Morgunblaðið - 27.01.1989, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
21
Hjálparhellur
Gaddafis?
Leyniþjónustur Bandaríkjanna
(CIA) og Vestur-Þýskalands
(BND) telja að Líbýumenn g-eti
enn ekki framleitt eiturefni í
verskmiðjunni umdeildu í
Rabta þrátt fyrir aðstoð er-
lendra fyrirtækja, einkum vest-
ur-þýskra. Á miðvikudag gerði
vestur-þýska lögreglan skyndi-
leit í þremur fyrirtækjum sem
grunuð eru um að hafa aðstoð-
að Líbýumenn við að reisa
verksmiðjuna. I einu fyrirtækj-
anna, Immhausen-Chemie, sem
sést hér á myndinni að ofan,
fannst umtalsverður Qöldi
skjala sem renna stoðum undir
þær grunsemdir.
Reuter
MHAUSEN II
"Jtmm, exsstomcsM KW.STSTOFFWEBK UHR GMBH
œ’$>i (.£«£ UHS &VEH '
!:i!ll!!!í
Sovéskur herafli í Ungverjalandi;
Flugvélum fækkað
um þriðjung á árinu
Búdapest. Reuter.
Varnarmálaráðherra Ungveija-
lands, Ferenc Karpati, skýrði frá
því á miðvikudag að Sovétmenn
hefðu ákveðið að fækka í
hernámsiiði sínu í landinu. Skrið-
drekaherdeild ásamt æfingaher-
sveit verður flutt á brott í júní
næstkomandi en 40 orrustuþotur
og herfylki fallhlífahermanna fyr-
ir árslok.
Breytingamar eru þáttur í fyrir-
hugaðri 50 þúsund manna fækkun í
sovésku herliði í Ungvetjalandi,
Austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu
sem Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
skýrði frá á fundi allsherjarþings
Sameinuðu þjóðanna í desember.
Sovétmenn réðust með her manns
inn í Ungvetjaland 1956 til að kæfa
uppreisn í landinu. Forsætisráðherra
landsins, kommúnistaleiðtoginn Imre
Nagy, hafði þá lýst því yfir að Ung-
vetjar myndu segja sig úr Varsjár-
bandalaginu. Síðan hafa verið að
jafnaði um 65 þúsund' sovéskir her-
menn í landinu.
Vestrænum stjómarerindrekum
kom nokkuð á óvart að 40 MiG-29
orrustuþotur, sem hafa aðsetur á
Tokol-flugvelli, skammt sunnan við
Búdapest, skyldu fluttar á brott en
um er að ræða þriðjung af flugher
Sovétríkjanna í landinu.
Norður-Kórea:
Vilja ræða
við Banda-
ríkjamenn
Peking. Reuter.
HÁTTSETTUR norður-kóreskur
embættismaður sagði í gær að
stjórn hans hefði fúllan hug á því
að halda áfram viðræðum við
Bandaríkjamenn um bætta sam-
búð þjóðannna. Fyrir skömmu
áttu fúlltrúar rikjanna viðræður í
höfúðborg Kina, Peking.
Árið 1987 var suður-kóresk far-
þegaþota sprengd í loft upp og sök-
uðu stjórn Suður-Kóreu og Banda-
ríkjastjóm Norður-Kóreumenn um
að hafa staðið að baki tilræðinu.
Skömmu síðar slitu Bandaríkjamenn
öllum viðræðum við Norður-Kóreu-
stjórn og settu ríkið á lista yfir svo-
nefnd „hryðjuverkaríki."
Breska hermálatímaritið Jane's
Defence Weekly hélt því fram fyrr í
mánuðinum að Norður-Kóreumenn
réðu yfir þriðju mestu birgðum efna-
vopna í heiminum en stjórn landsins
vísar þessu á bug.
Charles Redman, talsmaður
Bandaríkjastjórnar, segir ekkert
hafa verið ákveðið um frekari við-
ræður við Norður-Kóreustjóm.
herra: „Frakkland fellst aldrei á að
þingið flytji."
Þingmenn frá Lúxemborg höfðuðu
til mannúðar og fullyrtu að til stæði
að tvístra fjölskyldum og smala
starfsfólki þingsins, sem hefði um
árabil unað sér vel í Lúxemborg, eins
og nautpeningi til Brussel. Tillagan
væri árás á hagsmuni Lúxemborgar.
Andstæðingar ályktunarinnar
reyndu árangurslaust að beita þing-
sköpum til að fá umræðunni frestað
fram á síðasta dag þingsins en þá
eru, samkvæmt venju, flestir þing-
menn farnir heim. Þrátt fyrir hótan-
ir og gífuryrði var tillagan samþykkt
með 223 atkvæðum gegn 173, fjórir
þingmenn sátu hjá.
Það sem er ef til vill athyglisverð-
ast við þessa umræðu er að ályktun-
in beinist að engu leyti gegn aðsetri
þingsins hvorki í Lúxemborg né
Strasborg. Ályktunin gerir ráð fyrir
að 200 þeirra 2.700 starfsmanna
þingsins sem eru í Lúxemborg verði
gefinn kostur á að flytja til Brussel
og taka upp störf fyrir þingið þar.
Jafnframt var þinginu heimilað að
halda aukafundi utan Strasborgar.
Það sem helst vekur furðu er að þing-
menn skuli láta eftir sér að fara ítrek-
að í hár samán vegna heimilsfangs
þingsins. Reikna. verður með því að
þegar þingið sjálft hefur myndug-
leika til að ákveða heimilisfang sitt
muni það flytja til Brussel. Sumir
hafa að vísu bent á að þetta séu
a.m.k. líflegar umræður og líklegri
til að vekja athygli á störfum þings-
ins en langvarandi ræðuhöld um
ómannúðlega meðferð á ostrum og
heilbrigði þess að stunda hjólreiðar.
:LL/‘ ip
I •
LL Ll
■MOKKURHt
ALLT A EINUM STAU
Nýir bílar: Sýningarsalir - söluþjónusta
Notaðir bílar: Stærsti sýningasalur hérlendis
tölvuvædd afgreiðsla
Smurstöð: Öll smurþjónusta - smávörur
Hjólbarðaverkstæði: Hjólbarðasala - hjólbarðaviðgerðir
Bílaverkstæði: Almennar viðgerðir
Varahlutaverslun: Allir varahlutir - ýmis aukabúnaður
BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG