Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 20

Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Um misferli lækna, þagn- arskyldu og sjúkraskrár eftir Gunnar Inga Gunnarsson Inngangnr Um þessar mundir er rúmt ár liðið frá því „Árbæjarmálið" svo- kallaða gaf fjölmiðlum tilefni til að íjalla um varðveislu trúnaðarsam- bands læknis og sjúklings í tengsl- um við meint og sönnuð auðgunar- brot lækna. Ekki virtust fjölmiðla- menn hefa sérstakan áhuga á þagn- arskyldunni og trúnaðinum, heldur fyrst og fremst á klandrinu, sem nokkrir læknar höfðu komið sér í vegna reikninga. Nú er ekki víst að fólk geri sér almennt grein fyrir því, hvers vegna umræðan um mis- ferli og þagnarskyldu lækna náði þeim hita og þunga, sem raun bar vitni og raunar tel ég víst, að máti hinnar opinberu umfjöllunar hafi verið þannig, að margir hafi átt og eigi enn í erfiðleikum með að skilja og meta kjarna málsins eins og umfjöllunin varð í ijölmiðlunum. Málsmeðferðin hefur stundum verið óljós og ruglingsleg af ýmsum ástæðum. í fyrsta lagi er málið efn- islega nokkuð flókið, því hvort tveggja er til umíjöllunar á sama tíma, grunsemdir um og sönnuð misferli einstakra lækna og deilur um það, hvemig standa skuli að rannsóknum á réttmæti reikninga frá læknum yfirleitt. í öðru lagi hefur borið töluvert á óvandaðri meðferð ijölmiðlamanna á stað- reyndum málsins á sama tíma og læknar og samtök þeirra hafa deilt innbyrðis um túlkanir á lögum og siðareglum. Með hliðsjón af þessu öllu þarf því engan að undra, þótt almenningur hafí átt erfítt með að skilja umræðuna. Hér verður því gerð tilraun til að skýra málið betur Tvö óskyld mál Hér eru reyndar á ferðinni tvö óskyld mál, sem hafa þvl miður tengst og blandast þannig að bestu menn hafa átt í erfiðleikum með að aðskilja þau og sumir jafnvel ekki viljað aðgreina þau til að gefa efninu athyglisverðari tón í fjölmiðl- um! Annað málið fjallar um nokkra lækna, sem hafa ýmist verið grun- aðir um eða ákærðir fyrir alvarlegt misferli við gerð reikninga, sem sendir hafa verið til hinna ýmsu sjúkrasamlaga. Þetta mál hefur þegar brennimerkt læknastéttina alla og valdið henni álitshnekki, sem seint verður bættur. Þetta mál hef- ur einnig valdið alvarlegum trúnað- arbresti í samskiptum lækna við samninganefnd Tryggingastofnun- ar ríkisins og því orðið til að vinna gegn hagsmunum lækna almennt. Hins vegar er þetta mál ekki deilu- efni og hefur aldrei verið. Alla vega hef ég enn ekki hitt fyrir lækni, sem vill verja eða afsaka hið umrædda misferli. Hitt málið snýst um þagnar- skyldu lækna og vemd þess trúnað- ar, sem geymdur er í sjúkraskýrsl- um á heilsugæslustöðvum og læknastofum. Það mál er í eðli sínu alveg óskylt reikningum lækna. Ákvæði Læknalaga um þagnar- skylduna fjallar ekki um fram- kvæmd þeirra gjaldskrársamninga sem læknar starfa eftir. Uppruna- lega lagaákvæðið, þar sem læknar fá fyrirmæli um það, hvemig þeir skuli sinna þagnarskyldunni, varð tii nokkrum áratugum áður en læknar fóru að senda sjúkrasamlög- um reikninga vegna starfa sinna. Reikningamir em hluti af umsömd- um starfskjörum lækna, en þagnar- skyldan er skv. lögbundnum fyrir- mælum og