Morgunblaðið - 25.01.1989, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JANÚAR 1989
41
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
lin imvii
Þessir hringdu . .
Þarf ekki að greiða skatt
af samskotum?
Óskar Haraldsson hringdi:
„Ég hef verið framkvæmda-
stjóri hjá fyrirtæki en fyrir nokkru
ákvað ég að láta af störfum m.a.
vegna þess hve mikill hluti launa
minna fer í skatta. Fyrirtækið
vill hins vegar hafa mig áfram.
Hefur komið fram tillaga um að
ég verði tekinn út af launaskrá
en hluthafamir ætla að skjóta
saman handa mér á hveijum fundi
svo ég hafí einhveija peninga til
að komast af. Vil ég beina þeirri
fyrirspum til ríkisskattstjóra
hvort það fé sem ég afla með
þessum hætti sé ekki örugglega
skattfrjálst.
Nú get ég verið skemmtilegur
á fundum og hafði ég áhyggjur
af því að mér bæri að greiða
skemmtanaskatt af samskota-
fénu. Ég var því mjög feginn þeg-
ar hæstvirtur menntamálaráð-
herra lýsti því yfír að formenn
A-flokkana þyrftu ekki að greiða
skemmtanaskatt af því samskota
fé sem þeim áskotnast og þeir
þurfa ekki að greiða skatt af, eins
og komið hefur fram. Treysti ég
því að þetta gildi einnig um mig.“
Erfíngjar greiði skattinn
Edith Randy hringdi:
„Ég vil taka undir það sem
fram kemur í grein Geir H. Ha-
arde „Ranglætið aukið í skatt-
lagningu eigna", sem birtist í
Morgunblaðinu 19.janúar sl. Þeg-
ar upp er staðið eiga hjón ekki
reitur sína heldur erfíngjar, að því
kemst fólk missi það maka sinn.
Ég get ekki séð siðvæðingu í því
að ekkja eða ekkill greiði skatta
af þeim eignum sem þau að ein-
hveijum ástæðum kjósa að við-
halda fyrir aðra, hvað þá af þeim
10 prósentum sem hirt eru með
erfðafjárskatti. Eignahlutar í arfí
ættu að leggjast sem eignarskatt-
stofn á erfíngja."
Fressköttur
Ómerktur, svartbröndóttur og
hvítur fressköttur hefur verið á
flækingi í Álfheimum í nokkum
tíma. Eignandi hans er beðinn að
hringja í síma 672909 eða síma
76206 sem allra fyrst.
Gullúr
Gullúr tapaðist á gamlárskvöld,
sennilega við Rauðalæk 53 eða
Reykjahíð 8. Pinnandi er vinsam-
legast beðinn að hringja í síma
37129 eftir kl. 16.
Reiðhjól
Grátt reiðhjól var skilið eftir
við Barmahlíð aðfaranótt 22. des-
ember. Uppýsingar í síma 25743.
Læða
Svört og hvít læða af angóra-
kyni fór að heiman frá sér að
Erluhrauni í Hafnarfírði í síðustu
viku. Hún er mannelsk og forvitin
og gæti hafa lokast inni í kjallara
eða bflskúr. Vinsamlegast hringið
í síma 51078 eða 52675 ef hún
hefur einhvers staðar komið fram.
Jakki
Brúnn skinnjakki var tekinn í
misgripum 2. janúar á skemmti-
staðnum Abracatabra. Sá sem
jakkann tók er beðinn að skila
honum þangað eða hringja í síma
51078 eða 52675.
Taska
Taska tapaðist í Lækjartungli
sl. fímmtudag. Pinnandi er vin-
samlegast beðinn að hafa sam-
banH við Sonju í síma 46900.
Hjartans þakkir fyrir auÖsýndan kœrleika og
hlýju á 90 ára afmœli mínu.
GuÖ blessi ykkur öll.
Þórhildur Björg Jóhannesdóttir.
Sendi öllum bestu þakkir sem glöddu mig meÖ
gjöfum, skeytum og heimsóknum á áttrœÖis-
afmceli mínu 17. janúar sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Anton Salómonsson.
