Morgunblaðið - 27.01.1989, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 27. JANÚAR' 1089
Minning:
Olafur Sigurðsson
Fæddur 3. febrúar 1914
Dáinn 19. janúar 1989
I dag verður til moldar borinn
tengdafaðir minn, Ólafur Sigurðs-
son fyrrverandi bátsmaður og síðar
verkstjóri.
Ólafur var fæddur í Reykjavík
og var móðir hans Sigríður Bjarna-
dóttir frá Björgum á Skagaströnd.
Hann var tekinn í fóstur sem
ungbam að Hausastöðum í Garða-
hreppi ti! öndvegishjónanna Þor-
gerðar og Eyjólfs, sem þar bjuggu
og gengu þau honum í móður og
föðurstað. Hann ólst þar upp og
bjó hjá þeim ásamt fóstursystkinum
sínum allt þar til hann gifti sig.
Ólafur gekk í Flensborgarskóla
í Hafnarfirði og útskrifaðist gagn-
fræðingur þaðan.
Hugur hans stefndi alla tíð á sjó-
inn og langaði hann til að ganga í
sjómannaskóla, en tímamir vom
erfiðir í þá daga og gat ekki af
þeirri skólagöngu orðið.
Ólafur fór ungur til sjós og stund-
aði hann sjómennsku á togurum.
Hann sigldi öll stríðsárin og tók
þátt í björgun margra skipbrots-
manna á þeim ámm.
Ólafur var lengst af með Hann-
esi Pálssyni skipstjóra og Hallgrími
Guðmundssyni stýrimanni og skip-
stjóra, sem síðar varð forstjóri Tog-
araafgreiðslunnar. Einnig var hann
örfá ár hjá Skipaútgerð ríkisins á
ms. Herðubreið.
Eftir 30 ára sjómennsku fór hann
í land og gerðist verkstjóri hjá tog-
araafgreiðslunni. Þar starfaði hann
í 20 ár.
Ólafur starfaði í Sjómannafélagi
Reykjavíkur og var fulltrúi þess í
Sjómannadagsráði frá 1959 til 1985
er hann lét af störfum.
Þann 6. október 1934 giftist
Ólafur Kristjönu Þorsteinsdóttur
frá ísafirði, þá tvítugur að aldri,
og þurfti hann konungsbréf til, sem
hann oft síðar henti gaman að.
Þau hjónin eignuðust 4 börn,
Gerði Ólafíu og á hún 3 böm, Re-
bekku, sem á 6 böm, Björn Sævar,
sem lést 22. janúar 1967 þá 27 ára
að aldri, og Sigríði, en hún á 5
börn. Alls em svo bamabarnabörn-
in orðin 19.
Sumarið 1986 fluttu þau hjónin
Ólafur og Kristjana að Hrafnistu í
Hafnarfirði og var það vel við hæfi
fyrir gamlan 'Sjómann. Þar leið þeim
vel frá fyrsta degi og var mjög vel
að þeim búið þar. Ólafi þótti vænt
um að geta horft yfir sjóinn og
æskustöðvarnar frá nýja heimilinu
þeirra.
Fyrir rúmlega 23 ámm giftist
ég yngstu dóttur Ólafs og Krist-
jönu. Hjá þeim á Brúnavegi 12
bjuggum við fyrstu búskaparár
okkar, og má segja að við séum
varla flutt frá þeim enn, enda höfum
við ávallt verið mjög samrýnd.
Við Ólafur vomm alla tíð góðir
vinir og fór alltaf mjög vel á með
okkur. Við höfum átt sameiginlegan
sælureit hlið við hlið í sumarbústöð-
um okkar að Hraunborgum í
Grímsnesi og verið þar saman. Þar
hafa bömin okkar einnig notið sam-
skipta við afa og ömmu og mun
afa verða sárt saknað úr horninu
sínu þar. Minningar mínar um hann
em mér hjartfólgnar. Hann var allt-
af rólegur, glettinn, gamansamur
og góður félagi. Fyrir um það bil
einu ári kenndi hann sér meins, sem
að lokum dró hann til dauða. Þrátt
fyrir erfiðan sjúkdóm hélt hann
sinni léttu lund og rósemi allt til
his síðasta.
Að lokum vil ég þakka fyrir þessa
góðu samvem og bið guð að blessa
minningu hans og hugga alla þá,
sem um sárt eiga að binda við frá-
fall hans.
Bjarni Þ. Bjarnason
Hver fógur dyggð í fari manns,
er fyrst af rótum kærleikans.
