Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.01.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1989 FLUGLEIDIR OFAROGOFAR NÝJUSTU FRÉTTIR FYRIR VIÐSKIPTAVINI • JANÚAR 1989 ísland - Japan Flugleiðir og stærsta flugfélag Asíu, Japan Air Lines, bjóða í samvinnu ódýrustu flutn- ingsgjöld fyrir frakt milli íslands og Japans. Aðeins 3 dollarar fyrir kílóið ef sendingin er a.m.k. 250 kg. Takmark Flugleiða er að koma frakt til Japans á innan við sóiarhring. Hraðferð er tii Japans á mánudagsmorgnum frá Keflavík um London til Tokyo. Sérstakar ferðir eru einnig frá Keflavík um London á mánudagskvöldum og fimmtudagseftirmiðdögum. Nánari upplýsingar veita sölumenn fraktdeildar í síma 690100. Loftleiðahótelið betra fyrir fundi Vissir þú að á Hótel Loftleiðum eru 14 mismun- andi salarkynni fyrir 8-230 manna fundi? Að undanförnu hefur verið gert átak í því að gera fundaaðstöðu hótelsins þannig að hún fullnægi kröfuhörðustu viðskiptavinum. Skipt hefur verið um húsgögn og hljóðkerfi í hinum fræga Kristalssal. Sömuleiðis býður hótelið risamyndbandsskjá - eitt hótela - og allt sem nútíma funda- og ráðstefnugestir þurfa til að setja punktinn yfir i-ið. Ný björt og skemmtileg 8 og 14 manna fundaherbergi hafa verið opnuð á öllum hæðum hótelsins (sjá mynd). Þau henta sérstaklega fyrir stjórnarfundi félaga og smærri fyrirtækisfundi. Viðskiptavinir hafa hrósað hinni nýju aðstöðu fyrir góðan útbúnað til fundahalda og ekki síst fyrir það sem miklu máli skiptir til að ná árangursríkum fundi - kyrrð og ró. Ein nýjungin til viðbótar eru símar og smábarir í hverju fundaherbergi Hótels Loftleiða - stærsta ráðstefnuhóteli íslands. Nú er tískan að halda árangursríka fundi á Hótel Loftleiðum. Veitingastjóri hótelsins gefur frekari upplýsingar í síma 22322. 18 nýir vöruflokkar í Saga Boutique Þær eru fáar verslanirnar hér á landi þar sem fólk getur setið í makindum og verslað um leið. Þessi þægindi, lágt verðlag og hágæðavörur, þekkja farþegar Flugleiða hjá Saga Boutique, tollfrjálsu flugbúðinni í flugvélum okkar. Þar þekkist ekki biðröð. í 10 km flughæð eru hvorki tollar né söluskattur. Aðeins viðurkenndar vörur eru seldar í Saga Boutique og fyrir nokkru fjölgaði vöruflokkunum um 18, í 56 í áætlunarflugi og 60 i sólarlandaflugi. Allt frá leikföngum. til armbandsúra og perluskartgripa. Ilmvörur hafa verið feikilega vinsælar. Framvegis verður úrvalið endurmetið með hliðsjón af óskum farþega og tískustraumum hveiju sinni. Saga Boutique er stór búð með góða þjónustu. Hún er opin allan sólarhringinn 363 daga á ári. Hún er í 7 Flugleiðaþotum þar sem afgreiðsluborðin eru 80 talsins og 200-300 flugfreyjur og -þjónar annast viðskiptavini af lipurð í Íiessari þægilegustu verslun slendinga. Hallo ísland - Orlando hér! Hér koma töiur frá Orlando. Hitinn í janúar hefur verið 26°C, dósin af Coca Cola kostar 20 kr. og hamborgarinn 100 kr. Hér fást bílaleigubflar fyrir 900 kr. á dag. Dagsmiði í Disneyworld kostar 1.400 krónur. Flugleiðir fljúga beint til Orlando tvisvar í viku, fimmtudaga og sunnudaga. ' Tíu daga dvöl hér á Orlando með Flugleiðum kostar frá 36.750 kr. Stundvíst innanlandsflug! Starfsfólk innanlandsflugs Flugleiða leggur metnað sinn í að allar ferðir séu á réttum tíma. Það veit líka að helsta ósk farþeganna er réttur brottfarartími. Árið 1988 flugu Flugleiðir 5.071 487 SINNUM UMHVERFIS JÖRÐINA Á 365 DÖGUM Fræg skáldsaga eftir Jules Verne segir að hinn óviðjafn- anlegi breski