Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.01.1989, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1989 27 Minning: Jakob Bjarnason Fæddur 29. desember 1926 Dáinn 15. janúar 1989 Kveðja frá starfsfélögum Hann talaði vonlausum traust og kjark á tungu sem hjartað skildi. Þar reist hann sér andans aðalsmark sem aldrei máist af skildi. Hann gnæfði, sem hæðin með hjamsins fald svo harðger,- en brosti af mildi. Hans meistara orð á þann eld og það vald sem eilíft varir í gildi. E.B. A skammri stund skipast veður í lofti. Á laugardagsmorgun kom Jak- ob glaður og hress að vanda til okk- ar á Skemmuveginn til að heilsa upp á okkur. Hann hafði farið í leyfi um miðjan desember og farið ásamt eig- inkonu sinni til útlanda, komið við í London og horft á tvo kappleiki í knattspymu og haidið síðan til Spán- ar, og var nýkominn heim úr þeirri ferð. En á sunnudeginum veiktist hann hastarlega og lést síðdegis þann dag. Okkur setti hljóða er við fréttum þessi tíðindi. Hér er það, sem oftar, að okkur er hulin lífsgátan og til- gangurinn. Vera má að Jakob hafi fyrir löngu kennt sér meins en aldrei var á það minnst hvorki heima né á vinnustað. En auðvitað er þetta þyngst og átak- anlegast fyrir eiginkonuna Huldu Jakobsdóttur og aðra ástvini, og biðjum við þeim guðsblessunar á þessum sörgarstundum. Jakob fæddist 29. des. 1926 að Aðalstræti 16 í miðborg Reykjavík- ur, foreldrar hans voru hjónin Helga E. Andersen og Bjarni Þ. Magnússon er þar bjuggu, og þar ólst Jakob upp ásamt þremur systkinum, en föður sinn missti hann 10 ára að aldri. En Helga móðir hans ól upp börnin sín af miklum dugnaði og ráðdeild mitt í kreppunni. Átti Jakob ekki langt að sækja dugnað sinn og verk- hyggni. Vafalaust hefur Jakob snemma farið að létta undir með móður sinni, svo sem kraftar og aldur leyfðu. Því maðurinn var ósérhlífinn og vinnu- samur. Hann stundaði nám í Verslunar- skólanum og vann ýmis störf uns hann hóf störf hjá Hafskip hf., fyrst sem verkstjóri, síðan í launadeild félagsins, og starfaði Jakob í tuttugu og tvö ár hjá Hafskip hf. En í janúar 1987 hóf Jakob störf í Timbursölu BYKO og starfaði þar af sinni alkunnu háttvísi og dugnaði svo þar ávann hann sér hylli bæði -starfsfélaga, sem húsbænda. Árið 1967 var hamingjuár hjá Jakobi því þá gekk hann að eiga Huldu Jakobs- dóttur og hófu þau búskap við Ka- plaskjólsveg en fluttu síðar eða fyrir fímmtán árum að Hlaðbrekku 21 í Kópavogi og hafa búið þar síðan. Hulda fluttist barn að aldri frá Torfastaðakoti í Biskupstungum til Reykjavíkur með foreldrum sínum þeim Eggþóru Kristjánsdóttur frá Bollastöðum í Haungerðishreppi og Jakobi Björnssyni fyrrv. lögreglu- þjóni frá Haga eystra í Aðaldal í Þingeyjarsýslu og ólst þar upp. Hulda bjó manni sínum fagurt og friðsælt heimili. Þeim varð eigi barna auðið. Jakob var félagslyndur og starf- aði í ýmsum félögum og kallaður þar til starfa, en maðurinn var með eindæmum hógvær og lítillátur, en flestum mönnum lagnari að leysa úr hinum ýmsu málum svo vel færi. Hann var ákafur KR-ingur og hélt vel á málstað þeirra. Sat í stjórn Bridsfélags Reykjavíkur um árabil. í stjórn starfsmannafélags Hafskips um langt skeið, ásamt öðrum félags- störfum. Hann stjórnaði ýmsun brid- skeppnum um árabil. Við starfsmenn hjá BYKO hf. þökkum Jakobi ánægjulegt samstarf og einstaka háttvísi og lipurð í starfi. Einnig færir fýrirtækið honum alúð- arþakklæti fyrir störf sín fyrr og síðar. Við færum