Morgunblaðið - 26.01.1989, Side 53
53
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989
SMÁÞJÓÐALEIKARNIR Á KÝPUR
KNATTSPYRNA / ENGLAND
íslendingar senda
um 70 keppendur á
Smáþjóðaleikana
manns.
Þetta er einn flölmennasti
íslenski íþróttahópur sem tekið
hefur þátt í einu og sama mótinu
á erlendri grundu. Farið verður
utan 15. mai og komið til baka
25. maí. Fijálsíþróttamennimir
verða þó heldur lengur því þeim
hefur verið boðin þátttaka í al-
þjóðlegu móti sem fram fer á
Kýpur 27. maí.
Auk íslands taka þátt í mótinu
eftirtaldar þjóðin Malta, Mónakó,
Luxemborg, San Marínó, Kýpur,
Andorra og Leichtenstein.
UM sjötíu íslenskir keppend-
ur, auk þjálfara og farar-
stjóra, munu taka þátt í Smá-
þjóðaleikunum sem fram fara
í Nikosíu á Kýpurdagana 17.
til 21. maf í sumar. Þetta kom
fram á fundi hjá fslensku
ólympfunefndinni f gœr.
að er Alþjóða ólympíunefiidin
sem stendur fyrir Smáþjóða-
leikunum og er það íslenska
ólympíunefiidin sem skipuleggur
för íslensku keppendanna til Kýp-
ur. Ólympíunefndin greiðir helm-
ing alls kosnaðar á móti viðkom-
andi sérsambandi.
Körfuboltamenn verða fjöl-
mennastir í þessari för. Þeir senda
bæði karla og kvennalandslið sem
telu um 30 manns. íslenska karla
landsliðið í blaki verður einnig
með á leikunum. Gert er ráð fyrir
að tíu fijálsíþróttamenn verði
sendir, sex til átta sundmenn, sex
júdómenn og tveir til þrír kepp-
endur í skotfimi, auk þjálfara og
fararstjóra, eða alls um áttatfu
Ekkert
gefið
eftir
ÞaA er ekkert sœld-
arlíf að vera atvlnnu-
maður f knatt-
spyrnu. Þelr, sem
skara fram úr, eru
oft teknir föstum
tökum og þá er ekk-
ert gefið eftlr. Fyrlr
þvf fókk Slgurður
Jónsson að flnna f
leik Sheffleld Wed-
nesday og Nottlng-
ham Forest og
myndln sýnlr hvaða
hlutverkl Nell Webb
hafðl að gegna f
* leiknum.
BORÐTENNIS
Leikið gegn
Spánvevjum
w
Islenska landsliðið í borðtennis
leikur við spænska landsliðið í
Sevilla á Spáni í dag. Þetta er
fyrsti ieikur landsliðsins í 2. deild
Evrópukeppni landsliða. Frá Spáni
verður haldið til Grikklands og verð-
ur þar leikið í næstu viku við lands-
lið Grikkja, Skota og Wales í sömu
keppni.
Að sögn Halldórs Haralz í lands-
liðsneftid BTÍ á íslenska liðið einna
helst möguleika á að standa í lands-
liði Wales, „en við gerum okkur
engar vonir um sigur," sagði Hall-
dór.
í landsliðinu eru Ásta Urbancic,
Tómas Guðjónsson, Kjartan Briem
og Hjálmtýr Hafsteinsson, en þijú
keppa hveiju sinni — tveir karlar
og ein kona.
HANDBOLTI
Sjónvarpað
beint frá
Frakklandi
„VIÐ höfum fengið nokkra leið-
réttingu á okkar málum og
sjáum okkur því fœrt að sýna
fimm leiki beint frá B-keppn-
inni,“ sagði Ingólfur Hannes-
son, yfirmaður íþróttadeildar
RÚV, í samtali við Morgun-
blaðið í gœr.
m
Isíðustu viku hafði blaðið eftir
Ingólfí að útlitið væri svart varð-
andi beinar sendingar sjónvarps frá
B-keppninni í handknattleik vegna
samdráttar hjá stofnuninni. í gær
birti hins vegar til. „Samdrátturinn
er minni en upphaflega var gert ráð
fyrir og því höfum við ákveðið að
sýna_ beint leiki íslands í milliriðli,
leik íslands um sæti og/eða úrslita-
leikinn, en ekki leikina í riðlakeppn-
inni. Hins vegar verður öllum leilg'-
um íslenska liðsins útvarpað beint
á rás 2 og á stuttbylgju fyrir sjó-
mennina," sagði Ingólfur.
Hann sagði ennfremur að vegna
þessa yrði samdráttur á öðrum svið-
um. „Fólk hefur mikinn áhuga á
þessari keppni og því hefur hún
forgang."
Tkvöíd
Körfuboltl
Fjórir leikir verða í íslandsmótinu f
körfuknattleik i kvöld og hefjaat þeir
allir klukkan 20. Haukar og Þór Ieika
f Hafnarfirði, KR og Valur í Haga-
skóla, ÍBK og UMFG f Keflavfk og
UMFN og ÍR f Njarðvík.
