Morgunblaðið - 25.01.1989, Qupperneq 23
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
‘mORGUNBLAÖIÐ 'mÍÐVTKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
ÁrniJörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Krukkað
í vísitöluna
Fyrir 10 árum var stjóm Al-
þýðubandalags, Alþýðu-
flokks og Framsóknarflokks við
völd eins og núna. Þá voru sett
svokölluð Ólafslög, þar sem með-
al annars er heimilað að verð-
tryggja innlán og útlán á pen-
ingamarkaðinum. Sumarið 1979
mótaði Seðlabankinn síðan reglur
um lánskjaravísitölu í samræmi
við þessi lög. Nú hefur ríkisstjóm
sömu flokka breytt þessari vísi-
tölu. Hún hefur bætt viðmiðun
við laun inn í vísitöluna og vegur
þessi viðmiðun Vs á móti vísitölu
framfærslukostnaðar annars
vegar og vfsitölu byggingar-
kostnaðar hins vegar.
Þegar litið er á formhlið máls-
ins, vekur í fyrsta lagi athygli,
að viðskiptaráðuneytið tekur sér
nú fyrir hendur að breyta láns-
kjaravísitölunni en ekki Seðla-
bankinn, sem hefur verið falin
ábyrgð á útreikningi og útgáfu
vísitalna. í öðm lagi er launa-
vísitala ekki reiknuð þannig út
núna, að hún uppfylli þær kröf-
ur, sem gera verður til slíkrar
vísitölu. Hún er áætluð að tals-
verðu leyti að sögn Hallgríms
Snorrasonar, hagstofusfjóra. í
þriðja lagi telur úrskurðamefnd
sem starfar á gmndvelli Ólafs-
laga, að ekki sé „heimild til að
skipta um vísitölur í verðtryggð-
um samningum og á sama hátt
verður ekki séð að unnt sé með
sfjómvaldsákvörðunum að raska
vægi verðvísitalna í núverandi
lánskjaravísitölu". Þetta kemur
fram í svari úrskurðamefndar við
fyrirspum frá Seðlabanka. Ekki
er ólíklegt, að einmitt af þessum
sökum hafí viðskiptaráðuneytið
en ekki Seðlabankinn staðið að
breytingu vísitölunnar nú. Bank-
inn hafí einfaldlega efast um lög-
mæti breytingarinnar. Fyrir Al-
þingi liggur framvarp til laga um
launavísitölu; áður en það er orð-
ið að lögum, er meira en hæpið
að nota hana sem gmndvöll
flestra lánssamninga í landinu.
Þá er það sérstakt lögfræðilegt
úrlausnarefni, hvort með þessum
hætti sé unnt að breyta láns-
samningum.
Þrátt fyrir hæpnar lagafor-
sendur, svo að ekki sé meira sagt,
grípur ríkissijómin til þess ráðs
að kmkka í lánskjaravísitöluna.
Með því er verið að leysa úr
pólitískum ágreiningi innan ríkis-
sijómarinnar. Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, hef-
ur hvað eftir annað sagt, að láns-
kjaravísitalan væri að hverfa úr
sögunni. Hann hefur m.a. hreyft’
því að afnema hana í ársbyrjun
1990. Fyrir áramót tilkynnti við-
skiptaráðherra, að gildistöku
nýrrar lánskjaravísitölu hefði ver-
ið frestað um 3 mánuði vegna
þess m.a., að Alþingi hefði enn
ekki samþykkt lög um launavísi-
tölu. Nú segir ráðherrann, að
óvissan um lánskjaravísitöluna
sé úr sögunni og við hana eigi
að miða eins og hann hefur
ákveðið. Er unnt að treysta þess-
um orðum? Vilja menn byggja
Qárhagsskuldbindingar sínar á
þeim? Ifyrir áramót sömdu lífeyr-
issjóðir um að lána ríkissjóði fé
á gmndvelli óbreyttrar láns-
kjaravísitölu. Nú virðist ríkið hafa
breytt þeim samningi einhliða.
Standast slíkir viðskiptahættir að
lögum?
