Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 20

Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989 Andrej Sakharov: Keppir félaga í Moskvu. Reuter. Mannréttindafrömuðurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Andrej Sakharov var á sunnudag einum rómi valinn einn af frambjóðend- Sovét- Uzbekístan: Forseti víkur úr embætti Moskvu. Reuter. FORSETI Sovétlýðveldisins Úzbekístan, Pulat Khabi- bullajev, hefur sagt af sér og hverfur nú að „visinda- störfiim“, að sögn sovéska stjórnarmálgagnsins tz- vestfju. Fjölmiðlar í lýðveld- inu hafa sakað forsetann um ýmiss konar valdniðslu. Mannabreytingar hafa verið í lýðveldinu undanfömu en þar hefur verið kjaminn í spilling- ameti sem náð hefur alla leið Moskvu. í síðasta mánuði var Júríj Tsjúrbanov, tengdasonur Leoníds Brezhnevs fyrrum Sov- étleiðtoga, dæmdur í 12 ára fangelsi ásamt nokkrum öðrum háttsettum embættismönnum fyrir aðild að spillingunni í Uzbekístan. -Dale . Carnegie þjálfun" STÆKKA SJÓNDEILDAR- HRINGINN STJORIVIUIMAR- SKQLIIMIM Einkaumboð fyrir Dale Carnegie namskeiðm* Sími: 82411 um þingsæti við forsætisneftid um fyrir Moskvu i kosningum sem senn fara fram i Sovétrikj- unum til nýs fulltrúaþings. Þetta gerðist á þúsund manna fundi sem eCnt var tíl af samtökum andstæðinga stalinisma, Minn- ingu, er í ljós kom að sovéska akademían myndi ekki tilnefiia Sakharov sem einn af frambjóð- endum sínum. Á föstudag til- nefiidi eðlisfræðistofnun í borg- inni Sakharov sem frambjóðanda sinn en samkvæmt kosningaregl- um mun tilnefningin á sunnudag gilda. FuIItrúi kjörnefhdar sagði nær vist að Sakharov myndi m.a. keppa um þingsæti Vítalíj Vo- rotníkov, félaga i 12 manna for- sætisnefnd Æðsta ráðsins, sem er helsta valdastofnun landsins. Sakharov hefur um árabil verið ofsóttur af yfirvöldum vegna skoð- ana sinna. „Þessi maður var lifandi tákn heiðarleika á þeim árum er lygar og hálfsögð sannindi höfðu yfirhöndina," sagði rithöfundurinn Ales Adamovitsj á fundinum við gífurleg fagnaðarlæti fundargesta. Þúsundir manna urðu að bíða fyrir utan salinn þar sem kjörið fór fram. „Hafíð engar áhyggjur," sagði þrekvaxinn lögregluforingi bros- andi. „Andrej Dmítrijevitsj [Sak- harov] verður valinn." Fólkið ótt- ðaðist að reynt yrði að koma í veg fyrir kjör Sakharovs með belli- brögðum. Kjömeftid þarf að samþykkja framboð Sakharovs en eðlisfræð- ingur, sem styður Sakharov, sagðist efast um að yfírvöld þyrðu að hrófla við tilnefningunni. „Þeir sjá hvað hann hefur mikinn stuðning. Auk þess þarf Gorbatsjov. á mönnum eins og honum að halda á þinginu.“ Vorotníkov er forseti stærsta og fjölmennasta ríkis Sovétrílqanna, Sovétlýðveidisins Rússlands. Tveir Skrifstofutækninám Tölvuskóli íslands Símar: 67-14-66 67-14-82 aðrir frambjóðendur keppa um sæt- ið og er Borís Jeltsín annar þeirra en hann var á sínum tíma sviptur stöðu flokksformanns í Moskvu eft- ir að hafa gagnrýnt Gorbatsjov fyr- ir að fara of hægt í sakimar í umbótum sínum. Fram til þessa hefur háttsettum sovéskum valda- mönnum aldrei verið ógnað í kosn- ingum þar sem ekki hefur verið nema einn frambjóðandi til hvers þingsætis. Reuter Andrej Sakharov (lengst t.h.) á fundinum í Moskvu á sunnudag, skönunu eftir að hann var kjörinn frambjóðandi í væntanlegum þing- kosningum. Kosningar í Indlandi: Kongressflokkurinn ber sig- ur úr býtum í tveimur ríkjum Gandhi á enn í vök að veijast vegna ósigursins í Tamil Nadu Nýju Delhi. Reuter. Kongressflokkur Rajivs Gandhis, forsætisráðherra Indlands, vann sannfærandi sigur í þingkosningum í norðausturríkjunum Nagalandi og Mizoram á mánudag eftir mikinn kosningaósigur i Tamil Nadu- ríki á sunnudag. Kongressflokkurinn hlaut að minnsta kosti 31 af 59 sætum þingsins í Nagalandi, samkvæmt nýjustu tölum í gær. Þá fékk flokk- urinn minnst 22 af 40 þingsætum í nágrannaríkinu Mizoram. Úrslit kosninganna í þessum tveimur landamæraríkjum eru talin nokkur huggun fyrir Gandhi og Kongressflokkinn þótt þau bæti ekki upp hrakfarimar í Tamil Nadu. Þótt Gandhi hafí beitt sér mjög í kosningabaráttunni þar