Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
titm
uSrr/ ’U lf
Hækkun eignarskatts:
Græddur er eyrir ekkjunnar
Til Velvakanda.
Ég sit ein á gamlaárskvöldi, er í
vinnu einu sinni sem oftar svo aðrir
geti notið hátíðarinnar með fjölskyld-
um sínum. Ég lít um öxl eins og
venjulega á þessu kvöldi. Jú, það
voru skímur ogjafnvel sólskinsstund-
ir á liðnu ári. Ég horfi fram á við
og því miður eru þar fremur dökkir
og daprir dagar sem ég sé fyrir
mér. Nei, nei, ég er ekki völva, eng-
in spámanneskja, bara ósköp venju-
leg manneskja, að vísu ekki lengur
svo venjuleg, því ég er ekkja. Já,
ástæðan fyrir þessum skrifum er sú,
að á öðrum degi jóla var ein af fyrstu
fréttum í ríkissjónvarpinu nokkurs
konar formleg afhending á jólgjöf
ríkisstjómarinnar til ekkna. Það með
hvarf mér öll jólagleði, hafi hún ver-
ið mikil fyrir. Jólin eru svolítið erfið-
ur tími hjá öllum sem misst hafa
ástvini sína. Jólagjöfin var ekkert
smáræði, á annað hundrað prósent
hækkun á eignarskatti, sem eftir
fréttinni að dæma kæmi harðast nið-
ur á ekkjum í óskiptu búi. Ekki var
minnst á ekklana og kann ég ekki
skýringu á því. Tekið var dæmi um
meðalíbúð + skrifstofuhúsnæði úti í
bæ eða skuldlausa eign yfir 7 milljón-
ir og tölumar um væntanlegan eign-
arskatt af þessum eignum svo gífur-
legar, að þær synda enn fyrir sjónum
mér, nú á gamlaárskvöld. Ég veit
að leitin að breiðustu bökunum á
Islandi, til að taka á sig réttlátar
greiðslur til allsnægtasamfélagsins,
sem sekkur æ dýpra í skuldafenið,
hefur staðið lengi yfir, en ekki hafði
mig grunað að þessir aðilar væm
ekkjumar á íslandi. Röggsemi og
glöggskyggni okkar nýja ijármála-
ráðherra, Olafs Ragnars Grímssonar,
er aldeilis til fyrirmyndar. Fyrst
sviptir hann hulu heilagleikans af
Hæstarétti íslands og þar með virð-
ingu okkar sauðsvarts almúgans fyr-
ir því æðsta valdi. Persónulega var
sú virðing lítil fyrir hvað mig snert-
ir, en það er önnur saga. Kannski
skilst öllum betur nú áður lítt skiljan-
legir dómar hæstaréttar, er ljóst er
hvers konar menn skipa þetta æðsta
dómsvald okkar. En þetta með jóla-
gjöfina. Hvað eigum við ekkjur til
bragðs að taka? Eg reyndi að halda
jólaró minni, sem gestkomandi hjá
öðmm þetta annað kvöld jóla, setti
mig í stellingar að horfa á 1. þátt
„Nonna og Manna“ sem var næstur
á dagskrá, það hafði sefandi áhrif
að horfa á landið okkar fagra sem
alltaf tekur sig jafn vel út á skjánum
og baðstofulífið með rokk og ró, ég
leiddi hugann að því hvort auðveld-
ara hefði verið að vera ekkja í „den
tid“? Sennilega ekki. En því miður
tók hugurinn heljarstökk er „Djákn-
inn á Myrká“ birtist í öllum sínum
nútímahryllingi. Það er óhætt að
segja að hið árvissa jólaógeð sjón-
varpsins taki árlegum framfömm.
Ég ákvað því að bíða með frekari
þanka um jólaglaðning ekknanna
meðan ró hugans endurnýjaðist. En
viti menn, ekkert gerðist, enginn virt-
ist mótmæla né þakka. A meðan
sjónvarpið lauk við á einni viku að
gifta ekkjuna í Nonna og Manna
góða manninum, var ekkert frekar
fjallað um nýju alvörumilljónamær-
ingana á Fróni. Kannski hafa ein-
hveijir misst af glaðningnum eða þá,
að við öll þjóðarheildin emm orðin
svo dofin og eiginhagsmunasöm að
við tökum öllu með stóískri ró, með
viðlaginu alkunna „þetta reddast
allt“.
Já, vonandi geta einhveijar af
okkur bjargað sér út úr ógöngunum,
aðstæður ekkna em að sjálfsögðu
jafnólíkar eins og við emm margar,
en margt eigum við sameiginlegt,
ástvinamissinn, sem seint eða aldrei
grær, baráttuna að halda áfram ein-
ar, vinna einar fýrir brauði okkar,
eða þiggja einfaldan ellilífeyri. Allir
einbúar, hvaða titil sem þeir bera,
vita að einstaklingsheimilishaldið er
fjárfrekast og öll beijumst við gegn
sama óvininum, einsemdinni, sem
eflist ár frá ári í klakaböndum fjöl-
skyldu- og vinatengsla, orsökin ein-
faldlega taumlaus vinna, tímaleysi
og fjölmiðlafár. Vel á minnst, ein er
sú auglýsing er kemur árlega á skjá-
inn fýrir skattframtal, fer ömgglega
jafnilla í okkur alla einbúa, myndin
af skattskýrslunni með litla sæta
parinu, „hún“ öðmmegin „hann“ hin-
um megin, deila öllu jafnt, eignirnar
lagðar saman, skipt að jöfnu og
bæði fá fullan frádrátt, áður en lagð-
ur er eignarskattur á og kyssast svo
í restina. Hugljúft, ekki satt? Nei,
það er naprara hjá ekkjum og öðmm
einbúum, allt öðmm megin á fram-
talinu, ein eignartala og einfaldur
frádráttur, sem orsakar mikinn eign-
arskatt, svona er íslenska réttlætið.