Óánægjan með lánskjaravísi-
töluna hjá skuldumm á rætur að
rekja til þess, að hún mælir fyrir
um hækkanir á skuldum á meðan
laun em óverðtryggð. Með því
að tengja vísitöluna launum kann
að vera unnt að jafna þennan
mun milli launa og skulda, en
þessi tenging setur einnig laun-
þegum og talsmönnum þeirra
nýjar skorður. Hækkun launa
leiðir af sér hækkun á lánskjara-
vísitölu. í þessu sambandi má
benda á, að lækkun raunvaxta
kemur sér betur fyrir skuldara
en breytingar á lánskjaravísitölu
af þessu tagi. Ef það er pólitískt
markmið þessarar aðgerðar að
stuðla að sem minnstum launa-
hækkunum á árinu, má segja,
að ríkisstjómin fari óvenjulega
leið í því efni. Um þennan þátt
málsins er hins vegar talað í hálf-
kveðnum vísum af ráðhermm.
í ljós kemur hvaða áhrif við-
miðunin við launavísitöluna hefur
á áhuga manna á að festa fé sitt
í verðbréfum eða með öðmm
hætti, þar sem lánskjaravístalan
kemur við sögu. Hin skyndilega
ráðstöfun sem tilkynnt var í
fyrradag fælir menn frá fjár-
magnsmarkaðinum, ef hún verð-
ur til að ýta undir þá skoðun, að
stjómmálamenn ætli að vera með
puttana í honum, eftir því hvem-
ig orð falla við ríkisstjómarborðið
hverju sinni. Það hefur löngum
gefíst vel að setja peningana í
steinsteypu frekar en bréf með
rituðum texta, sem stjómvöld
telja sig geta breytt, þegar þeim
hentar. Leiðir ráðstöfun ríkis-
stjómarinnar til þess að dregur
úr dýrmætum spamaði?
Hvemig sem á málið er litið,
vekur kmkkið í lánskjaravísi-
töluna tortryggni. Hækkanir
ríkisstjómarinnar sjálfrar hafa
snaraukið hraðann á verðbólgu-
hjólinu. Ráðherrar vildu ekki
horfast í augu við það í hækkun
lánskjaravísitölunnar. Ríkis-
stjómin er einfaldlega flækt í
vítahring eigin verka og að sjálf-
sögðu er það allur almenningur,
sem borgar brúsann að lokum,
ekki sízt þeir, sem stuðlað hafa
að spamaði og því enn minni
erlendum lántökum en ella.
Morgunblaðið/Bjami
Frá opnun sýningarinnar „Víkingar í J6rvík“. Á myndinni eru forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
Þór Magnússon, þjóðminjavörður, Knud Odegárd, forstjóri Norræna hússins, og breski sendiherrann á
íslandi, Mark F. Chapman.
Sýningin „Víkingar í Jórvík“:
Sýnir hvernig víkingarnir
löguðu sig að borgarlífinu
— segir forstöðumaður British Museum
Norski landkönnuðurinn og rithöfundurinn dr. Helge Ingstad flutti
fyrirlestur um fund norrænna manna á Ameríku á sunnudaginn.
Hann sést hér ásamt eiginkonu sinni, Anne Stine.
Sýningin „Víkingar i Jórvík“ var opnuð á laugardaginn að við-
stöddu miklu fíölmenni. Hún er haldin sameiginlega af Norræna
húsinu og Þjóðmiiyasafhi íslands og stendur hún til 2. apríl. í Norr-
æna húsinu er lögð áhersla á muni sem sýna daglegt líf vikinganna
en í Bogasal Þjóðminjasafhsins er gefin mynd af þeim sem sjómönn-
um og landnámsmönnum. Um helgina voru haldnir tveir fyrirlestrar
í Norræna húsinu í tengslum við sýninguna. Á laugardaginn flutti
Sir David Wilson, forstöðumaður British Museum, fyrirlestur um
efnið „Víkingar í Kúmbríu og á eynni Mön“, en dr. Helge Ingstad,
landkönnuður og rithöfundur, hélt siðan fyrirlestur á sunnudaginn
um fund norrænna manna á Ameríku.
í fyrsta sinn sem sumir
þeirra bjuggu í borgum
Sir David Wilson, forstöðumaður
British Museum, er fomleifafræð-
ingur að mennt og hefur einkum
lagt stund á rannsóknir á valdatfma
Engil-Saxa og víkinga á Bretlands-
eyjum. í fyrirlestri sínum á laugar-
daginn fjallaði hann einkum um
víkingabyggðir við írlandshaf; í
Kúmbríuhéraði og á eynni Mön. Á
þessum slóðum hafa fundist minjar
um búsetu þeirra, þar sem norræn
áhrif renna saman við keltneska og
engil-saxneska menningu. Sir
David ræddi einnig um blendna trú
íbúanna og sýndi meðal annars
myndir af steinkrossum, sem
skreyttir vom með myndum úr
heiðnum goðsögnum.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Sir David, að sýningin í Norræna
húsinu sýndi vel hversu auðveldlega
víkingamir hefðu aðlagast enskri
borgarmenningu, þótt fæstir þeirra
hefðu áður búið í þéttbýli. Þeir
hefðu verið hæfíleikaríkir iðnaðar-
menn, auk þess að vera einhveijir
mestu kaupmenn og sæfarar sam-
Sýningargestum í Norrœna húsinu gafst kostur á að slá sina eigin
víkingamynt.
