekjur og lágar tekjur.
Þannig eru skattleysismörk í nýja
staðgreiðslukerfinu lækkuð og sú
trygging sem staðgreiðslulögin frá
1987 fólu í §ér um hækkun per-
sónuafsláttar, bamabóta og sjó-
mannaafsláttar i samræmi við al-
mennar verðlagsbreytingar felld
úr gildi. Framtíðarmarkið er að
hækka tekjuskatta með því smám
saman að rýra þessa afsláttar- og
bótaliði í skattalögunum.
Ríkisstjórnin ein virðir
ekki verðstöðvun
í tíð síðustu ríkisstjómar tókst
að lækka nafnvexti úr u.þ.b. 40%
niður í 25%. Sú ríkisstjórn setti
•einnig á tímabundna verðstöðvun.
Það var svo ákvörðun núverandi
ríkisstjómar að framlengja þessa
verðstöðvun og í samræmi við það
hafa nafnvextir lækkað nokkuð til
viðbótar en engin lækkun orðið á
raunvöxtum. Verðstöðvunin átti
að skapa eðlilegt svigrúm til að-
gerða í efnahags- og atvinnumál-
um. Launþegar hafa möglunar-
laust tekið á sig umtalsverða kjara-
skerðingu og atvinnurekendur
hafa tekið á sig umtalsverðar
kostnaðarhækkanir á þess að setja
þær út í verðlagið. Fjármálaráð-
herra til að mynda staðfest að
kaupmenn hafí ekki komið áhrifum
septembergengisbreytingarinnar
út í verðlagið heldur borið þann
kostnað sjálfír.
Þannig hafa allir í þjóðfélaginu
tekið höndum saman bæði launa-
fólkið og atvinnurekendur. Sá eini
sem hefur vikið sér undan verð-
MÞBUBUBIB
STOFNAD
Formvnn A llokk.n., JOn B.ld.in H.nnlb.l..on og Ól.lur R.gn.r Onm..on lunduðu liMvglv I g». I ul.nrtkl.ráðun.^lnu þ.r ..m ••mvtginlvg lund.h.rl..ð ... .nd.nl.g. áknðln
og .kipulðgð. „PM.I lund.L.ó .r .ndlrlnn . lotliðlnnl," >»gi. Jðn B.ldrln «lð Alþýðublaölð. A mynd/EOL.
„Á rauðu Ijósi" — Upphaf sameiningar A-flokkana?
JÓN BALDVIN OG ÓLAFUR RAGNAR
I SAMEIGINLEGA FUNDAHERFERÐ
Jún Baldvin: „Endirínn i forliðinni“ — Viðbrögð foryslusveita flokkana neikvœð
Formenn A llokk.nn., Jðn
Beldvin H.nnlb.l.ton og Ól-
alur Ragnar Orímt.on
Ak.éðu endanlaga é lundi i
ulanríkltréðunayllnu tiðdeg
it i gar að leggj. upp i tem-
eiglnlega lundaherterð um
land alll i janúarménuðl.
Fundirnir tem eru étla talt-
Int i tyretu umlerð. yerða
haldnir dagana 14.-28. januar,
og eru ollum opnir. Funda-
herleröin. tem ber ylirtkrítl-
ina „A rauöu Ijötl,* er lyrtt
og Iremtl larin III að kanna
viðbrögö vlð þeirrl hugmynd
að tamelna Alþýðullokk og
Alþýðubandalag og ttolna
tlðran jatnaðarmannallokk
og vekja umraöu um Iramlið
vlnttrlhreylingar é itlandi.
endirinn é tortiðlnnl,* tagir
Jðn Baldvln Hannibaltton
lormaður Alþýðullokktlnt við
Alþýðublaðiö um lyrirhugaöa
herlerð þeirra ólalt Ragnart.
„Nú er tpumingunum beint
III Iramtiðarinnar. Vlð erum
Ivelr loimenn llokka tem e.-
um litbúnir að tpyrja tpum-
Inga og tvara þeim og von-
umat lil að lundarmenn téu
einnig reiöubúnir að gera hlð
tama. Vlð vlljum kanna III
Mitar, hvorl grundvöllur té
jalnvel
ttmeinlngu A-llokkana og
viljum velle þelnl umr.edu III
gratrðlarínnar með tlikri
lundalerð.*
Jðn Baldvin tegir við Al-
þýðublaölð að tpurningarnar
téu margar „Elnt og hvort
Slalin té ennþé hér? Er ólal-
ur Ragnar krali? Er Alþýðu-
bandalagið bara kralar? Er
Alþýðubandalaglð gengið i
NATO? Er Gorbaltjov orðinn
kratl? Var Jðn Baldvin marx
itU? Er Jðn Baldvin haegri
krati? Er hann Iriðarsinni?
Eða er hann orðlnn þjððnyt-
ingartinni? Er verkalýðt-
hreylingin dauð? Er lortiðin i
ðtku? Er tramtiðtn túper-
kralallokkur?*
Jðn Baldvin tegir ennlrem
ur að lyrtlu vtðbrögð þelrra
alþyðullokktmanna tam raell
hali við tig, téu mjög nei-
kvaeð: „Það vlrðatt allir é
mðll þestari lundaharlerð
okkar Ólalt Ragnart.*
Ólalur Ragnar Grimtton
tal lund Iramkveemdatljðrn.
ar Alþýöubandalagtint i g»r-
kvðldi Samkvaeml helmild-
um Alþýöublaðtlnt vc-u vlð-
brðgð Iramkvaemdatljðmar-
innar við lyrirhugaðri lunda-
terö þeirra Jðnt Baldvint
einnlg neikvaeö. og tormaðut-
Inn varaður við aö gela með
þettu klolið Alþýðubanda
lagið tem nú vaeri aö né tér
elllr vaeríngar undanlatinna
mittera. Ekkl néöitl i Ólal
Ragnar vegne þetta mélt.
tr tegir 14. januar Ita-
’, 15. Janúar Akranet,
19. |anúar Vetlmannaeyjar.
20. janúar Höln i Homatiröl.
21. januar Netkauptlaður, 22.
januar Sigluljörður, 2S. janú-
ar Akureyrl og 28. janúar
Halnarljörður.
stöðvuninni er hinn nýi forystu-
maður um sameiningu vinstri
manna, formaður Alþýðubanda-
lagsins og fjármálaráðherra, Ólaf-
ur Grímsson. Þær ráðstafanir sem
hann hefur beitt sér fyrir upp á
síðkastið leiða nú til nýrra verð-
bólgusprengingar. Skattahækkan-
imar munu þannig valda umtals-
verðum verðhækkunum, þrátt fyrir
verðstöðvun. Verðbólga hefur nán-
ast engin verið að undanfömu en
augljóst að hún fer vel yfír 20%
næstu 3 mánuði, einvörðungu
vegna aðgerða ríkisstjómarinnar.
Það gerist ekki vegna þess að laun-
þegar hafa knúið fram launahækk-
anir eða katipmenn ýtt kostnaðar-
hækkunum út í verðlagið. Engin
dæmi eru um að verðbólga hafi
rokið jafn mikið upp einvörðungu
vegna ákvarðana ríkisstjómar.
Alþýðubandalagið hefúr
undirtökin
Af öllu þessu má glöggt ráða
að hér situr býsna harðsnúin
vinstri stjórn, þar sem formaður
Alþýðubandalagsins hefur augljós
undirtök. Bæði Alþýðuflokkurinn
og Framsóknarflokkurinn hafa
orðið að viðurkenna neitunarvald
Alþýðubandalagsins um samninga
við erlenda aðila um stækkun ál-
vers og í framhaldi af því upp-
byggingu nýrra stórvirkja. Og Al-
þýðubandalagið hefur áskilið sér
neitunarvald um hugsanlegan
varaflugvöll sem byggður yrði í
samvinnu við Atlantshafsbanda-
lagið.
Stefna Alþýðubandalagsins í
utanríkis-, varnar- og öryggismál-
um hefur dagað uppi eins og nátt-
tröll í þeim miklu jákvæðu breyt-
ingum sem orðið hafa í alþjóða
samskiptum á undanfömum miss-
emm. I þeim efnum hefur stefna
lýðræðisríkjanna orðið ofan á og
hinir nýju leiðtogar í Sovétríkjun-
um hafa gert sér grein fyrir því
að beita sér nú fyrir breytingum
sem eru aðlögun að vestrænum
viðhorfum.
Alþýðuflokkurinn hefur enn sem
komið er haldið óbreyttri stefnu í
utanríkismálum, en því er ekki að
leyna að ýmsir óttast að hann
kunni einnig að kúvenda afstöðu
sinni á þessu sviði rétt eins og í
efnahags- og atvinnumálum í þeim
tilgangi að tryggja samrunann við
Alþýðubandalagið.
