Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 5

Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 5 Neskaupstaður; Agreiningur um greiðsl- ur fyrir innlagða mjólk Á BÆNUM Skorrastað III í Norðfjarðarsveit er mjólk, sem þar er framleidd, nú hellt niður vegna ágreinings um greiðslur fyrir mjólkina. Telur bóndinn sig eiga rétt á staðgreiðslu við afhend- ingu mjólkurinnar á meðan kaupfélagið Fram á Neskaupstað er í greiðslustöðvun, en þar hefúr hann lagt mjólkina inn fram að þessu. Kaupfélagið fékk greiðslustöðvun 10. janúar síðastliðinn, og stendur hún til 10. aprfl, og segir kaupfélagsstjórinn að sam- kvæmt búvörulögum beri að líta á mánaðarlegar greiðslur fyrir innlagða mjólk sem staðgreiðslu. Þórður Júlíusson, bóndi á Skorra- Á meðan svo er neyðumst við til stað III, sagði í samtali við Morgun- þess að hella mjólkinni niður," sagði blaðið að átta mjólkurinnleggjendur Þórður. af níu hafi samþykkt að leggja inn hjá kaupfélaginu áfram í reiknings- viðskiptum á sömu forsendum og voru áður en kaupfélagið fékk greiðslustöðvun. „Faðir minn, Júlí- us Þórðarson, sem talinn er fyrir mjólkurframleiðslunni hjá okkur, er hins vegar ekki með nein reikn- ingsviðskipti við kaupfélagið, og samkvæmt upplýsingum sem við höfum aflað okkur mun kaupfélagið eiga að staðgreiða öll vörukaup á meðan greiðslustöðvunin varir. Því telur hann sig eiga rétt að fá mjólk- ina staðgreidda við afhendingu, en kaupfélagið neitar að ganga að þessu og sækja mjólkina til okkar. Fíkniefiiamálið: Þáttur manns- ins sem var í gæslu lítill ÞRÍTUGUR maður, sem fíkni- efhadeild Reykjavíkurlögreglu handtók vegna gruns um aðild að fíkiniefhamáli því sem lög- regla f Reykjavík. og Kaup- mannahöfh vinna nú saman að rannsókn á, var látinn laus úr gæsluvarðhaldi um hádegi á laugardag. Að sögn Arnars Jens- sonar lögreglufiilltrúa reyndist þáttur mannsins lítill í málinu sem heild. Amar varðist að öðru leyti frétta af gangi rannsóknarinnar en þrír íslendingar og Hollendingur sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmanna- höfn vegna þess. Talsmaður Kaup- mannahafnarlögreglu hefur sagt að fólkið, sem úrskurðað hefur verið í varðhald þar í borg, tengist alþjóð- legum fíkniefnahring. Ekki hefur verið upplýst hve mikið magn af fíkniefnum fólkið er grunað um að hafa flutt milli Hollands, Dan- merkur og íslands en þar mun að mestu eða öllu leyti hafa verið um hass að ræða. Ekki hefur heldur verið látið uppi hvemig samvinnu íslensku og dönsku lögreglunnar hefði verið háttað í málinu. Amar Jensson staðfesti þó að fslenskur lögreglumaður væri nýkominn frá Kaupmannahöfn þar sem hann hefði unnið að rannsókn þessari með dönskum starfsbræðmm sfnum. Ingi Már Aðalsteinsson, kaup- félagsstjóri, segir að það sé álita- mál hvemig standa beri að greiðsl- um fyrir innlagða mjólk á meðan kaupfélagið er með greiðslustöðv- un. „í búvömlögunum segir að inn- lagða vöm eigi að staðgreiða 10. dag næsta mánaðar eftir að varan er lögð inn, og eftir því munum við fara varðandi greiðslur fyrir inn- lagða mjólk. Með því að greiða fyr- ir mjólkina samkvæmt þessu teljum við að um staðgreiðsluviðskipti sé að ræða,“ sagði Ingi Már. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Mjólkinni hellt niður á bænum Skorrastað III í Norðfjarðarsveit vegna ágreinings um greiðslur fyrir mjólkina. Veiðar leyfðar í Mývatni Mývatnssveit. STJÓRN veiðifélags Mývatns hefur gefið heimild til veiða í Mývatni frá 1. febrúar til 1. mai næstkomandi. Annars hefur vatnið verið alfriðað fyrir allri veiði síðan í sept- ember. Netafjölda er úthlutað sam- kvæmt arðskrá og mega veiði- réttarhafar veiða fimm daga í hverri viku og dorga tvo daga. Kristján Ný sakamál í uppsiglmgu sem þeir MATLOCK Og DERRICK munu glíma viö - Iivor á sinn hátt / A fimmtudögum og föstudögum í vetur. Spennandi mál fyrlr auglýsendur. : ix \:\ \ > SJONVARPIÐ ekkert rugl. ■ t)H03 L i: í nb fci m líSiHÍil

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.