Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
„Effcir hverju
bíða menn?“
Húsameistarafélags íslands, sem
hafði síðan nafnaskipti árið 1956,
heldur Arkitektafélag íslands nú í
ár sem hálfrar aldar afmæli sitt.
Á fyrsta fundi ársins í Aka-
demíska arkitektafélaginu þann 3.
febrúar var samþykkt inngöngu-
beiðni þeirra Halldórs H. Jónssonar
og Þórs Sandholts í félagið. For-
maður skýrði frá óformlegum við-
ræðum sínum við formann Arki-
tektafélags íslands og hafði þar
komið fram að stjórn þess félags
hefði farið fram á það við atvinnu-
málaráðherra að breytingar yrðu
gerðar á nýsettum lögum um húsa-
meistaranafngiftina á þann hátt að
öllum, sem unnið hefðu að húsa-
meistarastörfum sem aðalstarfi
síðustu 6 árin, skyldi veitt heimild
til þess að kalla sig húsameistara.
Næðist ekki samkomulag um þetta
milli málsaðila, ætlaði félagið að
beita sér fyrir því að breytingar
þess eðlis næðu fram á næsta Al-
þingi. Félagsfundur í Akademíska
arkitektafélaginu ákvað að freista
þess að ná samkomulagi við stjóm
Arkitektafélags íslands um þessi
mál, en það þýddi að fleirum en
þeim fjómm úr hinu félaginu, sem
áður hafði verið ákveðið að mæla
með til ráðherra, skyldi heimilað
að kalla sig húsameistara. Féllu
þannig 5 til viðbótar hinum 4 inn
í þann hóp. Skyldu þessir 9 ganga
til liðs við félaga Akademíska arki-
tektafélagsins og mynda stéttarfé-
lag, sem reynt yrði að fá stjómvöld
til að viðurkenna. Stjóm gekk síðan
á fund ráðherra, sem ekki var fús
til þess að leysa málið á gmndvelli
tillagna stjómar Arkitektafélags
Islands, og hvatti til þess að gert
yrði samkomulag við alla umsækj-
endur og að veittar yrðu fleiri und-
anþágur — og þá í eitt skipti fyrir
öll, en eftir það giltu lögin frá 1937
óbreytt. Virtist erfitt að samræma
sjónarmið ráðherranna og arki-
tektafélaganna tveggja, en sam-
þykkt var á fundi í Akademíska
arkitektafélaginu að mæla með ein-
um umsækjanda um starfsheiti í
viðbót, Halldóri Halldórssyni frá
Akureyri. Á fundi í Akademíska
arkitektafélaginu 12. maí var fjall-
að um inngöngu þeirra félaga Arki-
tektafélags íslands, sem þá hafði
verið lagt niður, er fengið höfðu
heimild atvinnumálaráðherra að
bera starfsheitið húsameistari.
Fundarmenn vom sammála um að
eins og málum væri komið hlyti að
vera eðlilegast að þessir húsameist-
arar væm í sama fagfélagi og þeir
sjálfír. Hins vegar leyfðu félagslög
Ákademíska arkitektafélagsins
ekki að umsækjendur þessir gengju
í félagið, nema með því að breyta
nafni þess og lögum. Var aukaaðal-
fundur ákveðinn, svo að ganga
mætti frá inntöku nýrra félaga. Á
fundum sem haldnir vom 25. og
31. maí var ákveðið að félagið héti
framvegis Húsameistarafélag Is-
lands og að félagsmenn gætu auk
þeirra, sem lokið hefðu fullnaðar-
prófi frá viðurkenndum arkitektúr-
skólum, þeir sem féllu undir skil-
greiningu laga um húsameistaratit-
ilinn frá 1937. Atkvæðisrétt um
gildi háskóla skyldu einungis þeir
félagar hafa, er lokið höfðu fullnað-
arprófi frá viðurkenndum háskóla.
Á fundinum var samþykkt inn-
ganga 8 nýrra félaga. Vom þeir:
Einar Erlendsson, Guðmundur Guð-
jónsson, Guttormur Andrésson, Jó-
hann Fr. Kristjánsson, Sigmundur
Halldórsson, Sigurður Pétursson,
Þórir Baldvinsson og Þorleifur Eyj-
ólfsson, allir fyrmm félagar í Arki-
tektafélagi íslands.
