Morgunblaðið - 25.01.1989, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
Ríkismat sjávarafurða:
Förum efltir viður-
kenndum reglum
-segir fiskmats-
sljóri um tæplega
800 kg sýnatöku
„STARFSMÖNNUM Ríkismats
sjávarafurða er heimilt að taka
án endurgjalds hæfilegt magn
af fiski og sjávarafurðum til
rannsókna, enda verði eigendum
fisksins, eða afurðanna, skilað
skriflegri skýrslu um niðurstöð-
ur rannsóknanna. Þetta er tekið
fram í 21. grein laga númer 53
frá árinu 1984 um Ríkismat sjáv-
arafurða. Um hæfilegt magn eru
til alþjóðlegar viðurkenndar
reglur. Ríkismatið lagði þær til
grundvallar þegar starfsmenn
þess tóku tæp 800 kílógrömm af
frystum afurðum sem sýni úr
frystitogaranum Mánabergi í
desember síðastliðnum,“ sagði
Halldór Árnason, fiskmatsstjóri,
í samtali við Morgunblaðið.
„Reglur þessar voru mótaðar af
nefnd sem kallast Codex Alimentar-
ius og starfar á vegum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar Samein-
uðu þjóðanna," sagði Halldór.
Útgerð Mánabergs, Sæberg á
Ólafsfirði, þykir þessi sýnataka
óeðlilega mikil og í bréfi hennar til
Ríkismatsins kemur fram að út-
gerðin vilji fá fiskinn bættan. Því
hefur Ríkismatið hins vegar hafnað.
Sæberg hefur leitað aðstoðar Jónas-
ar Haraldssonar, lögmanns Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna,
í málinu. Jónas hefur sent Ríkismat-
inu bréf þar sem hann óskar eftir
upplýsingum um hvað Ríkismatið
telji vera eðlilegt magn sem sýni.
„Það var verið að klára þessa
úttekt á sýnum úr Mánabergi á
föstudaginn en það er eftir að
ganga frá skýrslugerð um úttekt-
ina. Sýnunum er alltaf skilað aftur
en þessi sýni nýtast að vísu ekki
sem fryst afurð lengur," sagði Hall-
dór Árnason fískmatssijóri.
í greinargerð um þetta mál, sem
birtist í fréttabréfi Ríkismats sjáv-
arafurða á næstunni, segir fisk-
matsstjóri meðal annars að þegar
Mánabergið hafi komið að landi 14.
desember síðastliðinn hafi verið í
skipinu 5.560 kassar, eða 16.389
öskjur, af frystum afurðum. Af
þeim hafi Ríkismatið tekið 87 öskj-
ur, eða 786,9 kílógrömm, sem sýni.
Umhverfísmálaráð Reykjavlkur:
Ahyggjur af erfða-
mengun í Elliðaánum
Umhverfismálaráð Reykjavíkur
hefur áhyggjur af erfðamengun
laxastofiisins í EUiðaánum. Kem-
ur þetta i framhaldi af umræðum
sem urðu á síðasta ári um Qölgun
flökkulaxa í ánum. Vegna þessa
hefur Umhverfismálaráð beint
þeim tilmælum til borgaryfír-
valda og löggjafarvaldsins að
setja reglur sem komi í veg fyrir
erfðamengun.
Það sem ráðið leggur til er ann-
arsvegar að í sjókvíaeldi verði stefnt
að því áð nota gelda stofna sem
ekki geta breytt erfðum náttúru-
legra stofna. Hinsvegar er lagt til
að í hafbeit verði fyrst og fremst
stefnt að því að nota stofna sem
eiga uppruna sinn á viðkomandi
svæði til að minnka líkur á meintum
áhrifum flökkulaxa úr hafbeit.
í bókun sem Umhverfismálaráð
hefur lagt fram um þetta efni segir
m.a.: „í Ijósi hafbeitar og sjókvía-
eldis í grennd við höfuðborgina
hefur komið fram uggur um að
flökkulax úr eldi kunni að spilla
hinum einstöku stofnum Elliða-.
ánna. Samkvæmt upplýsingum sem
Umhverfismálaráð lét taka saman
virðist þessi ótti á rökum reistur
að því leyti að ...gera megi ráð fyr-
ir verulegri aukningu á flölda
flökkulaxa í Elliðaárnar ef áætlanir
um aukna hafbeit í grennd við höf-
uðborgina standast."
