Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 23

Morgunblaðið - 26.01.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANUAR 1989 23 Dr. Hook, Village People, John Mayall og Ivan Rebr- off á íslandi Bandarísku hljómsveitirnar Dr. Hook and the Medicine Show og Village People eru væntanlegar til landsins og munu skemmta landsmönnum með tónleikahaldi á næstunni. Hljómsveitimar koma hingað á veg- um Ólafs Laufdal og skemmta í veit- ingahúsum hans. Þá er væntanlegur til landsins Bretinn John Mayall og hljómsveit hans Bluesbreakers. Hinn margraddaði og rússnesk-ættaði, Ivan Rebroff, heilsar síðan upp á Islendinga þann 9. mars og heldur hér fema tónleika, að sögn Birgis Hrafnssonar markaðsstjóra hjá Ólafi Laufdal. Ray Sawyer, öðm nafni Dr. Hook, kemur með hljómsveit sína til landsins í lok mars. Áætlað er að halda. hér þrenna tónleika og síðan er förinni heitið til Evrópu. Hljómsveitin Village People kemur til landsins þann 27. febrúar nk. á leið sinni í tónleikaför til Evrópu. Hér á landi verða sveitin í um vik- utíma. John Mayall og Bluesbrea- kers verða aðeins með eina tónleika hér, sunnudagskvöldið 26. febrúar. Mayall er nú 54 ára gamall, stofn- aði Bluesbreakers fyrir 26 ámm síðan. _______________ „Dr. Hook“ eða Ray Sawyer er væntanlegur með hljómsveit sína til Islands í lok marsmánaðar. Ivan Rebroff hefur tvívegis áður komið til íslands. Hann er burt- fluttur frá Rússlandi fyrir allnokkr- um ámm og hefur undanfarin ár búið í Þýskalandi. Hljóðfæraleikinn annast Rússar, búsettir í Evróþu. Ekki hefur nákvæmlega verið ákveðið hvarþessir hljómlistarmenn koma fram, en stefnt er að hljóm- leikahaldi bæði fyrir norðan og sunnan, líklegast í Broadway eða Hótel íslandi og í Sjallanum á Akur- eyri, að sögn Birgis. Vörugjaldið: Reglugerð væntan- leg í vikulokin REGLUGERÐ um álagningu vörugjalds er væntanleg nú í lok vikunnar, að sögn Þórleife Jóns- sonar framkvæmdastjóra Lands- sambands iðnaðarmanna. Hann sat fúnd í gær með sérstökum starfehópi sem ríkisstjórnin skip- aði og á að Snna leiðir til að leggja gjaldið á með sem bestum hætti. „Það er engin endanleg niðurstaða fengin, það er að koma betur og betur í Ijós hvað þetta er flókið og erfitt í fram- kvæmd,“ sagði Þórleifúr eftir fúndinn í gær. „Ég held að senn sé að nást ill- skársta niðurstaðan," sagði Þórleif- ur. Sú niðurstaða felst í því að vöm- gjald af hráefni verði fellt niður við innflutning og við kaup af innlend- um hráefnissala. Þeir sem framleiða vömgjaldsskylda vöm þurfa þá að sækja um vömgjaldsskírteini til skattstjóra, en það er hliðstætt sölu- skattsskírteini. Þetta skírteini á að veita framleiðendunum heimild til að kaupa og flytja inn hráefni án vömgjaldsins. Þeir sem ekki framleiða vöm- gjaldsskylda vöm að staðaldri en em í samkeppnisiðnaði geta sótt um til fjármálaráðuneytisins að fá sérstakt bréf sem heimilar þeim að kaupa eða flytja inn hráefni án vömgjalds. Þórleifur segir að enn sé eftir að leysa ýmis vandamál, til dæmis að skera úr um hvað sé heildsölu- verð og hvað ekki. „Það má segja að það sé vax- andi skilningur á því að fara þær leiðir sem við höfum verið að benda á,“ sagði Þórleifur eftir fundinn í gær. Starfshópurinn sem ríkis- stjórnin skipaði