Morgunblaðið - 07.01.1989, Qupperneq 40
í40
■MORGUNBLAÐIÐ TLAUGARDAGUR' t: ÍÁWÚAr; JlS89
©1981 Universal Press Syndicate
Hvað vil-tu þ>ó_—vjómaiS^eAa.
Haslcolamenrrtuie P"
-ai
ást er.
ia-sn
. .. að nota ímyndunaraílið.
TM Reg. U.S. Pat Off. —all rights reserved
® 1988 Los Angeles Times Syndicate
Þetta er nýi dansinn
diskó-pólitík. Eitt spor til
vinstri og eitt til hægri og
svo tvö spor til hægri og
jafnmörg til vinstri, mjög
flókið . . .
Þú verður að skipta um
olíu og slifsi...
HÖGNI HREKKVÍSI
©
4
/2-/8
„ t GÆf? KLIPPTI HAMN FJÁRHUSIP. "
Þessir hringdu . .
Dýrt spaug’ að firiða
hvalinn
Sjómaður hringdi:
„Mikið hefur verið skrifað um
hvalinn og hvalfriðunarmál í Vel-
vakanda og ýmis sjónarmið hafa
komið fram. Sumir vilja friða
hvalinn hvað sem það kostar og
hvort sem hann er í útrýmingar-
hættu eða ekki. Hvalirnir eru fal-
legar skepnur og skil ég vel að
fólk hafi samúð með þeim. En það
gæti reynst okkur dýrt spaug að
alfriða hvalinn. Hvalurinn er eins
og allir vita stór skepna og þarf
mikið að éta. Þótt sumir hvalir
lifi á svifi þá eru aðrir, og þeir eru
í meirihluta, sem lifa á fiski. Ef
hvölum og selum fjölgar hömlu-
laust verðum við að draga veru-
lega úr veiðum okkar og það fyrr
en síðar, ella munu fiskistofnanir
hrynja niður. Þetta yrði þjóðinni
mjög dýrt og hæpið að hún gæti
framfleytt sér til lengdar án þess
að aðstoð erlends frá kæmi til.
Að þessu ættum við að huga áður
en við leggjum okkar mál í hend-
ur friðunarsinna. Með hliðsjón af
því sem gerðist í Grænlandi er
nefninlega hætt við að þeim standi
alveg á sama þó hér fari allt til
fjandans. íslendingar ættu að
standa fast á rétti sínum í þessu
máli.“
Gott áramótaskaup
Ragnheiður hringdi:
„Fyrir skömmu var kona að
flalla um áramótaskaup sjón-
varpsins í Velvakanda. Ég er sam-
mála henni um að þetta var gott
áramótaskaup og betra en það
hefur verið undanfarin ár. Það er
ekki rétt að það hafi verið viðvæn-
ingslegt, eins og ég sá einhvers
staðar haldið fram, og það var
gaman að sjá loks ný andlit í ára-
mótaskaupi. Þessi kona segist
ekki vera sátt við kvikmyndina
Nonna og Manna. Ég skil ekki
þá sem eru að finna að þeirri
mynd því hún var mjög góð. Þó
söguþræði Nonnabókanna hafi
ekki verið fylgt í myndinni var
andinn hinn sami og það skiptir
mestu máli.“
Silfurhringur
Silfurhringur með steini tapað-
ist fyrir jól. Finnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
23211.
Gifitingarhringur
Giftingarhringur fannst á Hótel
íslandi fyrir jól. Upplýsingar gef-
ur Mary í síma 40617.
U mferðartöfin við Miklubraut
Til Velvakanda.
Það er með ólíkindum hve öku-
mönnum er gert erfitt með að kom-
ast inn á Miklubraut á löglegan
hátt af þeim götum sem liggja á
hana þvera. Vegabætur voru gerðar
á Kringlumýrarbraut fyrir nokkru
þegar settar voru upp tvær akrein-
ar fyrir þá ökumenn sem taka vilja
vinstri beygju í vestur átt. En ljósa-
búnaður umferðarljósa leyfir þó
aðeins að farið sé yfir á gulu ljósi,
nema engin umferð sé á Kringlu-
mýrarbraut í suður átt. Afleiðingin
er sú að ökumenn aka farartækjum
sínum inn á Miklubraut og sæta
færis með að beygja í vestur átt
og allt að 10 bílar fara yfir braut-
ina á rauðu ljósi. Öllum er ljóst að
þetta skipulag veldur stórhættu í
umferðinni fyrir utan það að þarna
myndast óþarfa umferðarhnútar.
Ef sett væru upp ljós, svipuð
þeim sem sett hafa verið upp fyrir
þá er beyja vilja af Miklubraut inn
á Kringlumýrarbraut, þá yrði um-
ferð greiðari, hún yrði hættuminni
og ökumönnum lærðist að bera virð-
ingu fyrir rauðu umferðarljósunum.
