Morgunblaðið - 25.01.1989, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
Salan á Útveg'sbankanum:
Ahugi hjá tveimur
af smærri bönkunum
á hlutafl árkaupum
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-
herra segir að hann eigi von á
að £á hugmyndir frá hlutafélaga-
bönkunum um kaup á Útvegs-
bankanum á næstunni. Af þeim
hafi tveir af smærri hlutafélaga-
bönkunum sýnt því áhuga að
kaupa hlutafé og sameinast Út-
vegsbankanum í nýrri banka-
stofiiun.
Jón skipaði nefnd í vetur til að
annast þetta mál og segir hann að
henni sé settur frestur til að skila
Sverrir Hermanns-
••
son og Ogurvík:
Bankaeftir-
litið fékk
af sér áliti nú um næstu mánaða-
mót. Hann segist vona að sú niður-
staða verði að einhveijir af smærri
hlutafélagabönkunum sameinist
Útvegsbankanum en vill ekki að svo
stöddu gefa upp nöfn þeirra sem
mestan hafa áhugann.
„Ef þetta verður ekki úr munum
við leita annarra leiða við sölu á
bankanum," segir Jón. Inn í þeirri
mynd eru hugsanleg kaup erlendra
bankastofnana á hlutafé í Útvegs-
bankanum en í frétt Morgunblaðs-
ins frá því seint sl. haust kom fram
að fyrirspumir um slík kaup hefðu
borist frá erlendum bönkum.
Er ríkissjóður tók við Útvegs-
bankanum á sínum tíma átti hann
miklar fjárhæðir í útistandandi
skuldum. Aðspurður um hvemig
innheimta þeirra skulda hefur
gengið, segir Jón að hún hafí geng-
ið vel. Hann vill þó ekki nefnar
neinar tölur þar um
Morgnnblaðið/Ami Sæberg
Varla hundi útsigandi
Reykvíkingar fengu að reyna ýmis sýnishorn af Færð var þé orðin sæmileg í borginni. Þessum
veðri í gær. Vatnselgur var sums staðar á götum rakka virtist þó ekki lítast meira en svo á fierð-
vegna hláku og skúrir fyrri hluta dags, en er ina sem hann rak hausinn út nndnn blæjunni á
leið á daginn kólnaði og gekk á með éljum. bifreið eiganda síns.
greinargerð
Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra:
Nefndin úrskurðar ein-
göngu um tæknileg atriði
ÚRSKURÐARNEFND um verðtryggingu hefur þegar úrskurðað um
tengingu eldri gnmns lánskjaravísitölunnar við þann nýja, en sam-
kvæmt reglugerð viðskiptaráðuneytisins frá í fyrradag vegur nú
launavísitala þriðjung í lánskjaravísitölu á móti framfeerslu- og bygg-
ingarvísitölu. Nefiidin gerði það að beiðni Seðlabankans sama dag
og lánskjaravísitalan var gefin út, svo sem ber að gera samkvæmt
lögum um nefiidina. Þessi úrskurður lýtur að tæknilegri útfærslu
og tengingu eldra grunnsins við þann nýja.
SVERRIR Hermannsson banka-
stjóri Landsbankans sendi
bankaeftirlitinu greinargerð í
fyrradag um eignaraðild sfria
að útgerðarfyrirtækinu Ög-
urvík hf. Samkvæmt upplýsing-
um Morgunblaðsins kemur þar
fram, að Sverrir Hermannsson
hafi sagt af sér sem stjómar-
formaður fyrirtækisins áður en
hann tók við embætti Lands-
bankastjóra.
Breyting þessi á stjóm fyrirtæk-
isins mun hins vegar ekki hafa
verið tilkynnt til hlutafélagaskrár.
Þá kemur einnig fram í greinar-
gerð bankastjórans skv. upplýsing-
um Morgunblaðsins, að hann hafí
leitað eftir kaupendum að hluta-
bréfunum en ekki tekizt að selja
þau enn sem komið er.
Þórður Ólafsson formaður
bankaeftirlitsins sagði að þessu
máli yrði hraðað eins og kostur
væri. Hann vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um málið og sagði að Sverr-
ir mundi fyrstur fá niðurstöðu eft-
irlitsins.