éáJjfe. B-stigs námskeið
í handknattleik
HSÍ gengst, í samráði við FH, fyrir B-stigs þjálfaranámskeiði í hand-
knattleik dagana 2.-5. febrúar nk. Námskeiðið verður sett kl. 17 fimmtu-
daginn 2. febrúar í fyrirlestrasal ÍSÍ í Laugardal en fer að öðru leyti fram
í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði.
Flestir helstu þjálfarar iandsins verða leiðbeinendur og nokkrir sérfræð-
ingar flytja erindi. Aðalleiðbeinandi verður Hilmar Björnsson.
Þátttaka er öllum heimil sem lokið hafa A-stigs námskeiði og/eða hafa
víðtæka reynslu sem leikmenn eða þjálfarar. Þátttaka tilkynnist til skrif-
stofu HSÍ, sími 685422, í síöasta lagi mánudaginn 30. janúar. Þátttöku-
gjald er kr. 5000,- sem greiöist við upphaf námskeiðs. Kennslugögn
eru innifalin í verði.
Fræðslunefnd HSI
M IÐNTÆKNISTOFNUN,
11 ,SWN^§^
Eftirtalin námskeið verða haldin
á næstunni hjá Iðntæknistof nun
Fræðslumiðstöð iðnaðarins:
30.jan.-4. feb.Þök og þakfrágangur. Námskeið ætlað byggingamönn-
um, bæði meisturum og sveinum. 30-40 kennslustund-
ir. Virka daga kl. 15-19, laugardag kl. 8.30-16.
6. -10. febr. Steypuskemmdir. Námskeið ætlað iðnaðarmönnum,
verkfræðingum og tæknifræðingum í byggingariðnaði.
60 kennslustundir. Dagl. kl. 09.00-15.30.
7. -11. febr. Gluggar og glerjun. Námskeið ætlað húsasmiðum.
18 kennslustundir. 7., 8. og 9. febr. kl. 16.00-20.00,11.
febr. kl. 09.00-12.00.
13.-15. febr. Hljóðeinangrun. Námskeið ætlað iðnaðarmönnum,
hönnuðum og öðrum áhugamönnum. 18 kennslustund-
ir. Dagl. kl. 13.00-17.00.
Verkstjórnarfræðslan:
30. jan. Öryggismál. Farið yfir ábyrgð stjórnenda, viðhald örygg-
ismála, gott húsnæði, kostnaður vegna slysa o.fl. Nám-
skeiðið er haldið á Vesturlandi.
3. febr. Stjórnun breytinga og samskiptastjórnun. Fjallar um
stjórnun breytinga, starfsmannaviðtöl, hegðunarvanda-
mál, virkni starfsmanna o.fl.
6. febr. Innkaupa- og lagerstjórn. Skipulagning innkaupa og
lagerstjórnunar, mat á lágmarksbirgðum, birgðaskrán-
ing, „just-in-time" kerfið o.fl.
10. febr. Tíðniathuganir og hópafköst. Farið yfir hvernig meta
má afköst hópa, hagræðingu vinnustaða, afkastahvetj-
andi launakerfi o.fl.
15. febr. Vöruþróun. Helstu þættlf vöruþróunar, hlutverk verk-
stjóra, hugmyndaleit og mat hugmynda, þróun frum-
gerðar og markaðssetning.
17. febr. Multiplan-forrit og greiðsluáætlanir. Farið yfir undir-
stöður áætlanagerðar með PC-tölvu, kennt að nota
MULTIPLAN, greiðsluáætlanir o.fl. Námskeiðið er haldið
á Akureyri.
17. febr. Verkefnastjórnun. Farið er yfir undirstöðu verkefna-
stjórnunar, hlutverk verkefnisstjóra, undirbúningur og
skipulag helstu verkefna o.fl.
Rekstrartækni:
30. jan.-
1. febr.
6.-11. febr.
9. febr.
14. febr.
Önnur
í febr.lok.
(2 dagar)
23. febr.
Stefnumótun - skapið fyrirtækinu bjartari framtíð.
Námskeið ætlað stjórnendum er bera ábyrgð á rekstrar-
legri afkomu fyrirtækja. 16 kennslustundir.
Stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeið ætlað þeim,
sem hyggjast stofna fyrirtæki, hafa þegar stofnað fýrir-
tæki. Einnig haldið sérstaklega fyrir konur.
Staðlar - betri samkeppnisstaða. Mikilvægi staðla fyr-
ir fyrirtæki í útflutningi, lækkun framleiðslukostnaðar,
bætt gæði o.fl.
Strikamerki. Námskeið ætlað mönnum sem hafa um-
sjón með umbúðum í dreifingar- og framleiðslufyrir-
tækjum, prenturum og umbúðahönnuðum.
námskeið:
Ál og álblöndur - vinnsla, hönnun og efnisval.
Námskeið ætlað verk- og tæknifræðingum og öðrum
sem fást við efnisval tengt hönnun og vöruþróun.
Val og innkaup á stáli. Námskeið ætlað verk- og tækni-,
fræðingum og öðrum sem fást við stálinnkaup.
Námskeið í Reykjavík eru haldin í húsakynnum Iðntæknistofnunar.
Nánari upplýsingar og innritun hjá stofnuninni í sima 687000.
GEYMID A UGL ÝSINGUNA