eiginkonu hans Huldu Jakobsdóttur okkar dýpstu samúðar- kveðjur einnig systkinum og öðrum ástvinum. Megi Guð blessa þau og styrkja. Útförin fer fram frá Fossvogskap- ellu í dag 27. jan. kl. 13.30. Starfsfólk BYKO hf. Hann Doddi frændi er dáinn. Ein- hvern veginn finnst mér að þetta geti ekki verið. Ekki Doddi, hann var svo mikill frændi. Hjá mér var hann alltaf frændi númer eitt. Hann var barnlaus, en einstaklega barn- góður og þess nutum við frænd- systkinin í æsku og síðan okkar börn. Eg man eftir, þegar ég var Íítil, hve spennt ég beið alltaf eftir jólagjöfinni frá Dodda, hún kom allt- af mest á óvart. Seinna er ég eignað- ist mín börn fann ég enn betur, hve gaman hann hafði af að glettast við þau. Oft kom hann í heimsókn er Garðar var lítill og lék sér við hann. Seinna er við fluttum austur hélst sambandið með jólakortum, sem voru ekki bara venjuleg jólakort. Alltaf eitthvert glens með, litlar gátur, leikir eða háfleyg spakmæli. Eflaust eru fáir menn, komnir á sextugsaldur, sem nenna og gefa sér tíma til að skrifast á við 9 ára gamla frænku. Þetta gerði Doddi. I þrjú ár hefur hann skrifast á við Lilju dóttur mína og hafa bæði haft gam- an af. Það var sárt, að þurfa að segja henni að Doddi væri dáinn. Þá fór hún inn til sín og las öll bréf- in frá honum og grét sárt. Elsku Hulda mín. Mér finnst ég hafa misst mikið, en þú hefur misst svo miklu, miklu meira. Guð blessi þig og styrki á þessari erfiðu stundu. Dodda óska ég góðrar ferðar, hann fer í góðar hendur, þar sem amma og afi taka á móti honum. Bestu kveðjur að austan. Helga Gott er að eiga góðs að minnast, segir Jakobína Sigurðardóttir í Dæg- urvísu, og má með sanni segja að svo hugsum við nú fyrrverandi sam- starsfólk Jakobs Bjarnasonar hjá Hafskip hf. er við kveðjum þann heiðursmann hinstu kveðju. Jakob var einn af þessum einstöku mönn- um sem gerðu tilveruna betri og bjartari. Hann var þeim hæfileikum gæddur að geta jafnt veitt viðskipta- vinum mikla og góða þjónustu, og auk þess að vera annálaður öðlingur meðal samstarfsmanna sinna. Veraldlegur auður var eitthvað sem Jakob hafði engar áhyggjur af, en af sálarauði átti hann nóg og jós ómælt úr þeirri gullkistu sinni til iianda vinum og samstarfsmönnum. Jakob vann hjá Hafskip hf. um langt árabil og sá er þetta ritar kynntist honum fyrst er hann var verkstjóri í vörugeymslunni sem kennd var við Tívólí í Skeijafirði. Viðskiptavinir félagsins héldu mikið upp á Jakob, sem var boðinn og búinn til að þjóna þeim. Síðustu ár skipafélagsins var hann yfir launadeildinni og þar afl- aði hann sér mikilla vinsælda allra starfsmanna, hvort sem þeir unnu á skipunum, við höfnina eða á skrif- stofunni. Jakob þekkti alla með nafni og vissi nákvæmlega hvaða kjör hver hafði og sjaldnast fór nokkur vonsvikinn frá honum ef viðkomandi þurfti smávegis fyrirfram af launum. Jakob var svo trúr og tryggur vinnuveitanda sínum og samstarfs- mönnum, að oftar en ekki var hann mættur til starfa klukkan þrjú eða ijögur á morgnana, til þess að allt væri klappað og klárt þegar áðrir mættu klukkan átta. Sá er þessi fátæklegu orð ritar spurði hann eitt sinn hvort ekki væri ekki erfítt ð vakna svona snemma og fara til vinnu í öllum veðrum um hánótt: „Nei,“ sagði hann og brosti, „það versta er að lögreglan er alltaf að taka mig og heldur að ég sé að aka heim fullur.