Morgunblaðið - 07.01.1989, Síða 25
tóORGUNBlÍAÐIÐ' LAlSGARDAGUR 7. JÁNÚÁR 'f989
25
ÁRBÆJARKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 10.30 árdegis. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organleikari Jón
Mýrdal. Fyrirbænastund í Árbæj-
arkirkju þriðjudag kl. 18. Sam-
vera eldra fólks í safnaðarheimili
Árbæjarkirkju miðvikudag kl.
13.30. Kirkjuskólinn í Grafar-
vogshverfi hefst laugardaginn
14. jan. kl. 11 árdegis. Sr. Guð-
mundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BORGARSPÍTALINN: Guösþjón-
usta kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón-
usta kl. 14. Altarisganga. Organ-
isti Sigríður Jónsdóttir. Þriðju-
dag: Bænaguðsþjónusta kl.
18.15. Sr. Gísli Jónasson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir. Messa kl. 14. Sr. Jón
Ragnarsson, Bolungarvík, pré-
dikar. (Barnagæsla meðan á
messu stendur.) Kvenfélags-
fundur mánudagskvöld kl. 20.30
í safnaðarheimili Bústaðakirkju.
Bræðrafélagsfundur mánudags-
kvöld kl. 20.30. Ragnar Guð-
mundsson segir frá feröum
sínum í framandi lönd og heim-
sóknum í kirkjur á sl. ári. Félags-
starf eldri borgara miðvikudag
kl. 13.30-17. Sr. Ólafur Skúla-
son.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
DÓMKIRKJAN: Laugardag:
Barnasamkoma í kirkjunni kl.
10.30. Öll börn velkomin. Egill
og Ólafía. Sunnudag: Messa kl.
11. Dómkórinn syngur. Organ-
leikari Marteinn H. Friðriksson.
Sr. Lárus Halldórsson.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs-
þjónusta kl. 10. Sr. Magúns
Björnsson.
FELLA- og Hólakirkja: Guðs-
þjónusta kl. 14. Prestur Guð-
mundur Karl Ágústsson. Æsku-
lýðsfundur kl. 10.30 mánudags-
kvöld. Miðvikudag: Guðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 20.30.
Sóknarprestar.
FRÍKIRKJAN f Reykjavfk: Engar
guðsþjónustur verða.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Messa kl. 14. Sr.
Gylfi Jónsson annast messuna.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Föstudag: Æskulýðshópur
Grensáskirkju kl. 17. Laugardag:
Biblíulestur og bænastund kl. 10.
Prestarnir.
Guðspjall dagsins:
Lúk. 10.:
Þegar Jesús var 12 ára.
HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam-
koma og messa kl. 11. Altaris-
ganga. Sr. Sigurður Pálsson og
sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón-
usta kl. 10.30. Beðiðfyrirsjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Ragnar Fjalar Lárusson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10.
Sr. Arngrímur Jónsson. Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Pétur Björg-
vin og Kristín Þórunn. Messa kl.
14. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöld-
bænir kl. 18 miðvikudag. Beðið
fyrir sjúkum.
HJALLAPRESTAKALL í Kópa-
vogi: Barnaguðsþjónusta kl. 11
í messuhelmlli Hjallasóknar
Digranesskóla. Foreldrar eru
beðnir að minna börn sín á kirkju-
starfið og gjarnan að fylgja þeim.
Síðdegismessa með altaris-
göngu kl. 17. Fyrirbænir og org-
elleikur. Ath. tímasetning mess-
unnar. Sóknarprestur.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11. María og Vilborg
hafa umsjón. Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni
Pálsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Óskastund
barnanna kl. 11. Söngur, sögur,
myndir. Jón Stefánsson og Þór-
hallur Heimisson sjá um stund-
ina. Síðdegismessa fellur niður.
Sóknarnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Sunnudag
8. jan.: Engin messa. Þriðjudag:
Opið hús hjá Samtökum um sorg
og sorgarviðbrögð frá kl. 20 til
22. Fimmtudag 12. jan.: Kyrrðar-
stund í hádeginu. Altarisganga
og fyrirbænir kl. 12.10. Hádegis-
verður í safnaðarheimilinu kl.
12.30. Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag: sam-
verustund aldraðra kl. 15. Helgi
Sæmundsson ritstjóri sér um
efni. Sunnudag: Barnaguðsþjón-
usta kl. 11. Munið kirkjubílinn.
Húsið opnað kl. 10. Guðsþjón-
usta kl. 14. Orgel og kórstjórn
Reynir Jónasson. Sr. Ólafur Jó-
hannsson. Mánudag: Æskulýðs-
starf fyrir 12 ára krakka kl. 18.
Þriðjudag: Æskulýðsstarf fyrir 10
og 11 ára krakka kl. 17.30. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Ólafur Jóhannsson.
Þriðjudag og fimmtudag: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13—17.
SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta er
í Seljahlíð laugardag kl. 11. Val-
geir Ástráðsson prédikar. Barna-
guðsþjónusta sunnudag kl. 11.
Guðsþjónusta kl. 14. Irma Sjöfn
Óskarsdóttir prédikar. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Föstudag
13. jan.: Fyrirbænaguðsþjónusta
kl. 22. Altarisganga. Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11.
Messa kl. 14. Organisti Sighvat-
ur Jónasson. Prestur Solveig
Lára Guðmundsdóttir. Æsku-
lýðsfundur mánudagskvöld kl.
20.30. Opið hús fyrir 10-12 ára
þriðjudag kl. 17.30.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR-
INS: Barnaskemmtun kl. 15.
Kvenfélagið.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Þessi messa er stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18 nema á laugar-
dögum, þá kl. 14. Á laugardögum
er ensk messa kl. 20.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11. Rúmhelga daga er
lágmessa kl. 18.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Ffla-
delfía: Laugardagur: Almenn
bænasamkoma kl. 20.30. Á
sunnudag safnaðarsamkoma kl.
14. Ræðumaður Hafliði Kristins-
son. Almenn vakningarsamkoma
kl. 20. Ræðumaður Garðar Ragn-
arsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam-
koma, hin fyrsta á þessu ári kl.
16.30. (Ath. breyttan samkomu-
tíma.) Sr. Halldór Gröndal pré-
dikar. Brigadier Ingibjörg Jóns-
dóttir stjórnar hátíðarhöldunum.
Hátíðarfórn verður tekin.
GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 14. Garðakórinn syngur. Org-
anisti Þröstur Eiríksson. Biblíu-
lestur og bænastund í dag, laug-
ardag, kl. 11. Sr. Bragi Friðriks-
son.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 10.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: í dag, laug-
ardag, er barnaguðsþjónsta kl.
11. Sr. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Sunnudagaskóli kl. 10.30. Munið
sunnudagaskólabílinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Organisti Helgi
Bragason. Sr. Gunnþórlngason.
ENSK messa fyrir allar kirkju-
deildir í Háskólakapellunni kl. 11.
Prestur sr. Richard Day.
KAPELLAN St. Jósefsspítala:
Hámessa kl. 10. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
HEILSUHÆLI NLFÍ Hveragerðl:
Messa kl. 11. Sr. Þorkell Guð-
mundsson.
AKRANESKIRKJA: Engin messa
sunnudag. Fyrirbænaguösþjón-
ustu mánudag kl. 18.30. — Ath.
breyttan tíma. Beðið fyrir sjúk-
um. Sr. Björn Jónsson.
Borgarstjórn Reykjavíkur:
Vísa á bug dylgjum
um Eldvarnareftirlitið
-sagði Davíð Oddsson borgarsljóri
Morgunblaðið/Sverrir
Nokkrar umræður urðu um brunann að Réttarhálsi 2 á fundi borgar-
stjómar á fimmtudaginn. Hér má sjá illa fama bifreið í brunarústunum.