Sir David Wilson, forstöðumaður British Museum, stendur hér við eitt verkið á sýningunni í Norræna
húsinu. Listamaður hefur brugðið upp mynd af daglegu lífi f Jórvfk frá þeim tíma er norrænir menn réðu
þar ríkjum.
tíðar sinnar.
Lagði hann áherslu á þann mun,
sem hefði verið á búferlaflutningum
norrænna manna til byggðra landa
og landnámi þeirra í óbyggðum
löndum eins og íslandi. Þeir hefðu
fljótlega blandast Engil-Söxum og
minjamar frá Jórvík væm bæði af
engil-saxneskum og norrænum
upprana. Norræn áhrif mætti enn
sjá í fjölmörgum ömeftium og ýms-
um algengum orðum í nútíma-
ensku, svo sem „husband" og
„law“.
Að sögn Sir Davids urðu miklar
breytingar á skiptingu jarðnæðis
og þjóðfélagsskipan á þeim svæðum
sem norrænir menn réðu á Eng-
landi. Yfirráð þeirra urðu þó
skammvinn; þeir tóku fljótlega upp
engil-saxneska tungu, köstuðu
heiðnum átrúnaði sínum og urðu
hluti ensku þjóðarinnar.
Fundur norrænna
manna á Ameríku
er nú viðurkenndur
Norski landkönnuðurinn og rit-
höfundurinn dr. Helge Ingstad flutti
fyrirlestur um fund norrænna
manna á Ameríku í Norræna húsinu
á sunnudaginn. Hann er lögfræði-
menntaður, var landstjóri á Sval-
barða í 22 ár, bjó í nokkur ár með-
al indíána í Norður-Kanada og esk-
imóa í Alaska og síðar kynnti hann
sér hagi Apache-indíána í Arizona
og Mexíkó. Hann bjó um skeið á
Grænlandi og hefur rannsakað
minjar um búsetu norrænna manna
þar.
Á ámnum 1961 til 1968 stóð dr.
Helge Ingstad fyrir fomleifarann-
sóknum á austurströnd Kanada
ásamt eiginkonu sinni, Anne Stine,
sem er fomleifafræðingur að
mennt. Meðal þátttakenda í þeim
rannsóknum var dr. Kristján Eld-
jám, þáverandi þjóðminjavörður og
síðar forseti íslands. í þessum rann-
sóknum fundust norrænar mann-
vistarleifar frá því um 1000 e.Kr.
nyrst á Nýfundnalandi þar sem
heitir L’Anse aux Meadows og er
það talið sanna, að norrænir menn
hafí siglt til Ameríku um það bil
500 áram á undan Kólumbusi. Þessi
fomleifafundur vakti heimsathygli
og hefur meðal annars af UNESCO
verið talinn með mikilvægustu fom-
leifafundum síðari tíma.
í samtali við Morgunblaðið sagði
dr. Helge Ingstad að sannana af
þessu tagi hafí verið leitað í þijú-
hundrað ár. Skiptar skoðanir hefðu
verið um áreiðanleika hinna foma
rita, er greina frá ferðum norrænna
manna til Ameríku, eða „Vínlands
hins góða“, eins og þeir kölluðu
það, en þessi fundur hefði rennt
stoðum undir sannleiksgildi þeirra
frásagna.
Um ástæður þessara ferða sagði
hann, að hinir norrænu Grænlend-
ingar hefðu sennilega verið að leita
landa, sem betur væra fallin til
búsetu en Grænland. Einnig hefðu
þeir þurft að útvega sér timbur til
skipasmíða, en það fundu þeir ekki
þar. Auk þess hefði verið tiltölulega
stutt leið frá byggðum þeirra á
Grænlandi til Nýfundnalands.
Dr. Helge Ingstad sagði að af
fomum frásögnum mætti ráða, að
á ýmsu hefði gengið í samskiptum
hinna norrænu landnema og indí-
ána. Ljóst væri að einhver verslun
hefði átt sér stað, en indíánamir
hefðu verið fjandsamlegir og oft
hefði slegið í brýnu með þessum
ólíku þjóðum. Ferðir til Ameríku
hefðu fljótlega lagst af og minning-
in um þessa landafundi næstum
gleymst.
