Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 50

Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 „ okkur barn, 9JöL\ ti<5 -ím. þVi' h/erng er cxb bua, hér. Ast er. Uh> ... að setja allar vonir þínar á hann. TM Reg. U.S. Pat Otf.— all rights reserved ® 1989 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI "EtZUM VID AP VEIÐA/ EP<4 HVAÐ?/" 4 jÞessir hringdu . . Nauðsynlegt að búa bíla vel J.H. hringdi: „Tímabær áminning til öku- manna hér í borginni: Búið bílana vel undir vetrarakstur eða farið alls ekki af stað í ófærð. Þetta er mjög einfalt en samt er eins og fólk geti ekki skilið það. Fyrir bragðið standa tugir bílar jafnan fastir þegar færð spillist og þeir sem sýnt hafa fyrirhyggu í því að búa bíla sína undir vetrarakst- ur komast ekki áfram. Ég skil ekki hvemig nokkrum manni get- ur dottið í hug að leggja af stað á sumardekkjum í þeirri færð sem verið hefur en engu að síður eru þeir fjölmargir. Vona ég að þetta fólk athugi sinn gang því mikil óþægindi skapast útaf þessu.“ Gleraugn Gleraugu með grári umgerð fundust við Eytarás fyrir nokkm. Upplýsingar í síma 73503. Armband Gullhúðað armband tapaðist á Hótel íslandi eða þar fyrir utan hinn 21. janúar. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 92-14757. Fundarlaun. Köttur Grár köttur, sem kallaður er Hnoðri, fór að heiman frá sér að Skipholti 67 fyrir viku. Hann er mjóleitur og hefur rauðköflótta ól um hálsinn og er símanúmer innan á henni. Þeir sem hafa orð- ið varir við Hnoðra em beðnir að hringja í síma 83898. Gleraugu Gleraugu fundust við Lokastíg fyrir nokkm. Upplýsingar í síma 18276. Illa fariðmeð dýrin Til Velvakanda. Það er varla að orðið sé hægt að opna svo dagblað eða opna fyrir sjónvarp/útvarp að ekki rekist mað- ur á ógeðfelldar frásagnir af viður- eign mannsins og dýranna. Það er auðvitað hægt að hlaupa yfir þessar frásagnir eða skrúfa fyr- ir útvarp/sjónvarp en það getur ekki samrýmst mínu gildismati að leiða þetta endalaust hjá mér — mér finnst ég verða að taka afstöðu. Ég er á móti þessu og mér líður illa vitandi um þessa misnotkun og illsku manna í garð dýranna, og hlýt því að mót- mæla henni. Mjög víða erlendis em menn að vakna til meðvitundar um hvað er að gerast. Það er verið að vinna að óbætanlegu tjóni á lífríki jarðarinn- ar. Það sést alls staðar, í lofti, láði og legi, og margir reyna að sporna við þessari þróun, en því miður ekki allir. Sumstaðar er eyðileggingin orðin staðreynd. Annars staðar er ekki of seint að snúa við og bæta orðið tjón. Einhverra hluta vegna virðast Is- lendingar ekki geta skilið hvað er að gerast eða vilja ekki vita það, samanber okkar fávísu framgöngu í hvalamálum. Hveija halda menn að við séum að blekkja með kjána- legum rökum um vísindaveiðar? Við þurfum að fara að skilja að við emm ekki ein í heiminum og láta af þess- um rembingi sem er á góðri leið með að gera okkur almennt að at- hlægi út á við. Sumir em hissa á hve fréttir af þessum málum eiga upp á pallborðið hjá fréttamönnum en auðvitað vita þeir vel hveiju fólk hefur áhuga á. Mjög margir em al- varlega farnir að hugsa um um- hverfismál — og þá ekki síst dýra- vemd — og hafa mikinn áhuga á að fylgjast vel með framvindu mála, enda afar þýðingarmikið að vel tak- ist til. Annað er mér mikill þymir í aug- um. Það er að menn skuli leggjast svo lágt að skjóta ijúpur sér til skemmtunar. Hvað er að mönnum sem geta jafnvel stært sig af þess- ari andstyggilegu iðju opinberlega? Það virðast nánast engin takmörk vera fyrir því hvað lagst er Iágt til þess að þjóna drápshvöt sinni. Þeir hinir sömu bera því gjarnan við að þetta sé hluti af því að „njóta náttúr- unnar“ og að þetta sé „spennandi íþrótt". Þetta er hvort tveggja ósannindi og aðeins aum afsökun. Orðið og