BJARNI P. Magnússon, borgar-
fúlltrúi Alþýðuflokksins, gagn-
rýndi Eldvarnareftirlit
Reykjavikur harðlega á fiindi
borgarstjórnar á fimmtudaginn
og sagði brýna þörf á að gera
úttekt á störfúm stofiiunarinn-
ar. Sagði hann að reglugerðir
Á FUNDI sínum þann 4. janúar
sl. samþykkti stjórn kjördæmis-
félags Borgaraflokksins í
Reykjavík svohljóðandi ályktun:
”Stjóm kjördæmisfélags Borg-
araflokksins í Reykjavík lýsir ein-
dreginni andstöðu við skattastefnu
núverandi ríkisstjómar. Það er af-
Vitni óskast
LÖGREGLAN í Reylgavfk óskar
eftir að hafa tal af vitnum, sem
sáu árekstur á Bæjarhálsi mánu-
daginn 12. desember s.l.
Areksturinn varð um kl. 16.45.
Fiat-fólksbifreið var ekið aðrennslið
frá Bitruhálsi inn á Bæjarháls. Á
Bæjarhálsi lentu saman Fiat-inn og
Scania-vörubifreið með tengivagni.
Þeir, sem kynnu að hafa orðið vitni
að þessum árekstri eru beðnir um
að snúa sér til slysarannsóknar-
deildar lögreglunnar í Reykjavík.
um brunavarnir væm oft brotn-
ar við byggingu og frágang
stórhýsa í borginni. Davíð Odds-
son, borgarstjóri, sagði málatil-
búnað Bjama sérkennilegan og
einkennast af ómaklegum dylgj-
um um Eldvarnareftirlitið.
Benti hann síðan á, að ef Bmna-
dráttarlaus stefna Borgaraflokksins
að einstaklingar haldi sem mestu
af sjálfsaflafé sínu en séu ekki ofur-
seldir óseðjandi skattafíkn ríkis-
valdsins.
Sérstaklega hafnar stjórn kjör-
dæmisfélagsins með öllu hinum
stórauknu eignasköttum, sem sam-
þykktir voru á Alþingi í lok nýliðins
árs. Þeir skattar fela í sér mismun
eftir búsetu og leggjast þyngst á
Reykvíkinga auk þess að leggjast
með fullum þunga á þá einstaklinga
sem síst skyldi. Eignaskattar af
þessu tagi eru í raun refsing gagn-
vart þeim sem sýna ráðdeild og
sparsemi en ekki eðlileg skatt-
heimta.
Stjórn kjördæmisfélags Borgara-
flokksins í Reykjavík telur stór-
aukna skattheimtu ríkisins siðlausa
af hálfu ríkisstjórnarinnnar og
krefst þess, að ríkisstjórnin beiti
öllum öðrum tiltækum ráðum við
lausn þess efnahagsvanda sem að
steðjar."
málastofúun teldi að Eldvarna-
reftirlitið hefði brugðist skyldu
sinni í einhveijum eftium, þá
hefði stofúunin rétt til að grípa
til nauðsynlegra aðgerða. Borg-
arstjóri mæltist síðan til þess að
bruninn að Réttarhálsi 2 yrði
ekki gerður að umtalsefúi á
fúndinum þar sem ekki væru
öll kurl komin til grafar í þvi
máli. Gagnrýndi hann hins veg-
ar fréttaflutning Stöðvar 2 af
brunanum og sagði framkomu
stöðvarinnar með ólíkindum.