herramaður Fíleas Fogg og Passepartout, ráða- góður franskur þjónn hans, hafi farið í kringum jörðina á 80 dögum. Árið 1988 flugu flugvélar Flugleiða samtals um 19.480.000 kílómetra í víðfermu leiðakerfi félagsins. Það jafngildir 487 ferðum í kringum miðbaug jarðar á einu ári. Eða að Flugleiðir hafi flogið nærri 1 xh hnattferð hvern einasta dag ársins 1988. Með Flugleiðum hefðu þeir kumpánar Fíleas Fogg og Passepartout komist 104 hnatt- ferðir á 80 dögum árið 1988. Enn betri Saga Class á N-Atlantshafsleidinni! ferð í innanlandsflugi frá Reykjavíkurflugvelli. Fjórar af hverjum fimm ferðum stóðust áætlun. Stundvísi var 84,3% á móti 76,8% árið áður. Þannig hefur stundvísi í innanlandsflugi Flugleiða batnað um 7,5% milli ára og stefnt er að því að halda áfram á sömu braut. Erfitt veðurfar hér á landi er helsta ástæða seinkana en við það ræður enginn mannlegur.máttur eins og flestir okkar farþega skilja svo mæta vel. Saga Class þjónusta Flugleiða hefur mælst vel fyrir hjá viðskiptavinum. Stöðugt fleiri notfæra sér möguleika hennar. Núna vilja Flugleiðir gera enn betur fyrir Saga Class farþega á N-Atlantshafsleiðinni, lengstu flug- leið félagsins. Allir Saga Class farþegar milli íslands og Banda- ríkjanna og íslands og Luxemborgar njóta nú góðs af meira rými og aukinni þjónustu um borð. Fá þannig ennþá meira fyrir peningana. Flugleiðir hafa ákveðið að hætta að bóka í miðjusætið á Saga Class á N-Atlantshafsleiðinni til að skapa meira olnbogaiými fyrir fullborgandi farþega. Nú fá Saga Class farþegar því aliir glugga- eða gangsæti. Saga Class farþegar á N-Atlantshafsleiðinni mega einnig vænta aukinnar þjónustu í mat og drykk. Fyrir flugtak verður nú boðið upp á kampavín eða ávaxtasafa á Saga Class. Og til aukinna þæginda fyrir Saga Class farþega á þessari flugleið verður matur framreiddur í tvennu lagi, fyrst aðalréttur með öllu tilheyrandi og síðan er borið fram sér á bakka kaffi, eftirréttur og líkjör, strax að loknum málsverði. Þá fá allir Saga Class farþegar afhentar litlar snyrtiöskjur. Nýjasta Saga Class „betri stofan“ var opnuð á Luxemborgar- flugvelli fyrir skömmu - Courtesy Lounge - við hliðina á stofu stórhertogans af Luxemborg. Flugleiðir vinna stöðugt að þvi að gera Saga Class enn betri og þægilegri fyrir viðskiptavini félagsins. Góð ,fjarðsambönd“ Flugleiða í Mið- Evrópu w ÍLuxemborg, strax eftir komu Flugleiðaflugvélanna, leggja þrjár lúxus-langferðabifreiðar af stað til 10 borga í V-Þýskalandi. Þetta er ókeypis þjónusta fyrir farþega okkar og sýnir ótvírætt góð ,jarðsambönd“ Flugleiða í Mið-Evrópu. Til að búa í haginn fyrir farþega hnfum við sérstaka samninea um hagstæð járnbrautafargjöld til borga í Sviss og Frakklandi. Dæmi: Luxemborg - París 1.250 kr. í bæklingi sem inniheldur áætlun Flugleiða er að finna handhæga töflu sem sýnir fargjöld og áætlanir járnbrautalesta til rúmlega 50 helstu stórborga og bæja Evrópu. P.S. Flugleiðaflug tii Frankfurt í V-Þýskalandi er tvisvar í viku, miðvikudaga og sunnudaca. Sértilboð mánaðarins í háloftunum N ú eru fjórar vörutegundir á sértilboðsverði í Saga Boutique. Iquitos rakspíri frá Alain Delon kostar 600 kr., Givenchy ilmsmyrsl er á aðeins 700 kr., Eau de toilette Spray í First línunni frá Van Cleef & Arples á 900 kr. og svissnesku Le Clip tískuúrin getum við boðið á 600 kr. Hagstæð sértilboðsverð um borð í millilandaflugi Flugleiða. AUK/SfA k1l0d2Q-301
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.