Morgunblaðið - 25.01.1989, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.01.1989, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 19 Reuter Lik listmálarans Salvadors Dalis í gær, þegar það var til sýnis fyrir almenning. Dali lést á mánudag, 84 ára að aldri. Spánn: Deilt um legstað Salvadors Dalis Figneras. Reuter. LÍK Salvadors Dalis, með stift yfirvararskeggið upp í loftið, var til sýnis í Figueras i Katalóníu í gær og benti fátt til þess að lát yrði á deilum um listamanninn eftir andlát hans á mánudag. Likið var sýnis í tvær klukku- stundir í stofnun er ber nafnið Gala- Salvador Dali og var þar mikið fjöl- menni. íbúar Figueras komu til að kveðja stórmálarann, krossuðu sig og sumir brustu í grát þegar þeir sáu andlit mannsins, sem gerði þorp- ið þeirra frægt. Dali var mikils met- inn meðal þorpsbúa og þeir sögðu að hann hefði ávallt verið ljúfur og vingjamlegur, „en hann breyttist snögglega þegar fjölmiðlamenn voru nálægir," bætti þó einn þeirra við. Þorpsbúamir minntust ýmissa uppá- tækja málarans, til að mynda rifjað- ist upp sagan af því þegar hann reið fíl inn á aðaltorg þorpsins. Dali lét ekki hjá líða að valda deilum um eigin legstað. Kona hans, Gala, liggur í grafhýsi í kastala hans í smáþorpinu Puboí við hlið annars grafhýsis, sem Dali hafði ætlað sjálf- um sér. Bæjarstjóri Figueras, Mar- iano Lorca, sagði hins vegar í fyrri viku að Dali hefði fyrir tveimur mánuðum óskað eftir því að fá að hvíla í safninu, sem við hann er kennt. íbúar Pubol urðu ævareiðir vegna þessa. Erfðaskrá Dalis verður lesin eftir tvær vikur og er talið að málverk hans verði áfram á Spáni. Síðustu æviárin hneykslaði Dali marga með því að veita ýmsum sam- starfsmönnum sínum heimild til að eftirprenta verk sín. Hann ritaði einnig nafn sitt á blöð, sem notuð vom við eftirprentunina. Á listamarkaðinum er nú fjöldinn allur af ódýrum eftirprentunum og folsunum á verkum Dalis. Fyirum einkaritari hans var til að mynda handtekinn í París í fyrra með 70.000 falsanir, sem gætu hafa selst á 2,5 milljarða ísl. kr. Listaverkasalar í Lundúnum segja að helstu verk Dalis eigi eftir að hækka mjög í verði í kjölfar andláts- ins, þrátt fyrir hinn mikla fjölda fals- ana og eftirprentana. Talsmaður uppboðsfyrirtækisins Christie’s, Jon- athan Pratt, sagði að verk, sem kost- aði 40 milljónir ísl. kr. árið 1982, myndi hækka upp í 200 til 250 millj- ónir króna. Southby’s selur ekki lengur verk, sem Dali málaði á sjö- unda og áttunda áratugnum vegna eftirprentana og falsana, en að sögn Pratts er mikil eftirspum eftir mál- verkum hans frá því fyrir þann tíma. Reuter Múhameðstrúarmenn í Bradford búa sig undir siðdegisbænahald í Jamia-moskunni í Howard-stræti. 50.000 múhameðstrúarmenn i borginni kreQast þess að bókin Söngvar Satans verði bönnuð. „Þar sem menn brenna bækur..