Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
31
Rannveig Guðmunds
dóttir — Minning
Fædd 9. apríl 1904
Dáin 13. janúar 1989
Að morgni 13. janúar sl. lést
Rannveig Guðmundsdóttir á Dval-
arheimilinu Hrafnistu í Hafnarfírði.
Með hvarfí Rannveigar úr þess-
ari jarðvist er merk kona gengin.
Mig langar því að minnast hennar
nokkrum orðum.
Rannveig fæddist á ísafirði 9.
apríl 1904. Foreldrar hennar voru
Guðmundur Guðmundsson sjómað-
ur og Sólveig Steinsdóttir. Guð-
mundur drukknaði skömmu eftir
fæðingu Rannveigar, þannig að
kynni þeirra urðu lítil.
Sólveig móðir Rannveigar var
systir Þorbergs Steinssonar oddvita
og athafnamanns á Þingeyri við
Dýrafjörð. Hálfbróðir hennar var
Jóhann Steinsson, lengi yfírvélstjóri
á skipum Eimskipafélags íslands.
Sólveig var harðdugleg kona, vann
baki brotnu í fiskvinnu, vaskaði eins
og það var kallað, breiddi og þurrk-
aði físk. Þannig vann hún árum
saman og ól upp litlu stúlkuna sína.
Mæðgumar urðu mjög samrýndar
og slitu ekki samvistum fyrr en
Sólveig dó.
Rannveig launaði móður sinni vel
uppeldið, lét henni líða vel sem
framast var kostur hjá sér. Ég hef
ekki séð blíðari samskipti manna
en voru milli þeirra mæðgna. Voru
þær þó báðar skapmiklar konur.
A æskuárum Rannveigar lá
skólamenntun ekki á jafn lausu og
nú, þó braust Rannveig til náms
við húsmæðraskóla í Danmörku og
varð vel að sér í allri matargerð,
hannyrðum og dönskuu máli. Rann-
veig hélt ávallt síðan nánum tengsl-
um við fyrrverandi skólasystur og
skóla sinn. Hún fór oftsinnis í heim-
sókn á hinar dönsk slóðir.
Rannveig réðst snemma til versl-
unarstarfa á ísafírði og reyndist
harðdugleg og samviskusöm. Hún
átti þó við erfiðan hjartasjúkdóm
að stríða og þurfti oft að leita lækn-
is suður til Reykjavíkur. Þann kvilla
tókst henni að lokum að yfírvinna
að mestu.
Hið stóra skap Rannveigar rak
hana út í sjálfstæðan atvinnurekst-
ur og hún stofnaði litla hannyrða-
verslun í húsi þeirra mæðgna í
Sundstræti á ísafírði. Verslunina
starfrækti hún um margra ára skeið
og þótti mörgum gott að versla
þama enda allt handbragð mjög
smekklegt.
í tengslum við verslun sína varð
hún oft að fara til Reykjavíkur og
leita fanga. Hún dvaldi þá oftast á
heimili hálfbróður Sólveigar, Jó-
hanns. Á þeim árum kynntist ég
vel Rannveigu og fylgdist með
dugnaði og árvekni hennar. Mér er
einkum minnisstætt erfíðleikatíma-
bilið á dögum gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnda. Hún þurfti þá oft
að eyða mörgum sinnum fleiri dög-
um í Reykjavík en eðlilegt gat tal-
ist í eltingarleik við nefndarmenn
þessara ágætu nefnda og þá var
slæmt að vera sjálfstæðismaður.
Því miður fóru úrlausnir oft eftir
því hvemig menn vom flokkaðir í
pólitík.
Heimili þeirra mæðgna var með
miklum glæsibrag og mátti þar
glöggt sjá smekkvísi og handbragð
Rannveigar. Móttökurnar sem mað-
ur fékk þegar komið var til þeirra
vom yndislegar, hvort heldur var
að nóttu eða degi, skipti þá engu
hvort skipið stæði stutt eða lengi
við.
Þegar Rannveig var komin yfír
miðjan aldur og orðin þreytt að
sækja til Reykjavíkur fluttu mæðg-
umar suður og keyptu íbúð á
Hrefnugötu 4 í Reykjavík. Hún var
fljót að ná sér í vinnu og starfaði
lengi við vefnaðarvömverslun.
Síðar réðst hún til samtaka Rauða
krossins og vann þar í mörg ár sem
gjaldkeri.
Rannveig og Sólveig bjuggu sam-
an í yndislegu umhverfí á Hrefnu-
götu 4 þar til Sólveig andaðist.
Rannveig var nú orðin ein en all-
mörgum ámm síðar eða árið 1962
giftist hún Hallgrími Jónssyni fyrr-
verandi yfírvélstjóra hjá Eimskip
og formanni Vélstjórafélags íslands
um þriggja áratuga skeið. Hallgrími
hafði hún kynnst á ferðum sínum
til Reykjavíkur svo og af þeim kynn-
um sem vom samfara sendingum
okkar til hennar en Hallgrímur tók
oft pakka okkar vestur á ísafjörð.
Þegar Hallgrímur kvæntist
Rannveigu hafði hann verið ekkill
um nokkurra ára skeið. Sambúð
þeirra varð mjög góð og áttu þau
skap saman enda bæði vel gáfum
gædd.
Hallgrímur hefur manna mest
unnið vélstjórastéttinni gagn. Auk
þess sem hann var formaður stétt-
arinnar og vemdari um margra ára
skeið lagði hann það á sig, kominn
á efri ár, að vinna sem stjómarmað-
ur og afgreiðslumaður í .Sparisjóði
vélstjóra og tók ekki eyri fyrir.
