Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989
Útgefandi snfrlftfefb Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið.
Til hvers?
Til hvers var breytingin gerð
á lánskjaravísitölunni, sem
kynnt var fýrr í vikunni? Lengi
hefur verið talað um, að láns-
kjaravísitalan væri þungbær
fýrir þá, sem skulda, ekki sízt
húsbyggjendur og þar er ungt
fóik vafalaust fjölmennasti hóp-
urinn. Nú bregður svo við, að
verkalýðshreyfingin leggst ein-
dregið gegn þessari breytingu.
Asmundur Stefánsson, forseti
Alþýðusambands íslands, lýsti
því yfir í viðtali við Morgun-
blaðið sl. þriðjudag, að breyt-
ingin væri fráleit. Hann sagði,
að breytingin mundi auka
greiðslubyrði þeirra sem skulda
í kjölfar nýrra kjarasamninga
og ekkert tilefni væri til þess.
Fjölmargir aðrir verkalýðs-
foringjar hafa tekið undir þessi
sjónarmið forseta Alþýðusam-
bandsins og talið breýtinguna
á lánskjaravísitölunni tilræði
við launþega. Þeir hafa jafnvel
talað um, að nú væri láns-
kjaravísitalan orðin samnings-
atriði í kjarasamningum! Það
fer því ekki á milli mála, að
hafí það verið tilgangur ríkis-
stjómarinnar að breyta láns-
kjaravísitölunni til hagsbóta
fýrir launþega, er það mat for-
ystumanna verkalýðsfélag-
anna, að breytingin hafi gagn-
stæð áhrif.
Það er auðvitað ljóst, að þessi
breyting er ekki gerð í þágu
þeirra, sem spara í þessu þjóð-
félagi. I skoðanakönnun, sem
sparisjóðimir í landinu efndu
til fyrir nokkm og birt hefur
verið í Morgunblaðinu, kom í
ljós, að það em venjulegir laun-
þegar í þessu landi sem spara
en ekki einhveijir fjáraflamenn.
Breytingin á lánskjaravísi-
tölunni skerðir hag sparifjáreig-
enda svo um munar. Ríkis-
stjórnin hefur því ekki verið að
hugsa um þann hóp launþega
landsins, sem á spariféð í bönk-
um og öðmm fjármálastofnun-
um.
Það er auðvitað hugsanlegt,
að ríkisstjórnin hafi breytt láns-
kjaravísitölunni til hagsbóta
fyrir atvinnufyrirtækin í
landinu. Skuldabyrði atvinnu-
veganna lækkar auðvitað nokk-
uð með þessari breytingu. Þar
að auki er hún þess eðlis, að
hún hvetur atvinnurekendur
mjög til þess að standa fast
gegn kröfum verkalýðsfélag-
anna um launahækkun vegna
þess, að um leið og þeir sam-
þykkja launahækkun em þeir
að ákveða að auka skuldabyrði
fyrirtækja sinna. En um leið
og þetta er eina hugsanlega
skýringin á ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar kemur það óneit-
anlega á óvart, að þessi ríkis-
stjóm, hefðbundin vinstri
stjórn, skuli beita sér fyrir
slíkum aðgerðum í þágu þeirra,
sem að mati vinstri flokkanna
hafa alltof mikið handa á milli!
Sannleikurinn er auðvitað sá,
að það er ómögulegt að koma
auga á nokkurt skynsamlegt
markmið með þessari breytingu
annað en það, sem snýr að at-
vinnufyrirtækjunum. Laun-
þegahreyfingin er á móti breyt-
ingunni. Hún skerðir hag spari-
fjáreigenda. Mikil óvissa skap-
ast á peningamarkaðnum. Jón
Sigurðsson, viðskiptaráðherra,
segir, að tilgangurinn hafi verið
að sætta sjónarmið í þjóðfélag-
inu. Steingrímur Hermannsson
segir, að breytingin hafi verið
málamiðlun. Niðurstaðan er sú,
að engin sjónarmið hafa verið
sætt og engin málamiðlun hefur
orðið. Þvert á móti er óvissan
margfalt meiri um framvindu
Úármála.
