Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 22

Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: Ellefuskáld- verk tilnefiid NIÐURSTAÐA dómnefndar um hver skuli hljóta Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs f ár, verður tilkynnt f Kaupmannahöfii á morgun. Að venju hafa Danmörk, Finnfand, Noregur, Svfþjóð og ísland útnefiit verk tveggja höfimda en Færeyingar eitt. Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson eiga sæti f dómnefndinni fyrir hönd Islands. Af íslands hálfu er lögð fram ljóða- bókin „Tengsl", eftir Stefán Hörð Grímsson og leikritið „Dagur vonar" eftir Birgir Sigurðsson. Að sögn Jó- hanns, sem er formaður dómnefdar að þessu sinni, telst Hörður Grímsson vera meðal helstu skálda af svokall- aðri atomskáldakynslóð. „Tilnefning á leikriti Birgis er að því leyti óvenju- leg að þrátt fyrir að reglur geri ráð fyrir að leggja megi fram leikrit hafa hinar þjóðirnar aldrei gert það en ísland þrisvar," sagði Jóhann. „Ahugi dómnefndar hefur því beinst mest að ljóðabókum og skáldsögum, en „Dagur vonar", er að margra Spástefna Stjómunar- félagsins ÁRLEG spástefiia Stjómunarfé- lags íslands verður haldin f dag fimmtudag f Kristalssal Hótels Loftleiða og hefst kl. 14.00. Forsætisráðherra Steingrímur Hermannsson verður með fyrstu framsögu í dag, en Vilhjálmur Eg- ilsson framkvæmdastjóri Verslun- arráðs íslands hefur tekiB að sér að benda á það sem hann telur miður fara í spá forsætisráðherra um framvindu efnahagslífsins. Kynntar verða spár fyrirtækja um þróun helstu hagstærða og mun Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofiiunar síðan Qalla um þær spár. Að lokúm verða pallborðsum- ræður, þar sem þátttakendur verða Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Guðjón B. Ólafsson, forstjóri SÍS og Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. Stjómandi pall- borðs verður Ómar Valdimarsson blaðamaður. mati með því besta sem fram hefur komið í íslenskri leikritagerð á síðasta áratugi." Frá Danmörku er skáldsagan „Rejsens bevægelser" eftir Jens Christian Grondahl og ljóðabókin „Gá om bag spejlet", eftir Rolf Gejdsted. Jens Christian Grandahl, er frekar ungur höfundur sem feng- ist hefur við kvikmyndagerð. Að sögn Jóhanns er augljóst hvað Dani varð- ar, að þar er á ferðinni nýbreyttni í sagnagerð í anda „modemisma". Framlag Finna er smásagnasafnið „Frussna ögonblick", sem skrifað er undir dulnefni. „Þetta eru sögur eða þættir, sem gerast á afskekktum stöðum og draga upp sérkennilegar myndir af mannlífinu þar,“ sagði Jóhann. „Þá er það ljóðabókin „JÁr“, eftir Gösta Ágren, sem vakið hefur hvað mesta athygli á Norðulöndum að undanfomu og hefur meðal ann- ars hlotið Finnlandia verðlaunin." Frá Noregi koma tvær skáldssög- ur, „Hvem har ditt ansikt?", eftir Liv Koltzow og „Roman 1987“, eftir Dag Solstad, og eru þær skrifaðar í mjög raunsæislegum anda að sögn Jóhanns. Framlag Svía er „Din livs- frukt", skáldsaga eftir Lars Ahlin, sem er með þekktari höfundum Svía. Að sögn Jóhanns lýsir höfundur ævi miðaldra manns úr embættisstétt, sem er einnig að skrifa og velta vöng- um yfir heimspekilegum vandamál- um. Síðan er því lýst hvemig lífíð kemur í heimsókn til hans með óvægilegum hætti er þau hjónin loks eignast bam, sem er vangefið. Þá er það skáldssagan „Byron" eftir Sigrid Combuchen sem byggir á ævi skáldsins og vina hans án þess að vera heimildarit. Frá Færeyjum kemur ljóðabókin „Hús úr ljóði", eftir Gunnar Hoydal og er höfundur meðal þekktari skálda í Færeyjum. Bókmenntaverðlaun Norðurland- aráðs verða afhent á fundi ráðsins í Stokkhólmi 28. febrúar. Morgunblaðið/Bjami Nita (Stemunn Ólafsdóttir) sýnir Alice (Bára Lyngdal Magnúsdóttir) nýju hárgreiðslustofuna. Phil (Christine Carr) og sambýlismaður hennar Nash (Ólafúr Guðmundsson). „og mærin fór í dansinn...