einnig siðareglum, þar sem læknirinn hefur enga samn- ingsstöðu. Þagnarskyldan og trún- aðurinn er gagnvart sjúklingnum, hagsmunum hans til vemdar. Sjúkraskýrslurnar geyma trúnaðar- málin, en engan sjálfsagðan gagna- grunn að baki reikningum lækna. Málin blandast Áður en reynt verður að útskýra hvernig þessi annars óskyldu mál tengdust og vöfðust saman þannig að ruglingur varð úr, skal enn tek- ið fram, að hingað til hefur enginn deilt um hin meintu eða sönnuðu afbrot einstakra lækna, heldur að- eins hitt málið, þ.e. þagnarskyld- una. Deilan hefur því aðeins staðið um það, hvemig (en ekki hvort) standa skuli að sjálfsögðu og eðli- legu eftirliti með reikningum lækna. Þörf á eftirliti er öllum augljós. Hér er því deilt um aðferðina. Læknar gera reikninga sína til sjúkrasamlaga skv. gjaldskrár- samningum. í þessum samningum er að finna eftirlitsákvæði. í deilu- máli því, sem að ofan er getið, greinir menn m.a. á um það, hvort lagaleg heimild sé fyrir því, að læknir á vegum Ríkisendurskoðun- ar eða Tryggingastofnunar ríkisins megi skoða sjúkraskýrslur skjól- stæðinga annarra lækna í þeim til- gangi einum að kanna réttmæti reikninga og fara þannig í.trúnaðar- mál sjúklinganna án samþykkis þeirra og án þess að vera til kallað- ir vegna hagsmuna þess sem trún- aðarmálið varðar. Ég hef álitið að slíkt megi hvorki óviðkomandi læknar né aðrir gera, nema að fyr- ir liggi annaðhvort leyfi sjúklings eða úrskurður dómstóls í sérhverju tilfelli. Það sem hefur augljóslega dregið bæði þessi mál samtímis í fjölmiðla er auðvitað sú staðreynd að grunur um misferli lækna kallaði á frekari rannsókn á forsendum reikninga þeirra. Réttmæt og eðlileg könnun á reikningum lækna er framkvæm- anleg án þess að brjóta lög og regl- ur. Þess vegna hefur umdeildum rannsóknum verið mótmælt harð- lega. Gjaldskrár lækna Til eru tvenns konar gjaldskrár. Önnur er sérfræðigjaldskrá Lækna- félags Reykjavíkur. Sérfræðingar (í öðrum greinum en heimilislækn- ingum) nota hana m.a. við störf sín á læknastofum. Hin er gjaldskrá heilsugæslulækna. Báðar gjald- skrámar eru skv. samningi milli Tryggingastofnunar ríkisins og fulltrúa lækna. Hér ber þess að geta að samið er um gjaldskrá heilsugæslulækna (hgl.) skv. lög- um, því í Lögum um heilbrigðis- þjónustu nr. 57 20. maí 1978 III kafla gr. 22 segir að hgl. skuli taka laun með tvennu móti, föst laun fyrir embættisstörf (sem rakin eru í erindisbréfi þeirra)_ og laun skv. umsaminni gjaldskrá fyrir almenn læknisstörf. Hgl. sinnir þannig almennum læknisstörfum samkvæmt gjald- skrársamningi milli Læknafélags íslands og Tryggingastofnunar ríkisins (T.r.). Núgildandi samning- ur var gerður þann 16. júní 1987 með gildistöku frá 1. sama mánað- ar. Í þessum samningi birtist þá (í fyrsta sinn) svohljóðandi ákvæði: (3. mgr.) „T.r. eða sjúkrasamlagi er hvenær sem er heimilt að krefja Iækni skýringa á reikningi og stöðva greiðslu á honum þar til nið- urstaða um réttmæti hans er feng- in. Læknum T.r. og sjúkrasamlaga skal heimilt, án fyrirvara, að fara á stofur lækna og skoða sjúklinga- bókhald og önnur þau gögn, sem þeir telja nauðsynleg til staðfesting- ar á læknisverki. Vegna