Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 17 Rögnvaldur Ólafsson Signrður Guðmundsson frá tækniskólanum í Darmstadt 1932. Gerð var breyting á félagslögum og var félagsaðild til að mynda rýmkuð nokkuð. Taka mátti þannig inn í félagið menn, sem sýnt höfðu í verki að þeir hefðu sambærilega kunnáttu og þeir, sem fengu inn- göngu í það. Samþykkt var að félagar legðu uppdrætti að byggingum sínum fram á fundum í félaginu til þess að fá fram jákvæða gagnrýni kol- lega sinna. Þá var skipulagsupp- dráttur fyrir Reykjavíkurbæ hengd- ur upp á fundi í félaginu árið 1928 og gerðu félagsmenn ýmsar at- hugasemdir við hann. Bæjarstjórn var síðan ritað bréf þar sem farið var fram á það að skipuð yrði nefnd til þess að endurskoða skipulagið. Verkfræðingafélaginu var ritað bréf þar sem þeim tilmælum var beint tii verkfræðinga að þeir héldu sig innan síns verksviðs og sinntu ekki skipulagsuppdráttum að hús- um. Þá var einn félagsmanna kærð- ur fyrir stjórn félagsins, þar sem hann hélt sig ekki við samþykkta taxta fundarins. Umræður áttu sér stað um nýja strauma í byggingar- list, t.d. nýjungar í gluggagerð. Töluverð umræða varð um ýmsa þætti samkeppnismála og lagðist félagið t.d. gegn þátttöku í boðaðri samkeppni, þar sem menn gátu ekki fellt sig við ákvæði í keppni- slýsingu. Var sú krafa samþykkt á fundi í félaginu, að byggingameist- arinn mætti kjósa sjálfur heppileg- an byggingarstíl og að krafa um ákveðinn stíl væri ekki tilgreind. Einnig skyldi þeim er 1. verðlaun hlyti í samkeppninni falin útfærsla endanlegra uppdrátta að bygging- unni. A þessum árum komu eftir- taldar samkeppnir til kasta félags- ins: kirkja fyrir dómkirkjusöfnuðinn í Reykjavík (1929), Akureyrar- kirkja (1930) og bygging Odd- fellow-reglunnar í Reykjavík (1931). Árið 1932 var gerð úttekt á því hve mörg hús í Reykjavík hefðu verið teiknuð af félagsmönnum árið áður. Leiddi hún í ljós, að aðrir en félagsmenn hefðu einungis teiknað minni háttar breytingar, viðbætur og skúrabyggingar, en allar meiri háttar byggingar fallið í hlut félags- manna Byggingameistarafélagsins. Fimm manna gjaldskrámefnd var skipuð árið 1933 til þess að fara ofan í saumana á taxtamálum. Þá var einnig hafin barátta fyrir því Gunnlaugur Halldórsson Guðjón Samúelsson „Arkitektafélagið hef- ur starfað óskipt og samfellt fram til dags- ins í dag og þeirri sögu verða gerð skil seinna. Þar hafa skipzt á skin og skúrir, og enn sem fyrr er tilgangur fé- lagsins að stuðla að betri byggingarlist í landinu, sem við byggj- um.“ að fá lagavernd yfirvalda fyrir fé- lagsmenn Byggingameistarafélags- ins, augljóslega til þess að tryggja þeim réttindi til hönnunar húsa umfram þá, sem ekki áttu kost á inngöngu í félagið vegna ónógrar menntunar og skorts á hæfileikum. Nokkrum félagsmönnum fannst vanta kraft í félagið og kom meira að segja fram tillaga um að leysa það upp, en ákveðið var „að gera alvarlegar tilraunir til þess að blása heilögum og lifandi anda í nasir þess“! Árið 1934 var samþykkt tillaga um að breyta nafni félagsins og var því formlega breytt í Félag íslenzkra arkitekta, en í raun kemur það nafn sjaldan fyrir í fundargerð- arbókum og mun það ávallt hafa verið nefnt Arkitektafélag íslands. Líklega hefur þetta verið m.a. gert með hliðsjón af menntun nýjustu félagsmannanna. Þetta ár gengu í félagið 3 menn; þeir Þórir Baldvins- son (f. 1901), Arne Finsen ogGunn- laugur Halldórsson (1909-1986), sem beitt hefur sér meira í félags- málum arkitekta en nokkur annar og var síðar gerður að heiðursfélaga Arkitektafélagsins. Hann hafði lok- ið fullnaðarprófi frá akademíunni í Kaupmannahöfn 1933. Lagaverndarmálið þokaðist áfram. Bæjarstjóri var jákvæður, en málið þurfti að fá afgreiðslu bygginganefndar og bæjarstjórnar. Lagt var til að félagið sækti um inngöngu í Iðnaðarsamband bygg- ingarmanna í Reykjavík og mundi það auka samvinnu meðal manna, sem störfuðu í byggingariðnaði, en málið fékk ekki afgreiðslu. Næsta ár var Erlendur Steinar Ólafsson (1883-1968) tekinn inn í félagið. Samkeppnismál bar mjög á góma og fjallað var um verkaskiptingu á milli arkitekta og verkfræðinga, en auk þess samvinnu félaganna um skipan í bygginganefnd Reykjavík- ur. Árið 1936 er merkisár í sögu félagsmála arkitekta og um haustið var stofnað annað arkitektafélag, sem hlaut nafnið Akademiska arki- tektafélagið. í Arkitektafélagi ís- lands voru haldnir 6 bókaðir fundir þetta ár. Þar var m.a. rætt um byggingamál í Norðurmýri í Reykjavík og voru félagsmenn óánægðir með það að bærinn hefði látið lóðarhöfum í té mjög ódýrar teikningar, sem starfsmenn bæjar- ins höfðu gert. Töldu þeir með þessu girt fyrii- afkomumöguleika stéttar- innar. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á 10 ára afmæli þess voru tveir félagar strikaðir út af félagaskrá, þar sem þeir höfðu ekki farið eftir lögum þess. Samþykktar voru breytingar á lögum félagsins og jafnframt sett á laggimar ný nefnd til þess að gera tillögur að frekari lagabreytingum. Á félags- fundi um haustið var rætt um beiðni nokkurra félagsmanna að vera strikaðir út af félagaskrá, þeirra Ágústar Pálssonar, Einars Sveins- sonar, Gunnlaugs Halldórssonar og Sigurðar Guðmundssonar. Varð fundurinn við beiðni þeirra, nema eins, sem ekki hafði staðið skil á félagsgjöldum það árið. Lesið var upp bréf dags. 18. nóv., þar sem tilkynnt var stofnun Akademíska arkitektafélagsins. Sendi fundurinn nýja félaginu heillaóskaskeyti! Þá var rætt um framtíðarstörf FÍA og var samþykkt að það hefði forgöngu um samningu nýrrar bygginga- reglugerðar fyrir Reykjavíkurbæ. Stjóm var einnig falið að fara þess á leit við bæjarráð að starfsmenn Reykjavíkurbæjar teiknuðu ekki byggingar fyrir almenning. Næstu misserin störfuðu 2 arki- tektafélög í höfuðborginni. I aka- demíska arkitektafélaginu vom há- skólalærðir arkitektar sem allir höfðu lokið fullnaðarprófi í arkitekt- úr, nema Sigurður Guðmundsson, sem hafði ekki tekið lokapróf. I gamla félaginu vom engir lengur með fullnaðarpróf í arkitektúr, heldur höfðu félagar að baki skemmra nám í byggingafræðum. Vom þeir stundum kallaðir fúskar- ar af hinum, sem af lengra námi státuðu, en hins vegar virðast sam- skipti félaganna hafa verið með fullri vinsemd. Ástæður fyrir stofnun Aka- demíska arkitektafélagsins vom einkum tvær. í nokkum tíma hafði verið unnið að lagasetningu um starfsréttindi í byggingamálum og hafði sú vinna ýtt á að stofnað yrði sérstakt fagfélag fulllærðra arki- tekta. Þessi lög gengu síðan í gildi í júnímánuði 1937. Hin ástæðan var sú að nokkrir arkitektar, einkum þeir Guðjón Samúelsson, Bárður Isleifsson og Eiríkur Einarsson, höfðu alltaf ver- ið ófáanlegir til þess að ganga til félags við „fúskarana" í Bygginga- meistarafélaginu (síðar Félagi íslenzkra arkitekta). Þegar umræð- an um starfsréttindi varð meiri, ákváðu faglærðu arkitektarnir í FÍA að ganga til samstarfs við kol- lega sína. Fulllærðu arkitektarnir töldu byggingameistarana hafa rænt þá eðlilegu nafni á félagi sínu, þegar nafnabreytingin var gerð 1934. Fannst ýmsum félagar Aka- demiska arkitektafélagsins sýna hroka með nafni þess, en ekki er ólíklegt að um dönsk áhrif hafi verið að ræða, því í Danmörku hét annað tveggja arkitektafélaganna þar: Akademisk arkitektforening. Árið 1937 fór þegar að halla undan fæti hjá gamla félaginu, enda höfðu þeir misst hluta sinna virkustu fé- lagsmanna yfir í nýstofnaða félag- ið. Á fundi í FÍÁ var lesið upp skeyti: „Akademíska arkitektafé- lagið þakkar Arkitektafélagi Is- lands árnaðaróskir þess við stofnun félagsins og væntir góðrar sam- vinnu framvegis." Arkitektafélag íslands einbeitti sér einkum að und- irbúningsvinnu við gerð nýrrar byggingasamþykktar. Þá var einnig til