“ Frumsýning hjá Nemendaleikhúsinu í kvöld ÖNNUR frumsýning Nemenda- leikhússins í vetur er i kvöld kl. 20.00 í Lindarbæ. Þá verður firumsýnt leikritið „og mærin fór í dansinn...1* eftir Debbie Horsfield. Leikstjóri er Stefán Baldursson, Ólafur Gunnarsson þýddi verkið, leikmynd er eftir Messíönu Tómasdóttur, Ása Björk hefur umsjón með bún- ingum, lýsingu annast Árni Baldursson, hárgreiðslu Árni Kristjánsson og tæknimaður er Ólafur Örn Thoroddsen. Nem- endur 2. bekkjar Leiklistarskól- ans sjá um alla aðstoð við sýn- inguna. Leikaraefnin átta sem mjmda Nemendaleikhúsið eru Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Christine Carr, Elva Ósk Óiafsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Ólafur Guð- mundsson, Sigurþór A. Heimis- son, Steinn A. Magnússon og Steinunn Ólafsdóttir. „og mærin fór í dansinn..." lýs- ir lífi flögurra ungra kvenna í Manchester, fyrrum áköfum aðdáendum Manchester United, þeirra Alice, Beth, Nitu og Phil. Lífið gengur ekki lengur útá laug- ardagseftirmiðdaga á vellinum, alvara fullorðinsáranna hefur tek- ið við. Alice giftir sig, Nita opnar hárgreiðslustofu, Phil er í há- skóla, en Beth gengur illa að fóta sig í tilverunni sem hefur lítið annað að bjóða en atvinnuleysi og vonbrigði. Samskipti við karl- menn skipa stóran sess í lífi stall- systranna, sem vonlegt er, en þau eru enginn dans á rósum. Leikritið samanstendur af stuttum myndum úr lífi vinkvenn- anna og lýsir baráttu þeirra við sjálfar sig og umhverfið. Það er annað í röðinni af þremur leikrit- um Debbié Horsfíeld um þessar persónur og hlaut Thames Tele- vision verðlaunin 1983. Öll þijú leikritin voru síðan sýnd í breska Þjóðleikhúsinu árið 1985. í sýningu Nemendaleikhússins er Alice leikin af Báru Lyngdal Magnúsdóttur, Beth af Elvu Ósk Ólafsdóttur, Nita af Steinunni Ólafsdóttur og Phil af Christine Carr. Aðrir leikarar fara með fleiri en eitt hlutverk hver, Helga Braga Jónsdóttir leikur m.a. syst- ur Alice og hina léttlyndu Carm- en, Sigurþór A. Heimisson eigin- mann Alice o.fl., Ólafur Guð- mundsson leikur sambýlismann Phil auk ýmissa minni hlutverka og Steinn Á. Magnússon leikur unnusta Nitu og félaga eigin- manns Alice. Þetta er annað verkefni Nem- endaleikhússins í vetur, en eftir frumsýningu á því þriðja, nýju íslensku verki, útskrifast leikara- efnin sem leikarar. Egils Gull frá Ölgerðinni, þrjár tegundir frá Sanitas Milljón lítrar pantaðir af Budweiser, Kaiser og Tuborg EGILS GULL er nýtt nafii á bjór Ölgerðarinnar sem notað verður frá og með 1. mars næstkom- andi, þegar bjórsala verður leyfð hér á landi. Ölgerðin mun ekki brugga erlendar tegundir fyrst um sinn að minnsta kosti, að sögn Jóhannesar Tómassonar for- sljóra. Hins vegar hefiir Ölgerð- in umboð fyrir Tuborg bjór og mun hugsanlega tappa honum á neytendaumbúðir þegar fram líða stundir. Sanitas býður upp á þijár tegundir: Löwenbráu, San- itas Pilsner og Lageröl. Staðfest hefiir verið að þær þijár erlendu tegundir sem á .að selja í öllum verslunum ÁTVR eru Budweiser, Kaiser og Tuborg. Milljón lítrar hafa verið pantaðir af hverri tegund. Ekki hefur enn verið tekin endanleg ákvörðun um verðlagningu bjórsins, að sögn Gústafs Níelssonar skrifstofú- stjóra ÁTVR. Egils Gull verður 5% að styrk- leika og að sögn Jóhannesar Tómas- sonar er Ölgerðinni ekkert að van- búnaði að fylla hillur verslana ÁTVR með miðinum tímanlega, fyrir 1. mars næstkomandi. Ölgerð- in hefur að auki umboð fyrir Tu- borg bjór frá Danmörku og stað- festi Gústaf Níelsson það í samtali við Morgunblaðið í gær. Jóhannes Tómasson segir að fyrst um sinn að minnsta kosti verði Tuborg flutt- ur inn á dósum, síðar verði hann ef til vill fluttur inn á tönkum og tappað á neytendaumbúðir hjá Öl- gerðinni. Hann sagði að það færi eftir vilja ÁTVR hvort og hvenær af því verður. Þijár tegimdir