mótmæla og athuga- semda allmargra lækna, þ.m.t. landlæknis, báðu stjómir læknafé- laganna (ísl. og Rvk.) um úrskurð siðanefndar Læknafélags íslands um þetta eftirlitsákvæði. Nefndin taldi ákvæðið ekki vera í andstöðu við Codex Ethicus (siðareglur lækna) og heldur ekki vera laga- brot. M.a. vegna þessarar niður- stöðu átti Læknafélag Islands í erf- iðleikum með að taka undir mót- mæli lækna gegn hinum samnings- bundnu eftirlitsákvæðum, sem komu reyndar inn í samningana vegna síendurtekinna ábendinga af hálfu fulltrúa T.r. um að ekki væri allt með felldu varðandi reikninga einstakra lækna. Fulltrúar lækna vom þá bæði orðnir leiðir og þreytt-- ir á umræðunni um hugsanleg af- brot einstakra lækna og féllust því á þessi vafasömu ákvæði, frekar en að sitja undir áframhaldandi sögusögnum. Enda vildu læknar hreinsa andrúmsloftið engu síður en fulltrúar T.r. í byijun sl. árs náðist samkomulag milli T.r. og Læknafélags Islands um aðra að- ferð við eftirlit með reikningum. Sú leið hefur verið kölluð „Árbæjar- aðferðin" í íjölmiðlum. Meira um hana síðar. Sjúkraskýrslur „Sjúklingabókhald" það sem nefnt er í gjaldskrársamningunum getur verið samsett á eftirfarandi hátt: Fjölskylduskrá með sérstöku íjölskyldunúmeri. I þeirri skrá er að fínna sjúkraskrá (journal) sér- hvers fjölskyldumeðlims, sem skráður er. Á kápu flestra sjúkra- skráa er að fínna ýmsa reiti til söfn- unar almennra upplýsinga um skjól- stæðinginn. Fremst í sjúkraskrá er að fínna heilsuvandaskrá til sam- antektar. Þá er að fínna fram- haldsblað til daglegrar skráningar samskipta. Einnig er að fínna flæðiblað sem t.d. er notað til varð- veislu rannsóknarniðurstaðna. Jafnframt er þar að fínna lyfja- blað. Auk þessa er ýmislegt annað varðveitt í sjúkraskrá s.s. afrit eða ljósrit vottorða, aðsend læknabréf varðandi legu, meðferð eða rann- sókn á sjúkrastofnunum ásamt þjónustu sérfræðinga, sem hafa haft með viðkomandi sjúkling að gera. Einnig er stundum að fínna þar persónuleg bréf sjúklings til síns læknis. Til „sjúklingabókhalds" verður einnig að telja samskipta- seðla, sem hið opinbera lætur gera og útvegar heilsugæslustöð. Um tvær gerðir er að ræða. Annar í einriti og hinn í þríriti. Þann fyrri nota bæði læknar og hjúkrunar- fræðingar og skrá þar aðeins þau samskipti, sem ekki koma inn í reikninga til sjúkrasamlags. Hinn er samsettur þannig: Fyrsta blaðið er reikningseyðublað með upplýs- ingum um kennitölu sjúklings, nafn og heimilisfang, tímasetningu, upp- hafsst. og númer læknis, þjónustu- form, sem veitt er, og með tilvísan í sérstakan lið umsaminnar gjald- skrár, þ.e. hvað gert var fyrir sjúkl- inginn. Efst á blaðið kvittar sjúkl- ingur að þjónustu lokinni í öllum tilfellum öðrum en vitjunum. Skyldur lækna I III kafla erindisbréfs heilsu- gæslulækna (hgl.) er fjallað um skyldur þeirra (og yfirlækna hgst.) varðandi „færslu heilsufarsskráa". Þar segir í 14. gr.: „Heilsugæslu- lækni (yfírlækni) ber að tryggja að ekki hafí aðrir aðgang að upplýsing- um í heilsufarsskrám en það starfs- fólk stöðvarinnar sem hann telur nauðsynlegt vegna starfa þess. Honum ber að biýna þagnarskyldu fyrir starfsliði stöðvarinnar." Hér er