Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 12

Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 12
>ppf ptttjv'AT, 38 flnOACrónRMH QlffMflKIIOHQM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 LOKAÐ OG VIÐKVÆMT Myndlist Bragi Ásgeirsson í Ásmundarsal við Freyjugötu hefur ung mjmdlistarkona, Ingi- leif Thorlacius að nafni, opnað sína fyrstu sýningu. Ingileif lauk námi frá MHÍ vorið 1986 og hóf skömmu seinna framhaldsnám við listaskólann í Maastrict í Hollandi, þar sem hún hefur ver- ið viðloðandi síðan ásamt fleiri íslendingum, enda staðurinn vin- sæll áningarstaður listnema héð- an. Myndir Ingileifar á þessari fyrstu sýningu tengjast mjög hugleiðingum um eigið sjálf, svo sem hún telur, og að vissu marki má það til sanns vegar færa. Hins vegar koma myndir hennar manni ákaflega lítið á óvart hvað formhugsun og útfærslu snertir, svo mjög sem þau sverja sig í ætt við það, sem vinsælast hefur verið meðal ungs fólks á meginl- andinu nú síðustu ár. Og raunar ekki einungis á meginlandinu, heldur í öllum heimsálfunum fimm, a.m.k. innan listaskóla. En hér um að ræða afsprengi nýbylgjunnar svonefndu í mál- verki og má því með sanni segja, að Ingileif feti alþjóðlegar leiðir í listsköpun sinni. Annars átti ég satt að segja von á persónulegri vinnubrögðum af hálfu Ingileifar í ljósi vinnu- bragða hennar innan veggja MHÍ — en þó án þess að vera með neina tegund óskhyggju né vænt- inga. Einungis bjóst ég við meiru af hennar eigin sjálfi í pensil- strokum og tjáningu. Nú á tímum alþjóðahyggju er það að vísu harla strembið að halda fast og einarðlega á sínu og feta einstigi í listinni, en á móti kemur, að umburðarlyndið er meira á alþjóðamarkaði en lengi í annan tíma. Og listaskólar eru ekki vanir að marka stefnuna né gefa tóninn um það, hvað er „in“ hveiju sinni í listinni heldur sterkir einstaklingar — og því miður á seinni tímum listpáfar og alþjóðlegir sýningarsalir (gall- erí). — Þetta mætti Ingileif og raunar fjöldi annarra hafa hugf- ast, enda á hún sinn hreina tón, sem mikilvægast er að rækta í framtíðinni, og mun innihaldsrík- ari og safameiri en það, sem getur að líta á sýningunni í Ás- mundarsal. Ferðahugur Myndlistarmaðurinn Guð- mundur Thoroddsen sem hefur verið búsettur í París undanfarin ár sýnir allmargar myndir í Ný- listasafninu fram til mánaða- móta. Það er ekki ofsögum sagt, að í Guðmundi búi mikil útþrá og ferðahugur, sem kemur greini- lega fram í myndsköpun hans og hefur alltaf gert frá fyrstu tíð a.m.k. ef vísað er til fyrri sýninga hans. Guðmundur sýndi síðast sérstæðar vatnslitamyndir í Gall- eríi Svart á hvítu fyrir ári, en þar meðhöndlaði hann tæknina á dálítið sérstæðan hátt. Það eru og einnig vatnslitamyndir, sem eru uppistaðan á sýningu hans að þessu sinni, og hann fetar sem fyrr einstigi í tækninni. Eitt myndform gengur sem rauður þráður um sýninguna alla, sem er eins konar fruma, sem hann nefnir einlýsing, og er eins og á faraldsfæti um myndflötinn allan ásamt ýmsum formum öðr- um t.d. flugvélum, fuglum, fisk- um og mörgu fleiru. Þetta form er langmest áber- andi á sýningunni þótt einnig sé þar myndaröð, sem hann nefnir „smásögur" og er sér á báti ásamt þriðju myndaröðinni, sem hann nefnir einfaldlega „önnur deild", en þar kemur reyndar ein- lýsingurinn einnegin við sögu. Það eru myndheildir mjög hreinna foma, sem vöktu aðal- lega athygli mína á sýningunni svo sem „Grænn einlýsingur og marglytta" (9), „Áður en einlýs- ingamir komu“ (23) og „Án titils svo vitað sé“ (32). Hér eru einlýs- ingamir einmitt mest lýsandi á myndflötinum ásamt því að tengjast greinilegast innri lífæð- um myndflatarins, em sjálflýs- andi líkt og fiskar undirdjúpanna. Þetta er um margt forvitnileg sýning, myndimar vel unnar og heilmikil einlægni að baki þeirra, og er af hærri gráðu þess, sem ratað hefur inn í húsakynnin um árin. FLUGVÉL NRI Á efri hæð Nýlistasafnsins sýnir Daníel Þorkell Magnús- son lágmyndir og skúlptúrverk. Þetta eru myndir hugmynda- fræðilegs eðlis, sem