Okumaður
Yíkverji skrifar
Víkvetji fór að ná í bækur í
póststöðina við Ármúla í fyrra-
dag. Á þann stað er þeim mönnum
stefnt, sem fá bækur sendar til
landsins í pósti. í ferðinni að þessu
sinni hitti Víkverji þjáningarbróður,
sem sagði að þeir afgreiðsluhættir
á bókum, sem íslenska ríkið stendur
fyrir á þessum stað, væru með þeim
ósköpum, að hann hefði beðið er-
lenda bókaútgefendur, sem vildu í
vinsemd kynna honum bækur sínar,
að hætta að senda þær til landsins.
Datt Víkvetja þá í hug, að þar með
væri líklega tilganginum náð hjá
þeim fjandmönnum ritfrelsis sem
standa að stíflunum gegn innflutn-
ingi á bókum, sem hafa verið reist-
ar þarna við Ármúlann í Reykjavík.
Af gamalli reynslu er Víkvetja
ljóst að líklega þýðir ekkert að tala
um mál þessarar opinberu stofnun-
ar með þá von í bijósti, að gripið
verði til ráðstafana í því skyni að
bæta þjónustu við almenning og
auðvelda honum að nálgast það
éfni, sem hann fær sent frá útlönd-
um. Slíkar hömlur á dreifingu
prentaðs máls þekkjast hvergi nema
í ofbeldis- og alræðisríkjum, þar
sem skriffinnar fara sínu fram og
haga sér eins og þeim sýnist. Þegar
Víkverji lýsti undrun sinni yfir
starfsháttum stofnunarinnar á
fimmtudaginn, sagði afgreiðslu-
maðurinn einfaldlega: Kvartaðu
bara, það er betra fyrir okkur!
Víkverji fékk sendan heim til sín
miða um að hann ætti send-
ingu í Ármúlapósthúsinu. Við mið-
ann var festur reikningur frá bóka-
verslun í Englandi og kom þar fram
að nokkrar bækur biðu afgreiðslu
í pósthúsinu. Fór Víkverji með mið-
ann og afhenti hann afgreiðslu-
stúlku, sem hvarf á brott með skjal-
ið. Síðan beið Víkverji í rúmlega
fimmtán mínútur. Þá var nafn hans
kallað upp. Honum var afhent eyðu-
blað og sagt að fylla það út. Þetta
var innflutningsskýrsla með yfir-
skriftinni Tollstjórn. Víkverji hefur
aldrei stundað innflutning, þannig
að hann veit ekk, hvernig á að fylla
slík skjöl út. Afgreiðslustúlka sagði,
að einstaklingum væri veitt hjálp
við að útfylla slík skjöl en í þann
mund bar bjargvætt að garði, bóka-
mann, sem rétti Víkverja hjálpar-
hönd. Var hann með útfyllta skýrslu
sem Víkverji gat notað sem fyrir-
mynd. Með aðstoð þessa góða
manns voru færðar alls kyr.s tölur
inn á fjölmarga reiti á skýrslunni
og einnig var með aðstoð reiknivél-
ar á staðnum reynt að reikna út
prósentur og breyta pundum í krón-
ur. Gekk heldur illa að glíma við
þann opinbera reiknigrip. Allt tókst
þetta þó að lokum og var rúmlega
hálftími liðinn frá því að Víkverji
kom í pósthúsið, þegar hann af-
henti síðan gjaldkera skýrslu sína,
en samkvæmt útreikningum virtist
Víkverja sem hann ætti að greiða
um 1700 krónur til hins opinbera
eða um 30% af verði bókanna.
Gjaldkerinn tók við skýrslunni
og sagði: Þetta verður tilbúið á
morgun! Víkveiji hváði og spurði,
hvort ekki væri unnt að fá bækum-
ar strax. Nei, hér er svo mikið að
gera, að það tekur sólarhring að
afgreiða svona pakka, var svarið.
Ameðan Víkveiji dvaldist þarna
á þessum stað, heyrði hann
fleiri en einn viðskiptavin hrópa upp
yfir sig af undrun, þegar hann
kynntist hinu þunglamalega af-
greiðslukerfi og þeirri skriffinnsku
sem fylgir því að nálgast erlendar
bækur eða eitthvað annað smálegt.
Víkveiji skorar hérmeð á yfirvöld
landsins að leiða hugann að því,
hvort ekki sé unnt að haga þeirri
starfsemi sem hér hefur verið lýst
með öðrum hætti. Starfshættirnir
eru í hróplegri andstöðu við þróun-
ina á upplýsingaöld. Að það kosti
skýrslugjafir og margar ferðir að
ná til sín nokkrum bókum á sér
aðeins fyrirmynd í afturhaldsríkjum
sem em andvíg upplýsingu, al-
mennri menntun og menningu.
~r