Af kærleik sprottin auðmýkt er,
við aðra vægð og góðvild hver
og friðsemd hrein og hógvært geð
og hjartaprýði stilling með-
(Kingó-Sb. 1886 H. Hálfd.)
I dag kveðjum við ástkæran afa
okkar, sem lést á Hrafnistu í Hafn-
arfirði að kvöldi þess 19. janúar sl.
Hann háði einvígi við sjúkdóm
þann, sem hefur bundið enda á
marga ævina.
Með örfáum fátæklegum orðum
vil ég reyna að þakka honum þann
hlýhug og þá velvild sem hann og
elskuleg amma mín, Kristjana Þor-
steinsdóttir, hafa sýnt og veitt mér
í gegnum árin. Heimili þeirra stóð
okkur ætíð opið og ekki vantaði að
vel og höfðinglega væri tekið á
móti öllum, sem litu inn í þeirra
hlýlega og fallega heimili. Hvort
sem það var nú á Laugateignum,
þar sem nokkur okkar fæddumst,
eða á Brúnaveginum, þar sem þau
bjuggu fram til þess að þau flutt-
ust að Hrafnistu í Hafnarfirði í júní
1986.
Eg þekkti nú best til á Brúnaveg-
inum, enda átti ég þar hjá afa
mínum og ömmu heimili hlýtt um
tíma. Þar var oft margt um mann-
inn enda alltaf gaman að koma
þangað. Afi sat svo oft með pípuna
sína í ruggustólnum sínum, og mik-
ið var gott að tylla sér hjá honum
og spjalla um heima og geima.
Hann afí átti alltaf tíma til að
spjalla við okkur og hlusta. Hann
hafði líka gaman af að fá heimsókn-
ir, þá ekki hvað síst frá dætrunum
sínum þremur, barnabömunum, og
öllum langafabömunum sem nú em
orðin 19 talsins.
Hinsta kveðjustundin er nú mnn-
in upp og þar em svo margar góð-
ar minningar í huganum, en erfitt
að tjá þær með penna.
Ég kveð nú elskulegan afa minn
með söknuð í hjarta, og þakka hon-
um allt. Minningin mun lifa áfram.
Fari hann í friði.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(Hallgr. Pétursson)
Góður Guð gefi ömmu okkar,
Kristjönu Þorjjelsdóttur, styrk í
hennar mikla trega og söknuði. Svo
og dætmnum Gerði, Rebekku og
Sigríði og aðstandendum öllum
votta ég einlæga samúð mína.
Guð geymi ykkur öll.
Elín Birna
Að kvöldi 19. janúar sl. andaðist
að Hrafnistu í Hafnarfirði Ólafur
Sigurðsson áður til heimilis að
Brúnavegi 12 Reykjavík, heiðurs-
félagi í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur.
Ólafur fæddist í Reykjavík 3.
febrúar 1914, móðir hans Sigríður
Bjarnadóttir fór frá Björgum við
Skagafjörð og kom Ólafi fyrir í fóst-
ur 3ja vikna gömlum hjá þeim hjón-
um Þorgerði Halldórsdóttur og Eyj-
ólfi Eyjólfssyni útvegsbónda, en þau
Ljuggu á Hausastöðum í Garða-
hverfí sunnan Hafnarfjarðar. Þar
ólst Ólafur upp ásamt tveimur fóst-
ursystkinum sínum, stundaði nám
í Flensborgarskóla og fór ungur að
stunda sjómennsku á sumrin. Fjór-
tán ára gamall réðst Ólafur til
t
AGNES SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR,
Öldugötu 34,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. janúar.
Vandamenn.
síldveiða og síðar hófst langur fer-
ill togarasjómennskunnar m.a. á bv.
Sindra, Snorra goða og Skal-
lagrími. 1947 til BÚR á b.v. Ingólf
Amarson, Þorstein Ingólfsson og
Þorkel mána. Þá um nokkurra ára
tímabil á strandferðaskipum Ríkis-
skips. 1960 hóf Ólafur störf í landi
sem verkstjóri hjá togaraafgreiðsl-
unni og síðar hjá Eimskip, til 1984
að hann hætti störfum fyrir aldurs-
sakir. Ólafur var um langt árabil í
trúnaðarmannaráði Sjómannafé-
lagsins og í stjóm félagsins frá
1955 til 1962. Hann var fulltrúi
félagsins á ijölda þinga ASÍ og Sjó-
mannasambandsins, var í Sjó-
mannadagsráði frá 1959 til 1986.
Ólafur varð að heiðursfélaga Sjó-
mannafélags Reykjavíkur á 70 ára
afmæli félagsins árið 1985.