“ Starfið, starfsfólkið og félagið áttu hug hans allan og þar var hvergi slegið af. Fyrir hann var það sönn ánægja að gera gott. Lífsánægjuna og auðinn fann Jak- ob ekki aðeins meðal vinnufélaga, heldur var hann einn af þessum mögnuðu KR-ingum alla sína æfi og allt vissi hann um það félag og knattspymuna. Enska knattspyman var einnig ofarlega á lista áhuga- mála, og þar kom maður ekki að tómum fróðleiksbrunni heldur. Hann mun einnig hafa þótt snjall keppnis- maður í brids og eyddi oft löngum stundum við keppnisborðið. Hugprýði Jakobs kom gleggst í ljós þegar Hafskip barðist fyrir lífi sínu síðustu mánuðina, áður en það steytti á skeri örlaga sinna. Hann lét sér hvergi bregða í orrahríð sjálf- skipaðra riddara „sannleikans" með-' al fjölmiðlamanna, sem tókst að hrella þjóðina og hræða stjómmála- menn. Jakob hélt ró sinni og leysti mál sín einstaklega vel af hendi fyr- ir starfsfólkið allt, þar til félagið hvarf í öldurót tilvemnnar. Jakob, eins og svo margir aðrir starfsmenn félagsins, vissi allan tímann að offor- sið var miklu verra en innihaldið í þessu máli. Horfinn er góður drengur, en ljúf minning lifir. Við fyrrverandi sam- starfsmenn hans sendum Huldu Jak- obsdóttur, eiginkonu hans, ættingj- um og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur á sorgarstundu. Samstarfsmenn hjá Hafskip hf. Minning: Áslaug S. Erlends- dóttir, Hafnarfírði Fædd 22. júní 1901 Dáin 17. janúar 1989 Amma, amma ekki fara! Það er þessi setning sem kemur fyrst upp í huga minn við fráfall Ommu Ás- laugar. Fyrstu minnisstæðu kynni okkar voru þau að ég kallaði þessa sömu biðjandi setningu, háskælandi á eft- ir henni þegar hún labbaði með mig í leikskólann á fyrstu æviárum mínum. Alla tíð frá þessum árum þegar ég var í pössun hjá henni voru einhver óijúfanleg tengsl á milli okkar. Ekki er mér það hulin ráðgáta af hvetju, vegna þess að í ömmu bjó indæl mannvera. Amma var hógvær mannéskja og hefði ekki kært sig um mikið umtal við fráfall sitt frekar en í lif- anda lífi, þrátt fyrir það langar mig að skrifa þessi fátæklegu orð lim lífshlaup þessarar konu sem var mér svo kær. Áslaug Soffia Erlendsdóttir var fædd 22. júní 1901 á Búðareyri við Seyðisjjörð. Hún var dóttir hjón- anna Ásbjarnar Ásbjamardóttur og Erlends Erlendssonar skósmiðs og bátaútgerðarmanns. Systkinin voru Ingólfur, fæddur 1898, og Hólm- fríður, fædd 1907. Fyrstu ellefu æviárin bjó hún á Seyðisfirði, þar sem faðir hennar t Eiginkona mín, HULDA LAXDAL, lést að morgni 26. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Laxdal. stundaði fyrrgreind störf. Á tólfta aldursári flutti fjölskyldan búferlum til Vopnafjarðar vegna betri at- vinnuskilyrða. Þar reisti faðirinn íbúðarhús er Hóll hét, í því bjó Áslaug þar til hún sagði skilið við foreldrahúsin aðeins sextán ára gömul. Næstu árin var hún í vistum og kaupavinnu eins og tíðkaðist á þessum árum. Árið 1934 giftist hún Júlíusi Sig- urðssyni. Þau hófu búskap á Urð- arstíg 2 og síðar á Austurgötu 37. Á þessum árum eignuðust þau þijú börn: Sigurð, fæddan 1935, Ingi- björgu Asu, fædda 1937, og Erlu, fædda 1939. Áður en Áslaug gifti sig eignaðist hún Ástu, fædda 1927, en hún ólst upp hjá afa og ömmu sinni á Vopnafirði. Þau voru ekki áhyggjulaus ævi- árin meðan á uppeldi bamanna stóð, þar olli að fyrirvinnan var stýrimaður og skipstjóri á þeim ámm þegar skipskaðar voru tíðir, bæði í stríði og friði. Árið 1965 urðu breytingar á heimilislífinu er Júlíus sagði skilið við sjóinn að mestu leyti eftir fjöru- tíu ára nær stöðuga sjósókn. Þetta var að vonum mikil