Fj ármagnsgróða-
lýður — eða hvað?
eftir Birgi ísl.
Gunnarsson
Eitt elsta og oft áhrifaríkasta
bragðið í áróðri er að breyta merk-
ingu orða og hugtaka, gefa þeim
nýtt inntak og ragla þannig fólk í
ríminu. Oft er það gert af ásettu
ráði og vitandi vits, en síðan dansa
aðrir með, smitaðir af áróðrinum.
Fjármagnsgróðalýður
Umræðan um vexti, fíármagns-
eigendur og viðskiptalífið er dæmi-
gerð umræða þar sem höfð era
endaskipti á hlutunum. Ég hlustaði
t.d. nýlega á umræðuþátt f hljóð-
varpi þar sem meðal þátttakenda
var forystukona hjá Kvennalistan-
um. Á henni var að skilja að til fíár-
magnseigenda mætti relg'a flest hið
illa í þjóðfélaginu. Þetta fólk sem
stofnaði fyrirtæki, setti þau á haus-
inn og stofnaði svo bara ný fyrir-
tæki. Eitthvað á þessa leið hljóðaði
þulan.
Ég hlustaði líka á formann BSRB
í sjónvarpsviðtali á dögunum þar
sem hann var að koma af fundi
ráðherra ríkisstjómarinnar um
kjaramál ríkisstarfsmanna. í því
viðtali virtust aðalóvinir launafólks
nú vera „fjármagnsgróðalýðurinn",
sem héldi uppi vöxtum í þjóðfélag-
inu og spillti lífskjöram fólks.
Hópum ruglað saman
Þessi tvö viðtöl era dæmi af
handahófí um umræðu síðustu viku.
Auðvitað er hér raglað saman
tveimur hópum manna. Annars veg-
ar era það þeir sem stunda atvinnu-
rekstur og viðskipti af ýmsum tagi,
taka til þess lán í bönkum og öðram
fjármálastofnunum. Sumum geng-
ur illa, verða gjaldþrota, tekst að
útvega sér lánsfé á ný og byija
aftur. Öðram gengur vel og reka
traust fyrirtæki, en öllum þessum
er það sameiginlegt að þurfa að
eiga aðgang að lánsfé.
Þá komum við að hinum hópun-
um, en það era þeir sem leggja láns-
fé til. Stundum era þeir kallaðir
sparifjáreigendur, stundum fíár-
magnsgróðalýður og oft er þessum
hópi manna ekki vandaðar kveðj-
umar. Nú vill svo til að nýlega
hefur verið varpað nokkra ljósi á
þennan hóp. Félagsvísindadeild
Háskóla íslands gerði í nóvember
sl. könnun á einkennum og við-
horfum sparifíáreigenda. Könnunin
Birgir ísl. Gunnarsson
„Það er þetta fólk sem
með sparnaði og fyrir-
hyggju leggur til það
fé sem bankar og lána-
stofiianir hafa til ráð-
stöfunar í þágu at-
vinnulífsins eða ein-
staklinga sem þurfa á
lánum að halda. Og
þetta er engin fámenn
stétt gróðamanna, held-
ur góður meirihluti
þjóðarinnar. Þetta er
ekki síst aldrað fólk
sem hefur sparað til
elliáranna og ungt fólk
sem sparar til að eign-
ast íbúð eða koma sér
á annan hátt fyrir í
lífinu.“
er gerð fyrir Samband íslenskra
sparisjóða og birtust helstu niður-
stöður hennar í Mbl. laugardaginn
14. janúar.
Hvaða fólk er þetta?
Hér verður að vísa til þess sem
þar kemur fram, en hér skal þó
lögð áhersla á nokkur atriði. Rúm-
lega 58% fólks segist eiga sparifé.
Hlutfallslega flestir sparifíáreig-
endur era í eldri aldurshópunum,
þ.e. fólk á aldrinum 60-75 ára, en
næstflestir í jmgstu aldurshópun-
um, þ.e. 18-24 ára. Lítill munur er
á hlutfallslegum fíölda sparifíáreig-
enda á milli stétta. Hæsta hlutfallið
er hjá fólki í skrifstofu- ogþjónustu-
störfum.
Það er einnig athyglisvert að
sparifíáreigendur era með lægri
fjölskyldutekjur en þeir sem ekki
spara. Þama kom einnig fram að
flestir telja háa vexti mikilvægasta,
þegar velja á leið til að ávaxta
sparifé.