tekið fram að þeir einir, sem í starfí sínu á stöðinni tengjast hags- munum sjúklinganna, skuli hafa aðgang að sjúkraskýrslunum. f 15. gr. Læknalaga frá 1. júlí 1988, segir m.a.: „Lækni ber að gæta fyllstu þagmælsku og hindra að óviðkomandi fái upplýsingar um sjúkdóma og önnur einkamál er hann kann að komast að sem lækn- ir. Þetta gildir ekki bjóði lög annað eða sé rökstudd ástæða til þess að ijúfa þagnarskyldu vegna brýnnar nauðsynjar. Samþykki sjúklings, sem orðinn er 16 ára, leysir lækni undan þagnarskyldu. Áð öðrum kosti þarf samþykki forráða- manns." Ég get engan veginn skilið grein- ina svo að skoðun „sjúklingabók- halds“ til staðfestingar á réttmæti reikninga lækna til sjúkrasamlaga eigi heima í undantekningum þeim sem hér koma fram á trúnaðar- skyldum læknis gagnvart sjúklingi sínum. í Codex Ethicus kemur fram höfuðreglan varðandi meðferð læknis á sjúklingabókhaldi gagn- vart þriðja aðila (I, 9, 2. mgr.): „Læknir má ekki láta af hendi vott- orð eða skýrslur um sjúkling án samþykkis hans eða nánustu vanda- manna, sé hann sjálfur ekki fær, nema lög eða úrskurður bjóði svo.“ Og einnig í II, 3, l'. mgr.: „Lækni er skylt að forðast eftir fremsta megni að hafast nokkuð að, er veikt gæti trúnaðarsamband hans við sjúklinga. Honum er óheimilt að ljóstra upp einkamálum, sem sjúkl- ingar hafa skýrt honum frá eða hann hefur fengið vitneskju um í starfí sínu, nema með samþykki sjúklings, eftir úrskurði eða sam- kvæmt lagaboði." Hér kemur ekkert fram, að mínu mati, sem veitir lækni heimild til að leyfa fulltrúum frá Trygginga- stofnun eða Ríkisendurskoðun að skoða sjúkraskýrslur, jafnvel þótt þeir hafí með sér lækni til aðstoð- ar, þegar hlutverk og þar með er- indi læknisins varðar ekki hags- muni sjúklings. Á þessu atriði virð- ist siðanefnd Læknafélags íslands einmitt hafa flaskað, þegar hún fékk eftirlitsákvæði gjaldskrár- samnings til umsagnar og komst að allt annarri niðurstöðu í úrskurði sínum, eins og áður segir. Þama hafa menn ekki gert sér grein fyrir því, t.d. að trúnaðarlæknar T.r. eiga engan réttá að vasast í einkamálum annarra sjúklinga en þeirra, sem eiga einhveija hagsmuni undir því komið, t.d. við örorkumat að þeir kynni sér einkamálin, til að geta sinnt hagsmunum sjúklinganna gagnvart T.r., með hliðsjón af gild- andi lögum og reglugerðum. Það sem þeir komast að í slíku starfi, verða þeir að varðveita samkvæmt þagnarskyldunni Árbæjarmálið Fyrir rúmu ári tilkynntu fulltrúar T.r., að þeir hygðust koma á heilsu- gæslustöðina í Arbæ, ásamt fulltrú- um frá Læknafélagi íslands, til að gera könnun á sjúkraskýrslum stöðvarinnar í þeim tilgangi að sannreyna réttmæti reikninga eins af þremur læknum stöðvarinnar. Erindi sínu til stuðnings vísuðu þeir í áðurnefnt eftirlitsákvæði í gjaldskrársamningi heilsugæslu- lækna. Sem yfírlæknir á staðnum bannaði ég þeim allan slíkan að- gang með tilvísan í skilning minn á gildandi lagaákvæði um þagnar- skyldu lækna, erindisbréf mitt og siðareglur lækna, enda lá Ijóst fyrir að sendinefndin hafði ekki í fartesk- inu umboð frá skjólstæðingum stöðvarinnar þ.e. eigendum trúnað- armálanna sem skoða átti. Þrátt fyrir bannið mætti