Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 2

Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Bréf bankaeftirlitsins til Sverris Hermannssonar: 19 daga frestur vegna mistaka við tilkynningu Ekki tímabært að taka afstöðu til eignar- aðildar að Ogurvík eða öðrum fyrirtækjum Bankaeftirlitið hefiur gefið Sverri Hermannssyni, bankastjóra Lands- bankans, frest til 15. febrúar til þess að tilkynna réttum stjórnvöldum að hann hafi látið af starfi stjórnarformanns Ogurvikur hf. Bankaeftir- litið telur að um mistök hafi verið að ræða, er láðist að tilkynna hluta- félagaskrá breytingn á stjórn Ogurvíkur. Hvað eignaraðild Sverris að Ogurvík varðar, telur Bankaeftirlitið ekki tímabært að taka formlega afstöðu til hennar, þar sem vérið sé að athuga efnisinntak þeirrar greinar bankalaganna er kveður á um heimildir bankastjóra til þátt- töku í atvinnurekstri. „Bréf bankaeftirlitsins skýrir sig sjálft. Ögurvík fær frest til þess að laga þessar tilkynningar til hlutafé- lagaskrár og það verður að sjálf- sögðu gert,“ sagði Sverrir Her- mannsson í samtali við Morgunblað- ið. „í öðru leyti taka þeir sér tíma til að velta fyrir sér niðurstöðum varðandi hlutabréfaeign mína. Þar hef ég gert það sem f mínu valdi stendur til þess að selja minn hlut. Ég er ekkert óánægður með þessa niðurstöðu og hún kemur mér ekki á óvart." Sverrir var spurður hvort honum hefði borizt eitthvert tilboð í eignar- hlut hans í Ögurvfk, og hann sagði svo ekki vera. „Það er hins vegar með ólíkindum hvemig hver fjölmið- illinn étur það upp eftir öðrum að mér hafí borizt eitthvert tilboð frá fyrirtækinu Bjartmari á ísafirði," sagði Sverrir. „Ég hef ekkert slíkt bréf fengið, enda mun þama ekki vera um annað en skemmtiatriði á þorrablóti vestra að ræða eftir því sem kunnugir menn segja mér.“ Bréf bankaeftirlitsins til Sverris Hermannssonar fer hér á eftir í heild: „Bankaeftirlit Seðalbanka ís- lands hefur haft til athugunar svör yðar, sbr. bréf dags. 23. þ.m., við fyrirspum bankaeftirlitsins, skv. bréfi dags. 19. þ.m., varðandi ákvæði 1. mgr. 13. gr. 1. nr. 86/1985 um viðskiptabanka. vera lögformlegur stjómarformaður Ögurvíkur h/f. Að mati bankaeftir- litsins telst þátttaka yðar f stjóm nefnds hlutafélags því í andstöðu við ákvæði 1. mgr. 13. gr. 1. nr. 86/1985 um viðskiptabanka. Þar sem ætla má að um mistök við lögformlega tilkynningu um breytingu á stjóm hlutafélagsins hafi verið að ræða, telur bankaeftirlitið eðlilegt að yður verði gefínn kostur á að senda lög- boðnar tilkynningar um brotthvarf yðar úr stjóm nefnds hlutafélags til réttra stjómvalda, fyrir 15. febrúar næstkomandi. Á vegum bankaeftirlits Seðla- banka íslands og viðskiptaráðuneyt- isins fer nú fram athugun á efnisinn- taki 1. mgr. 13. gr. viðskiptabanka- laga að því er varðar heimildir banka- stjóra ríkisviðskiptabanka til þátt- töku í atvinnurekstri. Fyrr en niður- stöður þeirrar athugunar liggja fyrir telur bankaeftirlitið ekki tímabært að taka formlega afstöðu til eigna- raðildar yðar að Ögurvík h/f eða öðrum fyrirtækjum. Bankaeftirlitið mun hins vegar hlutast til um að málsmeðferð verði hraðað eins og kostur er. Með tilvísun til 5. mgr. 17. gr. laga nr. 37/1986 um Seðlabanka Islands er afrit bréfs þessa sent við- skiptaráðherra og formanni bankar- áðs Landsbanka Islands. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Skipstjórinn á Mariane Danielsen, Peter Steen Kristensen fyrir sjórétti í Keflavík í gær. Hann er einn til frásagnar um hvað gerðist í brú skipsins síðustu mínúturnar fyrir strandið. Á myndinni til hægri tekur forseti dómsins, Sigurður Hallur Stefánsson, hrl., eið af öðrum stýrimanni . Jóhann Péturssom fyrrverandi skipstjóri og meðdómari er Sigurði Halli á hægri hönd. Skipstjórinn einn í brúnni Keflavík. SKIPSTJÓRINN á danska fiutningaskipinu Mariane Danielsen sem strandaði við innsiglinguna í Grindavík í síðustu viku er einn til frásagnar um hvað gerðist í brú skipsins síðustu mínúturnar áður en það strandaði. Við sjópróf i Keflavik i gær sagði skipstjórinn að eftir að hafiisögumaðurinn hefði verið farinn frá borði hefði hann sett á sjálfstýringuna og haldið rétta stefiiu 195 fráður frá Grindavík og síðan breytt stefhunni og siglt 240 gráður. Hann hafi síðan brugðið sér augnablik inn í kortaklefann og þegar hann hafi komið aftur fram í brú skipsins hefði hann strax veitt þvi athygli að stýrið sýndi hart í bakborða og augnabliki síðar hefði skipð tek- ið niðri. Skipstjórinn kvaðst ekki hafa verið undir áhrium áfengis, en sagði í rettmum að hann hefði skysjúss um daginn. Hafnsögumaðurinn í Grindavík, Bjami Halldór Þórar- insson sem sigldi skipunu út úr höfninni sagði að hann hefði verið að leggja af stað með skipið frá bryggju þegar hann veitti því at- hygli að skipstjórinn virtist vera áberandi ölvaður og sér hefði ekki litist á blikuna að sjá hversu mikla vélarorku skipstjórinn notaði við að ná skipinu frá. Þetta hefði orð- ið til þess að hann hefði hætt við að sigla skipinu frá og skipað mönnum að binda það aftur. Þá hefði skipstjórinn komið til sín og sagst ætla að hafa öruggann mann á stýrinu og þá hefði hann látið til leiðast. Ferðin út innsigl- inguna hefði gegnið vel. Annar stýri- maður hefði stýrt, en á leið- inni hefði skipstjórinn brugðið sér frá í tvígang og var orðinn tals- drukkið þqá bjóra og einn wi- vert ölvaður, þegar Bjami fór frá borði. Sterk vínlykt hefði verið af skipstjóranum og hann hefði tvívegis dottið í brúnni. Bjami sagðist hafa farið lengra út með skipið en venja er. Annar stýri- maður fór úr brúnni að beiðni skipstjór- ans þegar út var komið og hjálpaði Bjama við að komast um borð í lóðsinn og fór að því búnu að vinna á dekkinu. Bjami sagði að þeir hefðu verið komnir rétt aftur með skipinu þegar það hefði skyndilega beygt á bakborða. Þegar hefði verið reynt að hafa smband við skipið, en ámagurslaust. Á leiðinni inn til Grindavíkur tók Mariane Danielsen niðri og urðu nokkrar skemmdir á botni skipsins og kom gat á tvo olíut- anka. Annar hafnsögumaður sigldi skipinu inn og sagði hann að sér hefði fundist það láta illa að stjórn. Skipið var á leið til Akureyrar til viðgerðar, þegar það strandaði. Landhelgisgæslumaðurinn sem fór um borð í skipið á standstað sagði að sér hefði virst skipstjór- inn vera alidrukkinn og sterka áfengislykt hefði lagt frá honum. Þeir sem komu fyrir dóminn að skipstjóranum undanskildum voru látnir vinna eið að framburði sínum og kom fram hjá flestum þeirra að þeir hefðu fundið áfeng- islykt af skipstjóranum. Yfirmennimir íjórir sem urðu eftir um borð í skipinu sögðu að svo mikill leki hefði komið að því strax eftir strandið að dælur skipsins hefðu ekki haft undan og því hefðu þeir ekki hætt á að láta draga það af strandstaðnum. Fram kom að 1. stýrimaður tók að nokkru við stjórninni um borð eftir strandið, þar sem skipstjór- inn hefði ekki getað sinnt skyldum sínum. Sagðist hann hafa talað við hafnsögumanninn þegar eftir strandið og stangast það á við framburð hafnsögumannsins sem sagðist ekkert svar hafa fengið frá skipinu. BB í bréfi yðar kemur fram, að þér eigið ekki sæti í stjóm stofnana eða atvinnufyrirtækja utan Landsbanka íslands. Samkvæmt staðfestu vott- orði Hlutaíélagskrár, dagsettu í dag, teljist þér vera stjómarformaður Ögurvíkur h/f. í símtali við forstöðu- mann bankaeftirlitsins, þann 19. þ.m., kom fram að þér telduð þar vera um mistök að ræða, enda hefð- uð þér sagt yður úr stjóm hlutafé- lagsins áður en þér tókuð við stöðu bankastjóra Landsbanka íslands. Með tilvísun til ákvæða í lögum um hlutafélög teljist þér, samkvæmt framangreindu staðfestu vottorði, Urskurðarnefiid fttndar í dag: Óvíst hvenær