Fyrsti bókaði félagsfundur í
Húsameistarafélagi íslands var
haldinn 27. september 1939 og
bauð formaðurinn, Gunnlaugur
Halldórsson, nýja félagsmenn sér-
staklega velkomna. Þakkaði Sig-
mundur Halldórsson fyrir þeirra
hönd og færði Húsameistarafélag-
inu jafnframt sparisjóðsbók með
400 kr. innistæðu til stofnunar
sjóðs, sem félagsmenn skyldu
ákveða til hvers yrði notaður. Var
kosin þriggja manna nefnd til þess
að gera reglugerð fyrir sjóðinn.
Ákveðið var einnig að þrýsta á lög-
vemdun fyrir félaga Húsameistara-
félags Íslands. Var bent á að húsa-
meistarar í Belgíu hefðu fengið
lagalega vernd á sínu starfi, svo
að þar í landi gætu ófaglærðir
menn ekki lengur tekið að sér húsa-
meistarastörf.
Barátta Arkitektafélags íslands
í hálfa öld hefur ekki leitt til slíkrar
lagaverndar, og eins og mörgum
er ljóst em arkitektar aðeins ábyrg-
ir fyrir tiltölulega litlum hluta þeirra
bygginga, sem reistar em hér á
landi. Barátta félagsins hefur oft
verið vamarbarátta, sem kostað
hefur mikla fyrirhöfn, en áunnið
litlar vinsældir almennings.
Arkitektafélagið hefur starfað
óskipt og samfellt fram til dagsins
í dag og þeirri sögu verða gerð
skil seinna. Þar hafa skipzt á skin
og skúrir, og enn sem fyrr er til-
gangur félagsins að stuðla að betri
byggingarlist í landinu, sem við
byggjum.
Höfundur er arkitekt, FAÍ.
eftirAlfreð
Þorsteinsson
Víkveiji, fastur dálkahöfundur
Mbl., vakti nýlega athygli á al-
ræmdri slysagildm í Ártúnsbrekku
og spyr eftir hverju menn séu að
bíða með nauðsynlegar framkvæmd-
ir til útbóta. Hann spyr áfram „Fleiri
slysum eða meira eignatjóni?"
Þetta em orð í tíma töluð. Sá, sem
þessar línur skrifar, flutti um það
tillögur í borgarstjóm í októbermán-
uði sl., að embætti gatnamálastjóra
yrði falið að koma upp miðeyju eða
öðm sambærilegu gatnamannvirki í
Ártúnsbrekku til að aðskilja gagn-
stæða umferð svo að auka mætti
öryggi vegfarenda.
Góðar undirtektir
í borgarstjórn
Þessari tillögu var mjög vel tekið
á borgarstjómarfundi og fulltrúar
bæði meirihluta og minnihluta sam-
mála um nauðsyn þess að leggja í
þessa framkvæmd, sem áætlað var
að myndi kosta um 12—14 millj.
króna, þ.e.a.s. breikkun Vestur-
landsvegar á þessum kafla ásamt
eftir Guðmund G.
Þórarinsson
Geir H. Haarde hefur verið að
skrifa greinar um skattamál í Morg-
unblaðið að undanförnu.
í grein sem birtist 19. janúar sl.
framkvæmir alþingismaðurinn og
hagfræðingurinn Geir H. Haarde
sem jafnframt er fyrrverandi aðstoð-
armaður fjármálaráðherra og helsti
sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í
skattamálum athyglisverða arðsem-
isútreikninga. Tilefni þessa greina-
stúfs er að biðja Geir að skýra út-
reikningana.
Geir metur nauðsynlega arðsemi
annars vegar af fasteign sem greiða
skal af 2,95% eignarskatt og hins
tiiheyrandi gatnamannvirkjum. Ef
breikkun ætti sér ekki stað liggur
fyrir, að kostnaðurinn yrði miklu
lægfri.
Síðan þessi tillaga var flutt hafa
orðið fjölmargir árekstrar og slys í
Ártúnsbrekku og tjón af þeirra
völdum skiptir milljónum króna.
Virðist ekkert lát ætla að verða á
þessum óhöppum, enda eykst um-
ferð um Vesturlandsveg jafnt og
þétt vegna vaxandi byggðar í Graf-
arvogi. Er nú svo komið, að þessi
vegarkafli hefur mesta umferð allra
gatna í Reykjavík.
Milljóna ævintýri
á Miklatorgi
Samt halda borgaryfirvöld að sér
höndum. Og í fyrstu drögum að
fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar
fyrir þetta nýbyijaða ár er ekki
gert ráð fyrir fjárveitingu til þessa
verkefnis. Á sama tíma er hins veg-
ar gert ráð fyrir fjárveitingu til
brúarsmíði á Miklatorgi fyrir
60—70 milljónir króna vegna færslu
Hringbrautar til suðurs, en alls er
áætlað að sú aðgerð muni kosta
vegar þegar greiða skal 6,4% eignar-
skatt ef miðað er við skatthlutfall í
tekjuskatti og útsvari 37,74%.
