Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 32

Morgunblaðið - 07.01.1989, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Minning: Jóhanna Þorleifs- dóttirírá Ólafsfírði Jónína eða Ninna eins og frænd- fólk og vinir kölluðu hana fæddist 12. febrúar 1902 að Brekkukoti í Óslandshlíð. Foreldrár hennar voru Þorleifur Rögnvaldsson bóndi og útgerðarmaður og kona hans, Guð- rún Sigurðardóttir. Fyrstu minningar mínar um Ninnu eru frá bernsku minni í Ólafsfirði. Ninna var þá að koma í heimsókn til fjölskyldu minnar. Var hún orðin nánast blind og man ég hvað mér fannst furðulegt að kona sem sá lítið sem ekkert gæti yfir- leitt gengið, talað, hlegið og verið hin kátasta en því átti ég eftir að kynnast betur síðar. Eftir að við fluttumst til Reykja- víkur, var oft komið við hjá Ninnu, þá bjó hún á heimili Blindravinafé- lagsins í Ingólfsstræti 16, þar deildi hún íbúð ásamt Sesselju Eysteins- dóttur sem var blind. Gestkvæmt var á heimili þeirra, sem lá í alfara- leið, bæði ættingjar og vinir litu oft inn, móttökurnar voru líka góðar, alltaf var heitt kaffí á könnunni og iðulega gestur eða gestir fyrir. Ninna var mjög félagslynd og tók virkan þátt í starfi og baráttu Blindravinafélagsins. Ninna hafði einstakt minni, mundi hún bókstaflega alla af- mælisdaga í fjölskyldunni, ekki bara systkina og systkinabama sinna, heldur systkinabama við hana og þeirra bama. Hringdi hún gjaman í ættingjana í kringum af- mælisdagana. Mundi hún t.d. alltaf hvenær bróðir minn fæddist, því sama dag dó Churchill. Ninna frænka var einnig ættfróð og spurði fólk ætíð um uppruna sinn, ég man í fyrsta skipti sem hún hitti mann- inn minn; sem einnig hafði áhuga á ættfræði, tókst þeim fljótlega að rekja saman ættir sínar, ef ég fer rétt með þá voru þau skyldi í 5. og 6. ljð. Árið 1980 fluttist Ninna á Hrafn- istu eftir að hún hafði lærbrotnað og treysti sér ekki lengur að búa í Ingólfsstrætinu. Það er erfitt að ímynda sér hversu erfitt það hefur verið fyrir blinda konu, sem hún var þá orðin, að þurfa að skipta um umhverfi og læra að rata upp á nýtt fyrir utan það að þurfa hjálp við nánast alla hluti. Það var ekki hennar siður að kvarta enda gerði hún það ekki. Á Hrafnistu eignað- ist hún vini sem komu og lásu fyr- Ganghljóð klukku. Um gluggann opinn berst sjávardun. Nú er að kvöldi kominn j»ssi dagur annarsíðasti á ársins litfórótta hring. (Hannes Pétursson: Heimkynni við sjó.) Að kveldi 30. dags desembermán- aðar á nýliðnu ári lést í Landspítala, eftir fárra vikna sjúkrahúsvist, Matt- hías Oddsson smiður og verkstjóri frá Móhúsum í Garði. Hann fæddist 31. desember að Guðlaugsstöðum í Garði árið 1900 og hefði því orðið 88 ára gamall á gamlársdag, en klukkan kallaði einum degi fyrr. Hann verður jarðsettur í dag frá Útskálakirkju. Foreldrar Matthíasar voru þau hjónin Guðbjörg Tómasdóttir er lést 1922 og Oddur Björnsson en hann dó úr spönsku veikinni árið 1918, 46 ára að aldri. Þeim hjónum varð 7 bama auðið og eru 3 á lífi, Tóm- asína búsett í Garði, Sigurður í Sand- gerði og Magnús í Reykjavík. Látin systkini Matthíasar voru þau Anna Margrét d. 1916, Oddný d. 1951 og Guðlaugur útvegsbóndi og