Ríkisstjórninni verða á stór-
felld mistök í viku hverri að því
er virðist. í lok desember og
byijun janúar dembdi hún yfir
þjóðina skattahækkunum, sem
skerða kjör fólks mjög. í kjölfar
þess lækkaði stjómin gengið en
aðgerðin var tómt kák, sem
engu máli skipti fyrir atvinnu-
vegina. Síðan lenti ríkisstjórnin
í stórstríði við bankana um
vaxtapólitíkina og tapaði því
með eftirminnilegum hætti og
nú stendur hún frammi fyrir
því, áð enginn vill þá breytingu
á lánskjaravísitölu, sem hún
hefur ákveðið um leið og laga-
legt gildi hennar er dregið í efa.
Ýmislegt mátti segja um
fyrrverandi ríkisstjóm undir lok
ferils hennar en vinstri stjórn
Steingríms Hermannssonar
hefur,þegar slegið henni við á
öllum sviðum. Við þetta bætist,
að enn ríkir fullkomin óvissa
um það, hvort ríkisstjóminni
tekst að tryggja sér starfhæfan
meirihluta á Alþingi. Haldi svo
fram sem horfir verður ekki um
annað að ræða, en að þjóðin fá
tækifæri til að stokka upp spil-
in á hinum pólitíska vettvangi.
Þeir sem þar ráða ferðinni nú
ráða ékkert við þau verkefni,
sem þeir hafa tekið að sér.
Stjórnmálaflokkar og stjórn-
málamenn em að verða aðal
vandamál þessarar þjóðar, sem
þarf á öðru að halda um þessar
mundir en að eyðileggja þau
tækifæri, sem hún á, vegna
vaxandi innbyrðis sundmngar.
Spástefha Stjómunarfélags íslands:
Meiri bjartsýni í spám
tækja en Þjóðhagssto!
í spám nokkurra fyrirtækja sem fram komu á Spástefhu Stjórnunar-
félags íslands kemur fram meiri bjartsýni en í áætlunum Þjóð-
hagsstofnunar. Fyrirtækin spá því að landsframleiðsla dragist saman
á þessu ári um */2%. Skilyrt spá Þjóðhagsstofnunar gerir hins vegar
ráð fyrir 1V2% samdrætti landsframleiðslu. Fyrirtækin gera ráð
fyrir að verð á útflutningsafurðum hækki um 2% en Þjóðhagsstofn-
un spáir 4% verðhækkun. Hvað verðbólgu snertir er meðaltalið úr
spám fyrirtækjanna 20% hækkun framfærsluvísitölu frá upphafi til
loka árs en Þjóðhagsstofnun spáir 11% hækkun.
Þau fyrirtæki sem þátt tóku í spá
um þróun hagstærða að þessu sinni
voru Eimskipafélags íslands, Flug-
leiðir, Hampiðjan, Hekla, Johan
Rönning, Nói, Hreinn og Síríus og
Samband íslenskra samvinnufé-
laga.
Þessi fyrirtæki spá ennfremur
14% launahækkun á árinu, IV2 at-
vinnuleysi og að gengi krónunnar
muni lækka um 19% gagnvart
bandaríkjadollar.
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Þjóðhagsstofnunar, gerði saman-
burð á meðaltali af spám fyrirtækj-
anna og skilyrtri spá stofnunarinn-
ar. Sagði hann að fyrirtækin gerðu
almennt ráð fyrir lakari kaupmætti
á þessu ári og meiri lækkun raun-
gengis en Þjóðhagsstofnun. Fyrir-
tækin væru gagnvart kostnaðar-
hliðinni tiltölulega bjartsýn og
reiknuðu með betra rekstrarum-
hverfi en fram kæmi í áætlunum
stofnunarinnar.
Klúka, Bjarnarfirði:
Þjóðminjasaftiið frið-
lýsir Gvendarlaug
sér að hleðslunni. Flaut þá heita
vatnið um axlir þeirra er voru í
baðinu.
Var það langt fram á þessa öld
siður Bjarnfirðinga að koma til
Laugarhóli, Bjarnarfirði.
GVENDARLAUG í Bjarnarfirði,
það er sú Iaug sem talið er að
Guðmundur biskup Arason hafi
vígt á sínum tíma, hefúr nú ver-
ið friðlýst.
Það er Þjóðminjasafn íslands
sem gefur út slík friðlýsingarskjöl
og þinglýsir þeim. Var skjali þessu
þinglýst sem númer 1 á hinu nýja
ári, 1989, á skrifstofu sýslumanns
á Hólmavík, af Ríkharði Mássyni
sýslumanni, þann 10. janúarnú í ár.
