Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 32

Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 Háskólinn á Akureyri: Keimsla í sjávarútvegs- fræðum hefst að ári Eins árs starfsreynsla við sjávarútveg skilyrði inngöngu VONAST er til að nám S sjávarút- vegsfræðum við Háskólann á Akureyri geti hafist um næstu áramót. Sjávarútvegsfræðin verður burðarásinn í skólastarf- inu, en nú þegar hafa verið settar á laggirnar heilbrigðisdeild og rekstrardeild. Skilyrði fyrir inn- töku i deildina eru stúdentspróf og a.m.k. eins árs reynsla við störf í sjávarútvegi. Umsækjend- ur með langa starfereynslu, en aðra fræðilega menntun en stúd- entspróf, eiga þó kost á inngöngu og verða slík tilvik metin hveiju sinni. Nemendur verða um 15 I ' hveijum árgangi. Jón Þórðarson, sjávarútvegs- fræðingur, er sérlegur ráðunautur Háskólans á Akureyri um sjávarút- vegsmál og hefur unnið að undir- búningi deildarinnar. Hann sagði að nefnd um kennslu á háskólastigi á Akureyri, sem skilaði áliti 1985, hefði Iagt til að skólinn skapaði sér sérstöðu með því að kenna fög sem ekki eru kennd við Háskóla íslands. „Við stefnum að þverfaglegu námi í sjávarútvegsfræðum, sem byggir á flestum grundvallargreinum sjáv- arútvegs," sagði Jón. „Það verða nokkrar grunnnámsgreinar, svo sem stærðfræði, efnafræði, tölfræði og tölvufræði. Námið skiptist síðan í Jón Þórðarson. næringarfræði, þar sem til dæmis er farið í lífefnafræði, örverufræði og efnafræði fiska, auðlindafræði, þar sem meðal annars er farið í fiskalíffræði og stór hluti námsins er tæknilegur og skiptist í veiðar- færatækni, skipatækni og fram- Ekkí opnaðar sér- stakar bjórstofíir Veitmgamenn á Akureyri eru nú að undirbúa sig fyrir 1. marz þegar bjórsala verður leyfð. Enginn hefur þó sótt um leyfí til að opna sérstaka bjórstofu af þessu tilefhi. Morgun- blaðið hafði samband við nokkra veitingamenn til að inna þá firegna af undirbúningi. Inga Hafsteinsdóttir, sem sér um rekstur Sjallans við Geisla- götu, sagði að vínstofunni í kjall- aranum yrði lítillega breytt. „Kjallarinn var opnaður fyrir um sex árum og þá voru keyptar en- skar innréttingar í bjórkrárstíl," sagði Inga. „Þessar innréttingar eru nokkuð famar að láta á sjá og þær verða væntanlega lag- færðar. Kjallarinn tekur um 120 manns og ég reikna með mikilli aðsókn, einkum fyrst eftir að bjór- inn kemur. Við ætlum okkur líka, hér eftir sem hingað til, að bjóða upp á ýmsa smárétti með bjóm- um. Af Sjallanum sjálfum er það að segja að ég á ekki von á mikl- um breytingum á honum. Ég á líka bágt með að ímynda mér að nokkur veitingamaður verði ríkur af því að vera með bjórkrár ein- göngu, því að hluti veitingamanns af bjórverði er lítill." Inga sagði að ekki hefðu verið pöntuð borð f kjallaranum 1. marz, en komið hefiir fram í fréttum að nokkuð sé um slíkt í Reykjavík. Þráinn Lárusson, veitingamað- ur í Uppanum við Ráðhústorg, sagði að hann væri nú að stækka staðinn um helming. „Það hefur lengi staðið til,“ sagði hann, „en breytingarnar eru ekki vegna bjórsins. Ég reyni ekki að herma eftir erlendum bjórkrárstíl og inn- réttingamar eru að mestu fengnar hér á landi. Uppinn er fyrst og fremst matsölustaður og ég fóma ekki þeim hluta rekstarins fyrir bjórdryklqufólk. Það verður eng- inn ríkur af að selja bjórinn." Þráinn sagði að Uppinn tæki eftir breytingar um 150 manns. „Fólk hefur hringt og óskað eftir því að ég tæki frá borð 1. marz, en ég hef ekki orðið við því enn. Eftir helgina ætla ég hins vegar að gera það og reikna með að öll borð verði frátekin." „Bleiki fíllinn er fyrst og fremst dansstaður og verður það áfram," sagði Fanney Jónasdóttir, sem rekur veitingastaðinn við Hafnar- stræti ásamt þeim Antonio Mellado, Sigurði Jónssyni og Sól- veigu Sigurjónsdóttur. „Ég efast um að bjórinn breyti miklu og efast líka um að það borgi sig að breyta fyrir bjórinn," sagði hún. „Á neðstu hæð hússins er ekki dansgólf og þar höfum við hugsað okkur að hafa opið daglega og bjóða þar upp á smárétti, auk bjórsins. Þá geta gestir gripið í billjarð. Húsið, sem er á þremur hæðum, tekur 5-600 gesti. Við höfum aldrei tekið frá borð