Morgunblaðið - 25.01.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
27
LýðurS. Hjálmars
son — Kveðjuorð
Fæddur 21. júlí 1957
Dáinn 16. janúar 1989
Það er ekkert eins dýrmætt og
að eiga sér bróður sem þykir vænt
um mann, sýnir manni umhyggju og
tekur þátt í því sem maður er að
gera. Það er ekkert eins gott og að
eiga bróður sem hægt er að leita til
og deila með sorgum sínum og gleði.
Og það er ómetanlegt að eiga bróður
sem er vinur í raun og hægt er að
leita til þegar eitthvað bjátar á. Og
það er ekkert eins erfitt, eins óheii\ju
sárt og að horfa á bak bróður sínum.
Þegar við systkinin stöndum frammi
fyrir þeirri staðreynd að Lýður sé
dáinn fyllast hjörtu okkar sárum
söknuði og tómleika. Missir okkar
er mikill. Við áttum sannarlega miklu
láni að fagna að hafa átt slíkan bróð-
ur sem Lýður var. Fyrir það erum
við þakklát. Lýður hefur kvatt sitt
jarðneska líf en hann lifir áfram í
öllum fallegu og björtu minningunum
sem tengdar eru honum, og á þann
hátt mun hann alltaf vera hjá okk-
ur, vaka yfir okkur og veita okkur
styrk.
Lýður var einstakur persónuleiki.
Hann var svo kröftugur og duglegur
og hann hafði svo fallegt og jákvætt
viðhorf til lífsins. Þess vegna var
hann okkur fyrirmynd í svo ótal-
mörgu. Það var alltaf gott að vera
nálægt honum og samleiðin með
honum er okkur mjög dýrmæt
reynsla.
Lýður hafði mjög aðlaðandi fram-
komu og han gaf mikið af sjálfum
sér. Enda eignaðist hann marga góða
vini og kunningja á lffsleiðinni sem
alla tíð héldu tiyggð við hann.
Eitt af mörgu sem Lýður hafði
fram yfir okkur hin var góða skapið
hans. Honum var nefnilega gefið ein-
staklega gott skap sem gerði honum
kleift að halda reisn sinni þrátt fyrir
það að vera upp á svo margt og
marga kominn. Þess vegna gat hann
aðlagað sig svo vel kringumstæðum
sínum og gert gott úr öllum hlutum.
Þetta er einstakur hæfileiki og fáum
gefið.
Lýður kunni ekki að láta sér leið-
ast. Hann var mjög félagslyndur og
átti sér margvísleg áhugamál sem
hann rækti af kappi. Hann tefldi,
spilaði brids og hlustaði mikið á tón-
list. Hann var ákaflega mikill áhuga-
maður um íþróttir og þá sérstaklega
fótbolta. Hann var alla tíð einn áka-
fasti stuðningsmaður Akranessliðs-
ins og minnkaði það síst eftir að
hann flutti til Reylq'avíkur. Þar smit-
aði áhugi hans út frá sér og oftar
en ekki fjölmenntu vinir hans með
honum á völlinn. Þá hafði hann
brennandi áhuga á stjómmálum og
öllu því sem laut að hagsmunum og
rétti fatlaðra I þjóðfélaginu. í hjarta
sínu var hann trúr og tryggur Al-
þýðuflokknum og jafnaðarmanna-
stefnunni og var hann á lista hjá
Alþýðuflokknum í Reykjavík' til
síðustu alþingiskosninga.
Innan veggja Sjálfsbjargar var
hann alltaf tilbúinn að taka að sér
hin ýmsu störf og verkefni og á
meðan kraftar hans leyfðu var hann
virkur þátttakandi í starfsemi
íþróttafélags fatlaðra. Hann náði
mjög góðum árangri í boccia-íþrótt-
inni enda kappsfullur og metnaðar-
gjam að eðlisfari. Lýður vildi alltaf
gera betur.