Forsaga þessa máls er sú, að hin
gamla heita laug, Klúkulaug við
bæinn Klúku í Bjamarfirði, var tal-
in hafa verið vígð af Guðmundi
góða, Hólabiskupi, í einni af yfir-
reiðum hans í Strandasýslu. Festist
svo við hana nafnið Gvendarlaug,
eins og ýmsar aðrar uppsprettur
er hann vígði, samanber Gvendar-
brunna við Reykjavik, sem nú eru
vatnsból Reykvíkinga.
Heitir nú sundlaugin við Klúku-
skóla, en hún fær vatn sitt frá laug
þessari, Gvendarlaug hins góða.
Það mun svo hafa verið árið 1948,
að Bjami Jónsson í Skarði í Bjamar-
fírði hreyfði því við Hermann Jónas-
son, þingmann Strandamanna, að
laug þessi yrði friðlýst og sett und-
ir þjóðminjavörð.
Skrifaði Kristján Eldjárn, þáver-
andi þjóðminjavörður honum og
taldi því ekkert til fyrirstöðu. Ekki
varð þó af framkvæmdum að því
sinni. Það var svo á síðastliðnu ári
að Bjamfirðingar tóku málið upp
við son Hermanns, Steingrím Her-
mannsson, og báðu hann að ljá
málinu lið. Kom svo Þór Magnús-
son, þjóðminjavörður, hingað í
heimsókn á síðastliðnu hausti og
skoðaði nánar mannvirki þetta.
Þarna er um að ræða setlaug,
sem vegna uppstreymis heita vatns-
ins hefúr grafist í móbergsklöpp,
er önnur svipuð laug við hlið sund-
laugarinnar. Hins vegar hafði endur
fyrir löngu verið gerð hleðsla kring-
um Gvendarlaug, svo mátulegt var
að sitja á móbergsbrúninni og halla
Nýja vísitalan
mælir 21,9% hækkun
SEÐLABANKI íslands hefiir
reiknað út lánskjaravísitölu sem
gildir fyrir febrúarmánuð og
verður hún 2317. Það er 1,67%
hækkun frá mánuðinum á undan
og umreiknað til árshækkunar
jafiigildir það 21,9% hækkun
síðasta mánuð, 8,2% hækkun
síðustu þrjá mánuði, 9,2% hækk-
un síðustu sex mánuði og 18,3%
hækkun síðustu 12 mánuði.
Þessi lánskjaravísitala er reiknuð
út samkvæmt nýjum grundvelli, þar
sem launavísitala vegur þriðjung á
móti byggingar- og framfærsluvísi-
tölu. Kemur þessi grundvöllur að
öllu leyti í stað fyrri vísitölugrund-
vallar, eining er varðar fyrri fjár-
skuldbindingar.
Morgunblaðið/Sigurður H. Þorsteinsson
Ingimundur Ingimundarson á Hóli sýnir Þórði Tómassyni á Skógum,
sem stendur við hlið hans, og Þór Magnússyni, þjóðminjaverði, ofan
í Gvendarlaug.
Vígsla við Gvendarlaug. Séra Baldur R. Sigurðsson, t.v., og séra
Hjalti Þorkelsson, t.h., ásamt gestum.
laugarinnar og hittast þar á Þor-
láksmessu, þegar farið var í jóla-
baðið.
Þá hefur oftlega verið tekið úr
lauginni vatn til að gefa sjúkum,
allt til þessa dags og hefur þótt
gefast vel. Um margt svipar laug
þessari til Snorralaugar í Reyk-
holti, nema hvað hún er dýpri og
potturinn í miðju hennar er vel fall-
inn til að láta fætur sína hvíla þar
og uppstreymi vatnsins nudda þá.
Þó nokkur ár eru síðan hleðsla
laugarinnar fór að skekkjast og var
henni lokað með timbri og hefur
verið svo um hríð. Þarf nú að lag-
færa þessa hleðslu og koma laug-
inni í fyrra horf sitt, svo að hún
geti orðið ferðamönnum augnayndi
og ganga sumir jafnvel svo langt
að segja að hiklaust eigi að taka
upp fyrri hátt, að fólk geti baðað
sig í henni og notið hennar sem
heilsulindar.
- SHÞ