Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
27
Menntamálaráðherra við þriðju umræðu fjárlaga:
Skípan heiðurslauna
þarf að endurskoða
Eyjólfur Konráð Jónsson: Ráðherra ekki til sóma að
nefiia nöfii annarra listamanna við lokaa%reiðslu
FRUMVARP til Qárlaga varð að lögum síðdegis í gær. Umræður um
frumvarpið stóðu fram til klukkan tvö aðfaranótt föstudagsins. Allar
breytingatillögur meirihluta Qárveitinganefndar voru samþykktar en
breytingartillögur stjórnarandstöðuþingmanna voru felldar. Nokkrar
umræður urðu um heiðurslaun iistamanna við atkvæðagreiðsluna, er
þingmenn gerðu grein fyrir atkvæðum sinum, og kom m.a. fram í
máli Svavars Gestssonar, menntamálaráðherra, að henn teldi áð fyrir-
komulag á heiðurslaunum listamanna þyrfti að endurskoða.
Þegar kom að atkvæðagreiðslu um
tillögu menntamálanefndar varðandi
heiðurslaun listamanna kvaddi Guðni
Ágústsson (F/Sl) sér hljóðs. Sagði
Guðni að flestir þeir er fengju þessi
heiðurslaun væru þess vel verðir.
Hins vegar væri ætíð vandi á höndum
Sérstakt
gjald lagt
á innfhitt-
ar kökur
SÉRSTAKT verðjöfnunar-
gjald verður væntanlega lagt
á innfluttar kökur og majónes
á næstu vikum til styrkja sam-
keppnisstöðu innlendra fram-
leiðenda. Þetta kom fram í
svari Jóns Sigurðssonar, við-
skipta- og iðnaðarráðherra,
við fyrirspurn Friðriks Sop-
hussonar á Alþingi á fimmtu-
dag.
Friðrik spurði, hvort ríkis-
stjórnin ætlaði að fara að tillög-
um nefndar, sem skipuð var á
síðasta ári til að kanna sam-
keppnisstöðu innlendrar köku-
framleiðslu. Nefndin skilaði end-
anlegu áliti sínu í nóvember og
var þar lagt til, að tímabundið
verðjöfnunargjald yrði lagt á inn-
fluttar kökur og majónes sam-
kvæmt stofnsamningi EFTA og
fríverslunarsamningi Evrópu-
bandalagsins. Gjaldið yrði 25% á
kökur en 16% á majónes.
Jón Sigurðsson svaraði fyrir-
spurninni á þá leið, að ríkisstjórn-
in hefði samþykkt að fara í meg-
inatriðum eftir tillögum nefndar-
innar en framkvæmd málsins
hefði tafíst nokkuð vegna anna
í tekjudeild fjármálaráðuneytis-
ins. Nú væri verið að kanna,
hvort setja ætti sérstök lög um
þetta mál eða leggja á tímabund-
ið gjald með heimild í tollskrár-
lögum. Sagði ráðherra, að
ákvörðun um það yrði tekin á
næstu vikum.
þegar velja ætti heiðurslistamenn.
Þeir væru líka margir sem aldrei
hlytu þessi laun en væru þess vel
verðugir. Taldi hann ekki hægt að
gera upp á milli listamanna með
þessum hætti og sagði verðugra að
greiða yngri listamönnum starfslaun,
ef Alþingi vildi heiðra hina eldri
væri fálkaorðan til.
Halldór Blöndal (S/Ne) sagði að
alþingismönnum hefði alltaf tekist
að afgreiða heiðurslaun listamanna
á þann hátt að það væri öllum til
sóma. Til allrar hamingju væri það
svo að jafnan væru fleiri þess verðug-
ir að hljóta þessi laun en hægt væri
að veita þau. Sagðist þingmaðurinn
auðvitað sakna þess að fleiri lista-
menn ættu þama ekki sæti. Vonaði
hann að alþingi íslendinga bæri
áfram til þess gæfu að sýna sínum
bestu listamönnum þann sóma að
hugur fylgdi máli.
Svavar Gestsson, menntamálaráð-
herra, sagði að Alþingi ætti ekki að
ákveða það í lokaðri atkvæðagreiðslu
hveijir hlytu þessi heiðurslaun. Það
væri líka íhugunarefni að menn sem
hlotið hefðu viðurkenningar af hálfu
Norðurlandaráðs væru ekki í þessum
hóp, þeir Thor Vilhjálmsson og Atli
Heimir Sveinsson. Lýsti mennta-
málaráðherra því yfir að fyrirkomu-
lag á heiðurslaunum listamanna yrði
endurskoðað í framtíðinni.
