Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 1

Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 1
48SIÐUR B 20. tbl. 77. árg. MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 Prentsmiðja Morgunblaðsins Jarðskjálftinn í Tadzhíkístan: Reuter Stendur og þegir Fyrir fimm árum hét hindú- inn Baba Mohandas Kharajee þvi að standa uppréttur og mæla ekki orð af vörum í fjórtán ár. Hér sést hann á Kumbh Mela-hátíðinni sem haldin er á tólf ára fresti á mótum ánna Ganges og Ya- muna. Eins og sjá má hvílir Kharajee vinstri fót enda ekki nema von eftir fimm ára stanslausa stöðu. Heyrðu skriðuna nálgast og tókst að forða lífi sínu Moskvu. Reuter. ÍBÚAR Sovétlýðveldisins Tadzhíkístans bjuggu sig undir nýjar jarð- skjálftahrinur í gær í kjölfar skjálftans á aðfaranótt mánudags. Sjálfúr skjálftinn, sem átti upptök 50 km suðvestur af Dúshanbe, höfúðborg Tadzhíkístans, olli ekki miklu tjóni en kom af stað aur- skriðu sem lagði þorpið Shahora í rúst og eyðilagði hluta af þrem- ur öðrum þorpum. Sovésk yfirvöld sögðu á mánudag að um það bil þúsund manns hefðu farist og voru þær tölur byggðar á íbúa- fiöldá í þorpunum fiórum. Seinna kom á daginn að mörgum íbúa þorpsins Okúlibolo tókst að forða sér undan aurskriðunni. Á blaðamannafundi sem Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska ut- anríkisráðuneytisins, hélt í gær kom fram að íbúar þorpsins Okúlibolo heyrðu drunur í aurskriðunni sem nálgaðist og tókst þriðjungi þeirra þorpsbúa, sem taldir voru af, að forða lífi sínu. Þúsundir manna hafa unnið að björgunarstarfi undanfama daga en kvartað hefur verið yfir skorti á verkfærum til að moka ofan af þorp- unum. Ekki er ljóst hversu mörgum hefur verið bjargað lífs úr eðjunni sem hylur þorpin en sovéskir fjöl- miðlar hafa talað um allt frá einum og upp í átta. Gerasímov sagði að sú spuming hefði vaknað hvort það væri í samræmi við lífsviðhorf múha- meðstrúarmanna sem byggðu þorpin að grafa fómarlömb skriðunnar upp úr leðjunni. Sakaðir um samningsbrot Washington. Moskvu. Reuter. Fyrsti fundur nýskipaðs forseta með fiilltrúum Bandaríkjaþings: Kærleikar með Bush og helstu leiðtogum þingsins Washington. Reuter. GEORGE Bush átti i gær sinn fyrsta fund með leiðtogum beggja flokka á Bandaríkjaþingi eftir að hafa tekið við forsetaembætti. Bush reifaði hugmyndir sínar í efnahagsmálum og fékk hlýjar viðtökur bæði hjá forystumönnum repúblikana og demókrata. John Chafee, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Rhode Island, gekk svo langt að segja að um „ekta ástarfund" hefði verið að ræða. Alan Cranston, annar helsti leið- togfi demókrata í öldungadeildinni, sagðist vonast til að hveitibrauðs- dagamir entust sem lengst og full- yrti að andrúrhsloftið hefði verið „allt annað og betra" en í þau átta ár sem þingið átti við Ronald Reag- an að etja. vamarmála. Ljóst er að frumvarp Reagans á eftir að taka miklum breytingum í meðfömm þingsins og nýrrar ríkisstjómar. George Mitchell, leiðtogi demókrata í öld- ungadeildinni, sagði að Bush myndi ekki hafa ráðrúm til að endurskoða fmmvarp Reagans í heild sinni fyr- ir 9. febrúar en búast mætti við nýjum tillögum sem skýrðu stefnu forsetans. Fundurinn í Hvíta húsinu í gær hófst með léttum brag. Var til þess tekið að Bush var mættur á skrif- stofu sína klukkan 8, klukkustundu fyrr en Reagan var vanur að gera. Leiðtogar demókrata færðu Bush kristalsskál fulla af uppáhaldi hans, svínarifjum, og fylgdi flaska af sterkri piparsósu frá Texas, heima- ríki forsetans. Saman réðu þing- menn og forsetinn í það hversu táknræn gjöfin væri því í Was- hington er „pork", eða „svínakjöt“, slanguryrði yfir eyðslusama