umræðu frumvarp til laga um rétt manna til að kalla sig verk- fræðinga, húsameistara eða iðn- fræðinga. Fundarsókn var dræm á fjóra bókfærða fundi í Félagi íslenzkra arkitekta árið 1937 og var sá síðasti þeirra haldinn þann 23. apríl. Þegar formaður hafði sett fund bað hann fundarmenn (alls 11) að minnast þeirra, sem gengið höfðu úr félaginu með því að rísa úr sætum! Enginn fundur er bók- færður árið 1938 og aðeins tveir fundir árið eftir. Var félagið þá endanlega lagt niður. Á fyrri fundi ársins var rætt um breytingar á lögum um rétt manna til að kalla sig verkfræðinga, húsameistara eða iðnfræðinga. Var samþykkt breyt- ing sem segir: „að leyfi (sem um getur í 3. grein) skal ráðherra veita öllum þeim er þegar hafa lokið fullnaðarprófi í byggingarlist við listaháskóla, eða tekniskan háskóla, svo og þeim er stundað hafa húsa- meistarastörf eða sambærileg störf að aðalstarfi, eigi skemur en 6 ár áður en lög þessi tóku gildi. Eftir gildistöku þessara laga skal aðeins veita umrætt leyfi að fengnum meðmælum stéttarfélags húsa- meistara. „Samkvæmt þessu áttu aðeins hinir eldri félagar í FÍA að fá umrætt leyfi. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum atkvæð- um! Þann 30. marz 1939, á 13 ára afmæli félagsins, var haldinn loka- fundur í Félagi íslenzra arkitekta að viðstöddum 12 félögum. Formað- ur, Sigmundur Halldórsson, skýrði frá því að þar sem ekki væri fyrir hendi sú ástæða, sem gerði nauð- synlega tilveru tveggja arkitektafé- laga yrði á fundinum gengið til at- kvæðagreiðslu um það hvort leysa skyldi upp Félag íslenzkra arki- tekta. Gat hann þess að 8 félags- menn hefðu öðlazt húsameistara- réttindi og rétt til inngöngu í félag húsameistara. í atkvæðagreiðslu yoru félagsslitin samþykkt með öli- um greiddum atkvæðum! Sjóði fé- lagsins var því næst skipt og sú upphæð, sem ekki rann til félags- manna sjálfra, var gefin fagfélagi arkitekta — til stofnunar styrktar- sjóðs fyrir arkitekta! Akademíska arkitektafélagið Akademíska arkitektafélagið var formlega stofnað 20. október 1936 og voru stofnendur 7: Ágúst Páls- son, Bárður ísleifsson, Einar Sveinsson, Eiríkur Einarsson, Guð- jón Samúelsson, Gunnlaugur Hall- dórsson og Sigurður Guðmundsson. Allr voru þeir jafnframt félagar í Verkfræðingafélagi íslands. Fyrsti formaður var kosinn Guðjón Samú- elsson. Auk stjómarmanna var kos- in þriggja manna laganefnd og fjög- urra manna taxtanefnd. Á fundum á fyrsta starfsári var byggingasam- þykkt Reykjavíkur til umfjöllunar, einnig skipan bygginganefndar. Kom fram að samþykktin væri löngu úrelt, ekki sízt í Ijósi þess hve bygginganefnd væri lítt hæf til þess að gegna hlutverki sínu. Fram kom að bæjarráð hefði snúið sér til einstakra félaga og mælzt til þess að þeir kæmu fram með tillögur að endurbótum. Var samþykkt til- laga þar sem Akademíska arki- tektafélagið spyr háttvirt bæjarráð að því, hvort ekki sé tímabært að endurnýja byggingasamþykkt Reykjavíkur og athuga nánar skip- an bygginganefndar. Herði Bjarnasyni (síðar húsa- meistara ríkisins) var veitt inn- ganga í Akademíska arkitektafé- lagið á fyrsta fundi þess árið 1937, en þá voru alls 11 fundir haldnir. Félagslög voru samþykkt og þar sagði m.a. að tilgangur félagsins væri að sameina háskólamenntaða (akademíska) arkitekta; styðja fé- lagana í starfi og vekja þjóðina til skilnings á húsagerðarlist. Um fé- lagsaðild kvað þar á að félagar gætu þeir einir orðið sem lokið hefðu fullnaðarprófi í húsagerðar- list við einhvern viðurkenndan há- skóla. Bent var á nauðsyn þess að lögverndun fengist á nafni stéttar- innar og var talið líklegt að af því gæti orðið á næsta þingi. Guðjón Samúelsson, formaður félagsins, bar fram þá tillögu að starfsheiti arkitekta skyldi vera íslenzkt — og skyldi það vera húsameistari. Sam- þykktu fundarmenn það. Stjóm var falið að senda stjórn Verkfræðinga- félags