frá Sanitas Sanitas býður þijár tegundir. Löwenbráu er bruggaður hér með leyfí hinna þýsku framleiðenda. Hann verður 5,3% að styrkleika. Sanitas Pilsner verður 4,6% og Lag- eröl 5,6%. Ragnar Birgisson for- stjóri Sanitas sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrirtækið væri við því búið að geta boðið hveijar tvær þessara tegunda sem væri, ef af því verður að fjórar innlendar bjórtegundir verði seldar í verslun- um ÁTVR. Hann sagði að til greina kæmi einnig að bjóða mismunandi tegundir eftir búðum, eftir því hvernig eftirspumin er á hveijum stað. Verði fjórar innlendar tegund- ir á boðstólum, sagðist Ragnar gera ráð fyrir að áhersla verði lögð á Löwenbráu og Pilsner. Slæm samkeppnisstaða Innlendu framleiðendumir hafa sent verðtilboð til ÁTVR og em þau í skoðun þar. Ekki fengust upplýs- ingar í gær um hvaða verð þeir bjóða. Ragnar taldi samkeppnis- stöðu innlendra framleiðenda vera slæma, þar sem þeir þyrftu að keppa við heimsmarkaðsverð risa- fyrirtælqa, jafnvel undirboð, auk niðurboðinna flutninga til landsins. Því væri fráleitt að bera saman verð innlendu framleiðslunnar og hinna erlendu tegunda, enda þyrftu íslensku framleiðendumir að greiða mun meira fyrir hráefni, vinnuafl og fjármagn, auk flutninga. Ragnar sagði að verð á Sanitas bjómum yrði á mjög svipuðum nót- um og það er nú þegar í viðskiptum við Fríhöfnina á Keflavíkurflug- velli, en vildi ekki tilgreina það nánar. Verðið enn óklárt Útsöluverð bjórsins hefur ekki verið endanlega ákveðið enn, að sögn Gústafs Níelssonar. Hann seg- ir að eftir eigi að koma í ljós hver verða ýmis gjöld af bjómum, tollur, vörugjald og fleira. í gær varð ljóst að tilboð_ um flutninga verða til þess að ÁTVR mun kaupa bjórinn við skipshlið, það er fob, og greiða flutninginn til landsins. Eimskip átti lægsta tilboð í flutninga bjórs- ins hingað til lands, 3,45 krónur á hvem lítra, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, en einnig buðu Skipadeild Sambandsins , Nes og Jöklar í flutningana. Síðastliðið haust voru meginlínur lagðar um verðlagningu bjórsins og samkvæmt þeim ætti innlendur bjór að kosta nálægt 110 krónum út úr búð hver 33 sentilítra dós. Erlendur bjór átappaður hér um 125 krónur og innfluttur á dósum um 145 krón- ur. Engar breytingar hafa enn ver- ið ákveðnar á þessum tölum, að sögn Gústafs og ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um hvort verð- ið verður eitthvað mismunandi eftir alkóhólinnihaldi. Samkvæmt al- mennum reglum um verðlagningu áfengis ætti verðið að vera hærra á sterkari bjór en þeim veikari. Kaiser er gamall í hettunni Staðfest var í gær að Budwieser frá Bandaríkjunum, Kaiser frá Austurríki og Tuborg frá Dan- mörku verða þær erlendu tegundir sem seldar verða í verslunum ÁTVR. Budweiser verður 5% að styrkleika og á 35,5 sentilítra dós- um. Umboð fyrir Budweiser hefur fyrirtækið 3 K. Umboð fyrir Kaiser er í höndum fyrirtækisins Útgarða sf. Framkvæmdastjóri þess og einn aðaleigenda er Ásdís Jónasdóttir. Bjórinn sem hingað verður fluttur heitir fullu nafni Kaiser Premium Beer og er 5,44% að styrkleika. Kaiser- fyrirtækið er stærsta ölgerð Austurríkis með um 40% markaðs- hlutdeild þar og flytur út drykkjar- vörur til um 30 landa, að sögn tals- manns Útgarða sf. Kaiser stendur á gömlum merg í Austurríki, brugg- un bjórs á vegum fyrirtækisins hófst árið 1475 í borginni Salzburg. Milljón lítra pantanir Samningar ÁTVR um innfluttan bjór hljóða upp á eina milljón lítra frá hveijum hinna þriggja framleið- enda á þessu ári. Það er lágmarks- tala. í fyrstu umferð hafa 300 þús- und lítrar verið pantaðir frá hveij- um, eða sem samsvarar 20-25 gám- um. Framleiðendumir eiga að af- greiða þetta magn til ÁTVR á tíma- bilinu 17 febrúar til 1. apríl, að sögn Gústafs Níelssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.