hugtakið „íþrótt" á ekkert skylt við það að þeysa upp um fjöll á vélsleðum og fjórhjólum, skjótandi þar á allt kvikt. Það em heldur eng- in rök fyrir því að verið sé „að njóta náttúrunnar" og sannarlega mikil öfugmæli. Að njóta náttúmnnar er að vera í henni í friði og fullu sam- ræmi við hana. Náttúran er ekki bara veður, jarðvegur og útsýni — hún er líka lífið úti í henni. Það er erfitt að skilja hvernig það má vera að nánast hver sem er geti orðið sér úti um byssuleyfi og byssu, það em bara formsatriði sem fylla þarf og litlar sem engar kröfur gerð- ar um kunnáttu viðkomandi í með- ferð skotvopna. Algjörir viðvaningar geta haldið af stað með byssu skjót- andi út í loftið og ræður þá tilviljun ein hvað eða hver verður á vegi þeirra og hvort eða hvar þeir hitta fómardýrið sýnist vera aukaatriði. Maður heyrir svo margar hryllings- sögur um hvernig dýrin em útleikin að það fyllir mann reiði og maður verður að krefjast einhverra úrbóta og reyna að höfða til samvisku manna — reyna að fá þá til að hætta þessum voðaverkum. Við emm öll fædd með samvisku — hæfnina til að greina á milli þess hvað er rangt og hvað er rétt. Innst inni vita þetta allir. Látum það rétta hafa vinning- inn. Guðrún Á. Runólfsdóttir frá Kornsá Yíkverji skrifar Ríkissjóður íslands auglýsir nú ákaft spariskírteini ríkissjóðs og reynir að gylla fyrir mönnum þá ávöxtunarmöguleika, sem kaup- endur bréfanna eiga. Skyldu menn ætla að þar væri allt kórrétt, en við nánari athugun munar þar tæp- lega 0,2% eða nákvæmar 0,177% að fullyrðingar ríkissjóðs séu réttar. I auglýsingunni segir stómm stöfum: „Með spariskírteinum ríkis- sjóðs getur þú tvöfaldað sparifé þitt að raungildi á aðeins 10 árum.“ Spariskírteinin em verðtryggð til fímm ára og bera raunvextina 7%. Eftir 10 ár eru vextirnir orðnir 96,7% og vantar því 3,3% upp á að fullyrðingin { auglýsingunni sé rétt. Ef um er aö ræða bréf, sem em verðtryggð til 8 ára, er niður- staðan enn fjarlægari fullyrðingu auglýsingarinnar, því að eftir 10 ár eru raunvextimir aðeins 93,1% og vantar því nálega 7% upp á að fullyrðing auglýsingarinnar stand- ist. Verðtrygging spariskírteinanna er tryggð með lánskjaravísitölu. Samkvæmt nýjustu fréttum hefur ríkisstjórninni fundist lánskjara- vísitala hækka of mikið miðað við laun. Því hafa menn nú ákveðið að láta launavísitölu gilda sem þriðj- ung í gmnni lánskjaravísitölu. Það er því væntanlega gert til þess að minnka hraða lánskjaravísitölunn- ar, sem þýðir með öðmm orðum að verið er að rýra ávöxtun spari- skírteinanna. xxx Athyglisverður þáttur var í ríkis- sjónvarpinu um síðustu helgi, sem fjallaði um aga eða öllu heldur agaleysi íslendinga. Þar kom fram að agaleysi eykst sífellt í þjóðfélag- inu og bar flestum saman um það. Töldu flestir að þar væri um að kenna uppeldi bæði heimila og skóla. Víkveiji hugsaði talsvert um þennan þátt, eftir að hafa horft á hann og spurði krakkana sína nokk- urra spuminga eftir þáttinn. Kom þá í ljós, að t.d. þekkist það varla í skólum í dag að börn séu látin ganga í röð inn í skólann í lok frímínútna. Þetta varð Víkveiji að gera í sinni bernsku og raðaði kenn- arinn meira að segja nemendum sínum upp í röð þannig að hinir minnstu gengu fremst og hinir stærstu aftast. Þannig varð röðin áferðarfallegri. Slíkt sem þetta virð- ist nú heyra fortíðinni til, enda virð- ast íslendingar gjörsamlega hafa týnt niður þeirri reglu að mynda röð. Nú treðst hver hann betur getur eða eins og Guðrún Helga- dóttir sagði í téðum þætti, þá væm kóngar á Islandi jafnmargir íslend- ingum. Athyglivert var, að eini viðmæl- andi sjónvarpsins í þessum þætti, sem taldi Islendinga mjög agaða þjóð, var útlendingur, sem hér hef- ur búið í allmörg ár.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.