Morgunblaðið - 25.01.1989, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JAN.ÚAR 1989
Hjónaminning:
Nanna Sigurðardóttir
SverreH. VaJtýsson
Fædd 24. október 1922
Dáin 15. janúar 1989
Fæddur 18. apríl 1923
Dáinn 15. janúar 1989
Kveðja frá Lyfjafræðinga-
félagi íslands
Flestum landsmönnum mun hafa
brugðið í brún að heyra um hið
hörmulega slys í Hvalfirði sunnu-
daginn 15. janúar, er bíl’l fór út af
veginum í hálku, og hrapaði niður
snarbrattar hlíðar og niður í sjó.
Það dró ekki úr áfallinu hjá kolleg-
unum, þegar það spurðist að hjón-
in, sem létust, hefðu verið Sverre
Valtýsson lyfjafræðingur og kona
hans Nanna Sigurðardóttir.
Sverre fæddist í Reykjavík 18.
apríl 1923, sonur Helga Valtýsson-
ar kennara og rithöfundar og Sever-
ine f. Sörheim frá Sunnmæri í Nor-
egi. Sverre gekk menntaveginn, að
loknu stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1942, hóf
hann nám við Lyfj afræðingaskóla
íslands og lauk exam. pharm.-prófi
haustið 1945. Að því loknu stund-
aði hann um nokkurt skeið fram-
haldsnám í lyfjafræði við Danmarks
Farmaceutiske Hojskole í Kaup-
mannahöfn.
Eftir heimkomuna starfaði
Sverre fyrst í Ingólfs Apóteki, en
fluttist 1948 til Akraness þar sem
hann starfaði óslitið til ársins 1975,
við Akraness Apótek. Mörg síðustu
árin rak hann apótekið fyrir Fríðu
Proppé, apótekara, sem lengi var
heilsuveil. Eftir andlát hennar flutt-
ust þau Nanna og Sverre til Hafnar-
fjarðar og starfaði Sverre þá fyrst
um sinn hjá Pharmaco hf. í júní
1977 réðst hann síðan til Hafnar-
fjarðar Apóteks og starfaði þar til
dauðadags. Alls staðar hefur hann
komið sér mjög vel á vinnustað,
verið sérstaklega þægilegur sam-
starfsmaður og ráðagóður. Þá sak-
aði ekki, að Sverre var ætíð kátur
og léttur í lund.
Sverre kvæntist árið 1951 ungri
konu frá Akranesi, Nönnu Sigurð-
ardóttur, og áttu þau eftir að fylgj-
ast að til dauðasdags. Þau eignuð-
ust þijú mannvænleg böm. Synir
þeirra tveir em Helgi, f. 1952, rönt-
gentæknir hjá Pharmaco hf., sem
kvæntur er Vilborgu Teitsdóttur,
og Sigurður, f. 1957, blaðamaður
á Akranesi, kvæntur Steinunni
Ólafsdóttur. Yngst er dóttirin Auð-
ur Edda, f. 1961, stúdent, og var
hún fyrir fáeinum dögum farin til
starfa í Noregi.
Sverre var félagslyndur maður
og tók mikinn þátt í félagsmálum.
Hann átti sæti í bæjarstjóm Akra-
ness 1958-62 og gegndi þar ýmsum
öðram trúnaðarstörfum. Þá var
hann formaður Stúdentafélags
Akraness 1953-57 og Stúdentafé-
lags Mið-Vesturlands 1961-62.
Hann starfaði einnig í Rotaryhreyf-
ingunni, og var m.a. forseti Rot-
ary-klúbba Akraness og Hafnar-
Qarðar.
Eftir að hann flutti til Hafnar-
fjarðar tók Sverre virkan þátt í
störfum Lyfjafræðingafélagsins.
Hann átti sæti í stjóm félagsins frá
1977-79 og var síðar endurskoð-
andi þess í nokkur ár. Einnig átti
hann sæti í skólastjóm Lyflatækni-
skóla íslands. Flestir kolleganna
hafa sennilega síðast hitt Sverre á
fundi í lok október, þar sem flallað
var um mál lífeyrissjóðsins okkar,
sem á í erfiðleikum líkt og aðrir
lífeyrissjóðir. Var Sverre þar helsti
talsmaður þeirra, sem nú sjá hilla
undir starfslok. En það átti því
miður ekki fyrir Sverre að liggja
að komast á eftirlaun.
Ég vil fyrir hönd Lyfjafræðinga-
félags íslands senda bömum þeirra
hjóna og öðram aðstandendum okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Minning þeirra lifi.
Guðbjörg Edda Eggertsdóttir
Útför þeirra verður gerð frá Víði-
staðakirkju í dag, miðvikudaginn
25. janúar, kl. 13.30.
