Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
15
stöfunum til þess að auka þjóðar-
tekjur.
Ríkisstjórnin hefur svikið alla
þessa þijá þætti en aftur á móti
farið út í mikla skattheimtu með
sköttum ofan á skatta, sem valda
samdrætti í atvinnulífinu, sem
síðan veldur atvinnuleysi og- þar
af leiðandi þverrandi getu til
þjóðarframieiðslu. Af þessu leið-
ir að þjóðartekjurnar minnka að
sama skapi, en þær eru einmitt
forsendan fyrir velsæld og mögu-
leika til þess að borga skuldina.
Hjólin hætta smám saman að snú-
ast og hlutur hvers og eins í þjóðar-
tekjum minnkar. — Meiri skattar
þýða minna í hvem vasa.
Meiri skattar skerða kaupgetu
almennings og minni kaupgeta þýð-
ir minnkandi eftirspum eftir vömm
og þjónustu. Þannig hraða skattar
samdrættinum í efnahagslífinu og
þessvegna fara allar vestrænar
þjóðir eftir hárvissum reglum þegar
þær beita skattlagningu, þveröfugt
við iðju íslensku ríkisstjomarinnar.
Spumingin er: er einhver annar-
legur tilgangur með þessari þungu
skattlagningu? Það er þegar komin
Jámtjaldslykt" af umhverfinu, sem
við búum í. Við skulum hafa efst í
huga, að hér em vinstri flokkar á
ferðinni og er hugsanlegt, að stefnt
sé hér að Skandinavíu-fyrirmynd
með ríkisforsjá?
Sem dæmi um það hve rangt er
að farið má tilnefna Vestur-Þjóð-
veija sem vom að skera niður
skatta um 14 milljarða marka 1988
og aftur 1989 til þess að hleypa
auknu lífi í atvinnulífið og skapa
hagvöxt og aukningu þjóðarfram-
leiðslu um 2-4%.
Ef litið er afturábak á okkar
hörmulega veg ber kunnáttumönn-
um saman um, að strax í byijun
árs 1987 átti að leiðrétta gengi
krónunnar og aftur í október 1988
til þess að lægja gervi-þensluna í
hagkerfinu. Ekkert var aðhafst og
nú emm við komin úr öskunni í
eldinn með þeirri einu „skreytingu"
að alþýðubandalagsmenn em
komnir inn í stjómina í stað sjálf-
stæðismanna.
Stjómin fer sannarlega hvergi
eftir hefðbundnum aðferðum við
efnahagsmálin, heldur notar býsna
nýustárlega tilburði. Ef hægt er að
beita „handafli" og þumalfingur-
reglu við efnahagsvandann í stað
reyndra fræðilegra leiða þá getum
við stofnað hér frægustu háskóla-
deild heimsins í „nýhagfræði".
A þessari stundu sitjum við á
sí-stækkandi verðbólgublöðm með-
an verðstöðvun er í viðjum laga,
sem springur út í stjómlausri verð-
bólgu-skriðu um leið og lögunum
er aflétt, eins og verður að gerast
mjög bráðlega.
Hvaða „stríðsmenn" verða þá
fyrstir til þess að yfirgefa völlinn?
Ríkisstjómin hefur hingað til
hamlað á móti gengisfeilingu, sem
áður fyrr hefði þótt sjálfsögð til
þess að rétta við bágstaddan sjávar-
útveg og styrkja með þvi markaði
okkar undirstöðuatvinnuvegs.
Allan tímann hefur Halldór Ás-
grímsson talað fagurlega og já-
kvætt við útvegsmenn og þá er
útveginn stunda. Núna þegar út-
vegurinn er kominn á hnén vendir
stjómin kvæði sínu skyndilega í
kross og bætir gráu ofan á svart
með því að koma fram með nýja
áætlun, sem gjörbreytir allri stöðu
sjávarútvegs á íslandi. RÍKIÐ
ÆTLAR AÐ EIGNAST POLLINN
kringum landið og selja í hann veiði-
leyfi eins og veiðirétt í laxám lands-
ins. Eini munurinn hér á er sá, að
laxámar em í einkaeign en sjórinn
í eigu ríkisins.
Að lokum valdatafls
Ef einstakir atburðir síðastliðins
árs em nánar skoðaðir koma upp
þær getgátur hvort ríkisstjómin sé
að reyna að slæva, tfmabundið,
starfsemi Hæstaréttar og Seðla-
banka. Á sama tíma er skyndilega
reynt að stýra veikburða útveginum
inn á „ný mið“ veiðileyfa.
Ein spuming rís nú upp. Hve
lengi sitja verkalýðsfélögin og ASÍ
aðgerðalaus í hækkandi verðlagi
undír verðlagsfrystingu með lögum?
Höfiindur er forstjóri VíSlfellshf.
Tískufatnaður • vinnufatnaður • barna- og ungl-
ingafatnaður • sængur, koddar • sængurvera-
sett • fóðraðir og ófóðraðir jogginggallar •
barnaúlpur • skíðasamfestingar • fata- og gardínuefni • snyrti-
vörur • skartgripir • gjafavara • garn og prjónavörur • gallabuxur
• skór • og margt margt fleira. Fjöldi góðra fyrirtækja á aðild að
Risaútsölumarkaðnum. Eingöngu vandaðar vörur í boði, á stór-
lækkuðu verði. Nú er tækifæri, sem seint býðst aftur, til að gera
góð kaup. Allt á að seljast! Við höfum opið
mánudaga til föstudaga frá kl. 12:00 til 18:00 og
á laugardögum frá 10:00 til 16:00.
h
Allt að 80% afsláttur
RISAUTSÖLUMARKAÐURIMN
Bíldshöfða 10 (þessi með stjörnunni)
ALLT AÐ
90%
AFSLÁTTUR
ó hundruðum bókatitla i takmörkuðu
upplagi
í 14 DAGAFRÁ 21.JAN-4.FEB
Komdu við á bókamarkaðinum í Síðumúla 1 1 og bættu
gullvægum bókum í safnið.
ÖRN OG
ORLYGUR
StÐUMÚLA 11 - SÍMI 84866
P&Ó/SlA