Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 10

Morgunblaðið - 27.01.1989, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 Tónskóli Sigursveins: Tónlistamenn á maraþontónleikum Maraþontónleikar verða haldnir í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar við Hraunberg 2, laugardaginn 28. janúar. Tón- leikarnir eru haldnir í Qáröfl- unarskyni til kaupa á búnaði fyrir nýja skólahúsið i Breið- holti. Á þessu ári eru 25 ár liðin frá Guðbrandur Vigfússon Sýning og há- skólafyrir- lesturáald- arártíð Guð- brands Vig- fussonar í TILEFNI af aldarártíð Guð- brands Vigfússonar verður efiit til sýningar á helstu verkum hans í Landsbóka- safhi Islands. Þá hafa Háskóli íslands og Landsbókasafn boðið dr. Bene- dikt Benedikz bókaverði við Háskólabókasafnið í Birming- ham til íslands, og mun hann flytja fynrlestur um Guðbrand Vigfússon í boði heimspeki- deildar háskólans á ártíðardag- inn, þriðjudaginn 31. janúar, kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn verður fluttur á íslensku og er öllum heimill aðgangur. Dr. Benedikt Benedikz hefur kynnst sér Guðbrand Vigfússon sérstaklega og þá ekki síst ævi hans og störf á Englandi. Af verkum Benedikts má nefiia þýðingu, er hann gerði ásamt John McKinnell á Völuspárútg- áfu Sigurðar Nordals, er út kom í Durham 1978, en Benedikt var þá bókavörður við háskóla- bókasafnið þar. Á sama ári kom út á vegum Cambridge Uni- versity Press rit hans um Vær- ingja, The Varingians of Byz- antium, er reist var á Væringja- sögu Sigfúsar Blöndals. Benedikt annast nú sérsöfn (Special Collections) Háskóla- bókasafnsins í Birmingham. (Frétt frá Háskóla fglands og Landsbókasa&ii.) stofnun skólans en árið 1975 hóf skólinn. kennslu í Breiðholti og kom þar með til móts við böm í hverfinu sem annars sóttu tíma niður í bæ. Fjölmargir tónlistarmenn og aðstoðarfólk hafa tekið höndum saman og gert þessa tónleika mögulega og gefa þeir allir vinnu sína. Þeir sem koma fram eru: Ásgeir Steingrímsson, Bemharður Wilkinsson, Einar Kr. Einarsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Öm Pálsson, Guðríður S. Sigurðardótt- ir, Guðrún Guðmundsdóttir, Gunn- ar Gunnarsson, Hafsteinn Guð- mundsson, Halldór Haraldsson, Hlíf Siguijónsdóttir, Hljómeyki, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, John Speight með Álftaneskórinn, Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, Jónas Ingimundarsson, Kristinn H. Ámason, Kristinn Sigmundsson, Laufey Sigurðardóttir, Láms Sveinsson, Páll Eyjólfsson, Signý Sæmundsdóttir, Sigrún V. Gests- dóttir, Sigurður Alfonsson,_ Sig- urður I. Snorrason, Símon ívars- son, Wilma Yong, Þóra Fríða Sæmundsdóttir, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Þórhildur Halla Jóns- dóttir og Öm Magnússon. Enginn aðgangseyrir er að tón- leikunum en tekið verðurá móti fijálsum framlögum. Tónleikamir hefjast kl. 13 og lýkur kl. 18. Kaffiveitingar verða á staðnum. (Úr fréttatilkynningu.) Frá æfíngu nokkurra nemenda í Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar. Dagný Björgvinsdóttir Agnes Székely Tónleikar í Gerðubergi TÓNLEIKAR verða haldnir í Gerðubergi næstkomandi sunnudagskvöld, 29. janúar, og hefjast þeir klukkan 20.30. Þar koma fram AgneS'Székely lágf- iðluleikari og Dagný Björgvins- dóttir pianóleikari. Á efhisskrá verða verk eftir Stamitz, Hin- demith, Enesen og Brahms. Agnes Székely er fædd í Ung- veijalandi árið 1961. Hún hóf fiðlunám 6 