Spamaður og fyrirhyggja
Vissulega era þetta fróðlegar
upplýsingar og nauðsynlegt fyrir
valdhafa að hafa þær í huga þegar
taka þarf ákvarðanir í efnahags-
og peningamálum. Það er þetta
fólk sem með spamaði og fyrir-
hyggiu leggur til það fé sem bank-
ar og lánastofnanir hafa til ráðstöf-
unar í þágu atvinnulffsins eða ein-
staklinga sem þurfa á lánum að
halda. Og þetta er engin fámenn
stétt gróðamana, heldur góður
meirihluti þjóðarinnar. Þetta er ekki
síst aldrað fólk sem hefur sparað
til elliáranna og ungt fólk sem spar-
ar til að eignast íbúð eða koma sér
á annan hátt fyrir í lífinu.
Neikvæðir vextir?
Nú boðar forsætisráðherrann það
að hann vilji stefna að „neikvæðum
vöxtum" a.m.k. um tíma. Hvað
þýðir það? Það hefur í för með sér
að vextir verði lægri.en verðbólgan,
að hluti sparifíárins verði látinn
brenna upp í verðbólgu og að með
valdboði verði hluti af þessu fíár-
magni fólksins tekinn og fluttur til
þeirra sem viðskiptin stunda.
Óhætt er að fullyrða að allur al-
menningur er sér nú mjög meðvit-
aður um það að sparifé verði ekki
látið brenna upp. Svörin við spum-
ingum í ofangreindri könnun sýna
það glögglega. Hætt er því við að
á þeirri stundu sem forsætisráð-
herrann, með aðra ráðherra í eftir-
dragi, þvingaði fram neikvæða
vexti myndi fólk rífa fé sitt úr bönk-
unum og leita annarra ráða til
spamaðar. Hvar stæðum við þá?
Höfundur er alþingismnður Sjálf-
stæðisOokks fyrir Reyhjavíkur-
kjördæmi.
Dali yfirfærði dulvitundina í
„handmálaða ljósmynd af draumi“
Þáttur Dalis á framþróun
myndlistar tuttugustu aldar er
ótvíræður og einkum tímamótandi
verk, sem hann gerði á fyrstu
tveim áratugum súrrealistastefn-
unnar.
Segja má, að hann hafí mynd-
gervt drauminn og starfsemi und-
irvitundarinnar flestum betur og
hér varð hann fyrir miklum áhrif-
um af kenningum Sigmunds Fre-
uds og lærisveins hans, Carls
Gustafs Jungs. — Yfírfært dulvit-
undina í „handmálaða ljósmynd
af draumi" svo maður vísi til setn-
ingar sem iðulega er vitnað til.
Hið bókmenntalega kemur einnig
fram í myndum hans og hér varð
hann fyrir dijúgum áhrifum af
ritum Henris Bergsons.
Hann er sá málari, sem hefur
lýst hinu óraunveralega með hvað
öfgakenndustu meðölum raun-
sæis og ímyndunar og með aðstoð
furðulegs samspils fíarvíddar og
rýmiskenndar, sem hefur hans
eigið kennimark og skilur hann
Salvador Dali
frá öllum öðram súrrealistum ald-
arinnar. Hugtök eins og tími og
lými verða afstæð í myndum hans
og til að framkvæma fíarstæðu-
kenndar hugmyndir sínar sótti
hann heilmikið til meistara lista-
sögunnar, svo sem Rafaels, Piero
di Cosimo, Jean Francois Millet
o.fl., og ræktaði hér hið þver-
stæðukennda og óútreiknanlega
sem kemur skoðandanum í opna
skjöldu. Han var og meistari sjón-
hverfínganna svo sem kemur
einna greinilegast fram í mynd
hans „Sixtínska maddonan"
(1958).
Standi skoðandinn alveg við
myndina sýnist hún af engu eða
óhlutbundin — í tveggja metra
fjarlægð verður hún að Sixtínsku
maddonunni en í fímmtán metra
fjarlægð að eyra á engli. Hug-
myndaflugi hans og myndrænum
uppátækjum vora því engin tak-
mörk sett frekar en ijölhæfni en
hann vann einnig um tíma að
kvikmyndum, gerði skartgripi,
hannaði leikmyndir og skreytti
búðarglugga o.fl. o.fl. Ahrif hans
á heimslistina era því viðtæk og
erfítt að skilgreina þau í stuttu
máli og á afmörkuðu sviði.
Bragi Ásgeirsson