sendinefnd (3 læknar og 2 lögfræðingar) á stöð- ina. Ég lýsti þá formlega yfir bann- inu og 2 lögreglumenn voru sóttir til að gera skýrslu. Við brottför nefndarinnar var mér tjáð að fram- hald yrði á málinu. Ég hafði áður tilkynnt landlækni þessa ákvörðun mína og vissi reynd- ar fyrir, að ég ætti stuðning hans visan, enda hafði hann áður lýst andstöðu sinni við eftirlitsákvæði gjaldskrársamninganna. Mér var fullljóst að ákvörðun þessi ætti eftir að sæta rangtúlkun, bæði í fjölmiðlum og meðal almenn- ings, jafnvel þótt ég hamraði á því sérstaklega, að með aðgerðinni væri ég engan veginn að taka af- stöðu til þess máls, sem upp var komið milli hins grunaða læknis og fulltrúa hins opinbera. Ég var að- eins að mótmæla rannsóknarað- ferðinni og vildi fá dómsúrskurð varðandi urndeilda eftirlitsákvæðið. Nú fóru íjölmiðlarnir af stað. Fréttamenn virtust hafa komist í feitt. Læknamafían farin af stað. Yfírlæknirinn bannar rannsókn í máli grunaðs kollega! Sumt varð í umfjölluninni óvægið og óvandað. Rangar tölur voru birtar og leiðrétt- ing fékkst jafnvel ekki birt. Nánar um það síðar. Þáttur Ríkisendurskoðunar. Þótt fulltrúar T.r. hafi átt þess kost að vísa banni mínu við skoðun- arbeiðni þeirra til gerðardóms skv. gjaldskrársamningnum, gerðu þeir það ekki, heldur sendu þeir Ríkis- endurskoðun málið. Lögmaður Ríkisendurskoðunar tjáði mér að hann og fleiri hefðu vissan skilning á afstöðu minni gagnvart eftirlits- ákvæði gjaldskrársamningsins, en vildi ekki trúa því, að ég ætlaði líka að meina Ríkisendurskoðun aðgang að sjúkraskýrslunum. Að höfðu samráði við Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl. tilkynnti ég Ríkisendur- skoðun bréflega að ég meinaði þeim einnig aðgang, enda teldi ég að ákvæði læknalaga heimilaði mér ekki að veita þeim slíkan aðgang. Þar að auki vissi ég að unnt væri að kanna réttmæti reikninga á ann- an og löglegan hátt. Úrskurður fógeta. Ríkisendurskoðun lagði málið fyrir borgarfógeta. í Fógetarétti gerði Ríkisendurskoðun nú ekki ein- ungis kröfu um að fá aðgang að skýrslum til að kanna réttmæti reikninga hins grunaða læknis. Nú var gerð krafa um að komast í all- ar sjúkraskrár hgst. í Árbæ og málinu beint gegn öllum læknum stöðvarinnar svo og stjóm hennar. Stuttu síðar hafnaði fógeti beiðni Ríkisendurskoðunar á þeim for- sendum, að ekki væri hægt að verða við kröfu þeirra eins og hún var lögð fram. Ég skildi dómsniðurstöðuna þannig að sökum galla í framsetn- ingu kröfu Ríkisendurskoðunar hafí ekki verið unnt að meta hvort þagn- arskylduákvæði læknalaga hefði meira eða minna vægi en lögin að baki Ríkisendurskoðun. Engu að síður fór ríkisendurskoðandi með þennan úrskurð niðrí Alþingi og fékk lagabreytingu út á hann! Áður hafði ég skrifað opið bréf til allra þingmanna til að reyna að útskýra málið. Þar benti ég á að vafasamt mætti telja, að úrskurður fógeta, sem slíkur, réttlætti kröfu um laga- breytingar. Bréf mitt hafði tak- mörkuð áhrif, ef nokkur. Þrátt fyr- ir auknar rannsóknarheimildir Ríkisendurskoðunar skv. nýfengn- um lagabreytingum, tel ég enn sem áður að hvorki þeir, iié aðrir, í sams

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.