Benti þá Guðrún Helgadóttir, for-
seti sameinaðs þings, á að Hafliði
Hallgrímsson, tónskáld, hefði einnig
fengið tónlistarverðlaun Norðurland-
aráðs.
Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl/Rvk)
sagði að úthlutun þessara launa ætti
ekki að vera í höndum Alþingis. Al-
þingi ætti að ákveða upphæðina en
einhver annar aðili að sjá um úthlut-
unina. Nú hefði sannast með áhri-
faríkum hætti að þetta væri rétt
skoðun. Þingmaðurinn sagðist einnig
vilja mótmæla fréttaflutningi af út-
Varnarliðið:
Flutti inn 504 tonn
af lgöti á árinu 1987
JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, upplýsti á Alþingi á
fimmtudaginn, að varnarliðið hefði á árinu 1987 flutt til landsins 504
tonn af kjöti. Samtals hefði varnarliðið flutt unnar landbúnaðarafúrð;
ir fyrir 24 milljónir króna og nýólkurafurðir fyrir 7,2 milljónir. Á
sama tíma námu kaup varnarliðsmanna á islenskum landbúnaðarafiirð-
um samtals 2,8 milljónum króna.
Þetta kom fram í svari utanríkis-
ráðherra við fyrirspum Guðna
Ágústssonar (F/Sl). Guðni spurði
hversu mikið af landbúnaðarafurðum
íslendingar hefðu selt varnarliðinu á
árunum 1985, 1986 og 1987 og
hversu mikið af kjöti og öðrum land-
búnaðarafurðum varnarliðið hefði
fengið að flytja til landsins á sama
tíma. Sagði fyrirspyijandi að mikil-
vægt væri að fylgjast með þessum
innflutningi, einkum í ljósi þeirra
deilna sem orðið hefðu um hann.
Utanríkisráðherra sagði meðal
annars, að á árinu 1987 hefðu kaup
vamarliðsmanna á kjöti, eggjum,
mjólkurafurðum og brauðvörum
numið samtals 2,8 milljónum króna.
Sagði hann að framundan væm við-
ræður um kaup landbúnaðarvara á
þessu ári og hefði varnarliðið sýnt
áhuga á að kaupa landbúnaðarvömr
af íslendingum , aðrar en dilkakjöt,
sem virtist ekki njóta mikillar hylli
vamarliðsmanna.
Ráðherra ságði að á árinu 1987
hefði varnarliðið fengið heimild til
flytja til landsins 504 tonn af kjöti
og 40 tonn af eggjum. Unnar land-
búnaðarvömr hefðu verið fluttar inn
fyrir jafnvirði 24 milljóna króna og
mjólkurafurðir fyrir jafnvirði 7,2
milljóna króna.
Guðni Ágústsson tók aftur til
máls og sagði að skammt miðaði í
þessum efnum og nauðsynlegt væri
að stöðva innflutninginn. Stein-
grímur J. Sigfússon, landbúnaðar-
ráðherra, sagðist telja að samskipti
íslendinga við erlendan her í landinu
ættu að vera sem minnst. Hann sagð-
ist ekki talsmaður þess að selja þess-
um Bandaríkjamönnum á Miðnes-
heiði kjöt frekar en Bandaríkjamönn-
um annars staðar í heiminum. Hins
vegar ættu íslensk lög að gilda á
íslandi og innflutningur varnarliðsins
á kjöti væri lögbrot.
Kristinn Pétursson:
Standast bráðabirgðalögin
gagnvart s1j órnarskránni?
KRISTINN Pétursson (S/Al) hefur farið fram á það við fjárliags- og
viðskiptanefhd neðri deildar að hún afli álits Lagastofiiunar Háskóla
íslands á því hvort nokkur atriði bráðabirgðalaga ríkisstj órnarinnar
standist gagnvart stjórnarskránni. Óskar hann eftir skriflegu svari frá
nefndinni fyrir þinghlé það sem nú er fyrirhugað.
Kristinn spyr í fyrsta lagi hvort
heimilt sé að gefa út bráðabirgðalög
sem fela í sér ráðstöfun fjármuna
úr ríkissjóði, hvort heldur sé bein
ráðstöfun fjármuna, lántökur eða
ábyrgðir á skuldabréfum sem fela í
sér beina eða óbeina ávísun á ráð-
stöfun fjármuna.