era unnar á mjög sérstæðan hátt og hefði öllum verið greiði gerður ef ein- hveijar útskýringar hefðu fylgt sýningunni. En í stað þess er engin laus sýningarskrá en hins vegar era nöfn myndanna vélrituð á blöð- ung, sem festur er á borð og sýningin að auk illa merkt og auglýst, þannig að hún er líkust framhaldi sýningarinnar á neðri hæðunum þótt gjörólík sé. Nokk- uð klént að ekki sé fastar að orði kveðið. Það er myndverkið sem blasir við skoðandanum, er upp er kom- ið og nefnist „Flugvél nr. I“, sem vakti óskipta athygli mína. Þessi flugvél er svo skrambi mannleg og skemmtileg, — er raunar allt í senn flugvél, fugl og maður, samrani margra eðlisþátta en samt fyrst og fremst táknræn smíð fyrir farartæki háloftsins. Ekki get ég gert að því þótt hún minni mig á eitthvað, sem ég hef séð áður, en kem ekki fyrir mig í augnablikinu, þegar þessar línur era festar á blað, en það er ekki aðalatriðið heldur hve lifandi myndverkið er og hvað^það lofar góðu um höfund- inn. í tveim verka sinna gengur Daníel út frá sjónhverfingum í ætt við J.M. Eschner og þykir mér þau einna síst á sýningunni en hins vegar er margt að geij- ast í stóru myndinni „Skaufhali" þótt dæmið gangi þar ekki með öllu upp. En það verður fróðlegt að sjá framhaldið hjá þessum unga listamanni. .. Ur fórum Indnða Indriðasonar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Indriðabók Gefin út í tilefhi áttræðisafinælis Indriða Indriðasonar 17. apríl 1988 Sögusteinn - Bókaforlag Reykjavík 1988, 234 bls. Indriði Indriðason ættfræðingur er einn þeirra manna sem hefur unn- ið störf sín í kyrrþey og án mikillar íhlutunar fjölmiðla eða þess bægsla- gangs sem nú er tíðkanlegastur. Engu að síður eru verk hans góð. Hann er að öllum líkindum þekktast- ur meðal almennings fyrir ættfræði- störf sín. en þar er sýnilegasti árang- urinn fjögur bindi af Ættum Þingey- inga — stónherkt rit — og fleiri bindi eru sögð bíða fullbúin til prentunar. Margt annað hefur hann og ritað: ljóð, smásögur, ævisögu, greinar í blöð og tímarit, þýðingar. Þá hafa störf hans að félagsmálum verið margþætt, einkum að bindindismál- um, sem um langan aldur hafa verið honum einkar hjartfólgin. Það var því vissulega við hæfi er vinir Indriða ákváðu að heiðra þenn- an hógláta mann á áttræðisafmæli hans með útgáfu safnrits á ýmsu sem Indriði hefur skrifað um dagana. Sú bók nefnist Indriðabók, smekkleg og vel gerð að utan sem innan. Eins og hlýðir hefst bókin á Tab- ula gratulatoria. Þar næst ritar Andrés Kristjánsson stutt ágrip af æviferli og starfssögu Indriða. Að því búnu heijast ritsmíðar Indr- iða sjálfs. Þær eru margvíslegar og frá ýmsum tímum. Þar eru drög að ævisögu föður hans, Indriða á Fjalli, erindi, ættfræðiþáttur, sendibréf, ferðaþáttur, allmargar minninga- greinar, smásaga, hugleiðingar, ffumort ljóð og ljóðaþýðingar. Öll einkennast þessi skrif af mik- illi leikni í meðferð máls og stíls, smekkvísi, skynsamlegum og hóf- sömum en jafnframt ákveðnum skoð- unum og djúpum mannskilningi, sem glöggt kemur í ljós er hann mælir eftir vini og samtíðarmenn. Hér er ekki staður til að fjalla um einstakar ritsmíðar, en tvær undan- tekningar vil ég þó gera. Fyrsti þátturinn, Indriði á Fjalli — drög að ævisögu — og sá lang- lengsti, 50 bls., fannst mér bera af öðru efni í bókinni. Þessi 35 ára gömlu „drög“, sem ekki hafa fyrr birst á prenti, eru einstaklega vel skrifuð. Maður hlýtur að harma að Indriði skuli ekki hafa lagt meiri stund á ritun í lausu máli, svo gott vald sem hann hefur á íslenskri tungu. Nú skrifar Indriði hér um föður sinn, svo að engan þarf að undra þótt tónninn sé hlýr, en jafn- framt rýnir hann djúpt í hug og skap- gerð föður síns. Indriði tilfærir nokk- uð af stökum og kvæðum hans. Alls var ég ókunnugur skáldskap Indriða á Fjalli. Er mér nokkur vorkunn, því að frá hans hendi kom einungis ein kvæðabók, Baugabrot (1939), sem Indriði Indriðason bjó raunar til útg- áfu. Óneitanlega varð ég undrandi að komast að raun um hversu gott skáld Indriði á Pjalli