fiski- matsmaður að Efra-Hofí í Garði d. 1981. ir hana og spjölluðu. Systkini Ninnu, Unnur og Sigvaldi, fylgdust vel með henni, en synir Unnar, Lárus og Þórleifur, og þeirra konur voru þau sem stóðu henni næst síðustu árin. Ég veit að á aðfangadag talaði Unnur systir hennar við hana og þá var hún með fullri rænu, sagði hún henni lát föður míns og svar- aði Ninna henni að hún vissi það þegar, hafði hún þá hlustað á út- varp. Síðustu árin var hún hinsveg- ar oft mikið með hugann í gamla tímanum. Ég vil fyrir hönd móður minnar, systra hennar, okkar systkinanna og minnar fjölskyldu þakka Ninnu samfylgdina, síðast þegar ég kom til hennar þekkti hún mig andartak og talaði við mig, síðan fór hún að spyija hvort mamma sín færi ekki að koma. Nú er mamma hennar komin og Ninna komin heim eflaust hvíldinni fegin. Unni, Sigvalda og öðrum ættingjum sendi ég samúð- arkveðjur. Guðrún Gunnarsdóttir Móðursystir mín, Jónína Þorleifs- dóttir frá Olafsfirði, eða Ninna, eins og við ættingjar hennar og vinir kölluðum hana, lést á Hrafnistu hinn 27. desember sl. Þar með lauk ævi merkrar manneskju og jafn- framt mikilli baráttusögu. Hún braust ung til mennta, m.a. til Dan- merkur, sem þá var fátítt hjá ung- um stúlkum, en á besta starfsaldri varð hún nær blind og síðustu árin átti hún við líkamlega vanheilsu eða nánast örkuml að stríða, þá orðin alblind um og yfir áttrætt. Samt var andlegt þrek hennar og sálar- styrkur slíkur, að hún veitti okkur hinum fullfrískum, sem heimsóttu hana fyrr og síðar, ómælt af þess- ari ótrúlegu innri auðlegð sinni. Við vorum ótvírætt þiggjendur. Hún var gefandinn. Einn góður vinur, sem ég þakkaði fyrir tryggð við hana sagði: „Þú þarft ekkert að þakka, mér fannst ég alltaf betri og bjart- sýnni maður eftir að ég heimsótti hana.“ Jónína Þorleifsdóttir fæddist 12. febrúar 1902 að Brekkukoti í Ós- landshlíð, en fluttist þaðan að Stóragerði í sömu sveit í Skagafirði fímm ára að aldri. Foreldrar hennar voru Þorleifur Rögnvaldsson bóndi í Skagafírði og Oddur faðir Matthíasar fékkst við búskap og stundaði sjó en „svipull er sjávarafli“ og voru því kjörin löng- um kröpp. Árið 1903 fluttist fjöl- skyldan að Presthúsum og þar átti Matthías heima uns hann fór 9 ára gamall til hjónanna Halldóru Tómas- dóttur móðursystur sinnar og Jó- hanns Jónssonar en þau bjuggu að Kluftum í Hrunamannahreppi. Matt- hías var hjá þeim til 16 ára aldurs en leitaði þá aftur á heimaslóðir suður í Garð. Matthías minntist oft á æskuárin austur í Hruna, honum var sveitin kær og engum duldist að þar hafði hann búið við hið besta atlæti og notið alúðar móðursystur sinnar. Þar kom líka í ljós hversu óvenju hagvirkur Matthías var og aðeins 14 ára gamall reisti hann baðstofu að Kluftum sem stóð í marga áratugi. Þegar Matthías snéri aftur til heimkynna sinna við sjóinn suður í Garði bjó hann í fyrstu hjá foreldrum sínum og vann að húsasmíðum um sumur en var á vertíð á vetrum. Fyrstu húsin byggði hann í félagi við aðra, í upphafí með Jóni Eiríks- syni smið í Nýjabæ og síðar með Tryggva Matthíassyni smið að útvegsbóndi í Ólafsfírði og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir. Hún var ein af fímm systkinum. Tvö þeirra eru látin, Rögnvaldur og Sigrún, en Unnur og Sigvaldi, út- gerðarmaður í Ólafsfirði, lifa bæði systur sína. Á fermingarári hennar (1916) fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Ólafsfjarðar og settust þau að í Hornbrekku og síðar í nýju húsi, sem Þorleifur byggði á Brekkugötu 1 í Ólafsfjarðarkaupstað og þá var oftast nefnt „Þorleifshús". I þessum heimahúsum naut Jónína einstakrar umönnunar móður sinnar, Guðrún- ar, og framfarahugar föður síns, Þorleifs, og átti það eftir að setja svip sinn á hana og móta manngerð hennar æ síðan. Jónína stundaði algenga vinnu eins og þá var títt eftir komuna til Ólafsfjarðar. Hún var greind og stóð hugur hennar til náms. Árið 1922 fór hún í Eiðaskóla og var þar í tvo vetur og vann í kaupa- vinnu á sumrin. Síðar fór hún til Danmerkur og dvaldist þar í eitt ár til að læra dönsku og vann fyrir sér á búgarði. Eftir heimkonuna var hún í Olafsfirði um skeið, en fór síðan til Akureyrar og stundaði þá verslunarstörf hjá Axel SchiÖth í nokkur ár. Þá vann hún sem ráðs- kona fyrir áhafnir báta, sem gerðir voru út frá Suðumesjum, Siglufirði og víðar. Jónína var listhneigð og tók þátt í leikstarfsemi áhugafólks þegar á þessum árum í Ólafsfirði og lék mörg hlutverk með leikfélaginu á staðnum. Hún var tónelsk og söng með kórum á þessum árum. Þessi áhugi, bæði á leiklist og söng, hélst meðan hún gat á einhvem hátt fylgst með. Leikhúsferðir vom það sem henni þótti mest um vert með- an hún gat notið þeirra og síðar naut hún söngs og leikrita í útvarpi. Rúmlega fertug að aldri, árið 1943, veiktist hún fyrst á auga. Hún fór þá til Reykjavíkur til lækn- inga og fékk nokkra bót á því meini í bili, en nokkm síðar, á árinu 1945, veiktist hún á hinu auganu. Upp- skurður bar ekki árangur og hún fékk ekki sjón á því auga og var upp frá því mjög sjónskert og síðari árin blind. Hún leitaði til heimilis Blindra- vinafélags íslands í Ingólfsstræti 16 í Reykjavík á árinu 1945, dvald- ist þar og vann fyrir sér í bursta- gerð allt til ársins 1980, þegar hún sakir heilsubrests fluttist á Dvalar- heimili aldraðra, Hrafnistu. Skömmu eftir að Jónína kom í Ingólfsstræti 16 fluttist þangað blind kona, Sesselja Eysteinsdóttir, ættuð af Skógarströnd. Skemmst er frá því að segja að þær stöllur héldu þar saman aðlaðandi og nota- legt heimili í 35 ár í Ingólfsstræt- Skeggjastöðum. En þar kom að Matthías varð fullnuma. Eðlislægur hagleikur og vandvirknin sem var hans aðal leiddi til þess að hann varð brátt eftirsóttur og viðurkennd- ur öndvegissmiður. Fram til 1942 reisti hann eða annaðist byggingu fjölda húsa, stórra og smárra, eink- um í Garði og Sandgerði en einnig víðar um landið. I Sandgerði var inu. Þetta heimili má telja sérstakt afrek svo fatlaðra kvenna, enda studdu þær hvor aðra með ráðum og dáð. Þær vom þar veitendur en aðrir fullfrískir þiggjendur. Á heim- ili þeirra nutu ótrúlega margir mat- ar og kaffíveiting^, en ekki síður mannlegrar hlýju, alúðar og góðra ráðlegginga. Skömmu eftir að þær Jónína og Sesselja komu í Ingólfsstrætið fór- um við systkinaböm Jónínu að tínast eitt af öðm í skóla þar í ná- grenninu. Ég fór þá til náms í