Eitt besta dæmið um metnaðar-
gimi hans, hörku og viljastyrk er
nám hans við Öldungadeild Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Þrátt fyrir
litla undirstöðumenntun hóf hann þar
nám og átti hann ekki langt eftir í
stúdentspróf þegar fötlun hans
ágerðist það mikið að hann varð að
hætta.
Lýður hefur vissulega átt sínar
erfíðu stundir eins og allir en hann
bar tilfínningar sínar aldrei á torg,
kvartaði aldrei nokkum tímann.
Hann hugsaði nefnilega alltaf sem
svo að það væru svo ótal margir
aðrir sem væru verr á sig komnir
en hann. Bjartsýni og létt lund ein-
kenndu hann allt hans líf og það var
aðdáunarvert hvað hann gat haldið
ró sinni og stillingu, sama á hveiju
gekk.
Lýður var fasti punkturinn í okkar
systkinahópi, sá sem við hin leituðum
til. Það var nefnilega hægt að ræða
við hann um alla hluti og hann var
góður hlustandi. Þau vom ófá skipt-
in sem við leituðum til hans og þau
voru ófá skiptin sem hann hjálpaði
okkur með ráðum sínum og einfald-
lega bara á þann hátt að vera til
staðar, — vera vinur okkar, þegar
við þurftum á honum að halda.
Lýður var heima yfír jólin og ára-
mótin eins og alltaf, og alltaf var
jafn gaman og yndislegt að fá hann
heim. Okkur fannst jólin alltaf virki-
lega vera að koma þegar hann kom
heim á Þorláksmessu. Þessi jól var
eitthvað öðruvísi. Okkur fannst eitt-
hvað vanta. Lýður var ákaflega
þreyttur, líkaminn gerði kröfur og
þurfti mikla hvfld. Og í brúnu augun
hans vantaði glampann. Við gerðum
okkur grein fyrir því að Lýður myndi
kannski ekki verða með okkur mörg
jól f viðbót. En að hann skyldi hverfa
svona fljótt á braut áttum við ekki
von á. Litla frænda sinn, Hjálmar
Öm, sem býr í Þýskalandi náði hann
ekki að hitta en hann kom ásamt
móður sinni til landsins nóttina sem
Lýður dó. Við systkinin munum segja
Hjálmari litla frá öllum góðu og
ánægjulegu stundunum sem við átt-
um með Lýð og á þann hátt mun
hann eignast hlutdeild í dýrmætri
minningu um hugrakkan og ástkær-
an bróður, minningu sem fyllir okkur
stolti og gerir okkur að betri mönn-
um, færari um að takast á við lífið
og tilveruna. Minningin lifir, hún lýs-
ir upp myrkrið og styrkir okkur í
sorginni.
Prændi, þegar fiðlan þegir
fuglinn kiýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetravegir
villa sýn á borg og hóli,
sé ég oft í óskahöllum,
ilmanskógum betri landa,
ljúfling minn sem ofar öllum
íslendíngum kunni að standa,
hann sem eitt sinn undi hjá mér,
einsog tónn á fiðlustreingnum
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum.
Þó að brotni þom í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustreingur,
ég hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann geingur.
(H. Laxness)
Kveðja frá systkinum.
Esther, Valur,
Hafdís og Hulda.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast vinar okkar Lýðs S. Hjálm-
arssonar sem lést 16. þ.m.
Það er alltaf erfitt að kveðja góð-
an vin eins og Lýður var. Hann var
mikið fatlaður vegna sjúkdóms en lét
það samt ekki aftra sér frá því að
gera það sem hann langaði til.
Það var aðdáunarvert að horfa á
þennan unga mann, alltaf var hann
hress og glaðvær og stundaði sína
vinnu fram á síðasta dag.
Hann átti stóran vinahóp enda var
hann hvers manns hugljúfi.
Það er við hæfi að enda þessa litlu
grein með æðruleysisbænini, því
æðruleýsi átti Lýður okkar nóg af.
Við þökkum samfylgdina sem því
miður var alltof stutt og biðjum góð-
an Guð að vemda hann og geyma.
Foreldrum hans og systkinum vott-
um við okkar dýpstu samúð.