til að fjalla um vöm- gjaldið er skipaður fulltrúum fjár- málaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis, Félags íslenskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðarmanna. Steingrímur Hermannsson: Kristinn Finnbogason lagði til málamiðlun STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra segir að Krist- inn Finnbogason, fúlltrúi Fram- sóknarflokks í bankaráði Lands- bankans, hafi lagt fram mála- miðlunartillögu í ráðinu er vaxta- hækkun var ákveðin á föstudag. Alþýðublaðið sagði frá því á þriðjudag að Kristinn hafi lagt fram tillögu um vaxtahækkun, sem fúlltrúar Sjálfetæðisflokks hafi samþykkt, en fulltrúar Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags verið á móti. „Kristinn lagði ekki til neina vaxtahækkun. Hann lagði til mála- miðlun, sem var miklu lægri en það sem bankastjórarnir vildu og reyndi að sætta ólík sjónarmið. Það er hans mál,“ sagði Steingrímur. „Kristinn er ekki neinn sendi- sveinn minn eða annarra þarna," sagði Steingrímur, er hann var spurður hvort hann væri að missa stjóm á sínum mönnum í ráðinu. „Hann var kosinn í þetta bankaráð og fer eftir sinni sannfæringu." Steingrímur sagði að ágreiningur um vaxtamál hefði ekki verið á dagskrá á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag þrátt fyrir ummæli Jóns Sigurðssonar viðskiptaráðherra um að ráðherrar litu þau mál mismun- andi augum og ummæli Steingríms Sigfússonar landbúnaðarráðherra um að stjóminni bæri að halda vöxt- um niðri. Isaflörður: Ráðgert að taka nýja sjúkra- húsið í notkun 10. mars Sumir telja sjúkrahúsið heilsuspillandi YMISLEGT bendir nú til þess að samkomulag náist um að flytja í nýja Qórðungssjúkrahúsið á Isafirði lO.mars. Við það er miðað að stjórnvöld standi við marggefin loforð um kaup á allra nausynlegasta búnaði. Deilur hafa að mestu staðið um tvo þætti, málsins, kaup á tækjum til rekstursins og hugsanlega hættu á að krabbameinsvaldandi efni, mengi andrúmsloftið í húsinu. Eftir að yfirlæknir sjúkrahússins gerði athugasemd við frágang lofta á síðasta hausti, hafa ýmsar stofnan- ir ríkisins ásamt heilbrigðisnefnd ísafjarðar, fjallað um málið án niður- stöðu. Menn töldu þó að lágmarks aðgerða væri þörf og ákvað heil- brigðisráðherra þá að skerða 7 millj- óna króna ijárveitingu, sem nota átti til kaupa á áhöldum og tækjum sjúkrahússins og nota til viðgerða á loftum. Stjóm sjúkrahússins, sem nú hef- ur að mestu tekið við störfum af byggingamefnd, átti nýlega fund í Reykjavík með forstjóra Innkaupa- stofnunar ríkisins, heilbrigðisráð- herra og þingmönnum lqordæmisins. Fyrir tilstuðlan Matthíasar Bjama- sonar þingmanns Vestflarðakjör- dæmis og fyrrverandi heilbrigðisráð- herra, vom gerð drög að samkomu- lagi um að taka lán til frágangs á loftum svo ekki kæmi til frekari skerðingar á fé til tækjakaupa. Heil- brygisráðherra hefur nú fallist á þessa málsmeðferð og að panta megi tækin. Búið er að panta tæki fyrir 5 miljónir, en ekki er alveg ljóst hvemig fer með afganginn því ekki hefur verið tekin afstaða til hvemig á að greiða þær kostnaðarhækkanir sem orðið hafa á tækjunum síðan í haust. Hér er þó einungis um að ræða tvo þriðju hluta þess búnaðar sem nauðsynlegur er vegna þessa áfanga, að sögn