Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 ASI mót- mælir auknu vægi launa í vísitölu Á FUNDI miðstjórnar ASÍ i gær var mótmælt þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að tvöfalda vægi launa í lánskjaravísitölunni. I ályktun miðstjómar segir eftir- farandi: „Nú er kaupmáttur launa í lágmarki en hlýtur að vaxa með þeim samningum sem framundan eru. Að breytingin sé gerð til þess að komast hjá misgengi launa og lána lántakendum í hag fær því ekki staðist. Þvert á móti eykur breytingin greiðslubyrði lántakenda til lengri tíma. Þá er óhjákvæmilegt að minna á að launavísitalan sam- kvæmt því frumvarpi sem kynnt hefur verið tekur ekki tillit til breyt- inga á vinnutíma og yfirborganir mælast að fullu í vísitölunni. Launavísitalan getur því hækkað á sama tíma og tekjur minnka vegna minni yfirvinnu og minni yfirborg- ana. Tvöfaldað vægi launa í láns- kjaravísitölu setur einstakling í þá aðstöðu að samhliða hverri 10% kauphækkun hækka verðtryggð lán um 5V2%. Sama staðreynd blasir við atvinnurekandanum. Þegar hann samþykkir kauphækkun er þar með ákveðin hækkun fjár- magnskostnaðar fyrirtækisins. Þessi breyting mun því óhjákvæmi- lega torvelda samningagerð." Öll tæki í Morgunblaðið/RAX Hált á svellinu Miklar umferðartafir urðu í Reykjavík og nágrannabæjum síðdegis í gær vegna fijúgandi hálku. Um fimmleytið byijaði að snjóa, einmitt á mesta ann- atíma í umferðinni. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var hitastig og vatnsmagn í snjón- um með þeim hætti, að „varla mátti snúast hjól á götu, þá var komið svell undir,“ eins og lögregluþjónn orðaði það. Á tímabiii var nánast samfelld bflaröð úr Ártúnsbrekku og vest- ur á Hringbraut, enda komust margir ekki af stað aftur, ef stanzað var á gatnamótum eða í brekku. Þess voru dæmi að strætisvagn fór þversum á götu. Smávægilegir árekstrar urðu f hálkunni, en ekki urðu slys á mönnum. Þessi mynd var tekin á gatnamótum Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar og má kallast dæmigerð fyrir ástandið; bflstjóri að ýta bfl sínum og annar fastur uppi á eyju. brúnniónýt TVEIR grænlenzkir rælgutogar- ar urðu fyrir óhöppum á miðun- um í fyrradag og þurftu að koma inn til hafnar. Togarinn Natsek frá Nuuk kom inn til Hafhar- Qarðar í gærmorgun með öll tæki í brúnni brotin eða ónýt af sjó og Nokasa sigldi á isjaka og skemmdist lftiUega. Nokasa sigldi á ísjaka á Dohm- banka og kom gat á ballesttank að framan. Skemmdimar era óvera- legar að sögn umboðsmanns togar- ans hér á landi, en gert verður við þær í Slippnum í Reykjavík. Natsek fékk á sig slæmt brot þar sem togarinn hélt sjó vegna veðurs um 500 mflur vestur af Garðskaga. Engin slys urðu á mönnum en öll tæki í brúnni era brotin eða ónýt af því að sjór gekk yfir þau. Auk þess er brúin skemmd og ýmis tæki á þilfari skökk og snúin. Varðskipið Ægir kom Natsek til hjáipar og fylgdi togaranum til hafnar. Skipverjar höfðu aðeins segulkompás til að vísa sér leiðina og handstýrðu þeir skipinu til Hafn- arfjarðar. Stuðlahálsverzlumn eink- um með dökkt öl í fyrstu Bjórverzlun ÁTVR á Stuðlahálsi mun í fyrstu einkum bjóða upp á dökkt, yfirgeijað öl, á borð við Guinnesbjórinn, sem margir þekkja. Auk þess verða þar fáanlegar ljósu bjórtegundimar þijár, sem seld- ar verða i útsölum ÁTVR. Að sögn Höskuldar Jónssonar, forstjóra ÁTVR, verður því ekki um það að ræða, að memi geti tíl dæmis fengið sína uppáhaldstegund af Ijósum, þýzkum bjór i sérverzlun- inni, heldur verði áherzla lögð á að bjóða upp á mjöð, sem sé brugg- aður á mismunandi hátt. „Það telja sumir aðalatriðið í sinni neyzlu að hafa þennan dökka „stout“ bjór," sagði Höskuldur. „Við munum þess vegna frekar vera með hann til að byija með heldur en að taka inn til dæmis tíu ljósa þýzka bjóra." Höskuldur sagð- ist þó búast við að er sérverzluninni yxi frekar fiskur um hrygg, yrðu teknar inn fleiri tegundir af ljósum bjór. Umboðsmenn bjórtegunda, sem ekki verða á boðstólum í verzlunum ÁTVR, era sumir hveijir óánægðir með reglur um sérpantanir, til dæmis fyrir veitingahús. Þetta mun einkum eiga við um umboðsmenn