I öðru lagi hvort heimilt sé að
gefa út bráðabirgðalög sem fela í
sér breytingu á fjárlögum ársins
1988 með því að lækka framlag
Atvinnuleysistryggingasjóðs um 600
m.kr. og ráðstafa því annað. Með
öðrum orðum hvort heimilt sé að
gefa út bráðabirgðalög sem breyta
fjárlögum yfirstandandi árs, sbr. 5
8T-.
I þriðja lagi hvort heimilt sé að
framselja skattlagningarvald í hend-
ur ráðherra sbr. 13. gr.
I fjórða lagi spyr svo Kristinn
hvort heimilt sé að fresta gildi-
stökuákvæði fram til þess tíma er
Alþingi hefur komið saman, sbr. 23
gr.
Kristinn segir í bréfi til fjárhags-
og viðskiptanefndar að hann hafí
spurt ríkislögmann þessara spurn-
inga í nóvember sl. en fengið þau
svör að ríkislögmanni væri ekki skylt
að svara alþingismönnum svona
spurningum. Hefði hann jafnframt
látið þess getið að enginn hefði spurt
sig álits á þessu atriði. Kristinn seg-
ir sig vera bundinn af undirritun um
drengskaparheit að stjórnarskrá lýð-
veldisins og telji að full ástæða sé
til þess að fá álit Lagastofnunar
Háskóla íslands á ofangreindum
spurningum svo tryggt sé að laga-
setning sem þessi sé í samræmi við
þær skyldur sem þingheimur hafi
tekið á sig varðandi stjórnarskrá
lýðveldisins.
Þingmenn greiða atkvæði við þriðju umræðu fjárlaga í gær.
hlutun heiðurslauna listamanna, þar
sem dregnar hefðu verið í dagsljósið
atkvæðagreiðslur og síðan sagt að
um ósamkomulag hefði verið að
ræða. Það væri ekki rétt. Samþykkt
hefði verið að hafa skoðanakönnun
fyrst og síðan atkvæðagreiðslu.
Albert Guðmundsson (B/Rvk)
sagðist vilja lýsa ánægju sinni yfir
störfum nefndarinnar. Hann sæi
engan þarna sem ekki væri verðlaun-
anna að fullu verðugur. Tók hann
undir að fleiri nöfn hefðu mátt vera
á listanum en sagðist telja að svona
umræður eins og nú hefðu farið fram
væru fremur til hins verra en til hins
betra.
Eyjólfur Konráð Jónsson (S/Rvk)
sagðist hafa starfað lengi í mennta-
málanefndum og ætíð þegar fjallað
hefði verið um heiðurslaun lista-
manna hefði verið reynt til' hins ýtr-
asta að ná samkomulagi. Þingmaður-
inn vék síðan að ræðu Svavars Gests-
sonar. Hann sagði það vera eitt að
ræða breytt fyrirkomulag heiðurs-
launa en það væri einkennilegt að
sjálfur menntamálaráðherra skyldi
kjósa þetta tækifæri, við lokaaf-
greiðslu fjárlaga, að fara að nefna
nöfn annarra listamanna. Væri það
honum ekki til sóma.
Borgaraflokkurinn klofnaði þegar
tillögur frá Guðmundi Ágústssyni
(B/Rvk) um niðurskurð á ríkisút-
gjöldum komu til atkvæða. Greiddu
þeir Albert Guðmundsson og Ingi
Bjöm Albertsson atkvæði á móti til-
lögum Guðmundar en aðrir þing-
menn Borgaraflokksins studdu þær.
Nokkrar deilur urðu einnig um þess-
ar tillögur af öðru tilefni. Albert
Guðmundsson sagði að þó tillagan
væri flutt af þingmanni Borgara-
flokksins þá væri hún ekki flutt af
flokknum sem slíkum.
Pálmi Jónsson (S/Rvk) sagði þess-
ar tillögur hafa verið vinnuplagg sem
hann hefði unnið með ásamt öðrum
stjómarandstöðuþingmönnum. Aldr-
ei hefði verið ætlunin að flytja tillög-
umar í þessari mynd og síðar orðið
samkomulag um að falla frá tillögu-
flutningnum. Það væri líka vont að
þingmaðurinn færi með ósannindi
hvað varðaði uppmna þessara til-
lagna. Guðmundur hefði staðið að
því að vinna að þessum tillögum en
ekki átt frumkvæðið að þeim.
Matthías Á. Mathiesen (S/Rn)
flutti breytingartillögu um að lög-
bundin framlög samkvæmt vegalög-
um til vegamála yrðu ekki skert eins
og ráð væri fyrir gert. I stað þess
yrðu þau lögð inn á sérstakan reikn-
ing og geymd þar til ráðstöfunar
fýrir Vegasjóð á næsta ári. Var sú
tillaga felld.
