Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 17

Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 17 Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti ekki stefiiubreytingu haustið 1987 eftirEyjólf Konráð Jónsson Daginn fyrir þingsetningu 1987 tilkynnti þáverandi forsætisráð- herra á þingflokksfundi, að ríkis- stjómin hefði ákveðið afdrifaríka stefnubreytingu og stórhækkaða skatta m.a. á matvörur. Þessi ákvörðun var aldrei borin undir þingflokkinn, en hann og flokksráð höfðu við stjómarmyndunina um sumarið samþykkt samkomulag stjómarflokkanna þar sem ákveðið var að reyna ekki að ná hallalausum flárlögum nema þá á þrem ámm. Á flokksráðs- og formannafundi Sjálfstæðisflokksins 20. og 21. nóv- ember var lögð fram ályktunartil- laga þar sem m.a. var óskað stuðn- ings við þessa breyttu stjórnar- stefnu. Þar sagði t.d.: „Gmndvallar- forsenda þess að draga megi úr verðbólgu á næsta ári er að fast verði staðið við þá ákvörðun ríkis- stjómarinnar að reka ríkissjóð án halla" og síðar: „Ríkissjóð verður að reka án halla. Beita verður að- haldi í peningamálum.“ Þessari stefnu hafnaði fundurinn og setn- ingamar vom strikáðar út ásamt öðmm breytingum. Mér vitanlega hefur því engin stofnun flokksins fallist á þessa skattastefnu þótt þingflokkurinn hafnaði henni ekki formlega enda ljóst að það hefði leitt til stjórnarslita eins og öllum málatilbúnaði var háttað. Á þessu er nauðsynlegt að vekja athygli því að óneitanlega heyrast um það ásakanir að Sjálfstæðis- flokkurinn í heild beri ábyrgð á ósköpunum. Nóg er að skamma okkur þingmennina sem sáum þann kost vænstan að láta þetta yfir okkur ganga. Á landsfundi sem framundan er markar sjálfstæðis- fólkið áreiðanlega svo afdráttar- lausa stefnu að enginn þurfi að vera í vafa um fijálslyndi flokksins og festu. Nú em menn líka væntanlega famir að skilja að ofsköttun og kjararýmun einstaklinga og at- vinnufyrirtækja leiðir ekki til halla- lausra íjárlaga heldur þvert á móti til vaxandi halla því að útgjöld ríkis- ins hækka fyrr og meira en tekjurn- ar eins og nú hefur sannast enn einu sinni. Tönnlast hefur verið á þeirri endaleysu ár og síð að leiðin til að ná hagstæðum viðskiptajöfnuði væri sú að hafa hallalaus fjárlög. Það hefur verið reynt að gera með því að sölsa fé frá einstaklingum „Nú hefur það ánægju- lega gerst að Ólafur Isleifsson eftiahags- ráðunautur fyrrver- andi ríkisstjórnar hefur í síðasta sunnudags- blaði Mbl. ritað ágætis gfrein þar sem hann rekur það skilmerki- leg-a að ekkert samband er á milli ríkissjóðshalla og óhagstæðs við- skiptajafiiaðar.“ og atvinnuvegum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir „þenslu", þ.e.a.s. minnka atvinnu, framleiðslu og auðæfaöflun m.a. til útflutnings. Hæfílegt atvinnuleysi og minni framleiðsla, það var lóðið. Nú hefur það ánægjulega gerst að Olafur Isleifsson efnahagsráðu- nautur fyrrverandi ríkisstjómar hefur í síðasta sunnudagsblaði Mbl. ritað ágætis grein þar sem hann rekur það skilmerkilega að ekkert samband er á milli ríkissjóðshalla og óhagstæðs viðskiptajafnaðar. Að þessu atriði hefur svokölluð „hallanefnd" sem starfar á vegum Fjárlaga- og hagsýslustofnunar áð- ur vikið ásamt þeirri staðreynd að ríkið hefur í langa tíð sölsað til sín með álögum svo mikla peninga, sem það síðan hefur lánað út með verð- tryggingu og vöxtum, að það á miklu meiri kröfur á hendur borgur- unum en þeir á hendur því vegna spariskírteina, þótt einungis séu talin húsnæðislán, námslán og lán Byggðasjóðs. Um þetta hef ég áður rætt. í grein sinni um álit „hallanefnd- ar“ bendir Ólafur á að áhrifín af auknum tekjuhalla ríkissjóðs á við- skiptajöfnuð geti verið engin. Gild rök tel ég raunar vera fyrir því að viðskiptahalla okkar megi á skömmum tíma eyða ef fyrirtækjum eru eftirlátnir ijármunirnir til fram- leiðsluaukningar í stað þess að hrifsa af þeim eignarráðin. Ólafur nefnir nokkur dæmi og segir m.a.: „í Belgíu er ríkisbúskapurinn rekinn með halla upp á 6—7% af landsfiramleiðslu. Samt sem áður er ríflega 2% afgangur á viðskipta- jöfnuði Belgíu." Hann greinir frá Eyjóllur Konráð Jónsson því að fjárlagahalli Ítalíu sé 10% af landsframleiðslu og segir: „Ef sama ætti við hér á landi væri halli ríkissjóðs ríflega 25 millj- arðar króna. Þrátt fyrir þennan mikla fjárlagahalla er viðskiptahalli Ítalíu nánast enginn eða um V2% af landsframleiðslu." Annar ágætur hagfræðingur, Vilhjálmur Egilsson, hefur nýlega vakið á því athygli að kannske yrði þjóðin bara betur sett ef menn hefðu áfram atvinnu og uppbygging og öflun auðæfa yrði mikil. Hann er kaldur sá! Allavega skilur alþýða hann. Höfundur er alþingismaður Sjdif- stæðisflokks fyrir Reykjavíkur- kjördæmi. Boróopantomr Einnig bjóðum sérréttomatsec ; r, i • { i( * / //1 . < * • )

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.