ára að aldri og seinna lagði hún einnig stund á píanónám og tónsmíðar. Hún lauk einleik- araprófi á víólu og kennaraprófi á víólu og fiðlu frá Franz Liszt tónlistarháskólanum í Búdapest árið 1985. Kennarar hennar voru Lásló Bársony, Géza Németh og György Kurtág. Frá því á unga aldri hefur hún haldið einleiks- og kammermúsíktónleika víða um Evrópu, leikið í útvarp í Ungveij- alandi, Tékkóslóvakíu og Frakkl- andi og baroktónlist á barokhljóð- færi á hljómplötu árið 1983. Dagný Björgvinsdóttir stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík, og tók burtfararpróf í píanóleik þaðan árið 1981 sam- hliða píanókennaraprófi. Aðal- kennarar hennar voru Amdís Steingrímsdóttir og- Margrét Eiríksdóttir. Síðan stundaði Dagný einkanám hjá Áma Kristj- ánssyni. Á síðastliðnu ári lagði hún stund á kammermúsíknám í Guildhall School of Music í Lon- don. Kennari hennar þar var Gor- don Back píanóleikari. Athugasemdir við hæstaréttardóm eftir Gunnar Inga Gunnarsson Þann 20. janúar sl. kvað Hæsti- réttur upp dóm í máli heilsugæslu- læknisins í Grindavík gegn Ríkis- endurskoðun. Með dómnum er Ríkisendurskoðun heimilað að skoða sjúkraskýrslur á heilsugæslu- stöðinni í Grindavík eins og krafist er fyrir milligöngu trúnaðarlæknis Ríkisendurskoðunar. í lok rök- semdafærslu Hæstaréttar segir svo: „Við endanlegt mat á þeim hags- munum, sem til álita koma, þykir eiga að hafa í huga, að eðli málsins samkvæmt geta þau gögn, sem um er deilt, ekki verið trúnaðarmál læknis og sjúklinga einna, þar sem starfsmenn heilbrigðisstofnunar þeirrar, sem sóknaraðili starfar við, hljóta að hafa um þau nokkra vitn- eskju og að auki bera þeir reikning- ar, sem til endurskoðunar eru, með sér að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar. Er því ekki um að ræða meginbreytingu varðandi leynd gagnanna, þó að trúnaðarlæknir, 21150-21370 LÁRUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori LÁRUS BJARNASOM HDL. LOGG. FASTEIGNASALI Á fasteignamarkaöinn eru að koma meðal annarra eigna: Glæsileg íbúð í lyftuhúsi við Þangbakka 2ja herb. á 2. hæð 62 fm nettó. Stórar svalir. Ágæt sameign. Ákv. sala. Einn vinsælasti staöur i borginni. Höfum á skrá fjölda fjársterkra kaupenda einkum að nýlegum 3ia-4ra herb. íbúðum, sérhæðum, rað- og einbhúsum á einni hæð. Margskonar eignaskipti. Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign. Opið á laugardaginn. Kynnið ykkur laugardagsauglýsinguna. ALMENNA FASTEIGNASAIAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 sem bundinn er þagnarskyldu, kynni sér þau á vegum Ríkisendur- skoðunar að því marki, sem krafist er í máli þessu." Ég hef áður lýst aðdraganda þessa máls í grein í Morgunblaðinu og var sú skýrsla unnin áður en dómurinn var upp kveðinn. Við skoðun á þeim hluta röksemda- færslu Hæstaréttar, sem birtur er hér að ofan, koma fram ýmis at- riði, sem veruleg ástæða er til að gera athugasemd við. í fyrsta lagi kemst Hæstiréttur hér að þeirri niðurstöðu, að vegna nokkurrar vitneskju, sem ritari og hjúkrunarfræðingur, er starfa á heilsugæslustöðinni, hljóta að hafa um trúnaðarmál skjólstæðinga stöðvarinnar geti hin umdeildu gögn (sjúkraskrámar) ekki talist trúnaðarmál læknisins og sjúkling- anna einna og því verði ekki um að ræða neina meginbreytingu á leynd gagnanna, þótt utanaðkom- andi og óviðkomandi trúnaðarlækn- ir Ríkisendurskoðunar kynni sér leyndarmálin!! Hvemig í ósköpunum geta 5 hæstaréttardómarar í