“ Margir þeir, sem tekið hafa til máls í dagblöðum, benda á, að ekk- ert sé að því að brenna bókina á almannafæri, að því gefnu að engin lög séu brotin. Lögreglan i Bradford hafi ekki aðhafst neitt og því verði að líta svo á, að hún hafi ekki séð neitt athugavert við ^erknaðinn. Auk þess hafi brennumenn sjálfir greitt fyrir bækumar, sem vom brenndar. Áköfustu andstæðingar bókarinnar vilja hins vegar banna hana alveg. Á síðasta ári var Rushdie boðið að flytja fyrirlestur í Suður-Afríku á vegum rithöfundasamtaka þar. Bókin er bönnuð þar í landi, og yfir- völd meinuðu honum að koma til landsins á þeim forsendum, að þau gætu ekki ábyrgst öryggi hans. Fyrirlesturinn, sem hann hugðist flytja, bar heitið: „Þar sem menn brenna bækur, brenna þeir einnig fólk.“ Rushdie segir, að herferðinni gegn bók sinni sé afar vel stjómað úr mosku í Regent’s Park í London og múhameðstrúarstofnun Yussufs Islams, sem áður var poppsöngvar- inn Cat Stevens. Á laugardaginn efna múhameðstrúarmenn til mót- mælagöngu að Penguin-útgáfufyr- irtækinu í London, en það á Viking- útgáfuna, sem gaf út bók Rushdies. Perú: Ottastum líf lOOgull- námumanna Lima. Reuter. SPRENGING varð síðastlið- inn föstudag i gullnámu í af- skekktu héraði i Perú, skanunt frá borginni Nazca. Eitrað gas af völdum elds, sem upp kom, ógnar lífi meira en hundrað námumanna sem lokuðust inni i námunni. í gær höfðu sex lík fimdist en þeir sem næst voru námuopinu munu flestir liafa komist lífe af. Alls er talið að um 400 manns hafi verið að störfum í námunni er slysið varð. Samgöngur eru lélegar á þessum slóðum, sama máli gegnir um fjarskiptasam- band, og bárust því ekki fréttir af slysinu til höfuðborgarinnar, Lima, fyrr en aðfaranótt mánu- dags. Borgarstjórinn í Nazca taldi litlar lfkur á því að inniluktu mennimir héldu lífí þar sem eld- urinn hlyti að eyða öllu súrefni í námunni. Hann hvatti til þess að sent yrði timbur, dælur, ljós- ker, matvæli og vatn á slysstað- inn og sagði „miklar tafir" hafa orðið á öllu hjálparstarfí. Að- standendur námumannanna að- stoðuðu við hjálparstarfið, að sögn borgarstjórans, en skorti m.a. dælur og slökkvitæki til að fjarlægja eiturgasið úr nám- unni. Hann taldi víst að eldur hefði kviknað í námunni af völd- um gaslampa. ÚTSALA Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. =l«ENWOOD= ÞAD VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGOUM MEO KENWOOO HEIMILISTÆKIN Rafmagns- og steikarpannan frá KENWOOD er naudsynleg í hverju eldhúsi Verð frá kr. 7.220,- Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta Heimiljs- og raltækjadeild HEKIA HF Laugavegi 170-172 Simi 695500 — \r VÍKURHUGBÚNAÐUR — Sterkur leikur í stöðunni r hnlrhdlHiA Á nýju ári er rétt að taka .. föstum tökum. Örtölvutækni kynnti nýlega hollenskar I ULIi tölvur sem eru í senn nettar og hraðvirkar Þessar tölvur bjóðast nú á einstöku kynningar- verði með RAÐ-hugbúnaði. Sérstök SYNING á NET- tengdum TULIP tölvum með RÁÐ-hugbúnaði verður að Ármúla 38 og er hún opin sem hér segir: Fimmtudagur 26. jan.: 10-17 Föstudagur 27. jan.: 10-18 Laugardagur 28. jan.: 10-15 Við hvetjum þig til að líta inn og kynnast nýjum, sterkum valkosti í tölvuvæðingu fyrirtækisins. Við bjóðum lægra verð og betri þjónustu. Einnig IBM og Hewlett Packard tölvur á góðu verði. Örtölvutækni - leiðandi á sínu sviði WM ÖRTÖLVUTÆKNI =^— Tölvukaup hf., Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími 687220, Fax 687260

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.