Sverrir Hermannsson vildi ekki
tjá sig um málið í gær og vísaði
til fyrmefndar greinargerðar.
Jón Sigurðsson, viðskiptaráð-
herra, telur að nefndin hafí ein-
göngu úrskurðarvald um tæknileg
atriði, til dæmis varðandi ágreining
um útreikning tiltekinna verð-
tryggðra skuldbindinga. Nefndin
hafí ekki efnislegt úrskurðarvald
og slíkum málum verði að vísa til
dómstóla, enda séu dæmi um það
að nefndin hafí vísað efniságrein-
ingi frá sér til dómstóla.
Hallgrímur Snorrason, hagstofu-
stjóri og formaður nefndarinnar,
segist að sjálfsögðu ekki geta sagt
um það fyrirfram hver niðurstaða
nefndarinnar yrði væri máli skotið
til hennar. Það sé hins vegar ljóst
að það sé ekki á verksviði nefndar-
innar að fjalla um lögmæti reglu-
gerðar, sem sett sé af þar til gerðu
stjómvaldi.
„Úrskurðamefndinni er fyrst og
fremst falið það verkefni í lögunum
að §alla um tengingu milli vísitölu-
grundvalla. Hennar verkefni er ein-
göngu tæknilegt og hún hefur þeg-
ar ijallað um þá tengingu sem nú
hefur verið ákveðin," sagði Jón Sig-
urðsson aðspurður um þá álitsgerð
úrskurðamefndar um verðtrygg-
ingu að breyting á lánskjaravísitölu
ætti að skoðast sem ný vlsitala.
„Um skoðanir nefndarmanna að
öðru leyti á málinu vil ég ekki segja
annað en það að sú ákvörðun sem
iiggur fyrir var tekin að undangeng-
inni mjög rækilegri skoðun á þeim
lögfraeðilegum atriðum sem þama
koma við sögu. Ég er sannfærður
um að þama sé fullkomlega rétt
staðið að málum. Ég bendi líka á
að það eru fordæmi fyrir ákvörðun-
um af þessu tagi um breytingar á
reikningsaðferðum vísitalna sem
ganga inn í Iánskjaravísitölu, bæði
frá sumrinu 1983 og reyndar þegar
gmndvellir þessara vísitalna hafa
verið endumýjaðir. Auðvitað er sú
lánskjaravísitala sem var í gildi fyr-
ir setningu reglugerðarinnar alls
ekki sú „sarna" og sú sem ákveðin
var í upphafí. Það er búið að skipta
út öilum þáttum. Hún hefur því
verið endumýjuð oftar en einu
sinni," sagði Jón.
Hann sagði að að þessari ákvörð-
un hefði verið staðið á fullkomlega
eðlilegan og formlega réttan hátt.
Aðalatriðið væri að þegar til lengri
tíma væri litið væri ekki verulega
raskað þeim hagsmunum sem vísi-
tölunni væru tengdir og það teldi
hann vera tryggt.
Um þá gagnrýni að launavísital-
an væri ónákvæmur mælikvarði,
sagði Jón að það mætti segja um
allar vísitölur að yrðu skyndilegar
breytingar á því sem þeim væri
ætlað að mæla, yrðu þær þeim mun
ótraustari mælikvarði. „Það er ekk-
ert sem segir að launabreytingar
verði með þeim hætti alltaf og
ævinlega og auðvitað emm við öll
að vona að launabreytingar og aðr-
ar verðlagsbreytingar í landinu
ÞRÍR Reykvíkingar, Gústaf R.
Gústafsson, 27 ára, Hallgrímur
P. Gústafsson, 29 ára, og Magnús
G. Baldvinsson, 31 árs, hafa ver-
ið dæmdir til 4 ára fangelsisvist-
ar. Þeir eru dæmdir fyrir að
Mosfellsbær:
Fékk uagla úr
byssu í augað
MAÐUR, sem vann ásamt öðrum
við að klæða þak nýbyggingar í
Mosfellsbæ, fékk þriggja tommu
nagla úr naglabyssu á kaf í auga
sitt síðdegis í gær.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús
þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Að sögn lögreglumanna var hann
með meðvitund þrátt fyrir að nagl-
inn hafí þeyst í auga hans með
miklum krafti úr þrýstiloftsknúinni
byssunni.
verði stillilegri og þá falla þessar
röksemdir um sig sjálfar. Kjara-
samningar eiga að snúast um kaup-
mátt en ekki krónutölu kaups,"
sagði Jón.