hefur verið — og þá ekki síður hversu litla athygli hann hefur fengið, nema þá í heima- sveit sinni. Sumum hefur verið hamp- að fyrir minna. Sjálfur er Indriði Indriðason lipurt ljóðskáld og smekkvís og hugkvæmur þýðandi eins og hér má lesa. Árið 1940 birti Indriði stutta rit- gerð í tímaritinu Dvöl, er hann nefndi Menningin í minningunni. Þessi ritgerð er birt hér. Eins og nafn hennar lýsir ræðir Indriði hér þá menningu sem fólgin er í liðinni tíð og brýnir fyrir mönnum að halda hana í heiðri í nútíð. Annars vegar er áríðandi að leggja rækt við tengsl okkar við mannlíf fortíðar. Eða eins og hann orðar það sjálfur: „Það er sannmenntandi að kynnast sögu þjóðarinnar, almennt séð, en þó er miklu meira í það varið að kynnast sögu og ævi einstaklinganna sjálfra út af fyrir sig. Eftir því sem okkur verður ljósara, hversu margsamsett við erum að háttemi og skapferli, í erfðum okkar frá forfeðrunum, þeim Indriði Indriðason mun ljósara verður okkur það, hversu lærdómsrík saga alþýðunnar er, og hvemig finna má með athugunum og eftirgrennslan, langt aftur í öld- um, upphöf þeirra huldu þráða, er í lífi okkar kunna að verða sú uppi- staða, sem samtíðin vefur í sitt ívaf. Ef við líkjum mannsævinni við vef, þá er uppistaðan ætíð hinar fomu erfðir. Svo grípum við, hvert og eitt, mislita og misjafna þræði líðandi stundar fyrir ívaf. Áferð og haldgæði dúksins, sem ofinn er, verð- ur harla misjafnt. Sumt er bláþráð- ótt, annað jafnara að efrii og gæðum. En þrátt fyrir margsháttar vend og ívaf, kemur uppistaðan alls staðar í ljós, ef vel er aðgætt; þeir fomu eðlis- hættir og þættir, illir og góðir." í öðru lagi varar Indriði eindregið við að hverfa um of brott frá gömlum og hefðföstum lífsháttum: „Okkur íslendinga hefir hent mörg glappa- skot fyrr og síðar, bæði sem einstakl- inga og sem þjóðarheild. Og ein sú fullkomnasta ógæfa, er okkur hefur hent síðustu áratugi, er hið algera fráhvarf, sem orðið er frá hinum gömlu lifnaðar- og starfsháttum. Núlifandi kynslóð hefur fengið í fang almennari umbætur á sjó og landi en dæmi eru til áður. En við höfum reynzt ótrúir eðli okkar og lokað huganum fyrir öllu því, er að baki lá. Við höfum gleymt því, að þrátt fyrir allt erum við íslendingar og verðum, svo framarlega sem við ætlum að lifa af framleiðslu þessa lands, að lifa að fomum þjóðarhætti á flesta grein. Við höfum kastað frá okkur allt of miklu af gömlum venj- um og háttum, sem voru fullprófuð, kristölluð reynsla undanfarinna kyn- slóða, í baráttu við óblíða náttúru og treggjöfular auðsuppsprettur. Enn er okkur sömu kosta vant og áður, eigi að viðhaldast heilbrigðir lífshættir á landinu." í öllum höfuðatriðum eru þessi orð sem töluð úr mínu hjarta og skiptir mig engu — líkt og Indriða — hvort þau teljast gamaldags eða ekki. Og ég held einmitt að þessi sjónarmið séu sérstaklega tímabær nú á tíð. Spyija má hvort nokkurt vit sé í því fyrir okkur íslendinga að hokra í þessu erfiða og harðbýla landi, ef keppikefli lífs okkar er það eitt að sníða alla lífshætti að hugmyndum Ameríkana eða Evrópubúa. Er þá ekki betra að velja sér veðursælli og gjöfulli landskika til bústaðar? Það sem hefur leitt yfir okkur ógæfu er að við erum hættir að lifa sem fslend- ingar í sátt og samræmi við land okkar. íslenskur lífsstíll er það sem okkur vantar sárast og einn er fær um að leiða okkur upp úr þeim vanda sem við erum nú stödd í. En ekki meira um það! Satt er það og rétt að margt er smálegt og tímabundið í þessari af- mælisbók, líklega oft ritað í hjáverk- um á hraðfleygri stund. En sé vel lesið er þar mörg sannleikskom að - fínna og marga innsýn ( mannlegan lífsvef. Ég vil að lokum nota þetta tæki- færi og flytja Indriða Indriðasyni heillaóskir mínar, þó að seint sé, og vona að honum endist enn um sinn heilsa og starfsþrek, — og síðast en ekki síst að okkur auðnist að sjá framhald æviverks hans og föður hans — Ættir Þingeyinga. Veit ég að margir lesendur Indriða bíða þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.