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það,
sem ég fæ ekki breytt,
Kjark til að breyta því,
sem ég get breytt, og vit
til að greina þar á milli.
• Gunnar Siguijónsson,
Fríða Sigurðardóttir.
Lýður var jarðsunginn frá Akra-
neskirkju föstudaginn 20. janúar sl.
Ég gat ekki verið við jarðarför hans
því veður hamlaði minni för.
En mig langaði til að minnast
hans með nokkrum orðum. Lýður er -
dáinn, hann dó í nótt, hljómaði í
eyrum mér mánudaginn 16. janúar.
Eg ætlaði varla að trúa þessu þó ég
hafi vitað að hann hafi verið eitthvað
lasinn undanfama daga.
Sigurður vinur hans og makker á
bridsmótum undanfarin ár var búinn
að skrá sveit þeirra félaga I sveita-
kepppi bridsdeildar Sjálfsbjargar í
Reykjavík, er átti að hefjast mánu-
daginn 16. janúar, svona er stutt á
milli lífs og dauða. En þetta sýnir
þann keppnisanda sem bjó með Lýð,
með skyldi hann vera, þó hann væri
hálfslappur.
Ég kynntist Lýð fyrir um það bii
10 árum, er hann flutti inn í hús
Sjálfsbjargar f Hátúni 12. Hann tók
strax mikinn þátt í félagsstarfi
Sjálfsbjargar í Reykjavík og ná-
grenni. Við vorum saman í stjóm
félagsins í nokkur ár, einnig sat hann
í nefndum fyrir félagið, þar á meðal
æskulýðsnefnd. Lýður hafði alltaf
eitthvað til málanna að leggja og
stóð fast á sfnum skoðunum. Hann
starfaði mikið fyrir íþróttafélag fatl-
aðra í Reykjavík og stundaði boccia
á meðan kraftar leyfðu. Hið mikla
keppnisskap hefur áreiðanlega veitt
honum kraft til að gefast ekki upp
þótt fötlunin væri mikil.
Fyrst þegar ég sá Lýð var hann
f venjulegum hjólastól og var upp á
það kominn að einhver ýtti honum
áfram, en svo fékk hann rafmagns-
hjólastól, og þá var hann eins og
fuglinn ftjáls og komst nærri því um
allt sjálfur. Hann fór f göngur með
íþróttafélagi fatlaðra um götur borg-
arinnar.
Það var gaman að skiptast á skoð-
unum við Lýð hvort heldur var um
pólitík, félagsmál eða spilamennsku.
Lýður hafði áhuga á mörgu öðru svo
sem fótbolta, sem ég vissi að hann
lifði sig inn í.
Það er góður drengur genginn
með Lýð og þakka ég honum sam-
fylgdina þann tíma sem við þekkt-
umst.
Ég votta foreldrum hans og systk-
inum innilega samúð mfna. Guð
blessi minningu Lýðs S. Hjálmars-
sonar.
Rósa
Aldarminning:
Dr. Halldór Han-
sen, yfírlæknir
Halldór Hansen fæddist á Miðengi
á Álftanesi 25. janúar 1889 og er
því á þessum degi liðin öld frá fæð-
ingu hans. Foreldrar hans voru Bjöm
Kristjánsson, kaupmaður, síðar
bankastjóri og ráðherra, og Sigrún
Halldórsdóttir frá Reynisvatni.
Halldór tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum í Reylqavík 1910.
Læknisprófi lauk hann frá Háskóla
íslands 1914 með hárri 1. einkunn
og liðu 12 ára þangað til jafn hátt
próf var tekið við læknadeildina. Við
framhalds'nám var hann á Ríkisspíta-
lanum í Kaupmannahöfn 1914—
1916 og lagði einkum fyrir sig melt-
ingarsjúkdóma. í júní 1916 gerðist
hann starfandi læknir í Reykjavfk,
stundaði almennar lækningar og gaf
sig sér í lagi að meltingarsjúkdóm-
um. Jafnframt var hann sjúkrahús-
Iæknir á Landakotsspftala.