niðurstaða fæst A A Oskað eftir því við Seðlabanka Islands að hann reikni lánskjaravísitölu samkvæmt óbreyttum grunni KÆRA Baldurs Guðlaugssonar, hæstaréttarlögmanns, til Úr- skurðarnefndar um verðtrygg- ingu varðandi breyttan grunn lánskjaravísitölu verður tekin fyrir á fúndi í dag, að sögn Reykjavík: Fá foreldrar laun fyr- ir að vera heima við? Á RÁÐSTEFNU bandalags kvenna um hagsmunamál hqjmavinnandi fólks, kom fram hugmynd frá Davíð Oddsyni borgarstjóra, um hvort ekki mætti greiða foreldrum, sem þess óska, laun fyrir að vera heima með börnum sinum. Um 85% barna í Reykjavík á aldrinum 3 til 6 ára eru á dagvistarstofiiunum borgarinnar. „Þetta er ennþá iausleg hug- ið til móðurinnar ef hún kvsi frem- mynd, sem tekur tíma að þróa,“ sagði Davíð. „Til dæmis er kostnað- ur vegna tveggja barna einstæðrar móður á dagheimili 60.000 krónur á mánuði, en af þeirri upphæð greiðir hún 10.000 krónur en borg- in 50.000 krónur. Maður fer þá að velta því fyrir sér hvor einhver hluti þessarar upphæðar gæti ekki geng- ur að vera heima með böm sín eða ef hún vill frekar að barnið dvelji á dagvistarheimili þá gæti hún not- að peningana til að greiða hærra gjald fyrir gæsluna. Sama máli gegnir um foreldra barna á leik- skóla, nema þá er upphæðin lægri en ef af yrði þá er það foreldranna að velja hvemig þau vilja hafa þetta. Þetta hefur þegar verið reynt í Finnlandi. Þar frá þeir foreldrar, sem ekki nota dagvist hins opinbera fyrstu þijú árin, 8.000 krónur á mánuði í umbun. Svona hugmyndir fara að eiga rétt á sér þegar dregur úr þenslu á vinnumarkaðinu. Það er auðvitað hægt að hugsa sér þetta með ýms- um hætti bæði með afslætti á skött- um og öfugum skatti fyrir þá sem eru í raun skattlausir. Nú eða leng- ingu fæðingarorlofs svo að dæmi séu tekin.“ Hallgríms Snorrasonar, hag- stofiisljóra, sem er formaður nefiidarinnar. Hann sagði alls óvíst hve langan tíma tæki að úrskurða um erindi Baldurs. Auk hagstofústjóra sitja í nefndinni Helgi V. Jónsson, skipaður af Hæstarétti, og Guðmundur Guð- mundsson, skipaður af Seðla- banka. Baldur Guðlaugsson óskaði eftir því bréflega í gær við Seðlabanka Islands að hann reiknaði út láns- kjaravísitölu samkvæmt eldri og óbreyttum grunni lánskjaravísi- tölunnar, þ.e.a.s. hinum sama og notaður var þegar lánskjaravísitala fyrir janúarmánuð 1989 var reikn- uð. Er upplýsinganna óskað hið fyrsta. Þá hefur Baldur einnig skrifað Urskurðarnefnd annað bréf, þar sem hann leggur áherslu á að hann telji nefndina ótvírætt hafa úr- skurðarvald í máli þessu. Því verði ekki breytt svo gilt sé með reglu- gerð eða yfirlýsingu ráðherra í dag- blöðum. Síðan segir: „Í þessu máli er ágreiningur um það hvort við útreikning á tiltekinni fjárskuld- bindingu sem til var stofnað á árinu 1987 skuli leggja til grundvallar vísitölugrundvöll sem viðskipta- ráðuneytið ákvað með reglugerð útgefinni hinn 23. janúar 1989. Hér er því ágreiningur um grundvöll og útreikning vísitölu.“ Aðstoð við loð- dýrabændur RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að aðstoða loðdýrabændur vegna rekstrarerfiðleika þeirra. Auk annars felst að- stoðin í að lækka kostnað við loðskinnaframleiðsluna, meðal annars með lækkun fóður- verðs, og lagfæringu á lausa- skuldum loðdýrabænda og endurskipulagningu á fjárhag þeirra. Steingrímur J. Sigfússon land- búnaðarráðherra staðfesti að ríkisstjómin hefði á fundi sínum í gær ákveðið að hjálpa loðdýra- ræktendum og að þessar ráðstaf- anir yrðu væntanlega gerðar op- inberar í dag. Á síðasta ári var loðdýrabænd- um veitt aðstoð en í byijun des- ember sendi Samband íslenskra loðdýraræktenda ráðherra grein- argerð þar sem fram kom að þær ákvarðanir sem teknar voru áður hefðu ekki dugað og við blasti hrun loðdýraræktarinnar í landinu ef ekkert yrði að gert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.