Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 24
24
(,IylORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR, 7., JAflÚAR A9B9
~p
Nýársbarnið í Keflavík:
0122 marka dreng
1 sjúkrabifreið á
Reykjanesbrautinni
„MAÐUR ákveður ekki daginn þegar barnið fæðist og ég vildi
ekki upplifa þessa stund aftur,“ sagði Rakel Kristín Gunnars-
dóttir tveggja barna móðir sem ól 22 marka son í sjúkrabifreið
á Reykjanesbrautinni á nýársdag. Þá var verið að flyfja Rakel i
fæðingardeild Landspitalans þar sem talið var um bráðatilfelli
væri að ræða. Enginn svæfingarlæknir var til staðar og var talið
brýnt að fiytja hana til Reykjavíkur. Lea Oddsdóttir ljósmóðir
sem var með í ferðinni tók á móti barninu og naut hún aðstoðar
annars áhafiiarmeðlims sjúkrabifreiðarinnar, Davíðs Eyrbekks,
en Ingimar Guðnason ók.
Rakel sagði að hún hefði verið
flutt í Sjúkrahúsið í Kefiavík um
sexleytið á nýársdagsmorgun og
við skoðun hefði vakthafandi
læknir og ljósmóðir greint óreglu-
legan hjartslátt hjá baminu og
þá ákveðið að senda sig þegar í
stað til Reykjavíkur. Haft var
samband við Leu Oddsdóttur ljós-
móður sem var í fríi og var hún
strax tilbúin til að fara með í sjú-
krabifreiðinni. Kall barst síðan til
slökkviliðsins kl. 10.37 og nokkr-
um mínútum síðar var lagt af
stað til Reykjavíkur.
Lea Oddsdóttir ljósmóðir sagði
að þau hefðu ekki verið komin
langt þegar Rakel hefði misst
vatnið og naflastrengur bamsins
hefði fallið fram.„Þetta eru ákaf-
lega hættulegar aðstæður, því
bamið fær ekki súrefni. Ég var
því hrædd um að missa bamið ef
það fæddist ekki strax. Fæðingin
gekk ótrúlega vel, Rakel er dugleg
kona og hún eignaðist þama 22
marka dreng um klukkan 10:55
á miðri Reykjanesbrautinni,"
sagði Lea sem hefur starfað sem
ljósmóðir í 10 ár og var þetta
398. bamið sem hún tekur á
móti. Lea sagðist hafa eytt und-
anfömum áramótum í Vest-
mannaeyjum og svo hefði einnig
staðið til nú þar sem hún átti
nokkurra daga frí, en hún hefði
hætt við ferðina á síðustu stundu
og ákveðið að vera heima.
Davíð Eyrbekk sem aðstoðaði
Leu sagðist vera sannfærður um
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Á fæðingardeild Sjúkrahússins í Keflavík, Ingimar Guðnason bifreiðarstjóri til vinstri, við hlið
hans stendur Lea Oddsdóttir ljósmóðir með litla drenginn, til hægri við hana er Davíð Eyrbekk
og fyrir framan þau er Rakel Kristín Gunnarsdóttir.
að hún hefði bjargað lífi bamsins,
hún hefði verið frábær. Sinn þátt-
ur hefði ekki verið ýkja mikill,
hann hefði gefið Rakel súrefni og
reynt að aðstoða Leu eftir þörfum.
Ingimar Guðnason bifreiðarstjóri
var fljótur í fömm að þessu sinni
og það vom ekki liðnar margar
mínútur frá því að lagt var af
stað þar til hann hafði skilað far-
þegum sínum á fæðingardeild
Landspítalans. Ingimar sagði að
hann hefði aðeins einbeitt sér að
akstrinum. Aðstæður á Reykja-
nesbrautinni þennan morgun
hefðu verið eins og best var á
kosið — vegurinn þurr og engin
umferð.
Rakel Kristín Gunnarsdóttir er
gift Jóhanni Guðjónssyni, þau em
búsett í Keflavík og eiga tvo syni
fyrir — Guðjón Óm 13 ára og
Kristján Helga 9 ára. Þeir bræður
gáfu litla bróður sínum lítið eftir
þegar þeir komu í heiminn, en
þeir vom 18 og 19 merkur við
fæðingu. Rakel og drengurinn em
komin til Keflavíkur og em í fæð-
ingardeild Sjúkrahússins í
Keflavík og heilsast vel. BB
Orðhákur 2
kominn út
HJÁ Námsgagnastofhun er komin
út bókin Orðhákur 2, eftir Magn-
ús Jón Árnason. Orðhákur 2 er
verkefiiasafii í íslensku fyrir
7.-9. bekk grunnskóla og hentar
sem ítarefni með Málvísi 1—3 sem
Námsgagnastofhun gefur út.