Menntaskólanum í Reykjavík og ekki örgrannt um, að sá skóli hafí fremur orðið fyrir valinu hjá mér en Menntaskólinn á Akureyri, sem þá vom einu menntaskólamir í landinu vegna þess að í MR þóttist ég aldeilis eiga bakhjarl þar sem Ninna frænka var í Ingólfsstrætinu, enda höfðum við verið náin frá bemsku minni. Á þessum tíma var Sesilía frænka mín, sem nú er lát- in, dóttir Rögnvaldar, í hjúkmnar- námi. Síðar komu til sögu Gunnar, sonur Sigvalda, Þorleifur og Guð- rún, systkini mín, og Eva Sóley, dóttir Rögnvaldar. 011 systkina- bömin áttu athvarf og ömggt skjól í Ingólfsstrætinu. Þar gátum við komið hvenær sem var þyrst eða svöng og verið viss um að fá kaffi- sopa eða saðsaman mat. Þar lærð- um við einnig margt, sem ekki verð- ur metið til fjár. Við umgengumst fatlað fólk, sem bað ekki um falska meðaumkun, heldur að litið yrði á það sem hveijar aðrar eðlilegar manneskjur og nýta þegna. Þar kynntumst við fólki, sem gaf ómælt af fátækt sinni. Við kynntumst líka sundurlyndi, en fyrst og fremst æðmleysi við erfíðar aðstæður og göfugu mannlífi. Þessa reynslu, það atlæti og þá umhyggju, sem Ninna veitti mér og okkur á þessum ámm get ég og aðrir sem nutu aldrei hann á vetrarvertíð samfleytt frá 1919 til 1942, lengst af sem land- formaður. Frá 1933 var hann ámm saman landformaður á vélbátnum Ægi GK 8 en skipstjóri var Þórður Guðmundsson frá Gerðum. Hófst þar samstarf Matthíasar og þeirra bræðranna Þórðar og Finnboga Guð- mundssonar en samvinna þeirra og vinskapur entist í áratugi og reynd- ist þeim öllum til heilla. Hinn 23. nóvember 1929 kvæntist Matthías Guðrúnu Þorleifsdóttur Ingibergssonar, útvegsbónda að Hofi, og konu hans Júlíönu Hreiðars- dóttur. Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau Guðrún og Matthías í Hafnar- firði en haustið 1931 lauk Matthías byggingu íbúðarhúss að Móhúsum þar sem þau bjuggu æ síðan. Sonur þeirra er Þorleifur Júlíus tannlæknir f. 7. ágúst 1931. Þorleifur kvæntist Evamarie Bauer, sem einnig er tann- læknir. Þau eignuðust 3 syni: Matt- hías Aurel og Bjöm Guonar sem báðir era í námi og yngstur er Andri, sem lauk stúdentsprófi sl. vor. Þau slitu samvistir. Fósturdóttir Guðrúnar og Matthíasar frá árinu 1954 er Guðrún Guðmundsdóttir verslunarstjóri f. 24. apríl 1948. Eig- inmaður hennar er Robert D’AuT- orio tölvufræðingur og em þau bú- sett í New Jersey í Bandaríkjunum. Bæði em þau hjónin komin til ís- lands til þess að kveðja kæran fóst- urföður og vin. Árið 1942 annaðist Matthías byggingu Hraðfrystihúss Gerðabát- fullþakkað. Þetta var og er allt í einu orði sagt: Ómetanlegt. Jónína var lengi í stjóm Blindra- vinafélagsins. Henni þótti afar vænt um félagið og vann því það sem hún frekast mátti. Hún kynntist þar mörgum velunnuram sínum, sem héldu við hana tryggð alla ævi. Þar er ekki á aðra hallað þótt minnt sé á Þóm Bjömsdóttir, sem var henni stoð og stytta til æviloka, Kristínu Jónsdóttur og Vilhjálm Jóhannes- son, sem heimsótti hana reglulega á Hrafnistu. _ Sesselja lést fyrir rúmu ári, en Jonína fluttist eins og fyrr segir á Hrafnistu á afmælisdaginn sinn 1980. Þá var hún nær alveg blind og fór líkamlegri heilsu hennar mjög hrakandi síðari