breyting enda höfðu sjómenn á þessum tíma ekki sömu frí og í dag. En þau urðu ekki mörg árin sem þau fengu að njóta á sjðkveldi ævinnar, því 1972 missti Áslaug skyndilega eigin- manninn sem hafði starfað við neta- gerð frá því hann hætti á sjó. Við þennan missi var eins og eitt- hvað hefði dáið innra með ömmu og upp frá því einangraðist hún svolítið út á við. Þrátt fyrir það var heimili hennar Austurgata 37 eins- konar stoppstöð allra er til þekktu enda var enginn svikinn af veiting- um hennar. Tveim síðustu æviámn- um eyddi hún síðan á Sólvangi við góða umönnun, enda var heilsan þá farin að bila. Þar kvaddi hún þetta líf með þjáningarlausum svip. Fyrir hönd ömmu og annarra aðstandenda langar mig að þakka starfsfólki á fjórðu og þriðju hæð Sólvangs fyrir góðan hjúkmn henn- ar. Með þessum orðum fel ég ömmu mína í Guðs hendur. Júlíus Jóhannesson. Leiðrétting í minningargrein um Helenu Zoega, sem birtist hér í blaðinu á fimmtudag misritaðist dánardægur hennar. Hún lést hinn 6. þ.m. en ekki 2. janúar. Halla R. Halldórs- dóttir — Minning Fædd 22. ágúst 1913 Dáin 15. janúar 1989 Nú er frænka okkar dáin. Hún lést í Landakotsspítalanum í Reykjavík að kvöldi 15. janúar eftir skamma sjúkdómslegu, 75 ára að aldri. Halla Rannveig fæddist að Brekku í Norðurárdal 22. ágúst 1913. Ung að ámm fluttist hún vest- ur í Dali í Saurbæ með foreldmm sínum. Halla var næstelst systkina sinna, þeirra Magnúsar, Ellerts og Ólafs, sem allir em búsettir á Reykjavíkursvæðinu. Halla bjó lengst af í sinni heimasveit og stund- aði búskap með foreldrum sínum. Hún hafði afskaplega mikið yndi af skepnum, þó sérstaklega hestum. Hún átti marga fallega hesta gegn- um árin og brá sér því oft á hest- bak. Hún var mjög söngelsk og var í kirkjukór Staðarhólskirkju í mörg ár. Halla og amma fluttu úr Saur- bænum ásamt Ellert bróður sínum og hans fjölskyldu árið 1967 í Hafn- arfjörð. Var þá afi dáinn fyrir all- mörgum ámm. Hugsaði Halla þá um ömmu, sem orðin var heilsulaus, af svo miklum kærleika að það var aðdáunarvert. Hún vék varla frá hennar sjúkrabeð fyrr en hún lést í apríl 1968. Eftir það bjó Halla hjá fjölskyldu sinni til skiptis. Hún var alltaf einhveiju okkar að hjálpa. Hún bjó hjá okkur sem ritum þessar línur í 3 ár. Áttum við saman yndislegar stundir. Frænka gat verið svo létt og kát, hún hafði svo skemmtilegan húmor. Fyrir um 3 áram varð frænka að fara frá okkur vegna veikinda. Okkur fannst svo tómt, engin frænka í herberginu sínu, en svo hressist hún aftur. Vorum við í nær daglegu sambandi við hana á Minni-Grund, þar sem hún dvaldi. Halla frænka giftist ekki og átti engin börn, en hún var okkur ávallt sem móðir. Hún kenndi okkur bænir og las þær á hveiju kvöldi með okk- ur þegar við vorum böm. Frænka var trúuð kona, hún trúði á annað líf. Hún sagði eitt sinn við okkur: „Þegar ykkur verður sagt að frænka ykkar sé dáin, þá verið ekki hryggar, heldur hugsið þið; nú líður frænku okkar vel.“ Við vitum það en við söknum hennar sárt, hún var okkur svo kær. í dag fer Halla sína hinstu ferð í sveitina sína kæru, en hún verður jarðsett í Staðarhólskirkjugarði við hlið foreldra sinna. Við vottum bræðrum hennar og allri fjölskyldu samúðarkveðjur. Að lokum óskum við Höllu frænku Guðs blessunar í jiinum nýjum heimkynn- um. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Sb. 1886 - V. Briem) Ragnhildur Ellertsdóttir Elena B. Sævarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.