Þegar fjárlagafmmvarpið var bo-
rið upp í heild sinni sagði Þorsteinn
Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, er hann gerði grein fyrir at-
kvæði sínu, að þegar ríkisstjómin
hefði lagt flárlagafmmvarpið fyrir
Alþingi hefði verið augljóst að engar
efnahagslegar forsendur væm fyrir
því. Við meðferð fmmvarpsins hefði
Iíka komið fram að ríkisstjórnin hefði
ekki treyst sér til að afgreiða fjárlög-
in í samræmi við raunvemlegar að-
stæður. Margir mikilvægir kostnað-
arliðir væm t.d. vanáætlaðir. Þetta
væri ekki eiginlegt fmmvarp heldur
pappírsgagn. Sjálfstæðisflokkurinn
hefði því ekki flutt breytingartillögur
við fmmvarpið og sæti hjá við af-
greiðslu þess.
Albert Guðmundsson sagði er
hann gerði grein fýrir atkvæði sínu
að fjárveitinganefhdarmenn hefðu
margir hælt sér af því að fmm-
varpið hefði ekki breyst í meðferð
nefndarinnar, eingöngu hækkað um
0,43%. Frá því að fjárlögin hefðu
verið afgreidd á síðasta ári og þang-
að til niðurstöðutölur vom birtar
hefðu fjárlögin hins vegar hækkað
um meira en 12 milljarða. Álbert
sagði fjárveitinganefnd hafa unnið í
algerri spennitreyju. Þetta væri ekki
fmmvarp Alþingis heldur fmmvarp
ríkisstjómarinnar.
Stuttar þingfréttir
Alþingi kom saman síðastlið-
inn miðvikudag eftir jólaleyfi
þingmanna til þess að afgreiða
frumvarp til Qárlaga fyrir árið
1989. í gær, föstudag, var þing-
haldi frestað á ný og mun Al-
þingi koma aftur saman fyrir
6. febrúar. Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra,
lýsti þvi yfir i gær, að ekki verði
sett bráðabirgðalög um efna-
hagsmál i þinghléinu.
Útsöluverð áfengis og
tóbaks hækkar
í gær var samþykkt á Alþingi
stjórnarfmmvarp, sem heimilar
fjármálaráðherra að hækka útsölu-
verð áfengis og tóbaks, þrátt fyrir
gildandi lög um verðstöðvun. Ólaf-
ur Ragnar Grímsson íjármálaráð-
herra sagði í umræðum um fmm-
varpið, að ætlunin væri að afla 450
milljóna króna tekna í ríkissjóð með
þessum hætti. Þingmenn úr Sjálf-
stæðisflokki og Borgaraflokki lýstu
sig andvíga þessari heimild til ráð-
herra, þar sem það væri siðleysi
af ríkisstjóminni að fylgja ekki
þeim lögum um verðstöðvun, sem
hún ætlaði öðmm aðilum að fara
eftir. Þingmenn Kvennalista
studdu hins vegar þetta fmmvarp
og sögðu þessa tekjuöflunarleið
heppilegri en ýmsar aðrar.
Verður lögum um
Seðlabanka breytt?
Geir H. Haarde (S/Rvk) hefur
lagt fram fyrirspum til Jóns Sig-
urðssonar, viðskiptaráðherra, um
endurskoðun laga um Seðlabanka
íslands. Þar spyr þingmaðurinn,
hvort ráðherra sé sammála þeirri
yfírlýsingu Jóns Baldvins Hanni-
balssonar, utanríkisráðherra og
formanns Alþýðuflokksins, að ferill
Seðlabankans sé orðinn slíkur, að
ekki verði hjá þvi komist að taka
starfsemi hans til gagngerrar end-
urskoðunar, þrengja hlutverk hans
og valdsvið og fá honum forystu á
faglegum gmndvelli.
Tryggingasjóður
fiskeldislána
Alþingi samþykkti í gær fmm-
varp til laga um stofnun Trygg-
ingasjóðs fískeldislána. Sjóður
þessi á að hafa sjálfstæðan fjárhag
en vera í vörslu og umsjón Stofnl-
ánadeildar landbúnaðarins, sem
jafnframt á að annast rekstur hans.
Hlutverk sjóðsins á að vera að
bæta stöðu fiskeldisfyrirtækja hér
á landi, bæði hvað varðar öflun
rekstrarfjár og möguleika á afurða-
og rekstrarlánum. Samkomulag
var um að hraða afgreiðslu þessa
fmmvarps, þótt þingmenn væm
ekki á einu máli um efni þess.