Sjálfsagt skellur þessi gífurlega
skattahækkun harðast á eldri kon-
um, sem hefur tekist að halda hús-
næði því, sem þær og látnir makar
þeirra reistu með öllu því basli og
fórnum sem alltaf hafa fýlgt hús-
byggingum. Þær em búnar að greiða
skatta og skuldir af umræddum hús-
um alla tíð og standa ef til vill nú
með eignina skuldlausa, en tekjulitl-
ar. Á nú að svæla þessar konur úr
„villum" sínum og neyða þær kannski
í biðröðina á okkar yfirfullu elliheim-
ili? Eða hefur gleymst að taka þá
staðreynd með í dæmið, að við ekkj-
ur getum einfaldlega ekki allar greitt
þessar nýju skattaálögur nema að
láta af hendi eina öryggið okkar,
þakið yfir höfuðið, sem látnir makar
hafa eflaust vonað að yrði okkar
skjól út ævina. Vita ekki flestir af
eigin raun eða afspurn hversu erfitt
getur verið fýrir ekkjur að flytja og
festa rætur annars staðar? Hefur það
ekki verið stefna í öldrunarmálum
að stuðla að heimavem allra þeirra
er óska, eins lengi og hægt er? Á
kannski að byggja mátulegar húsein-
ingar fýrir okkur ekkjurnar fyrir
skattpeningana? Eða fömm við
kannski á sambýli? Spyr sú, sem
ekki veit og enn minna skilur. Þessar
hugrenningar mínar em ritaðar í
þeim tilgangi að vekja sem flesta til
umhugsunar um þessa jólagjöf til
ekkna íslands. Ekkjur þarf ömgg-
lega ekki að vekja þær em sjálfsagt
margar andvaka af áhyggjum. Ef til
vill getum vð gert eitthvað í samein-
ingu og reynt að afla fjár til að
bjarga þjóðarskútunni, sem er nú
víst þegar gjaldþrota, t.d. með lukku-
eða skafmiðum, sem njóta svo mik-
illa vinsælda í dag, því miður em
pijónar og heklunálar of seinvirk
verkfæri nú orðið.
I einlægri von um að aurar ekkn-
anna bjargi nú fjárlögum og þjóðar-
útgjöldum.
Ein af nýríku lúxusekkjunum
P.S.
Að lokum get ég ekki stillt mig
um að ræna smávegis af jólaþulunni
ágætu um gjafir Skráms frá 1. til
13. dags jóla.
Kæri Jóla-Óli.
Nú er nóg komið. Ég bað ekki um
svona mikið. Þú þurftir ekki að setja
allt í rúst með gjafmildi þinni. Von-
andi sendir þú ekki gengisfellingu á
þréttándanum.
Þín lítt vinveitta
. Skráma
Happdrætti Gigtarfélags Islands
Dregið var í happdrætti Gigtarfé-
lagsins 23. desember 1988.
Vinningar féllu á eftirtalin númer:
Ferð eftir eigin vali kr. 200.000,- Nr. 23440
Ferð eftir eigin vali kr. 150.000,- Nr. 18299
Ferð eftireigin vali kr. 100.000,- Nr. 4629
Ferð eftireigin vali kr. 100.000,- Nr. 23960
Ferð eftireiginvalikr. 75.000,- Nr. 3733
Ferð eftireigin vali kr. 75.000,- Nr. 5476
Ferð eftir eigin vali kr. 75.000,- Nr. 6016
Ferð eftireiginvali kr. 75.000,- Nr. 6061
Ferð eftir eigin vali kr. 75.000,- Nr. 13332
Ferð eftir eigin vali kr. 75.000,- Nr. 28072
Gigtarfélagið þakkar veittan stuðning.
7
Aramótaspilakvöld
Landsmálafélagið Vörður heldur
áramótaspilakvöld sunnudaginn
8. janúar í Súlnasal Hótels Sögu.
Húsið opnað kl. 20.00.
Glæsilegir vinningar, þ.á m. flugferð
til Glasgow, bækur, matarkarfa o.fl.
Miðaverð er kr. 600.- og gildir mið-
inn sem happdrættismiði sem er
veglegur vinningur.
Þorsteinn Pálsson flytur ávarp.
Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir.
- Tftcetid t'ctiuutCe^.i ~
Landsmálafélagið Vörður
HGILRÆÐI
Ökumenn
Hafið bifreiðar yðar ávallt í fullkomnu lagi.' Dimmviðri og
slæm færð krefst aukinnar aðgæslu og minni hraða. Metið
aðstæður hverju sinni og munið, að endurkast ljósanna af
blautum götunum minnkar skyggni og krefst meiri varkárni.
HRESSINGARLEIKFIMIKVENNA OG KARLA
Vetrarnámskeið hefjast mánudaginn 9. janúar 1989.
Kennslustaðir: Leikfimisalur Laugarnesskóla og