Samstarf borgaraaflanna
brýn nauðsyn
Engum vafa er undirorpið að
borgaraleg fijálslynd öfl eru í mikl-
um meirihluta á íslandi. Þau eru
ekki einungis að finna í Sjálfstæð-
isflokknum og Borgaraflokknum,
heldur einnig í Framsóknarflokkn-
um og meðal stuðningsmanna Al-
þýðuflokksins og jafnvel Kvenna-
listans. Ef hér á að byggja upp
fijálslynt þjóðfélag og koma í veg
fyrir að þau vinstri viðhorf, sem
nú ráða ríkjum, verði allsráðandi
er nauðsynlegt fyrir borgaraöflin
að hefía aukið samstarf sín á milli.
Þó að mikill vandi steðji að íslensk-
um atvinnuvegum, búa íslendingar
við mjög góð skilyrði um þessar
mundir og hafa því alla möguleika
á að vinna sig út úr erfiðleikunum
og heíja nýja framfarasókn.
Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkurinn hafa með dyggum
stuðningi Framsóknarflokksins
komið fram ýmsum grundvallar-
stefnumálum Alþýðubandalagsins
í efnahags- og atvinnumálum. Það
er hinn eðlilegi undanfari aukinnar
samvinnu og síðar samruna A-
flokkanna. Borgaraöflin verða nú
að snúast gegn þessari þróun með
aukinni samvinnu sín á milli á
pólitíska sviðinu. Það er tvímæla-
laust mikilvægasta pólitíska verk-
efnið sem við blasir í byijun þessa
árs. Það kann að verða dýrkeypt
að gefa Alþýðubandalagsflokkun-
um tækifæri í tvö og hálft ár í
viðbót til þess að grafa undan
íslensku atvinnulífi og koma hér á
ríkisforsjárstefnu í gegnum marg-
brotið sjóðakerfí.
Höfundur er formaður Sjálfstæð-
isúokksins.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Iran:
Kannskí menn verði
að fara að huga aftur
að vatnsmelónunum
til að tjá sig innan þess ramma sem
trúin og byltingin og hagsmunir
þjóðarinnar setja okkur, er sjálf-
sagt og eðlilegt og bein krafa hvers
einasta rnanns." Þetta er dirfsku-
lega mælt í klerkaveldi írans, en
svo virðist sem Montazeri erkik-
lerkur og andlegur arftaki Kho-
meinis og hinn mesti afturhalds-
í FEBRÚAR eru tíu ár liðin frá byltingunni í íran. Tveir atburðir
— einn sem er liðinn og annar yfírvofandi — hljóta fyrr en sfðar
að neyða stjórnendur landsins til að horfast í augu við framtíðar-
skipan þess kerfís sem var innleitt f landið eftir að keisarinn var
rekinn úr landi. Með lokum striðsins við íraka er einn helsti samein-
ingarþáttur þjóðarinnar úr sögunni, en hins er beðið með mismik-
illi óþreyju að Khomeini gefi upp öndina — og vegna þess að þrátt
fyrir ellihrumleika Khomeinis heldur hann öllum þráðum hins and-
lega og veraldlega valds í gömlum höndum sinum. Við fráfall hans
munu lfnur skýrast, en þá gæti einnig brostið á heiftúðleg valdabar-
átta. í grein Kambiz Foroohar, i janúarhefti tfmaritsins The Middle
East veltir greinarhöfundur fyrir sér ástandi og horfíim i íran.
Við þessa grein er stuðst hér.
Það er engu líkara en Khomeini
geti ekki dáið og þó hafa
fregnir um að hann væri við dauð-
ans dyr verið áleitnar mjög síðustu
tvö ár og raunar lengur. En þetta
leiðir óneitanlega til þess að stjóm-
málalífíð í Teheran er i algjörum
ruglingi. Á meðan Khomeini er lífs
er hann eins og fyrr segir leiðtogi
þjóðarinnar. En hann virðist nota
vald sitt til að neita að horfast í
augu við þá valdastreitu sem löngu
er hafin. Þar með lætur hann einn-
ig hjá líða að takast á við nokkum
skapaðan hlut. Með því að fullyrða
sýknt og heilagt að eining ríki verð-
ur ekkert útkljáð og úlfúðin fer
vaxandi og stjómleysið kemur æ
nöturlegar í ljós. Khomeini hefur
ekki fengist til að viðurkenna að
nú að loknu Flóastríðinu sé ástæða
til að huga að stjómunarmálum,
sem vom látin sitja á hakanum
meðan það stóð yfir.
Þó svo að hinir ýmsu keppinaut-
ar um hin andlegu og jarðnesku
völd hiki ekki við að skara eld að
einni köku, treystir enginn sér til
að ganga fram fyrir skjöldu og
taka af skarið. Þó svo að þeim sé
flestum orðið ljóst að Khomeini sé
gersamlega ófær um að ráða einu
eða neinu af raunsæi, hvað þá held-
ur viti. En menn óttast einnig að
með því að bregða fyrir hann fæti
gætu þeir vakið upp viðbrögð,
langtum hættulegri en þau sem
yrðu þegar hann loksins safnast til
feðra sinna á eðlilegan hátt.