laut flokkur hans í lægra haldi fyrir tveimur flokkum, sem ekki bjóða fram til alríkisþingsins; flokki tamfla, DMK, sem hlaut 148 þingsæti, og AIADMK, sem fékk 27 sæti. Kon- gressflokkur mátti sætta sig við 26 þingsæti. Talið er að þessi ósigur verði til þess að Gandhi fresti í lengstu lög að boða til alríkiskosn- inga, sem verða að fara fram í síðasta lagi í desember. Fréttaskýr- endur telja að Kongressflokkurinn tapi mörgum þingsætum í þeim kosningum þótt flestir efíst um að núverandi stjómarandstaða nái meirihluta. Því hefur ennfremur verið spáð að nokkrir þingmenn Kongressflokksins, sem eiga á hættu að missa sæti sín á alríkis- þinginu, taki þá áhættu að ganga til liðs við stjómarandstöðuna eða reýni jafnvel að gera uppreisn gegn Gandhi innan flokksins. Kosningasigurinn í Nagalandi og Mizoram er ekki talinn mikilvægur. Bæði ríkin era langt frá Norður- og Mið-Indlandi, þar sem Kongress- flokkurinn verður að halda fylgi sínu til að bera sigur úr býtum í alríkiskosningum. Alls búa tvær milljónir manna í báðum þessum ríkjum til samans, en íbúar Tamil Nadu era 50 milljónir. Fjöldamorðinginn Bundy tekinn af lífí í gær: Játaði að hafa myrt á þriðja tug kvenna Starke. Reuter. FJÖLDAMORÐINGINN Theodore Bundy, sem dæmdur var fyrir þijú morð og játaði yfir helgina að hafa myrt að minnsta kosti 22 ungar konur að auki, var tekinn af lífí í rafinagnsstól i ríkisfangels- inu í Flórída á hádegi i gær. Aftakan fór fram aðeins klukkustund eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna synjaði beiðni lögfræðinga Bund- ys um frestun, sem barst á elleftu stundu. Hinn 42 ára Bundy, sem setið hafði í fangelsi i 10 ár, var sekur fundinn um að hafa myrt 12 ára stúlku árið 1978. Eftir næstum áratugalanga þögn greindi Bundy um helgina rann- sóknarlögreglumönnum frá fjöl- mörgum morðum sem hann framdi á áttunda áratugnum. Bundy var um langt skeið talinn bera ábyrgð á hátt í þijátíu morðum og manns- hvörfum. Að sögn fangelsisyfírvalda af- þakkaði Bundy síðasta málsverð sinn og síðustu stundimar sat hann við bænir ásamt fangelsisprestin- um. Að sögn fangelsisyfírvalda hringdi Bundy í móður sína en fékk að öðra leyti engar heimsóknir frá Qölskyldu sinni. Sjónvarpspredikarinn James Dobson, sem talaði við Bundy í ein- rúmi skömmu fyrir aftökuna, sagði að dauðafanginn hefði tjáð sér að á unglingsaldri hefði hann ánetjast klámi af grófustu tegund og að það hefði verið hvatinn að því að síðar rann á hann morðæði. Um 150 stuðningsmenn dauða- refsingar höfðu safnast saman fyrir utan fangelsismúrana þegar Bundy var leiddur til aftökunnar. Á ljósa- skilti sem komið hafði verið fyrir ofan á bflþaki stóð: „Bundy, stikn- aðu í helvíti". Skammt frá blóms- traðu viðskiptin hjá götusala sem bauð til sölu stuttermaboli með áletraninni „Stiknaðu Bundy Stikn- aðu“. VOLKSWAGEN 1989 M. AJFLSTÝRI BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG plHEKLAHF “ iLaugavegi 170-172 Simi 695500 VERÐ FRA KR. 1.244.000 Noregnr: Fluttu skilaboð milli ísr- aela og Palestínumanna ÓsI6. Reuter. THORVALD Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, sagði í viðtali sem bírt var i norska dagblaðinu Klassekampen að flokkur hans, Verkamannaflokkurinn, hefði flutt skilaboð milli ísraelskra hreyf- inga og Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, síðan árið 1982 og milli Bandarikjamanna og PLO siðan flokkurinn komst til valda árið 1986. „Verkamannaflokkurinn hefur gegnt hlutverki sendiboða milli helstu aðila í Mið-Austurlöndum síðan árið 1982,“ sagði Stoltenberg. Þessi afskipti hófust eftir að sendi- nefnd flokksins ræddi við Yasser Arafat, leiðtoga PLO, í lok ársins 1982 og þau héldu áfram eftir að flokkurinn myndaði stjóm undir forystu Gro Harlems Brandtland árið 1986. Stoltenberg gat þess ekki um hvaða ísraelsku hreyfingar væri að ræða. Norski utanríkisráðherrann sagði í síðustu viku að hann hygðist ræða við Arafat í Túnisborg til að kanna hvort Norðmenn gætu stuðlað að friði í Mið-Austurlöndum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.