vinsælla ljósra bjórtegunda. Að sögn Höskuldar era reglumar þannig að veitingahús mega panta ótakmarkað magn, en era háð þeim kvöðum að sækja áfengið til ÁTVR og greiða hann innan flórtán daga frá því það kemur til landsins. Umboðsmenn og veitingamenn segja að þetta geri stærri veitinga- húsum afar erfítt fyrir um að bjóða þá bjórtegund, sem þau kjósi helzt. Veitingahúsin þurfi helzt að geta verzlað við ÁTVR frá degi til dags, en ómögulegt sé að þau séu háð sérpöntunum og þurfí að staðgreiða stórar pantanir. „Sérpantanir era fyrst og fremst til þess að þjóna sérstökum óskum einstaklinga," sagði Höskuldur. Hann sagði að ÁTVR væri ómögulegt að vera að sérpanta mikið magn og gefa mönn- um frest á að innleysa birgðir, það byði því heim að ATVR þyrfti að liggja með stóran lager. „Þær tak- markanir, sem þessu kerfi fylgja, Allsheijarúttekt á rekstri Flugleiða: Hyggjast stórauka hagnað af hótel- og bílaleigurekstri A FUNDI stjórnar Flugleiða hf. í gær var samþykkt ákveðin áætlun eða rekstarmarkmið fyrir alla þætti rekstrar fyrirtækisins næstu árin. Áætlunin er afrakstur þriggja mánaða allsheijarúttektar á öllum þáttum rekstrarins. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru rekstrarmarkmiðin meðal annars fólgin í því áð færa út kvíamar í bæði hótelrekstri og bílaleigu fyrirtækisins, með það fyrir augum að stórauka hagnaðinn af þessum þáttum. Einnig er stefint að því að halda uppi tíðari ferðum á Kaupmannahöfii, Frankfiirt, Stokk- hólm, Osló, London og New York, en á þessa viðkomustaði verður nú lögð megináherzla. Öðrum stöðum verður þjónað með þeim fiugtíma, sem afgangs verður. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa Flugleiða, er ætlazt til þess að hagnaður af hótelrekstri og bflaleigu verði aukinn til þess að standa undir gífurlegum fjárfest- ingum í flugvélakaupum, en fyrir- tækið mun eyða um 12 milljörðum í endumýjun á flugflota sínum á næstu áram. Tugir milljóna hafa þegar verið lagðir í endurbætur á Hótel Esju og nú verður eytt mikl- um §árhæðum í Hótel Loftleiðir. Ekki er þó á döfinni að fjölga hótel- um félagsins. Að sögn Einars siglir úttektin í kjölfar tiilagna ráðgjafarfyrirtækis- ins Boston Consulting Group um breytingar á flugrekstri félagsins. Nauðsynlegt hafi þótt að fara ná- kvæmlega ofan í saumana á öllum öðram rekstri félagsins og gera til- lögur um úrbætur, þar sem þeirra era auðvitað að það fæst ekki allt," sagði Höskuldur. þurfí með, til að ná hámarks hag- kvæmni og hagnaði. Fjöldi starfs- manna fyrirtækisins hefur unnið að þessari úttekt síðustu þijá mán- uði í samráði við yfirmenn. Sömu starfshópar munu svo fylgja áætl- uninni eftir. „Þetta er framtíðarstefnumótun fyrir félagið og snertir alla rekstrar- þætti þess,“ sagði Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða. „Þetta er vinna, sem fer fram í öllum nútíma- fyrirtækjum erlendis, en þetta er nýtt á íslandi.“ Lávið stórbruna við Kröflu- virkjun ELDUR kom upp i áhaldahúsi Kröfluvirkjunar síðdegis í gær. Starfsmönnum tókst að slökkva eldinn áður en slökkvibíll kom á vettvang, en húsið er mikið skemmt. Vélar og tæki sluppu að mestu, en að sögn Péturs Yngvasonar vélsijóra í Kröflu munaði litlu að stórbruni yrði. 20-30 gashylki voru meðal ann- ars í húsinu og voru þau tekin að hitna mikið er þeim var náð út. Eldur kom upp í einangran í vegg er verið var að sjóða festingar fyrir nýja hurð á húsið. Sprautað var úr slökkvitækjum inn um gat á veggn- um og héldu menn að tekizt hefði að slökkva. Vaktmaður, sem auk vélstjóra var einn eftir í virkjuninni er dagvaktin hafði lokið störfum, vildi ganga úr skugga um að allt væri í lagi og heyrði þá að farið var að snarka í einangraninni milli þilja. Eldurinn breiddist síðan um vegginn með miklum hraða, að sögn Péturs. Sjö menn af dagvaktinni vora nýlagðir af stað niður í þorpið í Reykjahlíð og tókst að kalla þá upp í talstöð. Starfsmennimir gripu til þess ráðs að rífa álklæðninguna utan af vegg áhaldahússins með stórvirkri vélgröfu og síðan var sprautað á eldinn úr kraftmiklum slöngum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.