árin. Aðdáan- legri andlegri reisn og miklum lífsvilja og trúarstyrk hélt hún alveg til dauðadags og fylgdist gjörla með velferð og vanda ættingja og vina. Á þessum ámm kom í ljós hvað margir höfðu tengst henni miklum vináttuböndum fyrr á lífsleiðnni og heimsóttu hana reglulega, bæði þeir sem höfðu kynnst henni í blindraheimilinu og annars staðar. Jónína naut góðrar umönnunar á Hrafnistu og færa aðstandendur hennar hjúkmnarfólki þar bestu þakkir fyrir. Þar kynntist hún mörgu einstöku fólki, m.a. Elínu Oddleifsdóttur vistkonu, sem las fyrir hana og heimsótti daglega í herbergi hennar missemm saman. Ég vil sérstaklega þakka Elínu mikla hjartahlýju og trygglyndi, sem yljaði einmitt þegar dimmir dagar Jónínu vom dekkstir og dmngalegastir. Fyrir það verður Elínu aldrei fullþakkað. Persónuleiki Ninnu frænku var margslunginn. Hún hafði hæfileika til frekari menntunar og listiðkunar en aðstæður leyfðu. Um það skal ekki fjölyrt. Hitt má ekki láta hjá líða að minnast á einstætt skopskyn hennar og hæfíleika til að sjá skemmtilegu hliðina á lífinu. Núna fyrir nokkram vikum, sem oft áður, riQaði ég upp fyrir henni sögur og atvik, sem ég vissi að hún hefði gaman af. Þá hló hún hjartanlega og sönglaði fyrir munni sér gaman- bragi, sem við rifjuðum upp. Nú er Ninna okkar horfín yfír móðuna miklu. Drottinn lét þjón sirtn í friði fara nær örkumla og á áttugasta og sjöunda aldursári. Þótt ótrúlegt sé fyrir ókunnuga, er þar mikið skarð fyrir skildi hjá ást- vinum hennar, svo gjafmild var hún okkur allsnægtafólki á algild lífsverðmæti í umkomuleysi sínu. Nú er hún horfín til bjartari og betri tilveru. Við yljum okkur við minningu hennar og biðjum Guð að blessa hana og okkur þá ein- stæðu minningu að eilífu. Lárus Jónsson anna og í lqölfar þess urðu þáttaskil í lífi hans, því að hann tók að sér verkstjóm í hraðfrystihúsinu þegar það tók til starfa 18. mars 1943 og gegndi því starfi til ársloka 1972. Hraðfrystihúsið var um áratuga skeið eitt helsta atvinnufyrirtæki á staðnum og eins og að líkum lætur sótti fyöldi Garðbúa og aðkomu- manna vinnu sína þangað. Matthías var myndugur og vinsæll verkstjóri. Eftir að hann lét af verkstjórastarf- inu vann hann við ýmiss konar trésmíðar og húsbyggingar því hann var við ágæta líkamlega heilsu allt fram á síðustu ár og ekki förlaðist honum andlegt atgervi fyrr en á dánarbeði. Matthías sem fæddist í lok alda- mótaársins var af þeirri kynslóð sem sá mestar breytingar verða á íslensku þjóðlífí. Hann var sjálfur framsækinn og vann ötullega að þeim endurbótum sem urðu á sjávar- háttum og vinnslu sjávarafla. Atorka, höfðingsskapur og nokk- urt stórlyndi einkenndi löngum syni þeirra Odds og Guðbjargar. Matthías varð snemma vel bjargálna og lagði mörgum lið en vildi síður að hátt færi. Gestrisni þeirra hjóna Guðrún- ar og Matthíasar er við bmgðið. Á yngri ámm var Matthías fljóthuga, djarflyndur og með afbrigðum svefn- léttur, oftast var hann fyrstur á vinnustað og síðastur heim. Öllum sem þekktu Matthías var ljóst að innst í bijósti bjó alvara en græskulaus gamanyrði og sögur Matthías Oddsson, Móhúsum — Minning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.