Bjarni P. Magnússon (A) gerði
brunavamir í Reykjavík að umtals-
efni á fundi borgarstjómar síðast-
liðinn fimmtudag. Sagði hann
Reykvíkinga heppna, að ekki
skyldu hafa orðið fleiri brunar og
manntjón af þeim völdum í borg-
inni. Sagði hann að reglugerðir um
brunavamir væm oft brotnar við
byggingu og frágang húsa án þess
að Eldvamareftirlit Reykjavíkur
gripi í taumana. Lagði hann síðan
til, að byggingarfulltrúa og Bmna-
málastofnun ríkisins yrði falið að
gera úttekt á brunavömum í stór-
hýsum í Reykjavík.
Fjallaði borgarfulltrúinn síðan
um svar Eldvamareftirlits
Reykjavíkur við fyrirspum hans
varðandi bmnavamir í húsunum
að Hátúni 10. Taldi hann mörg
atriði í svarinu orka tvímælis; til
dæmis að brunavamir í húsunum
hefðu verið fullnægjandi miðað við
þær reglur er giltu þegar þau vom
byggð.
Bjami P. Magnússon gagnrýndi
einnig þau ummæli í svari Eld-
vamareftirlitsins, að í brunamála-
reglugerðinni væri ekki tekið tillit
til þeirrar sérstöðu sem ríkti á
starfssvæði Slökkviliðsins í
Reykjavík, vegna öflugs tækjabún-
aðar og góðrar þjálfunar liðsmanna
þess. Spurði hann hvort fara ætti
eftir bmnamálareglugerðinni í
Reykjavík, eða hvort geðþóttasjón-
armið ættu að ráða ferðinni.
Bjami fjallaði einnig um brun-
ann að Réttarhálsi 2 á miðvikudag-
inn og sagði ljóst, að töluvert hefði
skort á um eldvamir í húsinu.
Sagðist borgarfulltrúinn að lokum
sannfærður um að starfsemi Eld-
vamareftirlitsins væri ekki eins og
hún ætti að vera.
Davíð Oddsson borgarstjóri
sagði málatilbúnað Bjarna afar
sérkennilegan. Hann talaði eins og
hann væri í stríði við Eldvamareft-
irlitið og hefði meðal annars snúið
út úr greinargerð þess um bmna-
vamir að Hátúni 10 og túlkað
ummæli þar svo, að Eldvamareftir-
litið ætlaði ekki að fara eftir brana-
málareglugerð heldur eigin geð-
þótta. Það væri röng túlkun; í
greinargerðinni hefði einungis
sagt, að gagnrýna mætti reglu-
gerðina, þar sem þar væri ekki
tekið tillit til þeirrar sérstöðu er
ríkti á starfssvæði Slökkviliðsins í
Reykjavík.
Borgarstjóri æskti þess, að
braninn að Réttarhálsi 2 yrði ekki
gerður að umtalsefni á fundinum,
þar sem ekki væra öll kurl komin
til grafar í því máli. Hins vegar
gagnrýndi hann fréttaflutning
Stöðvar 2 af brananum og sagði
framkomu stöðvarinnar og annars
ágæts fréttamanns hafa verið með
ólíkindum. Varðandi orsakir bran-
ans sagði hann, að ekkert eldvar-
anareftirlit hefði getað komið í veg
fyrir eld sem kviknaði vegna neista
frá logsuðu.
Borgarstjóri sagði að hér væri
um að ræða stærsta bruna, sem
orðið hefði í borginni, að minnsta
kosti frá lokum síðari heimsstyij-
aldarinnar og útgjöld borgarsjóðs
vegna hans yrðu tugir milljóna^
króna. Tjónið myndi reynast Húsa-
tryggingum Reykjavíkur og borg-
arsjóði þungt í skauti. Sagðist hann
að lokum vísa á bug ómaklegum
dylgjum Bjama P. Magnússonar
um Eldvamaeftirlitið. Ef Bmna-
málastofnun teldi að það hefði
bragðist skyldum sínum, þá hefði
stofnunin fullan rétt til að grípa í
taumana.
Reykjavík:
Borgaraflokksmenn
mótmæla skattheimtu