Ólafur kvæntist Kristjönu Þor-
steinsdóttur frá ísafirði í október
1934. Þau eignuðust fjögur böm,
þijár dætur og son sem er látinn
fyrir 22 ámm. Dætumar em
kvæntar og em bamabörnin 14 og
barnabarnabömin 19.
Þessum_ orðum fylgir mynd af
kirkju Óháða safnaðarins í
Reykjavík, en hún er eina kirkjan
sem mér er kunnugt um að Gunnar
Hansson hafi teiknað og á komandi
vori em liðin 30 ár frá vígslu henn-
ar. Hún er einnig eina kirkjan sem
Gunnar Thoroddsen, þáverandi
borgarstjóri, lagði homstein að, og
nú em þessir góðu drengir báðir
gengnir fyrir ættemisstapa. Kirkja
Öháða safnaðarins var einnig eina
kirkjubyggingin meðal 11 bygg-
inga, sem nefnd arkitekta, skipuð
af Fegmnarfélagi Reykjavíkur,
verðlaunaði á 11 alda afmæli ís-
landsbyggðar árið 1974 fyrir hrein-
an stíl og hagkvæmt notagildi.
Gunnar Hansson var ekki í
Óháða söfnuðinum og eingöngu
ráðinn til að teikna kirkjuna vegna
þess að fyrri verk hans lofuðu þá
þegar meistarann, og gera mátti
ráð fyrir að listræn vinnubrögð
hans og nútímaleg viðhorf fengju
þar með að njóta sín. Hvomgt brást
heldur og ber kirkjan því órækt
í stuttu máli er þetta langur fer-
ill launamanns sem í svita síns erfið-
is sótti gjöful íslandsmið, þjóðfélag-
inu, sér og sínum til lífsviðurværis.
Fyrir langt og óeigingjamt starf
í þágu íslenskrar sjómannastéttar
og Sjómannafélags Reylq'avíkur er
Ólafi Sigurðssyni þakkað.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju kl. 15.00 í dag 27.1.
Guðmundur Hallvarðsson
formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur
Ólafur Sigurðsson, fyrmrn sjó-
maður og verkstjóri, síðast vistmað-
ur á Hrafnistu í Hafnarfirði, er
kvaddur hinstu kveðju í dag, en
hann lést 19. þ.m. Hann var fædd-
ur 3. febrúar 1914 i Reykjavík.
Einstæð móðir hans, Sigríður
Bjamaddóttir, kom honum til fóst-
urs 3ja vikna gömlum til sæmdar-
hjónanna Þorgerðar Halldórsdóttur
og Eyjólfs Eyjólfssonar, sem bjuggu
á Hausastöðum í Garðahreppi á
Alftanesi. Þar ólst Ólafur upp og
átti heimili allt til tvítugs er hann
stofnaði eigið heimili. Hugsaði hann
ætíð hlýlega til æskuheimilisins og
æskustöðvanna og það var honum
mikil ánægja þegar hann flutti á
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir nokkr-
um ámm að hafa gott útsýni yfir
Álftanesið og geta rifjað upp gamla
oggóða daga.
Á kveðjustundu rifjast upp marg-
ar minningar frá áratuga kynnum.
Ólafur var kvæntur móðursystur
minni, Kristjönu Þorsteinsdóttur,
og sem drengur var ég tíður gestur
á heimili þeirra og á þaðan margar
góðar minningar. Þangað kom ég
ekki síst til að hitta góðan vin og
frænda, Björn, son þeirra Kristjönu
og Ólafs, en við áttum margar góð-
ar stundir saman. Ólafur var þá
sjómaður og bar ég mikla lotningu
frir þessum hraustlega en hægláta
manni, sem stundum gaf sér tíma
til að huga að leikjum okkar. Ólaf-
ur flíkaði ekki tilfinningum sínum,
vitni svo lengi sem hún stendur.
Hún er borgarprýði í látleysi sínu
og hreinleika hið ytra og hlýjar um
hjartaræturnar hið innra, gleður
sjón og heym og vekur trúártilfinn-
ingu, andar friði og birtu. Tónlistar-
flutningur nýtur sín t.d. naumast
nokkurs staðar betur. Með einu
handtaki má opna inn í safnaðar-
heimilið Kirkjubæ og stækka þar
með kirkjusalinn ef svo mætti segja.