Halldór var viðurkenndur sérfræð-
ingur í meltingarsjúkdómum 1923.
Hann varði doktorsritgerð sína um
pseudoulous og ulcus pepticum árið
1933 í Reykjavík og var fyrsti dokt-
or í læknisfræði frá Háskóla íslands.
Félagi í Vísindafélagi íslands var
hann frá 1932. Prófdómari við
læknadeild Háskólans var hann um
árabil. Hann fór margar kynnis- og
námsferðir um sína daga til útlanda,
Danmerkur, Englands, Frakklands,
Þýskalands, Austurríkis og Banda-
ríkjanna. Hann ritaði fjölmargar
greinar í innlend og útlend læknarit.
Yfírlæknir var hann á Landakotsspít-
ala að Matthíasi Einarssyni látnum
1948—1959, en það ár varð hann
sjötugur.
Á unga aldri tók Halldór mikinn
þátt í íþróttum og var valinn í för
glímumanna á Olympíuleikana f
Stokkhólmi 1912. Hann var einn af
stofnendum og lengi í stjóm íþrótta-
sambands íslands og heiðursfélagi
þess frá 1929. Á fullorðinsárum
stundaði hann lengi golfíþrótt af
áhuga.
Halldór giftist 1911 Ólafíu Þórðar-
dóttur frá Ráðagerði á Seltjamar-
nesi. Hún var mikil menningar- og
hæfileikakona og bjó honum friðsælt
og fallegt heimili. Þau eignuðust
flögur böm. Elst er Sigrún, húsmóð-
ir og fyrrum bankastarfsmaður í
Reykjavík. Næst var Jón, sem
drukknaði ungur í Atlantshafí á
stríðsámnum, þegar skip það sem
hann var á var skotið í kaf. Þriðja
var Rebekka, sem var sjúklingur frá
æskuámm og lést á góðum aldri.
Yngst bama þeirra hjóna er Halldór,
yfirlæknir f Reykjavík. Ólafía lést
árið 1961. Síðari kona Halldórs var
Rut Hermanns, fiðluleikari.
Eins og áður er vikið að var Hall-
dór mikinn hluta starfsævi sinnar
þrískiptur í starfi. Fyrri hluta dags
stundaði hann sjúkrahússtörf og
skurðlækningar, en seinni hluta dags
almennar lækningar og svo störf í
sérgrein sinni, meðferð á sjúklingum
með meltingarsjúkdóma. Sjúkrasam-
lagspraxis hans var eins stór og leyfi-
legt var á hveijum tíma, og vom
vinnuafköst hans að staðaldri mikil.
Hann var stilltur og þolinmóður í
lund, gaf sér jafnan góðan tíma til
starfa sinna og eyddi gjaman einum
klukkutfma f viðtal við sjúkling sem
leitaði hans í fyrsta skipti. Vinnudag-
ur hans var því yfirleitt langur,
11—12 tímar án teljandi uppihalds,
þó sáust sjaldan þreytumerki á hon-
um, það var aldrei asi á honum,
hann sýndist yfirleitt ekki í tíma-
þröng og hann var alltaf í góðu jafn-
vægi. Upp á hann mátti heimfæra
orðtækið, að sá sem mest hefur að
gera, má að flestu vera. Hann skipu-
lagði starfsdag sinn vel og honum
vannst vel það sem hann fékkst við
hveiju sinni. Bjó hann lengi fram
eftir ævi yfir feikimiklu starfsþoli,
var einn þeirra, sem em fæddir heil-
sugóðir og hafa fengið í vöggugjöf
mikla líkamshreysti, þrek og viðnám
gegn hverskonar álagi og sjúk-
dómum. Þá lagði hann mikla rækt
við heilsu sfna, stundaði reglubundið
líkamsþjálfun og lifði heilsusamlegu
lífi, eftir því sem hann kom þvf við
á hveijum tíma.