ríkis- stjóm. Á hinn bóginn var sterka sósan túlkuð sem sérdeilis hlýleg kveðja. Undanfama daga hafa væntan- legir stjómarhættir Bush tekið á sig mynd. Hann hefur til dæmis einsett sér að hressa upp á sið- ferðislega ímjmd stjórnvalda. í gær skipaði Bush siðanefnd sem í eiga sæti bæði repúblikanar og demó- kratar. Nefndin á að vera forsetan- um til ráðgjafar um hvemig bæta megi siðferði í opinberri stjómsýslu. Hópur Moskvubúa efhdi á sunnudag til kosningafundar til stuðnings Bóris Jeltsin, fyrrverandi leiðtoga flokksdeildar kommúnistaflokksins í borginni. Jeltsin, sem var rekinn úr embætti haustið 1987, býður sig nú fram til fúlltrúaþings Sovétrikjanna. Á kröfúspjaldinu stendur: Bitsa (hverfi i Moskvu) kýs Jeltsin. Sjá „Keppir um þingsæti . . .“ á bls. 20. JELTSÍNÁ ÞING! Reuter CHARLES Redman, talsmaður bandaríska utanrikisráðuneytis- ins, sakaði Sovétmenn í gær um skýlaust brot á samkomulagi um brottflutning sovéska herliðsins frá Afganistan. Skömmu siðar greindi sovéska fréttastofan Tass frá þvi að afganski stjómar- herinn hefði í gær fellt tæplega 400 skæruliða, sem hefðu hindr- að birgðaflutninga til Kabúl. Redman sagði á blaðamanna- fundi að sovéski herinn gerði dag- lega sprengjuárásir á bækistöðvar skæmliða í Afganistan. Væri þama um óþolandi brot á friðarsamkomu- iaginu um Afganistan að ræða sem gert var í apríl í fyrra. Redman sagðist þá búast við því að sovéski herinn yrði á brott frá Afganistan 15. febrúar eins og ráð er fyrir gert. Cranston sagði að Bush hefði virst áfjáður til samstarfs við demó- krata sem hafa meirihluta í báðum þingdeildum, um að draga úr hall- anum á ríkissjóði. Forsetinn hefði varast að ögra þingmönnum demó- krata líkt og Reagan átti til í sínum fyrstu viðræðum við fulltrúa lög- gjafarþingsins. Fram kom í máli demókrata að ekki hefði verið rætt ítarlega um einstök svið efnahags- mála en forsetinn hefði kunngjört að hann myndi bera fram fjárlaga- tillögur stjómar sinnar í ræðu 9. febrúar næstkomandi. Eins og lög gera ráð fyrir bar Ronald Reagan fram fjárlög skömmu áður en hann lét af forsetaembættinu þar sem m.a. var reiknað með tveggja pró- senta raunaukningu í útgjöldum til Kalevi Sorsa biðst lausnar Helsinki. Frá Tom Kankkonen, fréttaritara Morgunblaðsins. KALEVI Sorsa, utanríkisráðherra Finnlands, afhenti Mauno Koi- visto Finnlandsforseta afsagnarbeiðni sina i gær. Afsögn Sorsa er hápunktur i skopleik innan finnska jafúaðarmannaflokksins, sem snýst um að koma Pertti Paasio, formanni flokksins, inn í rfkis- stjómina. Samstarfsflokkar jafnaðar- manna í ríkisstjóminni, Hægri- flokkurinn, Sænski þjóðarflokkur- inn og Landsbyggðarflokkurinn, hafa ítrekað lýst því yfir að það sé einkamál jafnaðarmanna að koma sér saman um hvaða ráð- herra þeirra eigi að rýma til fyrir Paasio. í haust var svo komið að nær allir ráðherrar jafnaðarmanna höfðu verið tilnefndir til að víkja en enginn lét segjast. í gær var Sorsa greinilega nóg boðið því hann tilkynnti óvænt að hann vildi segja af sér til þess að Paasio kæmist inn í stjómina. Kalevi Sorsa, sem er 58 ára gamall, hefur gegnt ráðherraemb- ætti í mörgum finnskum ríkis- stjómum og meðal annars hefur hann verið forsætisráðherra. í gær sagðist hann ekki vita hvort Koi- visto forseti samþykkti afsagnar- beiðnina en hún er dagsett 1. febrú- ar. Sorsa segist reiðubúinn að taka við bankastjóm í seðlabanka Finn- lands en hyggst halda þingsæti sínu. Áður hafði hann gefið í skyn að hann vildi draga sig f hlé frá flokkspólitík en jafnaðarmenn hafa óformlega tilnefnt hann sem arf- taka Koivistos skyldi hann ekki bjóða sig fram árið 1992.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.