En flestum ráðamönnum í íran
er ljóst — hvort sem þeir em aftur-
haldssinnar eða strangtrúaðir múll-
ar, að þetta ástand fær ekki stað-
ist til lengdar. Þó ekki væri nema
fyrir það að efnahagur landsins er
í rúst eftir langt stríð og vegna
þess hve margir menntamenn og
handverksmenn flýðu íran eftir
byltinguna. Þá hefur íran búið við
nánast algera alþjóðlega einangmn
seinni ár, vegna afstöðu Khomeinis
erkiklerks til Vesturlanda sem
kommúnistalanda. Nú hefur komið
fram í fréttum síðustu mánuði, að
íranir em að teygja sig eilítið í
áttina til bæði Frakka og Rússa
og nokkrir tilburðir em til að bæta
samskipti við Bretland og nokkur
önnur Evrópulönd. Allt er þetta
meira og minna gert í blóra við
vilja Khomeinis og þarf því að sýna
fyllstu aðgát.
Rafsanjani, forseti íranska
þingsins, hefur gengið hvað lengst
í tilraunum til að fá landa sína til
að skilja hve brýnt er að reyna að
koma einhveiju vitlegu skipulagi á
stjómun efnahagsmála, taka upp
samskipti á ný við önnur lönd og
hann hefur verið talsmaður meira
frelsis. Hann sagði nýlega „frelsi
Khomeini
Fjöldi fólks hefur flosnað upp úr sveitum og sest að i bæjunum
og býr við bág kjör
Rafsanjani
seggur, hafí einnig gert sér grein
fyrir þessu. Hann tók undir orð
Rafsanjanis og sagði að gætu íran-
ir ekki þolað að hlýða á skoðanir
sem væm andstæðar eigin skoðun-
um, gæti svo farið að stór voði
væri á ferðum.
Meðal almennings gætir mikillar
þreytu og vonleysis með ástandið.
Varla er sú fjölskylda í landinu sem
ekki hefur misst einhveija nána
ættingja í löngu og hatrömmu
stríði. Smátt og smátt breyttist
viðhorf fjölskyldna sem fögnuðu
því framan af að fá að senda syni
til vígvallarins og syrgðu þá ekki
fallna, vegna dýrðarljóma píslar-
vættisins. En eftir því sem fleiri
og fleiri fóma var krafist og kon-
ur, ung böm og gamalmenni sultu
heilu hungri af því að það var eng-
inn til að skipuleggja né halda
neinni framleiðslu gangandi, fór
að minnka dýrðin.
Margir vom beiskir yfir því að
ekki var staðið við heitstrengingar
byltingarvarðanna um að skipta
upp landi milli smábænda. Aðeins
þijú prósent af ræktuðu landi hafa
verið afhent fátækum. Samdráttur
í landbúnaði hefur orðið svo geig-
vænlegur að framleiðsla hefur farið
úr 21 prósenti í 12 prósent á árinu
1987. Iðnaður landsins er í rústum,
hverri verksmiðjunni af annarri
hefur verið lokað. Fyrst kom til að
mjög margir iðnlærðir menn flýðu
eftir byltinguna og engir vom þjálf-
aðir í þeirra stað. Verst er ástand-
ið í olíuiðnaðinum og þetta má einn-
ig rekja til svipaðra ástæðna. Nú
em 20 olíuvinnslustöðvar en vom
60 fyrir byltinguna.
Efnahagsmál hafa aldrei verið á
áhugasviði Khomeinis, það hefur
beinlínis farið í taugamar á honum
ef menn hafa haft uppi gagnrýni
á það hve mjög hafi dregið úr
matvælaframleiðslu í íran. „Bylt-
ingin snýst um háleitari markmið
en verð á vatnsmelónum," hreytti
hann einhveiju sinni út úr sér. En
nú í kjölfar endaloka stríðsins milli
írans og íraks, þegar byltingar-
mennimir em sundraðir og múll-
amir sjálfum sér sundurþykkir í
boðun guðsorðsins, flest er í kalda-
koli og þúsundir svelta vegna þess
að matvælaframleiðsla hefur verið
látin sitja á hakanum — þá gæti
verið að menn fæm að íhuga í
fullri alvöm að það væri vitið meira
að snúa sér að ræktun vatnsmelóna
á ný.
Þótt guðsorð geti verið kjamgott
er það ekki saðsamt til lengdar,
eitt sér.