Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
SAA á Norðurlandi opna skrifstofii:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á göngu íjólasnjó
Snjó kyngdi niður á Akureyri í gær — sannkölluðum jólasnjó,
svona í tilefiii af því að jólunum var að ljúka. Þessar stöllur voru
á gangi á Ráðhústorginu um miðjan dag, ótrauðar í snjómugg-
unni.
Áhersla lögð á að ein-
staklingar verði virkir í
þjóðfélaginu eftir meðferð
- segir Ingjaldur Arnþórsson, starfsmaður SÁÁ-N
SAMTÖK áhugafólks um
áfengisvandamálið á Norður-
landi, SAA-N, opnuðu í gær
þjónustustöð að Glerárgötu 28
á Akureyri. Einn starfsmaður
verður í fullu starfi á stöðinni
til að byrja með, Ingjaldur
Arnþórsson, sem starfað hef-
ur sem leiðbeinandi hjá SÁÁ
á Staðarfelli og unnið að
stofiiun meðferðarstöðva í
Sviþjóð, auk þess að annast
fræðslunámskeið í Færeyjum
og á Grænlandi.
Stofnfundur SÁÁ-N var haldinn
1. október sl., þar sem kjörin var
níu manna stjóm, sem séð hefur
um undirbúninginn.
Ingjaldur Amþórsson sagði í
gær, við opnun þjónustustöðvar-
innar, að þjónustan sem boðið yrði
upp á væri aðallega tvíþætt: „ann-
ars vegar aðstoð og leiðbeiningar
fyrir fólk sem líður vegna neyslu
sjálfs sín eða annarra, og hins
vegar — það verður stærsti þáttur-
inn til að byija með — aðstoð við
fólk sem er að koma úr áfengis-
meðferð." Ingjaldur sagði marga
Norðlendinga hafa farið í áfengis-
meðferð, „en við vitum að þeir
skila sér ekki allir út í AA-samtök-
in, sem er meginmarkmið með-
ferðarinnar. Það er stórt stökk að
fara úr vemduðu meðferðarum-
hverfi út í þjóðfélagið og ákveðinn
hópur þess fólks sem kemur úr
meðferð nær ekki að brúa það
bil. Það er slaemt, því það er yfir-
leitt þessi sami hópur sem lendir
í vandræðum og byijar drykkju
aftur. Við ætlum að brúa þetta
Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson
Við opnun þjónustustöðvar SÁÁ-N í gær. Siljandi er Ingjaldur Arn-
þórsson, starfsmaður, en standandi eru, frá vinstri: Stefán B. Einars-
son, Áslaug Einarsdóttir, Ása Þorvaldsdóttir og Jóna Sigurgeirs-
dóttir sem öll eru í stjórn samtakanna, Þórarinn Tyrfingsson formað-
ur SÁÁ í Reykjavík, Davíð Kristjánsson og Sonja Gunnarsdóttir sem
eru í stjórn SÁÁ-N.
^Ekið á gangandi stúlku á Ólafsfj arðarvegi
EKIÐ var á gangandi stúlku á
ÓlafsQarðarvegi nálægt bænum
Syðri Reistará um þrjúleytið í
gærdag. Stúlkan var flutt á
sjúkrahús. Hún kvartaði undan
eymslum í læri, en allt bendir til
þess að hún hafi sloppið við bein-
brot. Stúlkan er 14 ára.
Nokkrir árekstrar urðu í um-
ferðinni á Akureyri í gær, en fljúg-
andi hálka var á götum bæjarins.
Allir voru árekstramir „minnihátt-
ar“, eins og iögreglan kallar það.
Bifreiðir skemmdust að vísu nokk-
uð, en engin meiðsl urðu á fólki.
bil,“ sagði Ingjaldur. Hann gat
þess ennfremur að lögð yrði
áhersla á að „einstaklingamir nái
virkni á ný í þjóðfélaginu — fái
áhuga á því sem er að gerast í
samfélaginu, nái félagslegum bata
eins og stundum er sagt“, sagði
hann.