Niðurstöður þingmannsins eru
annars vegar 7,8% og hins vegar tæp
17%.
Mér er ekki ljóst hvernig þingmað-
urinn fær þessa niðurstöðu. Sjálfur
fæ ég með venjulegum reiknisað-
ferðum miklu iægri tölur.
Fátt er meira rætt þessa dagana
en arðsemi og arðsemiskröfur ekki
síst þegar rætt er um fjármagns-
markaðinn.
Þeim mun forvitnilegra er að fá
að sjá hvemig hagfræðingurinn og
„matematikerinn" Geir H. Haarde
reiknar arðsemi ekki síst þar sem
arðsemistölumar eru dregnar fram
feitletraðar í greininni sem aðalat-
Alfreð Þorsteinsson
um 400—500 milljónir króna m.a.
vegna niðurrifs húsa við Miklu-
braut. Það grátbroslega við þessa
áætlun er sú staðreynd, að sá aðili,
sem bað um færslu Hringbrautar,
Landspítalinn, hefur nýlega lýst
yfir, að forsendur fyrir færslu
Hringbrautar hafi breyzt og séu
ekki lengur nauðsynlegar vegna
Landspítalans. Geta menn leyft sér
að fara þannig með almannafé? Og
á meðan halda árekstrarnir og slys-
in í Ártúnsbrekku áfram, aldrei sem
fyrr.
Höfundur er fulltrúi Framsóknar-
flokksins í skipulagsnefnd og
varaborgarfulltrúi.
Guðmundur G. Þórarinsson.
riði.
Ég þykist þess fullviss að fleirum
en mér sé forvitni á að vita hvernig
þessi niðurstaða er fengin.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Framsóknarflokk í Reykja víkur-
kjördæmi.
Arðsemisreikningar
Geirs H. Haarde
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík:
BORGARMÁLARÁÐSTEF
laugardaginn 28. janúar kl. 9.30 í Valhöll, FHáaleitisbraut 1
Kl. 9.30
Setning: Baldur Guðlaugsson, formaður full-
trúaráðsins.
Kl. 9.40 Ávarp - kynnt tildrög og undirbúningur
ráðstefnunnar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, form-
aður undirbúningsnefndar.
Kl. 9.50
Formenn starfshópa gera grein fyrir vinnu
og niðurstöðum starfshópa:
a. Félags-, mennta- og menningarmál.
Hópstjóri: Lára Ragnarsdóttir.
b. Skipulags- og umhverfismál.
Hópstjóri: Þórhallur Jósepsson.
c. íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamál.
Hópstjóri: Katrín Gunnarsdóttir.
d. Heilbrigðis- og hollustumál og sjúkra-
stofnanir Reykjavíkurborgar.
Hópstjóri: Grímur Sæmundsen.
e. Umferðar- og bílastæðamál og almenn-
ingssamgöngur (SVR).
Hópstjóri: Gestur Ólafsson.
f. Atvinnumál og nýsköpun atvinnulífs.
Hópstjóri: Ragnar Guðmundsson.
Kl. 10.30
Ræða borgarstjóra, Davíðs Oddssonar:
„Áherslur í borgarmálum og staða Reykjavík-
ur í samfélagi sveitarstjórna."
Kl. 11.00-14.00
Starfshópar funda (matarhlé kl. 12.00-
12.30).
Kl. 14.00-15.15
BORGARMÁLAKYNNING. Kynnt verða
helstu viðfangsefni á vettvangi borgarmála
og ýmis verkefni sem framundan eru, m.a.
með sýningu teikninga, módela, mynda,
línurita o.fl.
Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins verða á staðnum og svara
fyrirspurnum. Kaffiveitingar.
Kl. 15.15-17.00
Niðurstöður starfshópa kynntar - umræður.
Kl. 17.00 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjórar: Magnús L. Sveinsson,
forseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson, borgarfulltrúi.
Ráðstefnan er opin öllu áhugafólki um
borgarmál.
Gögn eru fáanleg á skrifstofu Sjálfstæðis-
flokksins í Valhöll, Háaleitisbraut 1, í dag.
Davíð
Baldur
Vilhjálmur
Magnús
Þórhallur
Katrín
Grímur
Gestur