Amma, veistu að amma Dúa og
afí Sverre era dáin, sagði litli snáð-
inn í símann við móðurömmu sína
þegar honum var orðið ljóst að þau
myndu ekki koma í heimsókn. Meira
gat hann ekki sagt, hann brast í
grát. Nafni minn hafði orðið fjög-
urra ára nokkram dögum fyrr og
hafði hlakkað til að fá afa og ömmu
í Hafnarfirði í heimsókn á Skag-
ann. Þar höfðu þau áður búið um
árabil og þangað var alltaf gaman
að koma. Þau höfðu ætlað að heim-
sækja son sinn og tengdadóttur og
bamabömin tvö og gleðjast með
fjölskyldu sinni, sem þau unnu svo
mjög. En þá var ferð þeirra stöðvuð
með svo sviplegum hætti.
Leiðir okkar Nönnu Sigurðar-
dóttur og Sverre H. Valtýssonar
lágu fyrst saman fyrir sjö áram,
eða nokkra áður en Sigurður sonur
þeirra og Steinunn dóttir okkar
gengu í hjónaband. Þótt samskipti
okkar og kynni hafi varað í alltof
stuttan tíma vora þau bæði ánægju-
leg og lærdómsrík. Þama fóra glað-
leg og ræðin hjón, sem gaman var
að hitta, hjón sem lögðu sig fram
um að rétta öðram hjálparhönd og
bára djúpa umhyggju fyrir bömum
sínum og bamabömum. í návist
bama og bamabama lýsti ljós kær-
leika þeirra og umhyggju skærast.
Það hefur eflaust verið slík rækt-
arsemi og tilhlökkun um ánægju-
legar samverastundir með §öl-
skyldunni, sem borið hefur hæst í
huga þeirra hjóna þegar þau lögðu
upp í sína síðustu ferð í þessum
heimi. Ástvinir era harmi slegnir
við svo skyndilegt fráfall, en það
er huggun harmi gegn að eiga
bjartar minningar um hin ástríku
hjón. Þær munu lifa í hugum bama
þeirra og samferðarfólks.
Um leið og við þökkum þeim
samfylgdina færam við bömum
þeirra og fjölskyldum þeirra okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að styrkja þau. Blessuð sé
minning þeirra Nönnu og Sverres.
Guðrún Ólafsdóttir,
Ólafur Nilsson.
Ég man ekki nákvæmlega hve-
nær ég hitti þau fyrst. Veit bara
að ég og allir kynntumst þeim fljótt.
Þau vora manneskjur sem heilsuðu
manni og þekktu mann uppfrá því,
tóku vel á móti manni, urðu nákom-
in svo ótrúiega fljótt. Þau vora fé-
lagar manns, félagar allra vina
bama sinna, en þannig kom ég inní
hús þeirra, sem vinkona dóttur
þeirra Auðar, um leið vinur þeirra,
þó þau væra bæði feimin og róleg.
Fólk kom þeim við.
Mér finnst ég vera mjög heppin
að hafa fengið að sitja í eldhúsinu
hennar Dúu. Dúa gaf mér alltaf
mjólk og kökur og spurði mig
tíðinda eins og vani er á íslenskum
heimilum. Stundum kom Sverre og
settist og DÚa stóð gjaman og sá
um borðhaldið. Og það var svo frá-
bært að það var ekki hægt annað
en hafa það gott hjá þeim þama í
eldhúsinu. Kannski kom ég þreytt
eða æst eða leið eða reið, hvemig
sem viðraði varð manni alltaf hlýtt
um leið og maður settist niður í
eldhúsið hennar Dúu. Stundum kom
ég og talaði og talaði og þá horfði
Dúa athugul á mig og Sverre hlust-
aði og hlustaði hægt og rólega,
gerði svo athugasemd vandlega, og
oft var eitthvað kímið við það sem
hann sagði. Og það var það sem
sveif um heimili þeirra, rólyndi og
kímni. Úr augum þeirra beggja kom
einhver kímni, einhver gleði sem
svo erfitt er að snerta en hlýjar
manni alltaf.
Þau vora ólík að sjá. Hún ljós,
hann dökkur. Hún kvik í hreyfíng-
um, hann svona lallaði sér hægt.
Hún talaði frekar hratt og hann
frekar hægt. En á milli þeirra var
ró, sjaldgæf ró, leyndardómsfull og
ósnertanleg, eitthvað sem þau áttu
tvö saman. Ró og ást. Saman stóðu
þau. Saman lifðu þau. Þau vora
saman. Og saman fóra þau héðan.
Saman lifa þau í hugum okkar allra.
Saman gáfu þau mér vinkonu, dótt-
ur sína Auði, — ég þakka þeim það
og fyrir svo margar stundir þegar
þau breyttu roki og slabbi og éljum
í mildu golu, með einfaldleik sínum,
rólyndi og hlýju, kaffisopa og góðu
kökunum hennar Dúu.
Auði vinkonu minni, bræðram
hennar og fjölskyldum þeirra votta
ég mína dýpstu samúð.
Kristín Ómarsdóttir
Kveðja frá Inner-Wheel-
konum Hafnarfirði
„Dáin, horfin" - hannafregn.
Hvílíkt orð mig dynur yfir.