íslands hógvært bréf, þar sem óskað væri eftir verkaskiptingu á milli félaganna. Samþykkt var að styðja frumvarp að lögum um rétt manna til þess að kalla sig húsameistara (arkitekta). Á fundi þann 15. apríl var fjallað um út- varpsþátt, sem gerður var í tilefni 25 ára afmælis Verkfræðingafélags íslands, þar sem fulltrúum nær allra faggreina félagsins hafði verið boð- in þátttaka, nema arkitektum og voru menn óánægðir með það. Upp- lýst var að þar sem frumvarp til laga um rétt manna til þess að kalla sig verkfræðinga, húsameist- ara og iðnfræðinga hefðu þegar öðlazt gildi gætu arkitektar ekki talizt lengur reglulegir félagar í VFÍ þar sem að samkvæmt lögun- um mynduðust sjálfkrafa tvö sjálf- stæð stéttarfélög. Um haustið kom fram að nauðsynlegt væri að þeir félagsmenn, sem fullnægt gætu lögum nr. 25 frá 13. júní 1937 um rétt manna til þéss að kalla sig húsameistara (arkitekta), fengju ráðherraleyfi fyrir þeirri nafnbót. Yrði þá jafnframt sótt um réttindi fyrir félagsstofnun stéttarfélags húsameistara, en ekki hafði verið sótt um slíka viðurkenningu fyrir Akademíska arkitektafélagið. Ljóst var að Sigurður Guðmundsson upp- fyllti ekki skilyrði í lögum þessum og var rætt um að sækja um undan- þágu handa honum, m.a. á þeirri forsendu að hann væri einn stofn- enda Akademíska arkitektafélags- ins. Var þetta mál hið vandasam- asta og var álit lögfróðra manna að Sigurður gæti aldrei orðið full- gildur félagi í fagfélagi, þar sem gerð væri krafa til lokaprófs í húsa- gerðarlist. Sigurður kvaðst aðeins verða félagi í stéttarfélagi húsa- meistara yrðu honum engar tak- markanir settar og hann samþykkt- ur sem fullgildur félagi. Fram kom að auglýstur yrði í Lögbirtingablað- inu frestur til umsóknar um nafn- bót samkvæmt nýju lögunum og jafnframt sækja um leyfi fyrir þá til þess að mynda stéttarfélag húsa- meistara (arkitekta) og skyldi það heita húsameistarafélag Islands. Á síðusta félagsfundi ársins var lesið upp meðmælabréf frá Kúnstaka- demíunni í Kaupmannahöfn til handa Sigurði Guðmundssyni og ákveðið að láta reyna á gildi þessa gagnvart ráðherra veitingar starfs- heitis. Árið 1938 starfaði Akademíska arkitektafélagið af fullum krafti, enda mikil réttindamál í húfi. Stjórn félagsins barst beiðni frá atvinnu- málaráðuneytinu um umsögn varð- andi beiðni manna til þess að kalla sig húsameistara. Mat stjórn stöð- una þannig að réttast væri að bregðast skjótt og jákvætt við, því að annars gæti ráðherra snúið sér til hins félagsins (Félags íslenzkra arkitekta) og yrði þá sú hætta fyr- ir hendi að allir félagar þess hlytu óskert réttindi til þess að kalla sig húsameistara. Á félagsfundi var ákveðið að óska eftir afgreiðslu starfsheitisins handa félagsmönn- um, sem ættu rétt á því samkvæmt lögunum frá 13. júní 1937, og gætu þeir sótt skírteini sín í ráðu- neytið gegn leyfisgjaldi. Var síðan farið að ræða undanþágubeiðnir, sem ráðuneytinu höfðu borizt, og var það hið viðkvæmasta mál. Á sérstökum fundi í Akademíska arki- tektafélaginu 24. marz var sam- þykkt að fallast á beiðni fjögurra umsækjenda, þeirra Sigurðar Guð- mundssonar, Einars Erlendssonar, Sigmundar Halldórssonar og Þóris Baldvinssonar og var ráðuneytinu gerð grein fyrir niðurstöðunni. Á aðalfundi um haustið var gerð til- laga um nafnbreytingu á félaginu og skyldi nýja_ nafnið vera Húsa- meistarafélag íslands og að lögum Akademíska arkitektafélagsins yrði breytt til samræmis við lögin frá 13. júní 1937. Tillagan féll ájöfnum atkvæðum og beið það fram á næsta ár að málið yrði tekið upp aftur. Stjórn var falið að leita að- stoðar lögfræðings til þess að fá félagið löggilt sem stéttarfélag húsameistara (arkitekta) sam- kvæmt áðurnefndum lögum. Árið 1939 markaði enn tímamót i félags- málum arkitekta og upp á stofnun Sjá næstu síðu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.