AlúÖarþakkir fœri ég öllum þeim, sem heiÖruðu
mig meÖ gjöfum, árnaðaróskum og á annan
hátt á áttrœÖisafmœlinu mínu 18. janúar sl.
Kristján Guðbjartsson,
Jaðarsbraut 39, Akranesi.
Þakkarorð frá stúkunni Framför no. 16 í GarÖi.
Öllum þeim, sem sýndu stúkunni heiður, vin-
semd og hlýhug á 100 ára afmœlinu 15. janú-
ar sl. meÖ gjöfum, heillaóskum, skeytum og
kveÖjum, þökkum viÖ hjartanlega.
Heill fylgi ykkur um alla framtíð í trú, von
og kœrleika.
Fyrir hönd stúkunnar Framför,
Marta G. Halldórsdóttir,
æ.t.
FJARHRIFASAMBOND
Til Velvakanda.
I.
Hinir máttugu guðir Fomíslend-
inga á Landnáms- og söguöld voru
engir hugarórar. Þar var um að
ræða máttarverur, sem juku for-
feðrum okkar visku, þrek og þrótt,
svo þeir stóðu fremstir Norður-
álfumanna að orðsnilld og atgerfi
á sinni tíð.
Hér myndaðist forgönguþjóð,
sem sótti atokru sína í samband
við guðlegar verur, orkumagnaðar
og kærleiksríkar, sem veittu þ'eim
af mætti sínum. Þessar öflugu
verur sem mjög miklu framar
stóðu okkur mönnum, byggðu
hnött eða hnetti á fjarlægu geím-
svæði.
Við skulum ekki ímynda okkur,
að hér hafi verið um einskisverð
trúarbrögð að ræða. Hér var.um
raunverulegt samband að ræða
milli hinna guðlegu Ása og íslend-
inga. Því miður féll þetta samband
niður síðar, og margar myrkar
aldir tóku við.
II.
FuII þörf væri á að endurvekja
þetta foma guðasamband, en nú
með fullri vitund og vitnesku um
hið raunverulega' eðli og mögu-
leika þessa sambands. Vita skyld-.
um við, að hér væri til mikils að
vinna. Reisa þyrfti stjömusam-
bandsstöð slíka, að stæði undir
nafni. Væri slík framkvæmd studd
af þúsundum íslendinga, þyrfti
ekki að kvíða lélegum árangri.
Stjömusambandsstöðvar munu
vera veglegustu byggingar á
hnöttum þar sem farið er að stefna
á rétta átt, og bygging slíks húss
hér væri ótvírætt lífsstefnuein-
kenni, og notkun þess, til sam-
bands (að fjarhrifaleiðum) við'
lengra komna íbúa annarra
stjama, miða meira til sannra
framfára en allt annað, sem þjóðin
hefur til þessa tekið sér fyrir hend-
ur.
Ingvar Agnarsson
SJÚKRANUDD
HÖRPU
NÝR OG BREYTTUR OPNUNARTÍMI
Frá 1. febrúar nk. verður stofan opin:
Fyrir hádegi mánud.-fostud. kl. 09.00 til 13.00
Eftir hádegi mánud.-fímtud. kl. 16.00 til 20.30
og fóstudaga frá kl. 14.30 til 18.30
TÍMAPANTANIR í SÍMA 91-20560
Harpa Harðardóttir,
löggiltur sjúkranuddari,
Hátúni 6a. (Geymið auglýsinguna).
SOLARKAFFI
ÍSFIRÐINGAFÉLAGSINS
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst fyrir sínu árlega SÓLARKAFFI
föstudaginn 27. janúar nk., í Yeitingahúsinu GLÆSIBÆ.
Húsið verður opnað fyrir matargesti kl. 18, en kl. 21 hefst dagskrá
hins hefðbundna sólarkaffis með kaffi og rjómapönnukökum.
Aðgangseyrir kr. 1200.
Borðapantanir í síma 83436 alla virka daga.
SIMCREIÐSLUR
STJORNIN