Enginn vafí er að sparisjóðurinn
hefði aldrei komist á legg ef við
hefðum ekki átt slíka sjálfboðaliða.
Ég held að Rannveig hafi smit-
ast af áhuga Hallgríms á stétt sinni
því að hún tók virkan þátt í upp-
byggingu sparisjóðsins. Síðast
mætti hún við vígslu fyrsta útibús
sparisjóðsins, þá farin að kröftum,
fyrir tveimur árum. Tuttugu ár
höfðu þá farið í það að koma einu
útibúi Sparisjóðs vélstjóra á fót, svo
vingjamlega hafa stjómvöld þessa
lands litið viðleitni launþegasam-
taka til að fást við atvinnurekstur.
Vélstjórafélag íslands eignaðist
fagran fána árið 1931. Fáninn var
farinn að láta mjög á sjá enda mik-
ið notaður við alls konar athafnir.
Hallgrímur fékk þá Rannveigu til
að sauma nýjan fána sem þau gáfu
félaginu um miðjan sjöunda áratug-
inn. Fáninn er forkunnarvel gerður
og sýnir myndarskap og hannyrða-
kunnáttu Rannveigar. Fáninn er
með hvítum pnnni sem táknar frið
og sakleysi. I miðju fánans er saum-
uð skipsskrúfa með upphafsstöfum
félagsins, saumað í bláum lit.
„Fáninn á að vera varanlegt tákn
þess að við eigum að nota mátt
samtakanna sem stéttarfélags í
þágu góðra málefna en einungis
góðra málefna og gæta þess jafnan
að beita einungis strangheiðarleg-
um vopnum við hvem sem í hlut
á.“ Svo ritaði Hallgrímur 1931 þeg-
ar fyrsti fáninn var tekinn í notkun
fyrir stétt hans.
Árið 1967 varð að samkomulagi
að sameina tvö stærstu vélstjórafé-
lög landsins í eitt félag. Þá var
ákveðið að leggja þennan fána nið-
ur og gera nýtt merki. Sársauka-
laust var það ekki en einhveiju
varð að fóma til að sameina
stríðandi bræður. Fáninn okkar
t
Ástkæreiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
ÓLAFUR SIGURÐSSON,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
áður Brúnavegi 12,
verður jarðsunginn fró Fossvogskirkju föstudaginn 27. janúar kl.
15.00.
Peir sem vildu minnast hans, vinsamlegast láti Heilsugæslusjóð
Hrafnistuheimilanna njóta þess.
Kristjana Þorsteinsdóttir,
Gerður Ólafsdóttir, Magni Ingólfsson,
Rebekka Ólafsdóttir, Valdimar Sveinsson,
Sigriður Ólafsdóttir, Bjarni Bjarnason,
barnabörn og barnabarnabörn.
hvíti er enn varðveittur í heimkynn-
um vélstjórafélagsins. Ég vona að
svo verði áfram eða jafnvel að fán-
anum verði komið fyrir í safni og
handbragð Rannveígar þannig
varðveitt.
Hallgrímur andaðist 29. júní
1973. Samvistir þeirra urðu því
aðeins ellefu ár. Hallgrímur átti
mikið safn góðra bóka og vildi að
Hrafnista fengi til eignar að honum
látnum enda mikill áhugamaður um
uppbyggingu Hrafnistu. Rannveig
kom bókasafninu til skila og aðstoð-
aði starfsmenn Hrafnistu við að
koma bókunum fyrir. Safnið er nú
í húsakynnum Hrafnistu í Hafnar-
fírði.
Fyrir nokkrum árum lenti Rann-
veig í mjög alvarlegu bílslysi. Ekið
var á hana þar sem hún var á leið
út í matvörubúð. Hún fór mjög illa
út úr þessu slysi, ekki bara á limum
heldur líka á huga. Beiskja og ein-
manakennd varð talsvert áberandi
í fari hennar en hún vildi beijast
ein og gerði það. Slysið olli því að
hún fékk íbúð inni í Hrafnistu í
Hafnarfirði þar sem hún dvaldi þar‘"^
til yfir lauk.
I eðli sínu var Rannveig mjög
félagslynd og gekk fljótlega eftir
komu sína til Reykjavíkur í stúku
Rebekkusystra innan Oddfellow-
reglunnar. Þar undi hún sér í vina-
.hópi meðan kraftar leyfðu.
Samskipti okkar urðu heldur
slitrótt síðustu árin. Engu að síður
met ég alltaf dugnað, heiðarleika
og ættrækni þessarar stórbrotnu
konu og bið góðan Guð að varð-
veita hana um alla eilífð.
Öm Steinsson —
Tiskufatnaður • vinnufatnaður • barna- og ungl-
ingafatnaður • sængur, koddar • sængurvera-
sett • fóðraðir og ófóðraðir jogginggallar •
barnaúlpur • skíðasamfestingar • fata- og gardínuefni • snyrti-
vörur • skartgripir • gjafavara • garn og prjónavörur • gallabuxur
• skór • og margt margt fleira. Fjöldi góðra fyrirtækja á aðild að
Risaútsölumarkaðnum. Eingöngu vandaðar vörur f boði, á stór-
lækkuðu verði. Nú er tækifæri, sem seint býðst aftur, til að gera
góð kaup. Allt á að seljast! Við höfum opið
mánudaga til föstudaga frá kl. 12:00 til 18:00 og
á laugardögum frá 10:00 til 16:00.
Allt að 80% afsláttur
RISAÚTSÖLUMARKAÐURINN
Bíldshöfða 10 (þessi með stjörnunni)