Hádegissólin skín óhindrað inn um
háa og víða suðurglugga inn í sal-
inn, og aftansólin inn um óslitna
gluggaröð efst á vesturgaflinum og
flæðir inn með þakinu, alla leið inn
á vegginn yfir altarinu og hina stór-
fenglegu þrískiptu altaristöflu
meistara Jóhanns Briem.
Ritara þessara kveðjuorða stend-
ur næst að minnast samstarfsins
við Gunnar Hansson að byggingu
kirkju Óháða safnaðarins þar sem
ég var bæði formaður kirkjubygg-
ingamefndar og framkvæmdastjóri
við þá byggingu og hafði því mest
saman við hann að sælda. Listræn-
en þeir, sem þekktu hann, vissu að
hann var tilfinningaríkur og hafði
ákveðnar skoðanir á þeim málum,
sem hann lét sig varða. Hann hafði
ekki síst áhuga á málefnum sjó-
mannastéttarinnar og gat látið dug-
lega til sín heyra þegar hann ræddi
þau. Hann var lengi virkur þátttak-
andi í starfi Sjómannafélags
Reykjavíkur og um árabil var hann
fulltrúi þess í Sjómannadagsráði,
sem mjög hefur unnið að velferðar-
málum sjómanna.
Heimili þeirra Kristjönu og Ólafs
var í raun lengi miðstöð mjög stór-
ar fjölskyldu. Þau voru fyrst í sam-
býli við foreldra Kristjönu, Rebekku
Bjarnadóttur og Þorstein Ásgeirs-
son, sem voru nýflutt frá ísafírði,
og eftir lát Þorsteins var Rebekka
lengi á heimili þeirra. Böm þeirra
Rebekku og Þorsteins voru 10 tals-
ins og var því oft gestkvæmt á
heimilinu. Öllum var þar ávallt tek-
ið fagnandi og af mikilli gestrisni
og heimilið var sérstaklega hlýlegt
og fallegt. Er víst að margir með-
limir þessarar stóru fjölskyldu áttu
þar ótal glaðar stundir og minnast
Ólafs i dag með söknuði og þakk-
læti. Hann var trúr og sannur vinur.
Ég hef hér áður nefnt son Ólafs
og Kristjönu, Bjöm, en hann fædd-
ist 1939. Sem ungur drengur veikt-
ist hann af ólæknandi sjúkdómi og
lést af hans völdum 27 ára gamall.
Veikindi hans og fráfall urðu for-
eldrum hans og systrum skiljanlega
mikið áfall, sem og okkur öllum,
ættingjum hans og vinum, enda var
hann einstaklega tápmikill og
skemmtilegur drengur. Dætur
þeirra hjóna eru þijár: Gerður, fædd
1934, gift Magna Ingólfssyni; Re-
bekka, fædd 1937, gift Valdimar
Sveinssyni og Sigríður, fædd 1946,
gift Bjama Bjamasyni.
Ég lýk þessum fátæklegu kveðju-
orðum með því að senda Kristjönu,
dætmm, tengdasonum og barna-
bömum innilegar samúðarkveðjur.
Megi minning um góðan dreng
verða þeim huggun í sorg sinni.
Haraldur Henrysson
ar kröfur hans og hagsýni við út-
færslu allra vinnuteikninga eru efst
í huga mér, enda varð kirkjan jafn
ódýr í byggingu og hún er frábær
að allri gerð. Ef nokkuð var þurfti
stundum að ganga eftir að ekki
stæði á neinum teikningum, sem
bæði stafaði af því hve hann vand-
aði öll vinnubrögð og hafði mörg
járn í eldinum samtímis sem eftir-
sóttur arkitekt. En engu að síður
mátti segja að kirkjan risi á
mettíma og nafn hans geymist í
hornsteini hennar og í hverri línu.
Byggingin hófst síðsumars 1956,
safnaðarheimilið var vigt haustið
1957 og kirkjuvígslan fór fram á
sumardaginn fyrsta 1959, virkum
degi, þeim degi sem þjóðin hefir
þráð heitast í skammdegi aldanna.
Mér er til efs að önnur kirkja hér
á landi hafi verið vigð á sumardag-
inn fyrsta og þannig helguð bæði
heimsljósinu og himinljósinu. Það
var táknrænt. Arkitektinn bauð öllu
ljósi umfram allt inn og kvaddi
þennan heim með hækkandi sól.
Þökk sé góðum dreng og lista-
manni fyrir samfylgd og samstarf
sem var alltof stutt. En merkið
stendur þótt maðurinn falli.
Með einlægri samúðarkveðju.
Emil Björnsson fv. prestur
Óháða safnaðarins
« ___u:__ct.
Gunnar Hansson
arkitekt—Minning