Mótmælendur fyrir utan Burger King staðinn í Tallahassee.
Herferð Grænflriðunga í Bandaríkjunum:
Mótmælin í Flórída
snerust upp í lofsöng
MÓTMÆLI Grænfriðunga gegn Iceland Seafood, fisksölufyrir-
tæki Sambandsms í Bandarilqunum, eru hafin. Þau eru liður í
baráttu samtakana gegn hvalveiðum íslendinga. Hópur Grænfrið-
unga safhaðist saman fyrir framan Burger King staði víðsvegar
um Bandaríkin á miðvikudaginn í síðustu viku til mótmæla. í
Tallahassee f Flórída snérust mótmælin fyrir utan Burger King
hinsvegar upp í lofsöngva um eiganda þess staðar eftir að mót-
mælendur fréttu að hann hefði hætt að kaupa fisk af Iceland
Seafood fyrir Qórum mánuðum og keypti nú af Norðmönnum
og Kanadamönnum í staðinn. Sá mun eiga 366 Burger King staði
I fylkinu.
Hilmar Skagfield ræðismaður
íslands í Tallahassee segir að
greint hafí verið frá mótmælunum
í staðarblaðinu „ Tallahassee
Democrat". í frétt blaðins var
megináherslan lögð á þessi
snöggu umskipti mótmælenda
eftir að í Ijós kom að viðkomandi
staður væri hættur viðskiptum við
Iceland Seafood.
„Mér finnst alveg makalaust
að mótmælendumir skuli hafa
lofsungið eigenda þessa Burger
King staðar fyrir að kaupa fisk
af Norðmönnum því ég veit ekki
betur en þeir veiði einnig hvali,"
segir Hilmar.
Mótmælin nú beinast eingöngu
gegn Iceland Seafood en ekki
Coldwater sölufyrirtæki SH í
Bandaríkjunum. Magnús Frið-
geirsson forstjóri Iceland Seafood
segir að þeir hafí ekki enn orðið
vanr við nein áhrif frá þessum
aðgerðum Grænfriðunga nú og
hvað Burger King varðar séu við-
skiptin við þá veitingastaði nú
vaxandi hjá fyrirtækinu. Að öðru
leyti vildi hann ekki tjá sig um
málið.
45 þúsund atvinnuleysis-
dagar í desembermánuði
215 þúsund allt árið 1988. Aukning um 41% írá 1987
45 ÞÚSUND atvinnuleysisdagar
voru skráðir á landinu öllu í des-
ember síðastliðnum og hafði
fjölgað um nærri 20 þúsund frá
mánuðinum á undan. Allt árið f
Sigfínnur Pálsson
írá Stórulág látinn
Sigfinnur Pálsson bóndi og
hestamaður frá Stórulág f Nesja-
hreppi lést að morgni sfðastliðins
sunnudags, 22. janúar, á elli- og
hjúkrunarheimilinu Skjólgarði,
Höfii f Hornafirði. Hann var á
sjötugasta og þriðja aldursári.
Sigfínnur var fæddur 18. apríl
1916 á Norðfírði, en ólst upp á
Hoffelli í Nesjahreppi. Hann stund-
aði sjómennsku framan af ævinni,
en bjó sfðah öll sín búskaparár á
Stórulág.
Sigfinnur var kunnur fyrir hesta-
mennsku og hrossarækt. Hann átti
fjölda gæðinga, þeirra nafntogað-
astur er Skúmur sem varð efstur í
A-flokki gæðinga á landsmóti
hestamanna sem haldið var á Þing-
völlum 1978.
Eftirlifandi kona Sigfinns er Sig-
urbjörg Eiríksdóttir frá Miðskeri.
Sigfinnur Pálsson
Hún var fædd 16. september 1922.
Þau gengu í hjónaband þann 17.
október 1947. Þau áttu fjóra syni.
fyrra voru 215 þúsund atvinnu-
leysisdagar skráðir, það er fjölg-
un um 62 þúsund daga, eða um
41% frá árinu áður. I desember
bárust til Vinnumálaskrifstofú
félagsmálaráðuneytisins tilkynn-
ingar um uppsagnir 325 starfe-
manna og urðu tilkynningar um
uppsagnir þá um tvö þúsund á
árinu öllu, segir í frétt frá Vinnu-
málaskrifetofúnni. Þjóðhags-
stofúun og Vinnumálaskrifetof-
an munu láta fára fram sérstaka
könnun á atvinnuástandinu nú f
lok janúar.
