Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 7

Morgunblaðið - 25.01.1989, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 7 Myrkir músíkdagar 1989: Ætlum að endmreisa há- tíðina með fullri sæmd (Morgunblaðið/Þorkell) Þrír af aðstandendum Myrkra músíkdaga, Hjálmar H. Ragnarsson, Signý Sæmundsdóttir og Karólina Eiriksdóttir - segir Hjálmar H. Ragnarsson, formaður Tón- skáldafélagsins MYRKIR MÚSÍKDAGAR, tón- iistarhátið á vegum Tónskálda- félagsins verða i Reybjavík, dagana 11-23. febrúar, og verða aUs sex tónleikar á hátí- ðinni. Að sögn Hjálniars H. Ragnarssonar, formanns tón- skáldafélagsins, var fyrsta hát- íðin með þessu nafni haldin veturinn 1980, og var farið mjög veglega af stað. Kvað hann hátiðina heldur hafa dal- að siðustu árin, af ýmsum ástæðum, meðal annars Qár- hagslegum, en nú sé meiningin að endurreisa hana með fullri sæmd. Tilgangurinn með hátíðinni er að flytja nútímatónlist, sem Hjálmar kvað oft verða útundan hjá þeim sem stunda almennan tónlistarflutning og að þessu sinni verður efnisskrá hátíðarinnar samsett úr bæði íslenskum og erlendum verkum. Fyrstu tónleikamir verða söng- tónleikar í Listasafni Siguijóns Ólafssonar, laugardaginn 11. febrúar, klukkan 17.00. Þar flytja Signý Sæmundsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir, Kristinn Sigmunds- son og Guðríður Sigurðardóttir verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, Þorstein Hauksson, Vladimir Agopov og Önnu Jastzebska. Sunnudaginn 12. febrúar, klukkan 20.30, verða tónleikar í Kristskirkju, í samvinnu við Tón- listarfélag kirkjunnar. Þar verður leikin íslensk flaututónlist og er það Manuela Wiesler sem leikur verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Leif Þór- arinsson, Pál P. Pálsson og Þor- kel Sigurbjömsson. Miðvikudaginn 15. febrúar, klukkan 20.30, verða tónleikar í Norræna húsinu, sem bera yfir- skriftina „Hljóðskúlptúrar - ný raf- og tölvutónlist." Á þeim tón- leikum verða flutt verk eftir Þor- stein Hauksson, Jonathan Harv- ey, Kaju Saariaho og fleiri. Dagskrá um Jón Leifs verður síðan í Norræna húsinu, laugar- daginn 18. febrúar, klukkan 16.00 og er hún í samvinnu við Háskóla- tónleika. Hjálmar H. Ragnarsson heldur fyririestur um „tónmál" Jóns Leifs, Kristinn Sigmundsson flytur nokkur sönglög eftir tón- skáldið, við undirleik Jónasar Ingimarssonar og kvintett, skip- aður Bemhard Wilkinson, Einari Jóhannessyni, Hafsteini Guð- mundssyni, Helgu Þórarinsdóttur og Ingu Rós Ingólfsdóttur, flytur nokkur verk eftir Jón. Sunnudaginn 19. febrúar, klukkan 16.00, verður bandarísk píanótónlist á dagskrá, í Norræna húsinu. Þar leikur Alan Mandel verk eftir George Antheil, Charles Ives, Edward McDowell og Will- iam Mayer. Lokatónleikamir á Myrkum músíkdögum verða síðan fímmtu- daginn 23. febrúar, klukkan 20.30, í Langholtskirkju. Þeir tón- leikar em í samvinnu við Kamm- ersveit Reylqavíkur sem flytur „Des Canyons aux Étoiles," eftir franska tónskáldið Olivier Messia- en, undir stjóm Pauls Zukovskys. • Einleikari á píanó á þessum tón- leikum er Anna Guðný Guð- mundsdóttir, en þrír aðrir einleik- arar koma einnig fram; Marteen van der Valk, sem leikur á xylo- rimba, Eggert Pálsson, sem leikur á klukkuspil og Joseph Ognibene, sem leikur á hom. Einkaumboó á íslandi Þaö er sérstaklega ánægjulegt að geta sagt frá því, að Húsgagnahöllin h/f hefur gert einkaum- boðssamning við stærstu dýnuverksmiðju Norð- urlanda, sænska fyrirtækið SCAPA, sem fram- leiðir í miklu úrvali heimsþekktar gæðadýnur, fjaðradýnur og vatnsdýnur. í dag kynnum við dýrustu dýnuna þeirra, sem sögð er vera alveg einstök gæðavara, enda full- yrða framleiðendur, að engin fjaðradýna á mark- aðinum sé vandaðri og betri að liggja og sofa á. Þetta er dýnan Lux Ultraflex, sem kostar í verslun okkar kr. 28.900,- í stæröinni 90x200 cm. Penang sett: 48.680,- með standard dýnum. Besta dýnan sem þú getur keypt kostar 28.900,-. Lappasett kostar 1.600,-. Meiðasett kostar 3.500,- UX I LTR AFiÆX Fjaóradýna, stífeða mjúk, meö tvöfalt fjaórakerfiá tréramma. Iefrifjaðramottunni eru 240LFK fjaörir á fermetra og í neöri mottunni 130Bonellfjaðrirá fermetra. Dýnunni fylgir þvottekta yfirdýna. Stæröir: 90 cm, 105 cm, 120 cmog 160 cm. n Húsgagna&úllin REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.