Dr. Halldór Hansen var ekki hár
maður vexti en vel á sig kominn,
herðabreiður, niðurmjór, vöðvastælt-
ur, léttur í hreyfingum og safnaði
ekki holdum með aldri. Hann var
fríður sýnum og bauð af sér góðan
þokka. Hann var ljúfmannlegur mað-
ur, lftillátur og yfirlætislaus og vann
störf sín hávaðalaust. Lét hann sér
mjög annt um sjúklinga sína, hafði
einlægan vilja til að verða þeim að
liði, lina vanlfðan þeirra, létta af
þeim áhyggjum og ráða bót á mein-
um þeirra. Enda þótt læknavísindin
væru ekki ýkja langt á veg komin
framan af starfsævi hans, er ekki
efamál, að hann kom mörgu góðu
til leiðar í starfi sínu og bætti ófáum
sjúklingum sjúkdóma þeirra.
Ekki mun það hafa verið vanda-
laust fyrir Halldór Hansen, að setj-
ast í sæti Matthíasar Einarssonar,
svo mikilfenglegur sem Matthías
var, máttugur persónuleiki og dáður
læknir. En eins og flest störf, sem
Halldór tók að sér, fór honum það
hlutverk vel úr hendi. Kom þar til
elja hans, ástundun og Qölhæfni,
látleysi, lipurð hans í samstarfi og
alúðleg framkoma. Lengi hefur verið
á orði haft, hversu góður starfsandi
hafí verið og sé á Landakotsspftala
þannig að læknar spftalans hafi unn-
ið þar vel og þægilega saman bæði
hver og einn út af fyrir sig og einn-
ig sem vel samstilltur og samstæður
starfshópur. Ekki er ólíklegt, að
Halldór hafi átt þar dijúgan hlut að
máli þau ellefu ár, sem hann var
yfirlæknir spítalans, oddviti hópsins,
sá sem gaf tóninn og markaði við-
horf og starfshætti lækna og starfs-
liðs þar. Víst er um það, að vel kunnu
starfsbræður hans að meta hann.
Sýndu þeir honum hug sinn til hans,
þegar þeir veittu honum verðuga við-
urkenningu á sjötugsaftnæli h&ns og
gáfu út aftnælisrit með frumsömdum
fræðigreinum sínum honum til heið-
urs. Var það stórmannleg gjöf, sem
mun hafa glatt Halldór, og var hún
mjög að makleikum.
Eftir að Halldór lét af yfírlæknis-
störfum á Landakotsspftala, átti
hann eftir sextán ár ólifuð. Hann
settist þó ekki að fullu f helgan stein,
varð ekki með öllu aðgerðarlaus held-
ur hélt áfram að sinna aimennum
lækningum að nokkru leyti til ævi-
loka og hélst verklund hans óþrotin
allt fram á síðustu ár. Hann lést hinn
18. maí 1975, og hafði þá læknis-
starf hans náð yfír 59 ár. Löngum
og farsælum starfsferli var þar með
lokið.
Fljótt fennir í sporin og flest lækn-
isverk gleymast fyrr en varir, en á
hitt má líta, að vandað læknisstarf
ber launin í sjálfu sér eins og raunar
svo mörg önnur störf, sem vel eru
af hendi leyst. Lífið er stutt,
gleymskan bfður flestra eftir starfs-
lok og dauða, fáir lifa lengi í minning-
unni eftir sinn dag og „losnar og
raknar sá hnútur sem traustast vér
bindum“. Engu að síður mega marg-
ir vera þakklátir fyrir þá lífsfyllingu
og þýðingarkennd, sem vel unnin
störf gefa í aðra hönd á ævitfma
þeirra. Það er sú umbun góðra verka,
sem ekki er minnst um vert í lífínu.
Þá umbun hlaut Halldór Hansen
ríkulega á langri ævi. Var hann vel
að þeim launum kominn.
Þeim, sem kynntust Halldórí og
urðu aðnjótandi liðsinnis hans og
ljúfmennsku, munu alla tfð minnast
hans með þakklæti og hlýjum hug.
Ólaftxr Sigurðsson, læknir.