Orðhákur 2 er einnota verkefna-
bók og framhald af Orðháki 1, sem
kom út árið 1987. Verkefni Orðháks
2, fjalla m.a. um merkingu orða og
setninga, margræðni orða, samsett
orð, nýyrði, líkingar og tilfínninga-
orð. Málshættir, orðtök, furðufem-
ingar, orðasúpur, nafnamgl og
myndagátur koma einnig við sögu.
I Orðháki 2 em margar myndir
, eftir Grétar Reynisson myndlistar-
mann. Bókin er 52 blaðsíður, í brot-
inu A4, sett og prentuð í prentsmiðj-
unni Rún sf.
(Fréttatilkynning)
Fiskverð á uppboðsmörkuöum 6. janúar.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verft verft verft (lestir) verft (kr.)
Þorskur
óslægður 56,00 30,00 48,70 16,0 779.777
Ýsa óslægð 134,00 111,00 127,29 641,0 81.594
Smálúða 330,00 330,00 330,00 2.970
Samtals 51,88 16,6 864.341
Selt var úr netabátum. f dag, laugardag, verður uppboö kl.
13.00. Þá verður seldur afli sem landað var í gær, föstudags-
kvöld, og fiskur sem veiðist í dag, laugardag.
GÁMASÖLUR í Bretlandi 2. -6. janúar.
Þorskur 79,03 236.660 18.702.537
Ýsa 96,97 112.425 10.901.426
Ufsi 34,22 13.580 464.699
Karfi 46,48 13.535 629.048
Koli 114,38 33.905 3.878.191
Grálúða 79,05 50 3.952
Blandað 95,49 21.998 2.100.624
Samtals 84,88 432,154 36.680.77
SKIPASÖLUR í Bretlandi 2.-6. janúar.
Þorskur 80,79 481.545 38.903.308
Ýsa 151,75 47.510 7.209.584
Ufsi 60,36 11.590 699.593
Karfi 29,69 6.135 182.175
Koli 202,63 280 56.735
Grálúða 81,22 34.880 2.832.940
Blandað 98,63 10.945 1.079.532
Samtals 85,96 592.885 50.963.868
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 2.-6. janúar.
Þorskur 80,38 58.279 4.684.331
Ýsa 104,77 30.026 3.145.807
Ufsi 104,96 67,212 7.054.333
Karfi 101,46 134.172 13.613.288
Koli 158,45 15 2.376
Grálúða 87,47 2.005 175.382
Blandaö 68,64 14.967 1.027.269
Samtals 96,85 306.676 29.702.788
Vinnueftirlit ríkisins:
Fræðsluátak gegn
rangri líkamsbeitingu
NIÐURSTÖÐUR nýlegrar könnunar á vegum vinnueftirlitsins sýna
að óþægindi frá hreyfi- og stoðkerfinu meðal fólks hér á landi eru
mun algengari en álitið var, og eru fjarvistir fólks frá vinnu af
þeim sökum miklar. Álitið er að kostnaður sem þessu fylgir fyrir
þjóðfélagið og atvinnurekendur skipti milljörðum króna árlega, og
hefur Vinnueftirlitið ákveðið að bregðast við þessu með því að gera
átak til að sporna við álagssjúkdómum. Það hefúr nýlega gefið út
leiðbeiningabækling um rétta likamsbeitingu i samstarfi við Félag
íslenskra sjúkraþjálfara, auk þess sem fræðsluþættir um bakið verða
sýndir í sjónvarpi í samvinnu Vinnueftirlitsins og Fræðsluvarps.
Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir,
deildarstjóri atvinnusjúkdómadeild-
ar Vinnueftirlitsins, segir að í úr-
takskönnun á vegum atvinnusjúk-
dómadeildarinnar, sem miðaði að
því að fá almennt yfirlit .yfír óþæg-
indi frá stoð- og hreyfikerfi á með-
al fólks, hafi meðal annars komið
í ljós að 17,6% kvenna og 12,6%
karla töldu óþægindi frá neðri hluta
baks hafa komið í veg fyrir að þau
gætu stundað dagleg störf síðustu
12 mánuði áður en spurt var. Meira
en 40% kvenna og rúmlega 20%
karla í úrtakinu töldu sig hafa haft
óþægindi frá hálsi eða hnakka og
herðum eða öxlum síðustu 7 sólar-
hringana áður en könnunin var
gerð.
Auk ama og þjáninga, sem óþæg-
indi eins og vöðvabólgur og slitsjúk-
dómar valda, fylgir þeim gífurlegur
Rættum
brunarústir
Eldvarnaeftirlit Reykjavíkur-
borgar býður hönnuðum og
byggingameisturum að koma að
brunarústunum að Réttarhálsi í
dag, laugardag, kl. 11.
Ætlunin er að hönnuðir og bygg-
ingameistarar fái séð með eigin
augum hvernig eldur fer með bygg-
ingarefni. Sérfræðingar verða á
staðnum til skrafs og ráðagerða.
Fréttatilkynning
kostnaður fyrir þjóðfélagið og at-
vinnurekendur. Kostnaðurinn felst
í fjarvistum vegna veikinda, þjálfun
nýrra starfsmanna, tryggingar-
gjöldum og kostnaði innan heil-
brigðiskerfisins. í nýlegu yfírlitsriti
frá danska vinnueftirlitinu er áætl-
aður að þessi kostnaður vegna ein-
kenna frá hreyfi- og stoðkerfi nemi
um 14 milljörðum danskra króna
árlega, og er það næstum fimm
sinnum hærri upphæð en það telur
vera kostnað vegna vinnuslysa. Að
sögn Harðar Bergmann fræðslufull-
trúa Vinnueftirlitsins hefur ekki
verið gerð könnun á því hver sam-
bærilegur kostnaður er hér á landi,
en ef mið er tekið af upplýsingunum
frá Danmörku mætti ætla að hann
væri nálægt 5 milljörðum króna.
Leiðbeiningabæklingur sem gef-
in hefur verið út á vegum Vinnueft-
irlitsins í samvinnu við Félag
íslenskra sjúkraþjálfara um rétta
líkamsbeitingu hefur meðal annars
verið kynntur stéttarfélögum, heil-
sugæslustöðvum, öllum starfandi
sjúkraþjálfurum á landinu. Einnig
hafa verið gefin út fjögur vegg-
spjöld, sem minna á nokkur mikil-
væg atriði varðandi rétta líkams-
beitingu við vinnu og hreyfingu
yfirleitt. Samningu texta og leið-
beiningar um myndir og útlit önn-
uðust sjúkraþjálfaramir Björg
Björnsdóttir, Guðrún Guðmunds-
dóttir og Ólöf Á Steingrímsdóttir,
en teikningar gerði Búi Kristjáns-
son.
Átta fræðsluþættir frá danska
HUGSADU
ÁÐUR EN ÞÚ LYFTIR
fræðslusjónvarpinu um bakið verða
væntanlega sýndir í sjónvarpi í vet-
ur á vegum Vinnueftirlkitsins í sam-
vinnu við Fræðsluvarp. í þáttunum,
sem em um 15 mínútna langir hver,
verður fjallað um uppbyggingu
hryggjarins, rétta líkamsbeitingu
við vinnu og heimavið, um hvíld og
þjálfun og hvemig koma má í veg
fyrir bakverk.
Að sögn Huldu Ólafsdóttur
sjúkraþjálfara hjá Vinnueftirlitinu
hefur verið leitað til sjúkraþjálfara
um allt land til þess að taka að sér
ráðgjöf á vinnustöðum og í skólum
svo þetta fræðslustarf geti orðið
sem best og náð til sem flestra.
Hafa á bilinu 20-30 sjúkraþjálfarar
í öllum landsfjórðungum lýst sig
reiðubúna til að vinna að þessu
verkefni, og mun sjúkraþjálfari
Vinnueftirlitsins vinna í nánu sam-
starfi við þá, auk þess sem hann
tekur að sér að leiðbeina starfs-
hópum, félögum og fyrirtækjum um
hvar aðstoð og leiðbeiningar um
þetta efni er að fá.