Þórarinn Tyrfingsson, læknir
og formaður SÁÁ, var viðstaddur
opnun þjónustustöðvarinnar í gær.
Hann sagði vímuefnanotkun mikið
vandamál hér á landi. „Eftirspum
eftir vímuefnum fer vaxandi í
Evrópu og við hér á íslandi förum
ekki varhluta af því.“ Þórarinn
sagðist í gær telja brýnasta verk-
efni SÁÁ-N á Akureyri að koma
upp „gistiskýli fyrir félagslega illa
stadda alkóhólista", því það hefði
sýnt sig að þegar mönnum hefði
verið veitt aðstoð með húsnæði í
einhvem tíma þegar meðferð væri
lokið næðu menn mun fyrr að
aðlagast þjóðfélaginu á nýjan leik.
Þórarinn sagði þessa skrifstofu
aðeins fyrsta liðinn hjá SÁÁ-N í
vöm gegn áfengisvandanum, en í
gær kom fram að í framtíðinni er
stefnt að því að koma á fót með-
ferðarstofnun á félagssvæðinu.
SÁÁ-N hefur sjálfstæðan íjárhag,
auk þess sem þau munu fá hlut-
deild í þeim tekjum SÁÁ sem afl-
ast á félagssvæðinu, svo sem fé-
lagsgjöldum og sölu happdrættis.
Þá mun SÁA styðja starfsemi
Norðurlandsdeildar með þvi að
láta deildinni í 'té sérfræðiaðstoð
og fyrirlesara án endurgjalds.
í stjóm SÁÁ-N em Davíð Krist-
jánsson, Jóna Sigurgeirsdóttir,
Áslaug Einarsdóttir, Pálmi Matt-
híasson, Heimir Ingimarsson, Guð-
mundur Ólafsson, Stefán B. Ein-
arsson, Albert Valdimarsson,
Kristinn Eyjólfsson, Sigmundur
Sigfússon, Sonja Gunnarsdóttir og
Asa Þorvaldur, en þau Davíð, Stef-
án og Jóna em í framkvæmda-
nefnd samtakanna.
Leiðrétting
í GREIN á gamlársdag
um Berhöftssystkin eft-
ir Pétur Pétursson, varð
meinleg prentvilla í lok
fyrstu málsgreinar.
Þar stóð matarleysi, en
átti að vera matarlyst.
Það leiðréttist hér með.
Valur ekki
í stjórn
í>órshamars
I frétt sem birtist á bls.
4 í blaðinu í gær um
starfsskipti Vals Arnþórs-
sonar er hann ranglega
sagður í stjóm Þórs-
hamars hf. á Akureyri.
Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
Frá afhendingu styrlqa úr Rannsóknasjóði Krabbameinsfélagsins, talið frá vinstri: Davíð Ólafsson, form-
aður Vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, styrkþegarnir, Vilhjálmur Rafnsson og Laufey Tryggvadóttir
og Almar Grimsson formaður Krabbameinsfélags íslands, en hann afhenti styrkina.
Styrkir aflientir
úr Rannsókna-
sjóði Krabba-
meinsfélagsins
NÝLEGA voru afhentir styrkir úr
Rannsóknasjóði Krabbameinsfé-
lagsins, en sjóður þessi var stofiiað-
ur á síðasta ári til að efla rannsókn-
ir á krabbameini.
Laufey Tryggvadóttir faraldsfræð-
ingur hlaut 600 þúsund króna styrk
til rannsókna á áhrifum blóðflokka og
ættgengis á lifun íslenskra kvenna með
bijóstkrabbamein. Vilhjálmur Rafns-
son yfirlæknir hlaut 600 þúsund króna
styrk til tveggja verkefna, annars veg-
ar til rannsókna á nýgengi krabba-
meina eftir búsetu, hins vegar til rann-
sókna á nýgengi og dánartíðni krabba-
mejna meðal íslenskra sjómanna.
I frétt frá Krabbameinsfélaginu seg-
ir, að það sé mat félagsins að bæði
þessi verkefni séu mikilvæg til að auka
skilning á eðli krabbameins.