En ég veit, að látinn lifir,
það er huggun harmi gegn.
Hvað væri annars guðleg gjöf,
geimur heims og lífið þjóða?
Hvað væri sigur sonarins góða?
Illur draumur, opin gröf.
(Jónas Hallgrímsson)
Það var sannkölluð harmafregn
sem okkur barst sunnudaginn 15.
janúar sl. er kær félagi í klúbbnum
okkar, Nanna Sigurðardóttir, lést í
bflslysi í Hvalfirði, ásamt eigin-
manni sínum, Sverre Valtýssyni,
þann sama dag.
Nanna fæddist á Akranesi 24.
október 1922. Foreldrar hennar
vora hjónin Sigurður Vigfússon
kaupmaður þar og Jónína Eggerts-
dóttir.
Árið 1951 giftist hún Sverre
Valtýssyni lyfjafræðingi, sem ný-
lega hafði komið til Akraness til
starfa í apótekinu þar. Þau bjuggu
á Akranesi til ársins 1976 að þau
fluttu til Hafnarfjarðar.
Sverre var mjög virkur Rotaryfé-
lagi á Akranesi og gekk strax í
Rotaryklúbb Hafnarfjarðar eftir að
þau fluttu þangað.
Eiginkonur Rotarymanna í Hafn-
arfirði höfðu þá nýlega stofnað Inn-
er-Wheel-klúbb og gekk Nanna í
hann árið 1977.
Þau hjón héldu ávallt miklum
tengslum við heimabæ Nönnu,
Akranes, og vora þau einmitt á leið
þangað þegar kallið mikla kom.
Við minnumst Nönnu með virð-
ingu og söknuði. Það er stórt skarð
höggvið í þann hóp okkar Inner-
Wheel-kvenna sem ekki verður fyllt.
Munum við sérstaklega minnast
nóvemberfundar okkar, þar sem
hún var hress og glöð að vanda og
las fyrir okkur hugljúfa smásögu.
Það reyndist okkar síðasti fundur
með henni.
Við kveðjum Nönnu Sigurðar-
dóttur og þökkum fyrir allar
ánægjustundimar sem við áttum
með henni og þeim hjónum báðum,
við ýmis tækifæri. Þökkum við þeim
að leiðarlokum fyrir samfylgdina.
Við sendum bömum þeirra,
tengdadætram og bamabömum
okkar innilegustu samúðarkveðjur,
og biðjum algóðan Guð að styrkja
þau í þeirra miklu sorg. Megi minn-
ing um góða foreldra, tengdafor-
eldra, ömmu og afa vera þeim hugg-
un harmi gegn.
„Fótmál dauðans fljótt er stigið"
kvað Bjöm Halldórsson í Laufási
forðum. Víst er að sú frétt kom
fljótt og óvænt að þau hjón Sverre
og Nanna væra horfin bak við
tímans tjöld af völdum hörmulegs
slyss.
Sverre var rótarýbróðir okkar í
Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar, elsk-
aður og virtur. Hann gerðist rótarý-
félagi á Akranesi 1953 og var for-
+
Maöurinn minn,
GISLI KÁRASON
bifreiöastjóri,
andaöist í Sjúkrahúsi Suðurlands 23. janúar.
Sigrfður Jónatansdóttir.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ÓSKAR GUÐSTEINSSON,
Sölvhólsgötu 14,
lést í Landakotsspitala þriðjudaginn 24. janúar.
Sólrún Guðsteinsson,
Björgvin Óskarsson.
+
KRISTBJÖRG INGJALDSDÓTTIR
frá Öxará
lóst á dvalarheimilinu Hlíö, Akureyri, sunnudaginn 22. janúar.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd ættingja og vina,
Slgrfður G. Torfadóttir.
+
Systir mín og móðursystir,
GUÐNÝ GUÐNADÓTTIR,
Byggðarenda 15,
lést í Landspítalanum aöfaranótt 24. janúar.
Krlstlnn Guðnason,
Hanna Helgadóttir,
Guðný Helgadóttir.
+
Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGILEIFAR GÍSLADÓTTUR,
fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 26. janúar kl.
13.30.
Ingi Kolbeinsson, Jóhannes Markússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
ELÍN HELGA STEFÁNSDÓTTIR,
Reynimel 72,
verður jarösungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. janúar
kl. 14.00. Blóm eru vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu
minnast hinnar látnu er bent á Krabbameinsfélagið.
Fyrir hönd vandamanna,
Stefán Ágústsson.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
RUNÓLFS GUÐMUNDSSONAR
fyrrv. pósts,
Ásbrandsstöðum.
Guðrún Jónsdóttlr,
börn, tengdabörn, barnabörn,
barnabarnabörn og systkinl.
Lokað
milli kl. 13 og 15 miðvikudaginn 25. janúar 1989 vegna
útfarar SVERRE H. VALTÝSSONAR og NÖNNU
SIGURÐARDÓTTUR.
Haf narfjarðar Apótek.