yfirlæknisins, Krist- ins Benediktssonar, en er sættanlegt ef það sem á vantar, kemur innan skamms. Erfítt reyndist að fá ábyggilegar upplýsingar um hvort þama ætti að flytja inn í heilsuspillandi húsnæði eða ekki. Formaður sjúkrahússtjóm- ar vísaði til þess álits forstjóra Holl- ustuvemdar ríkisins að húsnæðið væri ekki heilsuspillandi ef tiltölu- lega einfaldar lagfæringar væm gerðar, en það álit er byggt á eigin athugunum forstjórans _og sam- þykkis heilbrigðisnefndar ísaflarðar. Þá segir hann að forstjóri Vinnueft- irlits ríkisins hafí komið vestur og haldið fund með starfsfólki sjúkra- húsins og fullyrt að húsnæðið stæð- ist allar kröfur Vinnueftirlits ríkis- ins. Yfírlæknir sjúkrahússins telur að þótt þær aðgerðir, sem nú er talað um, nægi líklega til að ekki verði um heisluspillandi umhverfí að ræða fyrir starfsfólk hússins, þá hnigi öll vísindaleg rök að því að holskurðar- sjúklingar, sængurkonur og bmnas- árasjúklingar gætu hlotið skaða af. Krabbameinsvaldandi efni, sem komast nú fyrirhafnarlítið út í and- rúmsloftið á sjúkrahúsinu frá ein- angmn yfír lausum milliloftum, eiga greiðan aðgang að opnum sámm og telur hann að það sé ekki veijandi að leggja fólk inn á sjúkrastofnun við þær aðstæður. Hann byggir skoðanir sínar á skýrslu, sem dr. Guðni Jóhannesson verkfræðingur skilaði, eftir að hafa skoðað aðstæð- ur á sjúkrahúsinu og eftir viðræður við dr. Vilhjálm Rafnsson yfírlækni Vinnueftirlits ríkisins. Forstjóri Hollustuvemdar hefur enn ekki fengist til að senda frá sér annað en minnispunkta, auk þess að ræða málin í síma. Yfírlæknir vill hinsvegar fá fram formlega rök- studda skýrslu sem starfsmenn geti tekið afstöðu til. Hann segir jafn- framt að samþykkt heilbrigðisnefnd- ar ísaflarðar við tillögum Hollustu- vemdar, sem settar vom fram í símtali, hafí byggst á þvi að þama væm um fyrstu aðgerðir að ræða en ekki endanlegan frágang. Hann sagði jafnframt að starfsfólk væri tilbúið til flutnings 10. mars ef stjómvöld stæðu við gefin loforð. Að tækin væm að mestu komin og skriflegar staðfestingar væm fyrir því að það sem ávantaði væri á leið- inni. Hygging Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði hefur nú staðið yfír um 15 ár. Framreiknaður byggingar- kostnaður er orðinn 500—600 millj- ónir króna, nú um það leyti er flutt er inn. Þá er eftir síðasti áfangi bygging- arinnar, sem er innrétting á hluta legudeildar og aðstöðu fyrir starfs- fólk. - Úlfar r r „AÐ SYNA SIG OG SJA AÐRA“ I myrkri og misjöfnum veðrum vetrarmánaðanna er góður Ijósabúnaður mikilvægt öryggistæki. Fullkominn Ijósabúnaður tryggir ökumanni gott útsýni og eykurþanng öryggi hans og annarra vegfarenda. Mörgum blleigendum þykir einnig til bóta að Ijóskerin prýði útlit bllsins. RING aukaljóskerin skila þessu tvíþætta hlutverki vel. Þau eru með sterkum halogen perum sem lýsa betur en hefðbundnar glóþráðaperur. RING aukaljóskerin fást I mörgum stærðum og gerðum, bæði með gulu og hvltu gleri og leiðbeiningar á íslensku tryggja auðvelda ásetningu. Þeir bllaeigendur, sem kjósa öryggi samfara góðu útliti, ættu að koma við ánæstu benslnstöð Skeljungs og kynna sér nánar kosti RING aukaljóskeranna. PRISMA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.