Skráð atvinnuleysi í desember
jafngildir því, að 2.100 manns að
meðaltali hafi verið á atvinnuleysis-
skrá í mánuðinum. Það samsvarar
um 1,7% af áætluðum mannafla
samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar.
Síðasta virka dag desembermánað-
ar voru 2.700 manns á atvinnuleys-
isskrá á landinu.
Um §órðungur skráðra atvinnu-
leysisdaga í desember féllu til á
höfuðborgarsvæðinu og um þrír
§órðu hlutar utan þess. 54% at-
vinnulausra í desember voru konur
og af þeim sem voru á skrá síðasta
virka dag ársins voru 95% verka-
konur, iðnverkakonur, verkamenn
og sjómenn. „Af þessum tölum er
ljóst að þá miklu aukningu sem
varð í desember á skráðu atvinnu-
leysi má öðru fremur rekja til stöðv-
unar í fiskvinnslu og útgerð, að
höfuðborgarsvæðinu undanskildu,
þar sem aukningin varð í öðrum
atvinnugreinum," segir í frétt
Vinnumálaskrifstofunnar.
830 atvinulausir allt árið
14 þúsund atvinnuleysisdagar
voru skráðir í desember 1987, sam-
anborið við 45 þúsund 1988, sem
er mesti fjöldi í desember síðan
1983, en þá voru atvinnuleysis-
dagar í desember rúmlega 48 þús-
und. Heildarfjöldi atvinnuleysis-
daga 1988, 215 þúsund, jafngildir
því, að 830 manns hafí verið á at-
vinnuleysisskrá að meðaltali allt
árið, það samsvarar um 0,7% af
áætluðum mannafla. Sem hlutfall
af mannafla hefur skráð atvinnu-
leysi aukist um 0,2 prósentustig.
„Þrátt fyrir umskipti sem urðu á
vinnumarkaði síðari hluta liðins árs,
verður árið í heild að teljast gott í
atvinnulegu tilliti. Á því tímabili
sem er samanburðarhæft, það er
frá og með árinu 1983, var aðeins
síðastliðið ár (1987, innsk.) og árið
1986 jafngott og árið 1988 hvað
atvinnuástand snertir," segir í frétt
Vinnumálaskrifstofunnar.
Þar segir ennfremur frá tvö þús-
und uppsögnum á liðnu ári. „Meðal
annars af þessum ástæðum ríkir
nú meiri óvissa um framvindu mála
á vinnumarkaði en oft áður. Með
hliðsjón af þessum aðstæðum hefur
verið ákveðið að látas fara fram
sérstaka könnun á atvinnuhorfum
og mun hún framkvæmd síðari
hluta janúarmánaðar í samvinnu
Þjóðhagsstofnunar og Vinnumála-
skrifstofu félagsm+alaráðuneytis-
ins. Er þess að vænta að niðurstaða
könnunarinnar liggi fyrir fyrrihluta
febrúarmánaðar næstkomandi."
Atvinnulausum fækkar á
Kópaskeri
Sé fjöldi atvinnuleysisdaga skoð-
aður eftir byggðarlögum kemur í
ljós, að í desember fjölgar þeim frá
fyrra mánuði í öllum byggðarlögum
nema átta. Þessir staðir eru Borgar-
nes, Hellissandur, Bfldudalur, Suð-
ureyri, Kópasker, Þorlákshöfn, Vík
í Mýrdal og Vestmannaeyjar. Með-
alfjöldi atvinnulausra í desember
er mestur á höfuðborgarsvæðinu,
460, og á Norðurlandi eystra, 461.
Atvinnulausum í mánuðinum fjölg-
aði mest á Austurlandi, jafnaðar-
tala þeirra hækkaði um 191. Minnst
fjölgun varð á Vestfjörðum frá
mánuðinum á undan, þar fjölgaði
um 18 að meðaltali. Á flestum stöð-
um eru konur í meirihluta atvinnu-
lausra, þó ekki á höfuðborgarsvæð-
inu þar sem karlar eru 277 og kon-
ur 183 og á Suðumesjum, þar eru
86 karlar og 55 konur að jafnaði
skráð atvinnulaus í desember.