sameigingu látið svona lagað fara frá sér? Hér hlýtur að vera um mikinn þekking- arskort að ræða. Grundvallaratriðið hér er auðvitað það, að leynd þess trúnaðar, sem á að vera milli lækn- is og sjúklings er oft falin í þagnar- skyldu allra þeirra starfsmanna, sem sinna þjónustustörfum við sjúklinginn og þar með hagsmunum hans. Aðrir en læknirinn blandast aðeins í trúnaðarmál sjúklings, að þeir þjóni hagsmunum hans að ein- hverju leyti. Því rýrir það engan veginn trúnaðarsamband sjúklings og læknis, þótt ritari eða hjúkmnar- fræðingur blandist í einkamál hans með þessum hætti. Hins vegar er trúnaðarlæknir Ríkisendurskoðunar alls ekki til kallaður vegna hagsmuna sjúklings, Gunnar Tngi Gunnarsson þegar hann fer í sjúkraskýrslur hans, heldur aðeins á vegum bók- haldseftirlitsmanna frá ríkinu. Trúnaðarlæknirinn er bundinn þagnarskyldu, eins og svo margir aðrir, en sú skylda veitir honum engan sjálfgefinn rétt til að fara í einkamál annarra með þessum hætti. Hér mætti halda, að Hæsti- réttur sé að lýsa því yfír, að þagnar- skyldan sé svo útvötnuð með aðild ritara og hjúkrunarfólks að trúnað- inum, að ástandið versni ekki, þótt einn karl bætist við! Svona lagið getur varla legið að baki niðurstöðu Hæstaréttar. í öðru lagi segir Hæstiréttur, að reikningar læknisins, sem hér em til endurskoðunar, beri þess utan með sér, að tilteknar aðgerðir hafi verið gerðar, og því sé sjúkra- skýrsluskoðun trúnaðarlæknis Ríkisendurskoðunar engin megin- breyting á leynd gagnanna. Hér er einnig yfirlýsing um það, að upplýsingarnar á reikningnum séu sem slíkar galli á leyndinni og því ekki stórvægileg breyting, þótt skoðunin sé gerð eins og krafist var. Mjög takmarkaðar upplýsingar koma venjulega fram á reikningum lækna varðandi trúnaðarsamband læknis og sjúklings. T.d. em flestir reikningar aðeins sendir vegna við- tals við sjúkling á stofu eða vitjun- ar til sjúklings án nánari upplýs- inga. Þess vegna gefur þessi meinti leki enga ástæðu til að skrúfa alveg frá. Hins vegar kemur til álita, ef reikningar lækna em skoðaðir í strangasta skilningi þagnarskyld- unnar, að þeir séu sem slíkir brot á læknalögum vegna þeirra þó tak- mörkuðu upplýsinga, sem þeir gefa. Slíkt álit ætti þá frekar að leiða til breytinga á þeim lögum, sem segja, að heilsugæslulæknar skuli starfa skv. gjaldskrá. Hæstaréttardómurinn frá 20. janúar sl. er að mínu mati réttar- slys. Hér er verið að fórna trúnaðar- trausti milli læknis og sjúkiings vegna misskilinna hagsmuna. Eg hef áður bent á, að sjúkraskrár em lélegt gagnasafn til að byggja á við endurskoðun læknareikninga. Langeðlilegast væri að hafa beint samband við sjúklingana sjálfa í reglubundiift eftirliti og fá þá til að segja til um réttmæti reikninganna án þess að fara í trúnaðarmál þeirra að óþörfu og hafa þannig hugsan- lega varanleg áhrif á framtíðargildi sjúkraskráa hér á landiT*' Að þessum dómi gengnum ber okkur læknum að upplýsa skjól- stæðinga okkar um þessa skoðunar- heimild Ríkisendurskoðunar. Gæti það þá leitt til þess, að hinir efna- meiri fæm að borga fullt gjald á heilsugæslustöðvum til að klippa á skoðunarleiðir stórabróðir, og að framtíðin yrði þannig, að Ríkisend- urskoðun hefði aðeins aðgang að trúnaðarmálum þeirra, sem ekki hefðu efni á að kaupa sér sjálf- sagða leynd einkalífsins. Höfundur eryfírlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Árbæ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.