Ég hef í hyggju að þessi breyting
á lánskjaravísitölu verði kynnt
rækilega og hef falið starfsmönnum
ráðuneytisins og Seðlabankans að
útbúa efni í því sambandi, sem
færi sparifjáreigendum og öðrum
heim sanninn um það að þessi láns-
kjaravísitala er örugg verðtrygging,
en jafnar greiðslubyrðinni niður
með sanngjamari hætti eftir ár-
ferði," sagði hann ennfremur.
hafa ráðist grímuldæddir inn á
heimili aldraðra hjóna á Seltjarn-
arnesi að næturlagi í september-
mánuði siðastliðnum, beitt hús-
ráðendur þar ofbeldi og ógnað
þeim til að benda sér á verðmæti
í íbúðinni.
Hjónin, sem eru hátt á áttræðis-
aldri, hlutu bæði mikla áverka eftir
árás mannanna. Konan mjaðmar-
grindarbrotnaði og maðurinn marð-
ist mikið á höfði, brotnaði og hljóp
úr liði á fíngri.
Sakamennimir höfðu með sér á
brott úr húsinu um 15 þúsund krón-
ur í peningum, gullhálsmen, 6 gull-
hringi, 6 bjórdósir og 9 eða 10
áfengisflöskur. Þeir vom hand-
teknir fljótlega eftir atburðinn og
hafa tveir þeirra síðan setið í gæslu-
varðhaldi, sem kemur til frádráttar
refsingunni, en sá þriðji afplánar
eftirstöðvar refsingar samkvæmt
eldri dómi. Þá voru mennimir
dæmdir til greiðslu alls sakarkostn-
aðar.
Sverrir Einarsson sakadómari
kvað upp dóminn.
Bjór í verslunum ÁTVR:
Budweiser, Tu-
borg og Kaiser
ÞÆR ÞRJÁR erlendu bjórtegundir sem líklegastar eru til að verða
á boðstólum í verslunum ÁTVR eru Budweiser frá Bandarikjunum,
Tuborg frá Danmörku og Kaiser frá Austurríki, segir Gústaf Níels-
son skrifitofustjóri ÁTVR.
Innkaupastofnun ríkisins hefur
metið verðtilboð framleiðenda, sem
skilað var síðastliðinn fimmtudag.
Gústaf segir að samkvæmt því
verði framangreindar tegundir fyr-
ir valinu, þó með fyrirvara um
flutningskostnað. ÁTVR fær í dag
tilboð frá skipafélögunum um
flutningsgjöld fyrir bjórinn og gætu
þau hugsanlega breytt myndinni,
en þó taldi Gústaf það ekki líklegt.
Nítján framleiðendur skiluðu til-
boðum. Þijú lægstu tilboðin komu
frá bandarískum framleiðendum.
Þar sem aðeins verður tekin ein
tegund frá hverju landi í verslanir
ÁTVR verða teknar tvær tegundir
frá öðrum löndum. Þær reyndust
vera Tuborg og Keiser sem buðu
fjórða lægsta verðið og það fímmta
lægsta.
Gústaf sagði að ekki hafí enn
verið tekin nein ákvörðun um hvort
hinar tegundimar verði á boðstól-
um í bjórbúð ÁTVR í Reykjavík,
nú væri kröftunum beitt að því
forgangsverkefni að ná þessum
þremur tegundum inn hið fyrsta,
enda skammur tími til stefnu.
í frétt Morgunblaðsins í gær af
bjórmálum kom fram að óljóst
væri hver fer með umboð fyrir
Bass Export, sem framleiðir Tenn-
ets Lager bjór. Fram hefur komið
að staðfesting liggur fyrir frá fram-
leiðanda um að fyrirtækið Bassi
hf. hefur það með höndum.
Grímuránið á Seltjarnarnesi:
Hlutu flögurra
ára fangelsisdóma