fyrir gesti og 1. mars verður engin undantekriing að því leyti." Bjórþyrstir Akureyringar geta einnig nálgast sopann sinn á Hót- el Stefaníu við Hafnarstræti, þar sem iðnaðarmenn vinna nú við að innrétta bjórstofu. leiðslutækni. Loks er svo til að nefna hagfræði og farið er yfir skipulags- og stjómunarmál sjávarútvegs." Jón sagði að þó svo að námið væri á háskólastigi væri stúdents- próf ekki sett sem skilyrði fyrir inn- göngu. „Það er þó algert skilyrði að menn hafi stundað störf í sjávar- útvegi í eitt ár hið minnsta," sagði hann. „Og það er rétt að benda á að námið byggir mikið á stærðfræði og kennslugögn eru að stórum hluta á ensku eða einhveiju Norðurlanda- málanna, svo fólk verður að afla sér grunnmenntunar í þessum fögum áður en lengra er haldið. Mér finnst starfsreynslan hins vegar nauðsyn- legust og í raun er hún svo dýrmæt að það ætti að setja hana sem skil- yrði fyrir inngöngu í allar greinar háskóla og banna fólki að setjast inn í háskóla strax að loknu stúents- prófi." Nám í sjávarútvegsfræðum tekur 4- 5 ár og reiknað er með að útskrif- aðir sjávarútvegsfræðingar leiti í stjómunar- og rannsóknastörf innan sjávarútvegsfyrirtælqa og opinberra stofnana sem hafa með sjávarútveg að gera. „Það er greinilegt að fjöldi fólks hefur mikinn áhuga á þessu námi,“ sagði Jón. „Flestir sem haft hafa samband við Háskólann á Akureyri eru frá Austfjörðum, Vest- flörðum, Vestmannaeyjum og Reykjanesi. Þetta fólk er yfirleitt með stúdentspróf og hefur starfað 5- 10 ár við sjávarútveg. Hingað til hefur enginn frá Reykjavík eða Akureyri látið í sér heyra. Miðað við þann hóp sem ég hef talað við þykir mér líklegt að meðalaldur í sjávarútvegsdeildinni verði um 30 ár. Mér líst vel á að fá fólk með góða starfsreynslu í deildina strax í upphafi, því það getur lagt mat á námið jafn óðum og auðveldað okk- ur að þróa kennsluna svo hún verði markvissari. Deildin mun hafa góð tensgl við allar greinar sjávarútvegs og við miðum að því að halda suma kúrsana annars staðar en hér á Akureyri. Til dæmis er líklegt að hluti veiðitækninnar yrði kenndur á ísafirði, þar sem merkilegar tilraun- ir hafa verið gerðar með veiðar- færi,“ sagði Jón Þórðarson, sjávar- útvegsfræðingur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Lífog fjör ísnjónum Krakkarnir hafa óspart notað snjóinn að undanförnu og vel kunn- að að meta hann. Tilfinngar fullorðna fólksins hafa hins vegar verið blendnar. Iþróttaskemman: Gershwin-afmælistónleikar Kammerhljómsveit Akur- eyrar efiiir til Gershwin-tón- leika sunnudaginn 5. febrúar kl. 20.30 í íþróttaskemmunni, en á þessu ári verða 90 ár liðin frá fæðingu Georg Gershwin. Sextíu manns taka þátt í tónleik- unum og hefúr hljómsveitin aldrei verið Qölmennari. Danskur jassleikari, Erik Tschentscher, stjómar hljómsveit- inni af þessu tilefni. Flutt verða tónverkin Rhapsody in Blue ásamt sönglögum og dúettum úr söng- léiknum Porgy and Bess. Einnig verða flutt létt lög útsett fyrir sin- fóníska hljómsveit og rafmagns- hljóðfæri. Einleikari á píanó verður Krist- inn Öm Kristinsson, sem er starf- andi tónlistarmaður á Akureyri, og er þetta í fyrsta sinn sem hann kemur fram sem einleikari með Kammerhljómsveitinni. Þá fær hljómsveitin til liðs við sig unga söngvara frá Reykjavík, þau Jó- hönnu Linnet og Michael Levine. Keppt í Svarta Pétri Vistheimilinu Sólborg á Akureyri hefúr borist bréf frá Sól- heimum í Grímsnesi, þar sem tilkynnt er um íslandsmeistara- mót í Svarta Pétri, sem haldið verður á Sólheimum þann 25. febrúar. Mótið er fyrst og fremst hugsað fyrir þroskahefta, en er öllum opið. Skilyrði fyrir þátttöku er að viðkomandi kunni og geti spilað Svarta Pétur, eins og hann er spilaður á sérstök Svarta Péturs spil. Keppnin er útsláttarkeppni og er veglegur farandbikar í verð- laun, auk aukaverðlauna. Stefnt er að því að keppnin verði árlegur viðburður. Þátttaka er ókeypis og allir þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjal. Frestur til skráningar er til mánudagsins 20. febrúar. Ekki er ljóst hvort vistmenn Sólborgar geta sótt keppnina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.